Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Blaðsíða 66
74 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 KVIKMY&DA i Bíóborgin - Saga af morðingja: Játning fiöldamorðingja irk James Woods hefur leikið margan hrappinn á ferli sínum og hér bætir hann einum enn í safn sitt í Sögu af morðingja (Killer: A Journal of Murder). Og sannast sagna tekst honum að haida uppi myndinni með sterkum og góðum leik í hlutverki fjöldamoröingjans Carls Panzrams sem á fyrri hluta aldarinnar myrti yfir tuttugu manns. Woods þarf ekki að sýna neinn ofstopa til að sýna manngerðina þótt hann kryddi stundum leik sinn. Skapofsinn og bijálæðið leynir sér ekki í öllum athöfnum hans. Aðalpersónur myndarinnar eru tvær, Panzram og fangavörðurinn Henry Lesser sem nýtur trausts Panzrams, kannski aðallega vegna þess hversu ólíklegur fangavörður Lesser er. Talsvert er fjallað um samskipti þeirra en mun meira dvalið við fortíð Panzrams og því lýst hvemig mannfyrirlitningin varð strax mikill þáttur í lífi hans. Við fylgjumst með ferli Panzrams allt frá því hann er drengur og þar til hann er handtekinn fyrir smáafbrot. Það er síðan í fangels- inu sem hann játar öll morðin, þvemeitar því að hann sé geðveikur og heimtar að hann sé dæmdur sem heilbrigður maður þótt hann viti að það þýði aftöku. Saga af morðingja er fyrsta verkefni Tims Metcalfe sem leikstjóra og betur má ef duga skal því að hann er með bitastætt efni í höndunum en skilar af sér aðeins rétt miðlungsmynd sem hefur nánast enga stígandi I atburðarás. Það sýnir í raun hversu góður leikur James Woods er að hann getur falið að hegðun Carls Panz- rams vekur upp margar spumingar sem fá svör fást við. Leikstjóri og handritshöfundur: Tim Metcalfe. Kvikmyndataka: Ken Kelsch. Tónlist: Graeme Revell. Aðalleikarar: James Woods, Robert Sean Leonard, Ellen Greene og Steve Forrest. Bönnuð börnum innan 16 ára. Hilmar Karlsson Háskólafaíó - Geimtrukkarnir: Vöruflutningar í geimnum krk í Háskólabíói er stærsta sýningartjald landsins og breiðtjaldsmyndir virka oft stærri en þær eru í raunveruleikanum á slíku tjaldi. Þannig er það um Geimtrukkana (Spacetrackers), tiltölulega einfalda vísindaskáldsögumynd í allri gerð miðað við hvað er afrekað í þeim efnum í dag. En þegar horft er á Geimtrukkana á risatjaldinu virkar hún ekki minni í allri umgjörð en mun dýrari myndir á borð við Star Trek myndimar, svo dæmi sé tekið. En útlitið nægir ekki og oft er rýrt innihald í dýrum umbúðum. Óhætt er þó að segja að dæmið snúist við hér. Innhaldið er mun bitastæðara en útlitið og munar þar mest um húmor sem er framlegur og skemmtilegur. I myndinni er sagt frá ferðalagi þriggja persóna frá ónefndri plánetu til jarðar- innar í flutningatrukki framtíðarinnar. Farangur er hvorki meira né minna en líf- rænar drápsvélar sem eiga að ná yfirráðum á jörðinni en um það veit bílstjórinn ekkert frekar en farþegar hans. Á vegi þeirra verður sjóræningjaskip sem gleypir þau með húð og hári í orðsins fyllstu merkinu. Þar stjómar brjálaður snillingur sem er hálfur maður og hálf vél og fá áhorfendur skemmtilega lýsingu á því hvemig vél getiu’ aldrei komið í staðinn fyrir það sem náttúran skóp. Ferðalang- anir þrír lenda i miklum ævintýram áður en jörðu er náð en eins og í sönnum ævintýramyndum sigra hetjumar að lokum. Handritið er skemmtilega skrifað og er sagan nokkuð á skjön við aðrar geim- myndir og er hressilegt innlegg í vísindaskáldskap. Leikarar era ágætir, sérstak- lega Debi Mazar í hlutverki gengilbeinunnar, sem fær sér far til jarðarinnar, og Charles Dance í hlutverki bijálaða snillingsins. Leikstjóri: Stuart Gordon. Handrit: Ted Mann. Aðalleikarar: Dennis Hooper, Stephen Dorff, Debi Mazar og Charles Dance. Bönnuð börnum innan 12 ára. Hilmar Karlsson Laugarásbíó - Skuggi: Skúrkabani úr frumskóginum Þá hafa aðdáendur teiknimyndasögunnar um Skugga, eina af mörgum útgáfum grímuklædda bjargvættarins, og sem enn má lesa um í einu dagblaða höfuðborgarinnar, loksins fengið bió- mynd um hetjuna sína. Eins og hafi nú ekki ver- ið nógu margar bíómyndir fyrir sem byggja á vin- sælum teiknimyndasögum, svo sem um Ofur- mennið og Leðurblökumanninn, svo einhverjar flgúrur séu nefndar. Skuggi er sosum hvorki betri né verri en geng- ur og gerist um svona myndir, að meðaltali. Og söguþráðurinn er bara enn eitt tilbrigðið við sama stefið: Ungur maður, af kyni grímuklæddra bjargvætta mann fram af manni í 400 ár, svarinn óvinir ranglætis og spillingar, glímir viö mikinn þijót sem sækist eftir heimsyfir- ráðum og kemst um leið í kynni við unga og ævintýragjama auðkýfmgsdóttur. Eins og í sannri ævintýramynd er atburðarásin hröð og næsta ósennileg á köfl- um, sögusviðið er oftast framandi og fjarlægt, meira þó í rúmi en tíma. Góðu kall- amir era góðir og vondu kallamir vondir, lítið sem ekkert þar á milli. Ekki er eins mikið borið í þessa mynd og margar aðrar sem hafa verið gerðar eftir vinsælum teiknimyndasögum. Af því leiðir að ekki er eins mikið um eldglær- ingar og sprengingar og annað í þeim dúmum og maður er vanur að sjá í svona myndum. Þar með geta kvikmyndagerðarmennimir ekki eins falið þá staðreynd að þetta er ekki mjög innblásið verk en hetjan verður kannski mannlegri fyrir bragð- ið og hlýtur það að teljast kostur. Hvað um það, allir sem taka þátt í myndinni virðast hins vegar hafa nokkurt gaman af, haga sér svona eins og teiknimynda- figúrar, með tilheyrandi ofleik. Það verður líka til þess að Skuggi er aldrei beint leiðinleg mynd, þótt ekki sé hún nú sosum rosalega skemmtileg heldur. Leikstjóri: Simon Wincer. Handrit: Jeffrey Boam. Leikendur: Billy Zane, Treat Williams, Kristy Swanson, Catherine Zeta Jones, James Remar, Patrick McGoohan. Guðlaugur Bergmundsson Einstirni í Regnboganum: Grafin leyndarmál Á nýliðinni kvikmyndahátíð fengu kvikmyndaá- hugamenn smjörþefmn af nýjustu kvikmynd Johns Sayles, Einstimi (Lone Star), en mynd þessi hefúr fengið sérlega góða dóma og hefur einnig fengið meiri að- sókn vestanhafs en fyrri mynd- ir Sayles. Regnboginn hefur nú tekið Einstimi til almennra sýninga. Myndin gerist í landamæra- bænum Frontera í Texas. í ára- tugi hefúr honum verið stjórn- að af tveimur valdamiklum mönnum, Annars vegar hinum byssuglaða kynþáttahatara, Charley Wade (Kris Kristoffers- son), og hins vegar Buddy Deeds (Matthew McConnaug- hey) sem sögur herma að hafi hrakið Wade úr sýslunni nótt eina árið 1957. Þegar myndin hefst er það Sam Deeds (Chris j0hn Sayles er hér Cooper) sem er lögreglustjóri bæjarins. Hann er bitur eftir að hafa þurft að lifa í skugga föður síns í mörg ár. Þegar beinagrind finnst við bæjarmörkin fellur það í hlut Sams að rannsaka málið nánar. Einu vísbendingarnar eru hringur, merktur frímúrarareglunni, og einkennis- skjöldur, merktur fógetaembættinu, árgerð 1957. Uppgötvun þessi hrindir af stað rannsókn sem enginn virðist vilja fylgja eftir nema Sam sjálfur. Graftn leyndarmál koma upp á yfirborðið og bæjar- fólk af ólíkum toga virðist tengjast meira og meira á meðan á rannsókninni stendur. í leit sinni að sannleikanum kemst Sam að því að ekki er allt sem Kris Kristoffersson hefur fengið mikið hrós fyrir leik sinn í Einstirni. sýnist, hvorki hjá samborgurum hans eða í fortíð hans. Auk þeirra Kristofferssons, McConnaugheys og við tökur á Einstirni ásamt Kris Kristoffersson. Coopers, sem leika lögreglustjórana, eru í veiga- miklum hlutverkum Frances McDormant, Elizabeth Pena, Joe Morton, Miriam Colon og Clifton James. John Sayles Einstirni er tíunda kvikmynd Johns Sayles en síðast sendi hann frá sér barnamyndina The Secret of Ronan Inish. Fyrsta kvikmynd Sayles var Retum of the Secaurus Seven en handrit hans að þeirri mynd var valið það besta af gagnrýnendum í Los Angeles árið 1978. Hann fylgdi þessari mynd eftir með Lianna sem fiallaði um unga stúlku sem gerir sér grein fýrir því að hún er lesbísk. Þriðja mynd Sayles var Baby It’s You sem var fyrsta kvikmynd hans sem náði til breiðs áhorfendahóps. Sayles fylgdi henni eftir með Brother from Another Planet, vísindaskáldsögu um geimskip sem brotlendir I New York. Næstu tvær myndir Sayles vöktu mikla athygli og má segja að þá fyrst hafi hann fengið verðskuldaða viðurkenningu en þetta voru Matew- an og Eight Men out. Þessar myndir voru gerðar eftir handriti sem Sayles hafði skrifað fýrir mörg- um árum og hafði alltaf litið á sem sín helstu kvik- myndahandrit. En hann hafði ekki getað fiármagn- að þær í byrjun ferils síns. Á eftir þessum tveimur myndum gerði Sayles Passion Fish um samband tveggja kvenna í Louisiana og fékk Mary McDonn- ell óskarstilnefiiingu fýrir leik sinn og Sayles til- nefningu fyrir handrit sitt. Auk þess að skrifa eigin handrit hefur John Say- les skrifað fýrir aðra leiksfióra og í Hollywood telst hann til þeirra sem kallaðir era „handritslæknar", það er að hann er oft fenginn til að lagfæra handrit eftir aðra. Sayles hefur einnig gefið út skáldsögur og var ein þeirra, Union Dues, tilnefnt til National Book verðlaunanna í Bandaríkjunum. -HK The Glimmer Man í Sam-bíóum: Lögga með fortíð The Glimmer Man sem Sam-bíóin tóku til sýning- ar í gær er nýjasta kvikmynd hasarmyndaleikarans Stevens Seagals. I myndinni leikur hann lögreglu- manninn Jack Cole sem hefur aðsetur í New York. Cole hafði áður starfað hjá leyniþjónustunni og var þá hennar besti maður í að uppræta þá sem stóðu í veginum. Hann unir sé vel sem lögreglumaður en fortíðin sækir að honum þegar hann er sendur til Los Angeles til að hafa uppi á fiöldamorðingja. í Los Angeles fær hann til liðs við sig Jim Campbell (Keenan Ivory Wayans), sem er mikil andstæða Coles, mjög hæfur lögregluþjónn en öfúgt við Cole talar hann mikið og berst mikið á og er ekkert að leyna því að hann ætlar sér mikinn frama. Sam- starfið verður því erfitt í fyrstu og ekki batnar það þegar upp á yfirborðið fer að koma ýmislegt úr for- tíð Coles, sem ekki þolir dagsbirtu, og þegar hann kemst að því að fiöldamorðunum er sfiómað af at- vinnumönnum sem hann þekkti áður þá er hann allt í einu orðin bráðin sem þeir leita að. Keenan Ivory Wayans er gamanleikari sem varð þekktur í sjónvarpinu fyrir beinskeytta þáttaröð sem hét In Living Color. Hann hefur snúið sér að kvik- myndum og bæði leikið og leikstýrt og er skemmst að minnast A Low Down Dirty Shame sem hann bæði leikstýrði og lék í. Leiksfiórinn, John Gray, hefur lengi starfað við gerð sjónvarps- mynda og verið verðlaunaður fyrir sumar þeirra. Inn á milli hefur hann leikstýrt kvik- myndum, nú síð- ast fiölskyldu- myndina Born to Be Wild. Steven Seagal og Keenan Ivory Wayans í hlutverkum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.