Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Blaðsíða 28
28 ienning LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 Sigrún Sól lætur sig ekki muna um að stofna leikhús þegar hana vantar svið - enda er hún gefin fyrir drama þessi dama Sigrún Sól Ólafsdóttir hefur unnið það þrekvirki undanfamar vikur að standa ein á sviði Höfðaborgarinnar í hartnær þrjá klukkutíma (þó með hléi) og leika til skiptis margar per- sónur úr höfði Megasar í sýningunni Gefin fyrir drama þessi dama (og öll- um stendur svo innilega á sama). Við hóuðum í Sigrúnu Sól til að forvitn- ast um þessa reynslu - og líka um nýjasta leikhús höfuðborgarinnar: Höfðaborgina. Þurftu mikið pláss „Húsið sjálft, Hafnarhúsið, hefur auðvitað staðið þama lengi og áður verið nýtt sem leikhús," segir Sigrún, „en ekki sama rými og við notum heldur uppi á annarri hæð. Þar vora settar upp minnisstæðar sýningar, til dæmis Hræðileg hamingja undir stjóm Hlínar Agnarsdóttur. En það vora stök verkefni og þannig átti það líka að vera núna. Við hefðum getað fengið inni á nokkram stöðum með öðrum, en við þurftum að vera sjálf- stæð. Leikmyndin okkar er plássfrek og hugmyndir okkar um útfærslu á verkinu kölluðu á gott rými. Þegar okkur hauðst salurinn í Hafnarhús- inu gripum við hann fegins hendi og hafnarstjóm hefur reynst okkur vel. Hún vill fá menningarstarfsemi inn í húsið. í salnum okkar var einu sinni lager og þaö má opna geysistórar dyr út í portið þannig að rýmið býður upp á mikla möguleika. En við berjumst í bökkum eins og aðrir leikhópar. Gefin fyrir drama er dýr og viðamikil sýning þó að ég sé eini leikarinn. Við notum öll meðul leikhússins. Reyndar eram við tvö þó að Hörður Bragason sjáist ekki. Hann gerir hljóðmyndina á staðnum, situr uppi sveittur og spilar á ótal hljóðfæri sem hann raðar í kringum sig! Við höfum haldið áfram að þróa sýninguna i samspili okkar á milli og það er mjög gefandi." Sigrún Sól - konur eru sterkar. Starfsemin eykst „Við tókum húsið á leigu í tvo mánuði til reynslu," heldur Sigrún áfram, „en sýningin gengur vel og nú höfum við fengið húsið í allan vetur og erum búin að taka aðra hópa inn. Tvær aðrar sýningar eru þegar komnar af stað í húsinu, Rúi og Stúi og Safharinn. Nú erum við að reyna að útvega fjármagn til að setja upp fleiri sýningar. Mörg fyrirtæki sýna listum skilning en auðvitað hlýtur að vera þreytandi að fá í sífellu þessi bónarbréf." - En á sýning eins og þin enga möguleika á að standa undir sér? „Þetta er lítill salur, tekur sextíu manns í sæti, og við getum ekki selt miðana eins dýrt og stóru húsin en allur ann- ar kostnaður er sá sami og hjá þeim. Það er erfitt að láta svona hluti bera sig, hvað þá skila gróða.“ - En af hverju era þeir þá gerðir? „Það er nú það!“ segir Sigrún Sól og réttir úr sér. „Er maður bara að gera þetta fyrir sjálfan sig eða trúir maður því að maður sé að gera eitthvað fyrir aðra, miðla öðram list? Ég held að ef maður trúir á það sem maður er að þeirra er samsett núna.“ - Af hverju ekki? „Þetta er óhefðbundið verk og stefna stóru leikhúsanna virðist snúast um hefðbundin verk. Við erum að gera tilraun með form og Megas er að fjalla um hvun- dagshetjuna; sex konur sem fáum dytti í hug að ættu erindi upp á leiksvið." - En það sama mætti segja til dæmis um hvundagshetjur Strætis eftir Jim Cartwright... „Munurinn fmnst mér vera sá að Megas lítur ekki niður á per- sónrn- sínar. Hann byrjar innan frá. En til dæmis í Stræti, sem er mjög skemmtilegt leikrit, eru persónumar skopgerðar, það er eins og höfundur líti niður á þær. Eins og áhorfendur séu að horfa á dýr í dýragarði. Við höfum verið að vinna að þessari sýningu í tvö ár og við- brögð fólks benda til að persón- urnar nái sterkum tökum á áhorfendum. Þá finn ég að við erum að gera eitthvað sem virk- ar.“ - Hvað er á döfinm hjá Höfða- borginni? „Við erum þrjú i stjóm leik- hússins, Jón Bjami Guðmunds- son leikari, Kristján Jónsson myndlistarmaður og ég, og við erum að skipuleggja vorið. Það geta auðveldlega gengið þrjár sýningar í húsinu í einu, eins og nú er, og við höfum fengið fyrir- spurnir frá öðram leikhópum sem vilja taka þátt í ævintýrinu með okkur - en ekkert er ákveð- ið enn.“ gera og er ánægður með það þá sé maður að gera eitthvað fyrir aðra.“ - Hefði Gefin fyrir drama átt leið inn í stóru leikhúsin? „Nei. Ekki miðað við hvemig verkefnaskrá Dýrmæt reynsla - í lokin - hvemig er að leika svona margar persónur? Veistu hver þú ert þegar sýningin er búin? „Já, venjulega veit ég það! Þetta er dýrmæt reynsla fyrir mig sem leikara. Það eru bara tvö ár síðan ég lauk námi en mér finnst ég hafa tekið stórt stökk með þessu verki. Við æfðum hverja persónu fyr- ir sig og æfingatíminn var hrika- lega erfiður. Þegar við voram að æfa Snót þá datt ég ofan í þung- lyndi sem ég vissi ekki að ég ætti til. Þegar ég æfði Guðríði, mið- aldra konu i strætisvagni, varð ég hrikalega nöldursöm! Og þeg- ar við æfðum unga stúlku í slát- urtíð varð ég aftur sextán. KLisjan sem gengur um Megas er að hann sé kvenhatari en mér finnst hann sýna mikið næmi á mannlegar tilfinningar, mann- lega reisn og mannlega hnignun í þessu verki. Allar persónumar eiga sammerkt að verða sterkar í óhamingju sinni og hamingju. Þetta era heilsteyptar og sterkar konur. -SA DV-mynd ÞÖK LANGUR LAUGARDAGUR Á LAUGAVEGI OG í NÁGRENNI! HINEINA SANNA JÓLASTEMNING í MIÐBÆNUM!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.