Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 Gunnar Gunnarsson, sárfræðingur í veirurannsóknum, um fjölgandi inflúensutilfelli: Einangrun „Einangrun er eini hugsanlegi möguleikinn til þess að sleppa alveg við inflúensuna. Þá forðast fólk snertingu við aðra sem geta borið veiruna á milli. Það eru fæstir sem leggja það á sig,“ segir Gunnar Gunnarsson, sérfræðing- ur á veirurannsóknardeild. Á hverju ári leggst fjöldi fólks í rúmið sökum inflúensufar- aldurs sem herjar á vetuma. Leitað var ráða hjá Gunnari um hvað hægt væri að gera til þess að sleppa við þessa hvimleiðu árlegu in- flúensu. „Ein leið til þess að forðast inflúensuna er að láta hólusetja sig en bóluefnið hefur verið á markaðnum frá því í október. Það inniheld- ur veiklaðar inflúensuveirur, bæði A- og B- tegundina,“ segir Gunnar. Að sögn Gunnars eru aukaverkanir af bólu- efninu yfirleitt mjög vægar eða engar. Helst er að fólk finni eymsli við stungustaðinn og fái vægan roða. Fjögur ný inflúensutilfelli af svokölluðum stofni B hafa greinst í nóvember en eitt tilfelli af inflúensustofni A greindist um síðustu helgi. Tllfellum fjölgar „Tilfellunum er að fjölga og við emm rétt að byrja að greina þau. Við höfum heyrt um mikil veikindi meðal fólks að undanfórnu. Mér finnst líklegt að verulegur hluti þeirra veikinda orsakist af inflúensuveirum. Ég tel að það sé miklu algengara heldur en við vit- um um að fólk veikist af inflúensunni. Það em ekki tekin sýni úr öllum sem hafa fengið svona flensueinkenni," segir Gunnar. Fólk leitar ekki til læknis í öllum tilfellum og ekki eru alltaf tekin sýni úr þeim sem leita læknis. Þess vegna reynist svo erfitt að telja tilfellin nákvæmlega. eini möguleikinn til að sleppa Inflúensa A á hverju ári Gunnar Gunnarsson, sérfræðingur á veirurannsóknardeild, segir að inflúensan leggist sérstak- lega hart á eldra fólkiö og því sé ráölagt aö láta bólusetja sig. „Oft eru einkennin meiri af inflúensu A heldur en inflúensu B. Inflúensa B hefur ekki greinst hérna frá því veturinn 1992-1993 en in- flúensa A gengur hér yfirleitt á hverju ári með lítillegum breytingum frá ári til árs,“ seg- ir Gunnar. Að sögn Gunnars er engin skýring á því af hverju inflúensan kemur alltaf á sama tíma. Hún kemur alltaf að vetri til á norðurhveli jarðar og einnig að vetri til á suðurhveli. Hún gengur meira og minna allt árið í hitabeltinu. „Venjulegustu einkennin eru hiti sem getur verið frá 38-40 stig og slappleiki og bein- og vöðvaverkir ásamt höfuðverk. Kvefeinkennin geta komið eftir tvo til þrjá daga og verða meira áherandi þegar hitinn fer að lækka,“ segir Gunnar. @.mfyr:Smit í gegnum úða frá öndunarfærum Talið er að inflúensan smitist fyrst og fremst í gegnum úða frá öndunarfærum. Al- gengast er að fólk sé veikt í tvo til þrjá daga en stundum getur það verið veikt lengur, eða allt upp í ijóra til sjö daga. Landlæknisembættið sendi í haust út frétta- tilkynningu þar sem ráðlagt var hverjir skyldu láta bólusetja sig. Það var fólk sem komið var yfir sextugt þvi veikin leggst sér- staklega hart á eldra fólkið. Einnig er fólki með undirliggjandi sjúkdóma, til dæmis hjarta-, æða- og lungnasjúkdóma, ráðlagt að láta bólusetja sig. Ekki er sérstaklega mælt með því að bólusetja börn nema þau séu veik fyrir því þetta stendur yflrleitt stutt yflr. „Það hefur ekki verið sýnt fram á að matar- æði, vítamín og hvítlaukur hafi neitt að segja til þess að varna smiti,“ segir Gunnar. -em erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Dlck Francls: Come To Grlef. 2. Terry Pratchett: Maskerade. 3. John Grisham: The Runaway Jury. 4. Rob Grant: Backwards. 5. Danlelle Steel: Flve Days In Paris. 6. Ellzabeth George: In the Presence of the Enemy. 7. Nlck Hornby: Hlgh Rdellty. 8. Wllbur Smith: The Seventh Scroll. 9. Nlcholas Evans: The Horse Whlsperer. 10. Catherlne Cookson: The Obsesslon. Rit almenns eölis: 1. Btll Bryson: Notes from a Small Island. 2. Andy McNab: Immediate Actlon. 3. B. Watterson: There’s Treasure Everywhere. 4. Carl Glles: Glles 50th. 5. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 6. Gary Larson: Last Chapter and Worse. 7. John Gray: Men Are from Mars, Women Are Ifrom Venus. 8. Davld Wild: Frlends: The Book. 9. Paul Wllson: A Llttle Book of Calm. ÍIO. Prlvate Eye: Best of Private Eye Annual. Innbundnar skáldsögur: 1. Terry Pratchett: Hogfather. 2. Tom Clancy: Executlve Orders. 3. Maeve Binchy: Evening Class. 4. Dlck Francls: To the Hllt. 5. Patrlcla D. Cornwell: Cause of Death. I Innbundin rit almenns eölis: 1. R. Harris, M. Leigh & M. Leplne: True Animal Tales. 2. Jack Charlton: Autoblography. 3. Francls Gay: The Friendship Book. 4. Dave Sobel: Longitude. 5. Hertogaynjan af York & J. Coplon: My Story. (Byggt á The Sunday Times) Hiyllingsmeistarinn heimakær vinnufíkill Metsöluhöfundurinn Step- hen King hefur sent frá sér margar nýjar skáldsögur á þessu ári og þær rokseljast all- ar. Talið er að prentaðar hafi verið um 170 milljónir eintaka af bókum hans. Þær hafa ver- ið þýddar á 32 tungumál og gefnar út í fjölmörgum lönd- um, allt frá Islandi til Indónesíu. Á þessu ári hafa birst eftir hann skáldsögumar „Desper- ation“ og „The Regulators", sem hann samdi undir dul- nefninu Richard Bachman, og röð sex skáldsagna undir sam- heitinu „The Green Book“. Allar fóru þessar hækur beint á metsölulista vestan hafs og austan. King hefur sent frá sér 32 metsölubækur (þar af sex und- ir nafninu Bachman en þeim tvífara sínum lýsir hann sem „Stephen King án samvisku") en titlar verka hans eru alls 44. Hann hefur samið mörg kvikmyndahandrit. Nýjasta kvikmyndin nefnist „Thinner“ en einnig er verið að endurgera „The Shining" fyrir sjónvarp. Heimakær vinnufíkill Stephen King er sagður afar heimakær og mikill vinnufíkill. í borginni Bangor í Maine í Banda- ríkjunum, þar sem hann á heima, er fullyrt að King taki sér einungis frí frá ritstörfum örfáa daga á ári. Hann skrifar jafnvel þegar hann er Stephen King. Umsjón Elías Snæland Jónsson á ferðalögum, hvenær sem hann finnur auða stund. Maine er heimabyggð Kings og þar gerast flestar sögur hans. Hann settist að í Bangor seint á áttunda áratugnum og býr þar í stóru húsi; herbergin eru 23 og stór garður í kring með rimlahliði. Þar hýr hann ásamt fjölskyldu sinni (börnin eru þrjú) og skrifar flesta daga af mikl- um móð. Betts bókabúðin í Bangor er miðstöð aðdáenda Kings. Þar er hægt að kaupa bækur hans i flestum útgáfum, þar á með- al frumútgáfurnar banda- rísku, og alls konar minja- gripi sem tengjast höfundin- um og bókum hans. „Vil rugla líf ykkar" Breskur blaðamaður fylgdist nýverið með King er hann hélt fyrirlestur í háskólanum í Orono í Maine og skýrði frá því í blaði sínu að King hefði gert mikla lukku með yfirlýs- ingum sínum. „Ég hef engan áhuga á að rugla ykkur í ríminu, ég vil rugla líf ykkar,“ sagði hann við háskólanemana. „Ég vil fá ykk- ur til að gleyma stefnumótum, láta kvöldverðinn brenna við og heima- vinnuna eiga sig. Ég vil fá ykkur til að segja eiginkonunni að fara í kvöldgöngu í rómantísku tunglsljós- inu með tenniskennaranum á bað- ströndinni í Waikiki svo að þið fáið næði til að lesa nokkra kafla í við- bót. Ég vil hafa ykkur í svitakófi!" Sumar bækur Kings hafa verið bannaðar í bókasöfnum í Bandarikj- unum og Kanada. Hann vísaði því á bug að slík ritskoðun væri til að vernda börnin. „Ég segi krökkunum alltaf að flýta sér á næsta bókasafn eða í næstu. bókabúð til að komast að því hvað það sé sem hinir full- orðnu vilja koma i veg fyrir að þeir lesi.“ Metsölukiljur Bandaríkin I Skáldsögur: 1. Nicholas Evans: The Horse Whisperer. 2. Tonl Morrison: Song of Solomon. 3. Mary Higgins Clark: Sllent Nlght. 4. Dean Koontz: Intenslty. 5. Mlchael Crichton: The Lost World. 6. Jonathan Kellerman: The Web. 7. David Baldaccl: Absolute Power. 8. Anonymous: Prlmary Colors. 9. Robln Cook: Contagion. 10. David Guterson: Snow Falllng on Cedars. 11. Nora Roberts: From the Heart. 12. John J. Nance: Pandora’s Clock. 13. Ollvia Goldsmlth: The Rrst Wlves Club. 14. Steve Martlnl: The Judge. 15. Rosemary Rogers: A Dangerous Man. i Rit almenns eðlis: 1. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 2. Mary Plpher: Revlvlng Ophelia. 3. Jonathan Harr: A Clvll Action. 4. Barbara Klngsolver: High Tide In Tucson. 5. Al Franken: Rush Llmbaugh Is a Blg Fat Idiot. 6. Mary Karr: The Liar’s Club. 7. Howard Stern: Mlss Amerlca. 8. Dava Sobel: Longltude. 9. Thomas Cahill: How the Irish Saved Clvllizatlon. 10. MTV/Melcher Medla: The Real World Diaries. 11. Hillary Rodham Clinton: It Takes a Village. 12. Ellen DeGeneres: My Polnt... And I Do Have One. 13. Ann Rule: A Fever in the Heart. 14. M. Scott Peck: The Road Less Traveled. 15. Betty J. Eadie & Curtis Taylor: Embraced by the Llght. (Byggt á New York Times Book Review)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.