Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Page 48
56 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 Hátíðarstemning í Hamborg Ferðir íslendinga til ýmissa stór- borga í nágrannalöndunum á vik- unum fyrir stórhátíðarnar hafa færst mjög í aukana á undanfömum árum. Straumurinn hefur ef til vill legið mest til borga á Bretlandseyj- um, Dublin, Edinborgar, Glasgow, Newcastle eða Lundúna. Þar ræður miklu að verðlag er þar hagstætt og margt að skoða. Aðrar borgir í Eyrópu njóta einnig vinsælda hjá íslendingum, eins og þýska stórborgin Hamborg. Sagt hefur verið um Þjóðverja að enginn kunni betur að halda upp á jólin en þeir. Þeir sem hafa komið til Hamborgar í desember taka ör- ugglega undir þá skoðun. Því er einnig haldið fram að almennt sé gott að versla í Hamborg því Þjóð- verjar leggi metnað sinn í að fram- leiða gæðavörur og þýsk vörumerki era þekkt um allan heim. Þjónusta Flugleiða hefur aukist mjög á þessari leið og yfir vetrar- tímann er flogið tvisvar á dag til Hamborgar alla daga vikunnar nema laugardaga, en þá er flogið einu sinni. Flogið er frá íslandi klukkan 9.35 á morgnana og síðari vélin fer 14.35. Komið er við í Kaup- mannahöfn. Flugleiðir eru með samninga við fjölda hótela í Ham- borg og eru farþegum innan handar þegar ganga þarf frá gistingu. @.mfyr:Eplaskífur og eðalvin Það fylgir því sérstök stemning að versla í Hamborg á siðustu vik- unum fyrir jól. Á hverju götuhomi eru smáveitingastaðir þar sem hægt er að kaupa mat eða drykk sem er sérstaklega tengt jólunum. Eplaskíf- ur, jólapylsur, heitt rauðvín eða jólaglögg er ómissandi þáttur í jóla- versluninni hjá íbúum Hamborgar. Göngugötumar Mönckebergstrasse og Spitalerstrasse eru með mikið af þannig verslunum en þær eru reyndar víðast hvar í verslunar- hverfum borgarinnar. Margar götur í Hamborg eru und- ir þaki og þar þarf ekki að hafa áhyggjur af snjó eða kulda. Helstu verslunargötumar í Hamborg era Jungfemstieg þar sem er að finna nánast óteljandi verslanir með sér- vörur. Frá Jungfernstieg liggja margar yfirbyggðar smærri götur, eins og til dæmis Grosse Bleichen, og er þar hægt að finna margar skemmtilegcU’ gjafavörur frá þekkt- um vöruframleiðendum. Gatan Colonnaden er einnig yfirbyggð, með fjölda smáverslana sem selja ekki bara nýjar vörur heldur einnig gamlar. Þar er til dæmis heimsfræg pípuverslun sem sennilega er með mesta úrval veraldar af útskornum pípum. Tískufataverslanir era á næstu grösum. Á homi Colonnaden og Fe- hlandstrasse er skemmtileg verslun sem heitir því sérkennilega nafni „Bitch“. Sú verslun sérhæfir sig í Flugleiðir fljúga tvisvar á dag alla daga vikunnar nema laugardaga til Ham- borgar í Þýskalandi. Elstu hlutar Hamborgar eru með skemmtilegum þröngum strætum þar sem finna má margar skemmtilegar versian- ir eða veitingastaði. fríkuðum fötum frá sjötta áratugn- um og er mjög vinsæl. Fötin úr þeimi verslun eiga vinsældum að fagna hjá yngri kynslóðinni. Á Gánsemarkt er að ftnna margar tískverslanir fyrir ungt fólk, eins og Replay Country Store (gallabuxur af öllum stærðum og gerðum) og Coco Cigar. Ef kaupa á finu merkin þá era merkjaverslanirnar mikið í kring- um Marriott-hótel borgarinnar í Neue ABC Strasse. Yves Saint Laurent, Chan- el, Joop, Mul- berry og fleiri merki er þar að finna á betra verði en í mörgum öðr- um stórborgum Evrópu. Góður málsverður Að lokinni jóla- verslun er upp- lagt að setjast niður á góðum veitingastað, hvíla lúin bein og kitla bragð- laukana. Frá- bær veitinga- staður og jafn- framt frekar ódýr er Rat- weinskeller í kjallaranum undir ráðhúsi borgarinnar. Ef menn hafa litlar áhyggjur af peningaút- gjöldum er stutt í aðra dýrari matsölu- staði sem allir hafa fengið gæða vottun Michelin-hand- bókarinnar kunnu. Þeirra á meðal eru Cöllns Austerstuben í G r o s s e Backerstrasse, Marinas og Prince Freder- ic Room í Hotel Abtei. La Mer í Hotel Prem, franski staðurinn Le Canard og Landhaus Scherrer era allir úrvals veitinga- staðir og eru á götunni Elbchaus- seen. Annar úrvalsstaður með franska eldhúsið er L’Auberge Francaise í stúdentahverfinu og þýskan úrvals- mat má snæða i Krameramtstuben við St. Michel-kirkju. Þar í kring eru margir elstu hlutar Hamborgar með skemmtilegum söfnum og lista- galleríum. -ÍS Listin að pakka létt Þeir ferðamenn eru til sem fara aldrei með farangur með sér til útlanda. Eftir að hafa bókað sig inn á hótel eru helstu nauðsynjar einfaldlega keypt- ar til noktunar á staðnum. En þessi tegund ferðamennsku hlýtur að teljast til öfga. Öfgarnar í hina áttina eru þær að fara utan með stútfulla ferðatösku af gömlum fótum og jafnóðum og fotin eru notuð er þeim hent og ef ekki er mikið keypt í staðinn er hægt að koma heim aftur með léttari ferðatösku en lagt var af stað með. Hvorar tveggja þessara öfga ganga þó út á að minnka óþæg- indin af því að vera með fyrirferðarmikinn farangur. Fátt er meira pirrandi en að dröslast langar leiðir með fiöldann allan af ferðatöskum. Til þess að auka enn frekar á pirringinn tíökast sá siður í mörgum löndum að leigubílstjórar eða þjónar vilja fá sérstakt gjald fyrir að veita aðstoð. Ef oft þarf að nýta þannig aðstoð geta verulegir fiármunir farið í hana. og lítinn sjúkrapakka. Ekki má heldur gleyma gengisskráningu gjaldmiðils þess lands sem dvalið er í. Víkuskammtur Brýnar nauðsynjar Þeir sem era orðnir hundleiðir á því að dragast með fyrirferð- armikinn farangur ættu að setja sér ákveðnar grandvallarreglur. Fyrst skal telja ákveðnar nauðsynjar sem ávallt verða að vera með í fór: Taka skal með lítinn lás með lyklum svo hægt sé að læsa hirslum og búa til sína eigin öryggishirslu, sandala sem þola vætu til nota í sturtu eða við sundlaugina, eitthvað af tómum plastpokum utan um óhreina tauið eða ann- að sem til fellur, eins og til dæmis matvæli. Bréfservíettur, eldspýtur, varasmyrsl og nauðsyn- legustu snyrtigræjur, en þó engan óþarfa. Regnslá sem hægt er að grípa til í úrhellisrigningu, vasahníf (helst með tappatogara og skærum), skordýrafælu, því skordýrin leynast víða, aukagleraugu eða -linsur Skynsamur ferðamaður tekur aldrei meira af fötum með sér en notuð eru á einni viku. Ástæðulaust er að taka með sér 21 par af nærfotum og sokkum fyrir þriggja vikna ferð. í velflestum löndum heims er hægt að komast í peningaþvottahús fyrir lítið fé, jafnvel láta þvo á hótelinu þar sem dvalið er, ef það er ekki of dýrt. Ef sú þjónusta er of dýr og þvottahús hvergi í nágrenninu er hægt að þvo fötin í baðinu á hótelinu eða vaskinum og nota sjampó til þvottanna. Gott er að hafa föt sem krampast lítið eða föt sem láta ekki mikinn lit við þvott. Mikilvægt er að nota tösku af réttri stærð undir farangurinn. Nauðsynlegt er að hún sé gjömýtt svo að menn séu ekki að ferðast með mikið tómarúm með sér. Gæta skal að því að óhrein föt taka minna pláss en hrein föt og því myndast oft pláss í töskunum fyrir hluti sem bætt er við á ferðalaginu. í neyðartilvikum má kaupa viðbótartösku sem gerir þó ekki meira en að rúma aðeins það sem bætist við. Að lokum eitt ráð: Reynið að hafa handfarangur í flugvélum sem minnst- an. Fátt fer meira í taugarnar á fólki en samferðamað- urinn sem er að bögglast við að reyna að troða allt of stórum „handfarangurstöskum” í farangursgeymslurn- ar og enda með því að sitja með þær í fanginu við hlið- ina á - þér! ÍS Það er kúnst að pakka létt því það fer mikil orka í að dröslast með mikinn farangur. DV-mynd ÞÖK 41 flugvöllur Kínversk stjómvöld hafa til- kynnt að 41 nýr flugvöllur verði byggður í landinu á næstu 5-15 árum til þess að mæta aukinni flugumferð. Bylting hefur orðið í samgöngumálum í landinu á undanförnum árum og Kínverj- ar búast við að þjóna 100 millj- ón farþegum á hverju ári um aldamótin. Ef áætlanir þeirra standast eykst flugumferö um 14 af hundraði á hverju ári fram til aldamóta. Mannfæð Aukinn straumur ferða- manna til Asíu hefur ekki bara jákvæðar hliðar í för með sér heldur einnig neikvæðar. Hjá | velflestum flugfélögum álfunn- ar stefnir í ófremdarástand vegna fiölgunarinnar. Fjölgun starfsfólks í flugþjónustu hefur engan veginn fylgt auknum straumi ferðamanna og það hef- ur komið niður á þjónustu og flugöryggi. Undanfarin ár hefur meðalfiölgun flugferða í Asíu- löndum verið á milli 8 og 9 af hundraði á hverju ári. Bændur mótmæla Það er ekki bara í Frakklandi sem umferð hefur verið teppt vegna verkfallsaðgerða. Grískir bændur lömuðu meira og minna allt vegakerfi landsins í liðinni viku til þess að leggja áherslu á kröfur sínar um hærra verð fyrir afurðir sínar. Þeir notuðu dráttarvélar til að setja upp vegatálma á flestum aðalvegum landsins. Væntanleg verkföll Segja má að skelfingarástand sé í uppsiglingu I Grikklandi. Bændur hafa staðið í verkfalls- aðgerðum og fiöldinn aflur af starfsstéttum í landinu hóta verkfallsaðgerðum. Meðal þeirra eru kennarar, byggingar- verkamenn, opinberir starfs- menn, fangaverðir og toll- heimtumenn. Vægurvetur Á sama tíma og íslendingar upplifa kaldasta nóvembermán- uð í manna minnum búa Moskvubúar við óvenjumildan vetur. Frá því mælingar hófust i Moskvu fyrir 117 árum hefur alltaf fest snjó í borginni fyrir 1. desember en það hefur ekki gerst í ár. Spáð er áframhald- andi hlýindum fyrstu vikumar í desember. ?:íí Mikil snjókoma Fjölmargir aðilar í ferðaþjón- ustu í Ölpunum fagna því mjög að óvenjumikið hefur snjóað þar í vetur. Neikvæðu hliðarn- ar á snjókomunni era hins veg- ar þær að hætta á snjóflóðum er mikil og víða hefúr verið lýst yfir hættuástandi í hlíðum sem eru meira en 1.400 mefra yfir sjávarmál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.