Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 JjV sælkerinn Jón Snorrason, yfirkokkur Café Óperu, býður upp á steinasteik: Blönduð Fantasía með kjöti og fiski „Steinasteikurnar eru ennþá lifandi. Það er alltaf að færast í aukana hjá okkur að útlendingarnir borði steinasteikur og íslend- ingarnir koma alltaf jafnt og þétt í þetta. Það eru ákveðnar steikur sem hafa haldið sér frá upphafi. Siðan hafa þróast aðrar útfærslur í samræmi við óskir gestanna gegnum árin,“ segir Jón Snorra- son, yfirkokkur og framkvæmdastjóri Café Óperu í Reykjavík. „Veitingamenn byrj- uðu fyrst að bjóða upp á steinasteikur árið 1988. Steinaofninn okk- ar, sem heldur steinun- um heitum, var á sín- um tíma keyptur af sjúkrahúsinu í Kefla- vík. Hann var notaður Jón Snorrason, yfirkokkur á Café þar undir bakstur og Óperu, segir að steinasteikurnar eldamennsku þannig séu alltaf sígildar. Hann nefnir hér að hann á sér merka efnivið í steik sem hann nefnir sögu. Þýsku framleið- blandaða Fantasíu. DV-mynd Pjetur endumir hafa komið til að sjá ofninn og verið mjög ánægð- Jón segir að steinasteik með ir með hann,“ segir hann. góðu fersku hráefni sé sígild á ís- matseðlinum hjá sér. Hann gefur hér uppskrift að Blandaðri Fantasíu. Heima er best að hita steinana í ofiii við hæsta hita en á Café Ópem em steinarnir hitaðir við 400 gráður. 50 g lambakjöt 50 g kjúklingur 30 g hörpuskel 50 g humarhalar 50 g rækjur 50 g lax brokkoli sveppir gulrætur sítróna eggaldin Blönduð Fantasía - fyrir einn landi og leggur þunga áherslu á að hafa sem mest úrval af henni á Gott er að hera fram bak- aða kartöflu, hvítlauks- smjör, eða Café du Paris smjör, sojasósu og svo er kryddið auðvitað nauðsynlegt, til dæmis salt og pipar. -GHS matgæðingur vikunnar Ljúffeng brauð- terta „Þetta er heitur réttur sem mjög þægilegt er að gera daginn áður og skella svo inn í ofn,“ seg- ir lesandi, sem ekki vill láta nafns síns getið. Les- andinn sagðist eiga upp- skrift aö girnilegri brauðtertu í fórum sín- um, sem væri uppruna- lega ættuð frá Bessastöð- um en hefði tekið breyt- ingum í meðföram. Hér kemur uppskriftin. 1 peli rjómi samlokubrauð y2 dós sveppir rækjur 3-4 msk. majónes 1 tsk. karrí rifinn ostur Skorpan er tekin af samlokubrauði og brauð- ið er sett í botninn á fati. Einum pela af rjóma er hellt yfir brauðið. Hálfri dós af sveppum er dreift yflr brauðið, rækjum er stráð yfir. Hrært er sam- an karríi og majónesi og þynnt út meö safa af sveppunum og hrærunni smurt yfir. Rifnum osti er dreift yfír réttinn og svo er rétturinn settur í ofn þar til osturinn er bráð- inn. -GHS Lilja Brynja Guðjónsdóttir í Þorlákshöfn: Lúðurúllur með rækjusósu og einfaldur eftirréttur „Ég setti þessar uppskriftir ekki í samhengi heldur eru þetta bara rétt- ir sem ég tíndi úr sitt hvorri átt- inni,“ segir Lilja Brynja Guðjóns- dóttir, íbúi í Þorlákshöfn, en hún er matgæðingur vik- unnar að þessu sinni. Lilja Brynja gefur uppskrift að Lúðurúllum með rækjusósu og einföldum og fljótlegum eftirrétt. Lúðurúllur 800 g smálúðu- eða rauð- sprettuflök 3 dl mysa eða hvítvín 4 dl vatn 2 tsk. fiskikraftur salt-sítrónupipar sítrónusafi negulnaglar Fiskurinn er roðflettur og bein- hreinsaður. Ef flökin era stór þarf að skera þau sundur. Örlitlum sítr- ónusafa, salti og sítrónupipar er stráð yfir flökin og þeim rúllað upp. Fest með tannstönglum og neg- ulnagla stungið í hverja rúllu. Vatn, mysa og fiskikraftur sett í pott og suðan látin koma upp. Fiskrúllumar eru settar út í og soðnar í 34 mín. Lilja B. Guðjónsdóttir gefur uppskrift að góðum fiskrúllum og einföldum og fljótlegum eftirrétti úr makkarónukökum og jaröarberjum. DV-mynd Sigrún Lovísa iy2 msk. smjör 1 y2 msk. hveiti soð af fiskinum 1 peli rjómi 1 eggjarauða 150-200 g rækjur y2 tsk. paprikuduft y2 tsk. engiferduft Smjörið er brætt og hveiti hrært saman við. Þynnt með fisksoðinu. Rjómanum er hellt út í og kryddað eftir smekk. Eggjarauðan er létt- þeytt og hrærð út í sósuna ásamt rækjunum. Eftir það má sósan ekki sjóða. Rétturinn er borinn fram með soðnum kartöflum og soðnu græn- meti, til dæmis gulrótum, blómkáli eða spergilkáli. Einfaldur eftirráttur 150 g makkarónukökur y2 dós jarðarber 2 msk. kókosmjöl sletta af sérrí (má sleppa) Oetker búðingur með möndlum Makkarónukökur eru muldar í skál. Jarðarberin era stöppuð og þeim er hrært saman við ásamt kók- osmjöli og sérrí. Nota má örlítið af jarðarberjasafanum með. Búðingur- inn er búinn til samkvæmt leiðbein- ingum á pakkanum. Mesti hitinn er látinn rjúka af honum og honum- hellt yfir. Þetta er svo kælt í 3-4 klst. og borið fram með þeyttum rjóma. Lilja Brynja skorar á Emu Mar- len í Þorlákshöfn.- GHS Marserandi bomba, smákökur ogterta Jón Arilíusson kondítormeistari hefur að undanfömu verið á Bylgj- unni og gefið uppskriftir að kökum og sælgæti fyrir jólin auk þess sem lesendur hafa sent inn uppskriftir í uppskriftaleik. Hér birtast nokkrar I uppskriftir Jóns og tvær vinnings- uppskriftir frá hlustendum, þeim Siliu Sigrúnu Þórsteinsdóttur og Betu Ámundadóttur. Marserandi Bounty bomba 2 eggjahvítur 100 g sykur 150 g Bounty Þeytið vel saman eggjahvítur og sykur. Blandið saman við 150 g af \ smátt skomu Bounty. Bakið maren- sið í tveimur 24 cm formum við 150- 170 g í ca 30 mín. Mars rjómaís 4 dl rjómi 3 eggjahvítur 1 dl sykur 100 g Mars Stífþeytið eggjarauðumar og syk- urinn. Blandiö léttþeyttum rjóma og smátt skomu Bounty saman við. Látið í sama form og marensið og frystið. Setjið isinn á marensbotn ca 30 mín. áður en tertan er borin fram. Heit Marssósa 1)4-2 stk. Mars 1 msk. 36% sýrður rjómi Bræðið Mars súkkulaöið við lág- an hita í vatnsbaði. Blandið síðan sýrðum rjóma út í. Hrærið vel sam- an. Berið sósuna fram volga. Snickers smákökur 100 g saxað Snickers 150 g saxað suðusúkkulaði 150 g púðursykur 80 g smjör 1 stk. egg 160 g hveiti 'A tsk. natron • % tsk. salt vanilla Öllu er blandað saman. Rúllað í pylsur og kælt. Skorið niður eins og smákökur og raðað á plötu. Bakað við 175 gráður í ca 8 mín. Teknar út frekar ljósar og látnar kólna á plöt- unni. Twix terta með banan- arjóma 100 g sykur 2 litlar eggjahvítur y2 tsk. lyftiduft 2 lengjur fint skorið Twix Þeytið saman sykur og eggjahvít- ur, hrærið lyftidufti og Twix saman viö. Bakiö við 150 gráður í 60 mín. í 24 cm formi. Tertan er lögð þannig saman: Hvítur svamptertubotn, 1 peli þeytt- ur rjómi og 2 bananar marðir í rjómanum, Twix marensbotn. -GHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.