Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Page 8
8 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 JjV sælkerinn Jón Snorrason, yfirkokkur Café Óperu, býður upp á steinasteik: Blönduð Fantasía með kjöti og fiski „Steinasteikurnar eru ennþá lifandi. Það er alltaf að færast í aukana hjá okkur að útlendingarnir borði steinasteikur og íslend- ingarnir koma alltaf jafnt og þétt í þetta. Það eru ákveðnar steikur sem hafa haldið sér frá upphafi. Siðan hafa þróast aðrar útfærslur í samræmi við óskir gestanna gegnum árin,“ segir Jón Snorra- son, yfirkokkur og framkvæmdastjóri Café Óperu í Reykjavík. „Veitingamenn byrj- uðu fyrst að bjóða upp á steinasteikur árið 1988. Steinaofninn okk- ar, sem heldur steinun- um heitum, var á sín- um tíma keyptur af sjúkrahúsinu í Kefla- vík. Hann var notaður Jón Snorrason, yfirkokkur á Café þar undir bakstur og Óperu, segir að steinasteikurnar eldamennsku þannig séu alltaf sígildar. Hann nefnir hér að hann á sér merka efnivið í steik sem hann nefnir sögu. Þýsku framleið- blandaða Fantasíu. DV-mynd Pjetur endumir hafa komið til að sjá ofninn og verið mjög ánægð- Jón segir að steinasteik með ir með hann,“ segir hann. góðu fersku hráefni sé sígild á ís- matseðlinum hjá sér. Hann gefur hér uppskrift að Blandaðri Fantasíu. Heima er best að hita steinana í ofiii við hæsta hita en á Café Ópem em steinarnir hitaðir við 400 gráður. 50 g lambakjöt 50 g kjúklingur 30 g hörpuskel 50 g humarhalar 50 g rækjur 50 g lax brokkoli sveppir gulrætur sítróna eggaldin Blönduð Fantasía - fyrir einn landi og leggur þunga áherslu á að hafa sem mest úrval af henni á Gott er að hera fram bak- aða kartöflu, hvítlauks- smjör, eða Café du Paris smjör, sojasósu og svo er kryddið auðvitað nauðsynlegt, til dæmis salt og pipar. -GHS matgæðingur vikunnar Ljúffeng brauð- terta „Þetta er heitur réttur sem mjög þægilegt er að gera daginn áður og skella svo inn í ofn,“ seg- ir lesandi, sem ekki vill láta nafns síns getið. Les- andinn sagðist eiga upp- skrift aö girnilegri brauðtertu í fórum sín- um, sem væri uppruna- lega ættuð frá Bessastöð- um en hefði tekið breyt- ingum í meðföram. Hér kemur uppskriftin. 1 peli rjómi samlokubrauð y2 dós sveppir rækjur 3-4 msk. majónes 1 tsk. karrí rifinn ostur Skorpan er tekin af samlokubrauði og brauð- ið er sett í botninn á fati. Einum pela af rjóma er hellt yfir brauðið. Hálfri dós af sveppum er dreift yflr brauðið, rækjum er stráð yfir. Hrært er sam- an karríi og majónesi og þynnt út meö safa af sveppunum og hrærunni smurt yfir. Rifnum osti er dreift yfír réttinn og svo er rétturinn settur í ofn þar til osturinn er bráð- inn. -GHS Lilja Brynja Guðjónsdóttir í Þorlákshöfn: Lúðurúllur með rækjusósu og einfaldur eftirréttur „Ég setti þessar uppskriftir ekki í samhengi heldur eru þetta bara rétt- ir sem ég tíndi úr sitt hvorri átt- inni,“ segir Lilja Brynja Guðjóns- dóttir, íbúi í Þorlákshöfn, en hún er matgæðingur vik- unnar að þessu sinni. Lilja Brynja gefur uppskrift að Lúðurúllum með rækjusósu og einföldum og fljótlegum eftirrétt. Lúðurúllur 800 g smálúðu- eða rauð- sprettuflök 3 dl mysa eða hvítvín 4 dl vatn 2 tsk. fiskikraftur salt-sítrónupipar sítrónusafi negulnaglar Fiskurinn er roðflettur og bein- hreinsaður. Ef flökin era stór þarf að skera þau sundur. Örlitlum sítr- ónusafa, salti og sítrónupipar er stráð yfir flökin og þeim rúllað upp. Fest með tannstönglum og neg- ulnagla stungið í hverja rúllu. Vatn, mysa og fiskikraftur sett í pott og suðan látin koma upp. Fiskrúllumar eru settar út í og soðnar í 34 mín. Lilja B. Guðjónsdóttir gefur uppskrift að góðum fiskrúllum og einföldum og fljótlegum eftirrétti úr makkarónukökum og jaröarberjum. DV-mynd Sigrún Lovísa iy2 msk. smjör 1 y2 msk. hveiti soð af fiskinum 1 peli rjómi 1 eggjarauða 150-200 g rækjur y2 tsk. paprikuduft y2 tsk. engiferduft Smjörið er brætt og hveiti hrært saman við. Þynnt með fisksoðinu. Rjómanum er hellt út í og kryddað eftir smekk. Eggjarauðan er létt- þeytt og hrærð út í sósuna ásamt rækjunum. Eftir það má sósan ekki sjóða. Rétturinn er borinn fram með soðnum kartöflum og soðnu græn- meti, til dæmis gulrótum, blómkáli eða spergilkáli. Einfaldur eftirráttur 150 g makkarónukökur y2 dós jarðarber 2 msk. kókosmjöl sletta af sérrí (má sleppa) Oetker búðingur með möndlum Makkarónukökur eru muldar í skál. Jarðarberin era stöppuð og þeim er hrært saman við ásamt kók- osmjöli og sérrí. Nota má örlítið af jarðarberjasafanum með. Búðingur- inn er búinn til samkvæmt leiðbein- ingum á pakkanum. Mesti hitinn er látinn rjúka af honum og honum- hellt yfir. Þetta er svo kælt í 3-4 klst. og borið fram með þeyttum rjóma. Lilja Brynja skorar á Emu Mar- len í Þorlákshöfn.- GHS Marserandi bomba, smákökur ogterta Jón Arilíusson kondítormeistari hefur að undanfömu verið á Bylgj- unni og gefið uppskriftir að kökum og sælgæti fyrir jólin auk þess sem lesendur hafa sent inn uppskriftir í uppskriftaleik. Hér birtast nokkrar I uppskriftir Jóns og tvær vinnings- uppskriftir frá hlustendum, þeim Siliu Sigrúnu Þórsteinsdóttur og Betu Ámundadóttur. Marserandi Bounty bomba 2 eggjahvítur 100 g sykur 150 g Bounty Þeytið vel saman eggjahvítur og sykur. Blandið saman við 150 g af \ smátt skomu Bounty. Bakið maren- sið í tveimur 24 cm formum við 150- 170 g í ca 30 mín. Mars rjómaís 4 dl rjómi 3 eggjahvítur 1 dl sykur 100 g Mars Stífþeytið eggjarauðumar og syk- urinn. Blandiö léttþeyttum rjóma og smátt skomu Bounty saman við. Látið í sama form og marensið og frystið. Setjið isinn á marensbotn ca 30 mín. áður en tertan er borin fram. Heit Marssósa 1)4-2 stk. Mars 1 msk. 36% sýrður rjómi Bræðið Mars súkkulaöið við lág- an hita í vatnsbaði. Blandið síðan sýrðum rjóma út í. Hrærið vel sam- an. Berið sósuna fram volga. Snickers smákökur 100 g saxað Snickers 150 g saxað suðusúkkulaði 150 g púðursykur 80 g smjör 1 stk. egg 160 g hveiti 'A tsk. natron • % tsk. salt vanilla Öllu er blandað saman. Rúllað í pylsur og kælt. Skorið niður eins og smákökur og raðað á plötu. Bakað við 175 gráður í ca 8 mín. Teknar út frekar ljósar og látnar kólna á plöt- unni. Twix terta með banan- arjóma 100 g sykur 2 litlar eggjahvítur y2 tsk. lyftiduft 2 lengjur fint skorið Twix Þeytið saman sykur og eggjahvít- ur, hrærið lyftidufti og Twix saman viö. Bakiö við 150 gráður í 60 mín. í 24 cm formi. Tertan er lögð þannig saman: Hvítur svamptertubotn, 1 peli þeytt- ur rjómi og 2 bananar marðir í rjómanum, Twix marensbotn. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.