Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 Milosevichjónin stjórna eins og Ceausescu: Rauða nornin og Slátrarinn Nafn hans þýðir frelsi og nafn hennar friður. Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, og Mirjana kona hans þykja ekki hafa staðið undir nöfnum sínum. Tímaritið Time kallaði Slobodan Slátrarann frá Balkanskaga, æðsta prest þjóðar- hreinsananna. Mirjana, sem er leið- togi eigin stjómmálaflokks, rithöf- undur og skyggn, er kölluð Rauða nornin af mörgum Serbum. Fréttaljós á laugardegi Það er ekki eingöngu vegna þess að Mirjana þykir lík Morticiu Add- ams sem gárungarnir bera Milosevic- fjölskylduna saman við Addamsfjöl- skylduna, sem varð fræg bæði á sjón- varpsskjánum og hvíta tjaldinu, held- ur eiga böm Mirjönu og Slobodan sinn þátt í því. Sonurinn Marco, sem er 22 ára, hafði mætur á kappakstri og tókst að eyðileggja 30 kappakst- ursbíla á meðan fæstir Serbar höfðu efni á að kaupa svo mikið sem einn bensín- lítra. Hann rekur nú einn stærsta nætur- klúbbinn á Balkanskaga og stundar skuggaleg viðskipti. Dóttirin Marija, sem er 33 ára, not- ar pólítísk sambönd sín og stýrir vinsælustu útvarpsstöðinni í Serbíu. Kærastinn hennar er dæmdur morðingi sem var náðaður er hann var búinn að afplána helminginn af fangelsisdómnum. Lífið getur verið Ijúft í Serbíu hafi maður réttu samböndin. Stjórna eins og Ceausescu Slobo og Mira, eins og forsetahjónin em kölluð, eru sögð stýra landinu svipað og Ceausescuhjónin stýrðu Rúmeníu. Mira kem- ur á framfæri eigin stjómmálaskoðunum í mánaðarriti sem birtir myndir af léttklædd- um stúlkum á forsíðu. Hún gefur sér einnig tíma til að umgangast eiginkonur annarra stjómmálamanna. Slobo hefur alvarlegri mál á sinni könnu, eins og hrun fyrrum Júgóslavíu, auk þess sem hann er talinn eiga talsverðan þátt í blóðugasta stríði sem háð hefur verið í Evrópu síðan 1945. Margir telja Slobo hafa hvatt þjóðernissinn- aða Serba í stríðinu í Króatíu og Bosníu sem hófst eftir að ríkjasambandið liðaðist sundur. En hann átti jafnframt sinn þátt í því að sam- Slobodan Milosevic Serbíuforseti og eiginkona hans, Mirjana, koma frá því að kjósa í nóvember. Flokkur forsetans lýsti kosningasigur stjórnarandstöð- unnar ógildan. Símamynd Reuter komulag náðist í fyrra um að binda enda á stríðið í Bosníu. Foreldrarnir sviptu sig lífi Það hafa verið myrkir kaflar í lífi Slobos. Faðir hans, sem var prestur rétttrúnaðar- kirkjunnar í Svartfjallalandi, fyrirfór sér er Slobo var 21 árs. Þegar Slobo var 7 ára framdi uppáhaldsfrændi hans sjálfsvíg. Þegar Slobo var orðinn 33 ára og farinn að klífa upp met- orðastigann hjá kommúnistum hengdi móðir hans sig. Hún hafði verið kennari. „Það eru greinilega sjálfsmorðhvatir í höfði hans,“ segir Dana Draskovic, eiginkona stjómarandstöðuleiðtogans Vuks Draskovics, sem stýrir eigin vikuriti og er í samkenpni við Miru um athygli almennings. „Annars hefði hann ekki fórnað þúsundum manna í stríðinu og sýnt samúð eða vott um sársauka. Þau eru einkennileg að þessu leyti. Konan hans hefur aldrei heimsótt flóttamenn eða særða her- menn á sjúkrahúsi. Þau virðast ekki hafa neinar samúðartilfmningar," bætir Dana við. í Pozarevac, heimabæ Slobos, muna menn bara eftir þvi hvað hann var litlaus og mikill hentistefnumaður. Hann var iðinn í skóla, forðaðist samneyti við aðra nemendur en sleikti upp kennara sem voru í náðinni hjá flokknum. Valdaflkn hans var þá þegar augljós. Einkunnasjúk skólastelpa Hann hitti Mira fyrst í desember 1958 þegar sátu í undirbúningsnefnd ung- liðahreyfingar Kommún- istaflokksins fyrir nýárs- fagnað. Mira var þá 16 ára, einkunnasjúk skólastelpa sem grét ef hún var ekki hæst í bekknum eða fékk bara 8 í stað 9 eða 10. Bemska Mira var ákaf- lega erfið. Ættingjar henn- ar voru eldheitir kommún- istar. Sagt var að frænka hennar hefði verið hjákona Títós og foreldrar hennar skæruliðar flokksins á tán- ingsárunum. Þau hittust fyrst á leynilegum flokks- fundi 1941. Ári seinni fædd- ist Mira úti í skógi. For- eldrar hennar voru ekki giftir og sennilega ekki par að því að talið er. Móðir Miru, Vera Miletic, var ákaflega metn- aðargjörn og var orðin formaður Kommún- istaflokksins í Belgrad 17 ára gömul. Hún var elt eins og dýr og hafði lítinn tíma fyrir dótt- ur sína - flokkurinn var í fyrirrúmi. Móðirin tekin af lífi Fyrstu mánuði ævi sinnar ólu félagar móð- urinnar Miru upp í skóginum. Það þótti of hættulegt að fara með hana á heimili afans og ömmunnar. Árið 1943 var Vera handtekin af Gestapo og sett í fangelsi. Hún var pyntuð og ári seinna tekin af lífi. Hún sá litlu dóttur sína einungis á milli fangelsisrimlanna. Mira hitti föður sinn fyrst nokkrum árum seinna. Afi og amma Miru tóku hana að sér eftir lát móðurinnar. Hjá þeim dreymdi Miru um framtíð þar sem hún myndi leysa vandamál heimsins. Hún taldi sig bjargvætt fólksins, eins og Elena Ceausescu og Eva Peron gerðu. Leynileg hársnyrting Mira og Slobo stunduðu bæði nám við há- skólann í Belgrad, hann var í laganámi og hún las þjóðfélagsfræði. Þau litu á sig sem bítnikka. Mira las öll verk Dostojevskis þrisvar sinnum, líkti eftir Juliet Greco og klæddist svörtu, lét hár sitt vaxa og skreytti það með afskornu blómi, oftast gardeníu. Hún gerir það enn. Eitt af þvi sem hún vandi sig á var leyndin í sambandi við snyrtingu hársins. Enginn, að eiginmanninum meðtöldum, mátti sjá hana bursta hárið. Ævisöguritari hennar segir að hún hafi brostið í grát er Slobo sá hana einu sinni bursta hárið. Hún ákvað framtíð þeirra Er dóttirin var fædd bjó unga fjölskyldan í fjölbýlishúsahverfi í Belgrad. Eina skiptið sem þau voru í raun aðskilin var þegar Slobo gegndi herþjónustu í Króatíu. Mira var alveg miður sín en hann skrifaði henni tvisvar á dag og hringdi einu sinni í viku. „Bréfberinn bað um að fá að hitta mig sérstaklega því hann langaði að sjá konuna sem fékk svona mörg ástarbréf,“ skrifaði Mira seinna. Þegar Slobo sneri heim var hún búin að ákveða framtíð þeirra. Slobo átti að stjórna fólkinu með hana sér við hlið. Hann fékk vinnu hjá Tehnogas, fyrirtæki þar sem framkvæmda- stjórarnir voru útnefndir af kommúnistum og þar sem þeir sem áhuga höfðu á stjómmálum fengu reynslu i flokksstarfinu. Hann hækkaði fljótlega í tign, varð aðalframkvæmdastjóri og ferðaðist til Ameríku þar sem hann betrum- bætti enskukunnáttu sína. Það var venjan að kaupsýslumenn kommúnista dveldu nokkra daga erlendis eftir að þeir höfðu lokið erindi sínu þvi það voru einu tækifærin sem þeir höfðu til að sjá heiminn utan járntjaldsins. Fyrrum starfsfélagar segja að Slobo hafi skip- að þeim að snúa heim strax að loknum siðasta fundi. „Það var vegna Miru. Hún varð alltaf að hafa hann fyrir augunum," er haft eftir ein- um þeirra. Eftir átta ár hjá Tehnogas flutti Slobo sig yfir í ríkisbankann Beobanka. Árið 1984 var hann orðinn þekktur stjórnmáiamað- ur og þremur árum seinna varð hann leiðtogi Kommúnistaflokksins. Hrifinn af rósum og viskíi N\TT SÖLUKERFI - Hannað af Úrlausn Enn meiri þjónusta við kaupendur og seljendur. Brú - Fasteignasala hefur nú tekið í notkun eitt fullkomnasta fasteignasölukerfi landsins, HÚSIÐ 4.0, frá Úrlausn/Aðgengi hf. Kerfið byggir á því sem skiptir öllu máli í fasteignasölu .... að muna eftir þér. 5333 444 Milosevic féll í kramið hjá Serbum sem voru óánægðir með pólítíska tómarúmið sem myndaðist við fráfall Títós 1980. Hann hélt á lofti kommúnisma og þjóðernishyggju. Þegar kommúnisminn hrundi varð Mira örvilnuð. Hún, sem var skyggn að eigin sögn, hélt því fram að árið 1987 hefði hún séð fram undan erfiða tíma og dauða Júgóslaviu. Slobo var kjörinn forseti 1989. Tveimur árum seinna hófust átökin í Júgóslavíu. Slobo var við stjórn- völinn og Mira stóð að baki honum. Þrátt fyrir orðróm um ríkidæmi, sem ekki hefur fengist staðfest hvernig hefur orðið til, berast Mi- losevichjónin ekki mikið á. Húsið þeirra í Tolstojstræti er fremur óhrjálegt að sjá en innandyra eru leðurhúsgögn og hvítur marmari. Þar er þó ekki um neinn íburð að ræða. Slobo hefur mikla ánægju af rósagarðinum sínum og góðu viskíi. ÓSKAUSTINN - ný þjónusta fyrir kaupendur jafnt sem seljendur • OSKALISTINN - Þú lætur okkur vita hverjar óskir þínar eru og við skráurn þær í kerfið sem vinnur fyrir þig og lætur vita um leið og rétta eignin kemur í sölu. - Þú skoðar og kaupir. Einfaldara getur það ekki verið og þú sparartíma og fyrirhöfn. • Viltu skipta?QSKMJSTlNíN leysir málið. Við skráum hvers konar eign sem þú ert að leita að og kerfið lætur vita um leið og slík eign kemur á sölu. • Viltu selja? Um leið og þú skráir eign þína hjá okkurfer kerfið í gegnum stóran hóp kaupanda áOSKAUSTAIMWiffl. Eignin þín gæti selst. * * • Ef svo er þá hefur þú samband við okkur því það kostar aðeins 4,05* krónur að láta skrá eignina þína hjá okkur. • Af hverju er þetta svona ódýrt? • Jú, þú tekur upp símann og hefur samband við okkur, því við erum nefnilega jafn nálægt þér og síminn. • Við söluskoðum síðan samdægurs þér að kostnaðarlausu. • Skráir þú eignina í söluskrána okkar fyrir 11. des. þá færð þú 2 ókeypis auglýsingar. • Skráir þú eignina þína á óskalistann fyrir 11. des. færð þú 1 ókeypis auglýsingu. * 1 mínúta innbæjarsímtal á dagtaxta. Ertim við símann í dag, laugardag, og á morgun sunnudag, frá kl. 11 Opið mánudag - tostudag frá kl. 9 - 18. 14. ÍVrcur H, S\cin>>on hdl.,lögg. fast. L.ili.i I'.inarsdörtir tramkvænidast. ©0© £9/ 0000 Snorri G. Steinsson sölustjóri Haraldur K. Öiason >olutnaöur AuJur Hcóínsdóttit simavarsia Eins og Addams- fjölskyldan Sagt er að verði Slobo endurkjör- inn forseti geti hann þakkað börn- unum sínum það. Þau beita áhrif- um sínum í útvarpinu og í nætur- klúbbnum sem þau reka og hefur þeim tekist að afla mikils stuðnings hjá ungum sósíalistum landsins. Mira skrifar það sem henni sýn- ist í dálki sínum í mánaðarritinu. Hún ,á í ritdeilum við Dönu Dra- skovic og kalla þær hvor aðra hálf- vita, bandíta og fleira í þeim dúr. „Ég held að hún sé orsök allra vandamálanna í Serbíu," segir Dana sem hefur áhyggjur af áhrif- um Miru á Slobo. Ungur Serbi, sem ekki vill láta nafns sín getið, bendir á að Vesturl- önd líti á Milosevicfjölskylduna eins og Addamsfjölskylduna: hlægi- lega, fyndna og sjúka. „En þau eru miklu verri í raun og veru. Það var gerviblóð í kringum Addamsfjöl- skylduna. Það flýtur alvörublóð í kringum Milosevicfjölskylduna." Byggt á Mail on Sunday og Herald Tribune
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.