Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Blaðsíða 9
DV LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 9 skák Lánið lék ekki við Uhlmann á HM öldunga: Tapaði drottningu og heimsmeistaratitli Rússneski stórmeistarinn Alexei Suetin náði því að verða heims- meistari á gamalsaldri. Hann hrós- aði sigri á heimsmeistaramóti öld- unga, 60 ára og eldri, sem fram fór í Bad Liebenzell í Þýskalandi. Mótið hefur vakið talsverða athygli í skák- dálkum heimsins, enda láta nöfn margra meistaranna sem þar tefldu kunnuglega í eyrum. Einn Islending- ur var meðal keppenda á mótinu, Ingvar Ásmundsson, skólastjóri Iðn- skólans í Reykjavík, og náði hann mjög góðum árangri, 10. sæti af 180 keppendum. Umsjón Jón L. Árnason Suetin hélt upp á 70 ára afmælið meðan á mótinu stóð, þann 16. nóv- ember sl. Hann var úrskurðaður sig- urvegari á stigum en hann hlaut jafnmarga vinninga og Anatoly - Lein, Bandaríkjunum, og Lettinn Klovans. Suetin var útnefndur stór- meistari 1965 og á næstu árum náði hann góðum árangri á alþjóðlegum vettvangi. Eftir það helgaði hann sig skákskrifum en eftir hann liggja fjöl- margar bækur um skák, jafnt um byrjanir, miðtöfl og endatöfl. Suetin er íslendingum að góðu kunnur en hann dvaldi hér á landi um tveggja mánaða skeið sumarið 1981 við skákþjálfun. Ein bóka hans, „Þrjú skref frá meistara til stórmeistara", hefur komið út á íslensku. Suetin og Tigran heitinn Petrosjan voru mikl- ir mátar. Suetin var m.a. aðstoðar- maður Petrosjans í einvíginu við Bobby Fischer 1971, þegar Fischer ávann sér rétttil þess að skora á heimsmeistarann Spasskíj. Síðasta umferðin á mótinu var gríðarlega spennandi. Suetin átti í höggi við þýska stórmeistarann kunna Wolfgang Uhlmann, sem hafði hálfs vinnings forskot á næstu menn. Á öðru borði glímdu Lein og Vasjukov en ásamt Uhlmann hafa þeir yljað íslenskum áhorfendum um hjartarætur með þátttöku sinni á Reykjavíkurmótunum. Lettinn Klovans átti í höggi við rússneska stórmeistarann Krogius, sem þekkt- ur er fyrir skrif um sálfræði skák- borðsins, auk þess sem hann var lengi frammámaður í sovésku skák- hreyfmgunni. Suetin náði snemma kverkataki á Uhlmann, sem beitti eftirlætisbyrj- un sinni, frönsku vöminni, þó með slökum árangri í þetta sinn. Uhlmann lenti þar að auki í tíma- hraki. En hann er háll sem áll og var næstum búinn að jafna stöðuna, þegar hann gleymdi sér eitt andar- tak. Allt í einu fór drottningin fyrir lítið og þá var ekkert annað að gera en að gefast upp. Sálfræðin kom Krogius ekki að gagni, sem steinlá fyrir Klovans. Eft- ir það beindust allra augu að tafli Leins og Vasjukovs. Fram kom við- sjárvert endatafl, þar sem Lein tókst á endanum að kreista fram sigur. Með því móti komst hann upp að hlið Suetins og Klovans að vinning- um. Til að skera úr um sigurvegara þurfti að grípa til stigaútreiknings. í fyrstu umferð datt Klovans úr lest- inni en Suetin og Lein voru hnífjafn- ir. í næstu urnferð hafði Suetin bet- ur og þar með var hann úrskurðað- ur sigurvegari en Lein sat eftir með sárt ennið. Þetta er í sjötta skipti sem heims- meistaramót öldunga fer fram, en Þjóðverjar hafa ávallt séð um móts- haldið. Næsta mót er þó fyrirhugað i Portúgal að ári. Hvítt: Alexei Suetin Svart: Wolfgang Uhlmann Frönsk vörn. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 Re7 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 c5 7. a4 Rbc6 8. Rf3 Da5 9. Bd2 Bd7 10. Bb5 f6 11. De2 fxe5 12. Rxe5! Rxe5 13. Dxe5 Bxb5 14. c4 Db6 15. dxc5 Dxc5 16. cxb5 0-0 17. Dxe6+ Kh8 18. 0-0 Rf5 19. Hael Rd4 20. De5 Dc4 21. c3 Rf5 22. Bcl h6 23. Ba3 Hf6 24. Be7 Rxe7 25. Dxe7 h6 26. Hdl Haf8 27. De3 Hc8 28. Hd3 Dxa4 29. Hxd5 Dc4 30. Hfdl HfPB 31. Hld3 Hce8 32. Dd2 32. - Da2! Skemmtilegur leikur, þar sem 33. Dxa2 er auðvitað svarað meö 33. - Hel mát. 33. h4 He4?? Svartur skeytir því engu, þótt hvítur sé nú búinn að „lofta út“ og eftir... 34. Dxa2 ... gafst hann upp. Kristján atskákmeistari Reykjavíkur Kristján Eðvarðsson sigraði á at- skákmóti Reykjavíkur, sem fram fór í Gerðubergi um síðustu helgi. Tafl- félagið Hellir, Reykjavík, stóð fyrir mótinu. Kristján hlaut 6 vinninga af 7 mögulegum, varð hálfum vinningi fyrir ofan Jón Viktor Gunnarsson, sem hreppti einn 2. sætið. Þriðja sætið kom í hlut Andra Áss Grétars- sonar, sem fékk 5 v., Gunnar Björns- son fékk 4,5 v. og þeir Davíð Kjart- ansson, Bergsteinn Einarsson, Bragi Þorfmnsson og Gunnar Örn Har- aldsson fengu 4 v. Guðmundar Arasonar mótið Alþjóðlegt skákmót, sem kennt er við Guðmund Arason, fyrrverandi forseta Skáksambands íslands verð- ur haldið í íþróttahúsinu við Strand- götu í Hafnarfirði dagana 13. - 21. desember. Mótið er einkum ætlað ungum og upprennandi skáksnill- ingum og er að verða fastur liður í tilverunni fyrir jólin. Keppendur verða þrjátíu, þar af um þriðjungur erlendis frá. Þeirra þekktastir eru alþjóðlegu meistar- arnir Raetsky, Rússlandi, Dunning- ton, Turner og Martin, Englandi, Bjarke Kristensen, Danmörku, Blees og Bruno, Hollandi, og Engquist, 'Svíþjóð. Stigahæstir heimavarnar- liðsins verða Jón G. Viðarsson, Guð- mundur Gíslason, Sævar Bjarnason, Björgvin Víglundsson, Jón Viktor Gunnarsson og Áskell Örn Kárason. Mótið verður í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði og verða tefldar 9 umferðir eftir Monrad- kerfi. brídge Ólympíumótið á Rhodos 1996: Gæfan var með Indónesum Flestum er í fersku minni glæsi- legur árangur íslenska landsliðsins á Ólympímótinu á Rhodos, þegar liðið náði þeim fráfæra árangri að komast í átta liða úrslit. Andstæðingar íslendinga voru Indónesar og að margra dómi áttu íslendingar síst verri möguleika á að komast i undanúrslitin. Það fór hins vegar á annan veg og reyndar virtust Indónesar aldrei vera í hættu með leikinn. Þeir byrjuðu vel og juku forskot sitt jafht og þétt, þar til þeir unnu með miklum mun. Eitt örlagaríkt spil í fyrstu lotu Umsjón Stefán Guðjohnsen einvígisins hefði ef til vill getað breytt gangi leiksins, en þar missti Jón Baldursson af góðu tækifæri til þess að refsa Indónesunum. Jón hefur á undanfórnum árum verið einn af bestu bridgespilurum * G m 10987 * 763 * 98652 * KD9865 64 * DG842 * - * Á1043 * ÁK532 + ÁK * ÁD heimsins og margir bridgedálkahöf- undar hafa þess vegna gripið þetta spil á lofti. Og eins og komist var að orði í mótsblaðinu, þá spilaði Jón spilið kæruleysislega, sem alls ekki er að venjast af honum. En skoðum þetta örlagaríka spil. N/A-V í lokaða salnum sátu n-s Sacul og Karwur, en a-v Þorlákur og Guð- mundur: Norður Austur Suður Vestur pass pass 1* 2 4 pass pass dobl pass 3 * pass 3 G pass 4 v pass 4 * pass 5 * pass 6 * dobl pass pass pass Laufopnun suðurs var sterk og Indónesarnir komust í ágæta slemmu. Það var hins vegar galli á gjöf Njarðar, því slemman var i öf- ugri hendi. Þetta notfærði Guð- mundur Páll sér og útspilsdoblaði. Þorlákur hlýddi og Guðmundur trompaði laufdrottninguna í fyrsta slag. Síðan varð sagnhafi að gefa slag á spaða eða tromp - einn niður og 100 til Islands. í opna salnum sátu n-s Jón og Sævar gegn gömlu refunum Lasut og Manoppo: Norður Austur Suður Vestur pass pass 1 * 1 ♦ pass pass dobl 24 3 * pass 3 G pass pass dobl pass pass 4 * dobl pass pass 4 * dobl redobl pass pass pass Laufið var líka sterkt hjá Sævari og tígulsögn Manoppos sýndi ann- aðhvort hjarta og lauf eða tígul og spaða. Hann stökk síðan í tvo spaða til þess að sýna auka spilastyrk, eða þannig. Doblin hjá Lasut voru ekki til fyrirmyndar, þótt hann slyppi með skrekkinn. Lasut spilaði út spaða, Jón drap á ásinn og trompaði strax spaða. Það virðist engin hætta í spilinu og Jón spilaði illu heilli laufi og svínaði drottningunni. Þar með hrundi spilið, því Manoppo trompaði, spilaði spaða, sem Lasut trompaði. Síðan kom lauf, trompað og spaði trompaður. Jón hafði því gefið fjóra slagi á tromp - einn niður. Það voru 200 til Indónesa, sem græddu 3 impa á spilinu. Það er augljóst að ef Jón tekur tvisvar tromp þá vinnur hann sex og græðir 16 impa. $ hte I Síðumúla 37 »108 Reykiavík Simi 588 2800 • Fax 568 7447 Endursölustaðir: Eyjaradíó - Vestmannaeyjum, Metró - Akureyri, Tölvuvæðing - Keflavík, Hátíöni - Höfn, Snerpa - ísafirði, Verslunin Hegri - Sauðárkróki GoldStar símabúnaður GoldStar GT-9500 Þráðlaus sími fyrir heimili og fyrirtæki, með innbyggt símtæki í móðurstöð og innanhúss- talkerfi milli allt að þriggja þráðlausra síma og móðurstöðvar. Grunnpakki: Móðurstöð með einum þráðlausum síma og öllum fylgihlutum. ^ kr 25 900 .stgr Auka þráðlaus sími: Þráðlaus sími með fylgihlutum. Verð kr. I l.900.stgru. GoldStar GS-635 Símtæki með hátalara og endurvali. Sérstaklega falleg hönnun. Litir Rauður grænn og Ijós grár Verð kr. 4.900.-stgr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.