Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 menmng 29 herra FORSETl i Jt j \f 1 ÓLAFUR RAGNAR grimsson Herra forseti Nýtt bókaforlag, Una, sem rekið er í samvinnu við útgáfu tímaritsins Upp- eldis, hefur gefið út bók um feril Ólafs Ragnars Grímssonar, fimmta forseta lýðveldisins. Bókin heitir Herra forseti og er eftir Pálma Jónasson sagnfræð- ing. í ritinu er litið yfir æviferil forset- ans, fjallað um upp- vöxt hans á ísafirði, skólagöngu í MR og Manchester, fjöl- miðlamanninn og fræðimanninn Ólaf j Ragnar. Meginefni bókarinnar er þó leið hans til áhrifa í ís- lenskum stjómmálum, úr Framsóknar- flokknum í gegnum Möðruvallahreyf- inguna og Samtök frjálslyndra og vinstri manna yfir í Alþýðubandalagið, formannstíð hans þar og ráðherratíð. Að lokum er aðdraganda forsetakosn- inganna lýst ítarlega. Stigið inn í 21. öldina Kvikmyndasafn ísiands stígur inn í 21. öldina að mati nýs framkvæmda- stjóra, Þorfinns Ómarssonar, þegar það nú á næstunni flytur i nýuppgert húsnæði gamla frystihúss Bæjarút- gerðarinnar í Hafnarfirði. Til þessa hafa skrifstofur og skjalasafn safnsins verið inni á gafli hjá Kvikmyndasjóði íslands og filmugeymslur verið í Þjóð- skjalasafninu, en nú sameinast allar eigur og athafnir safnsins undir einu þáki. Auk þess tekur Kvikmyndasafnið við umsjón og rekstri Bæjarbíós við Strandgötu í Hafnarfirði og getur þá sýnt klassísk meistaraverk kvik- myndasögunnar á þessum stað sem i hugum margra tengist einmitt stór- virkjum hvíta tjaldsins. Saga 20. aldar er að miklu leyti skráð á kvikmyndafilmur og varð- veisla þein'a er lykilatriði við varð- veislu hennar. Með þessum flutningi verður stigið stórt skref til framtíðar. Galdur á brennuöld Helsti sérfræðingur okkar í galdri, Matthías Viðar Sæmundsson, hefur gefið út bókina Gald- ur á brennuöld þar sem galdramál sautj- ándu aldar eru dregin fram í dagsljósið og þeim lýst frá ýmsum sjónarhornum. Fáir atburðir í sögu þjóðarinnar hafa vak- ið meiri forvitni og óhug en galdrabrenn- umar. í bókinni freist- ar Matthías þess að veita innsýn í hug- arheim horfinna tíma, varpa ljósi á töfrafólkið, kver þess og táknstafi og goðsöguleg tengsl galdrarúna. Birtar eru myndir af galdrastöfum úr merki- legu gömlu handriti og þeir skýrðir. Storð gefur bókina út. Krákustaðaætt Krákustaðaætt er komin út í glæsi- legri bók sem geymir ættarsögu, niðja- tal og framættir hjónanna sem bjuggu á Krákustöðum í Skagafirði á seinni hluta 19. aldar, Sig- urbjargar Margrétardóttur i og Guðvarðar Þorsteins- J sonar. Höfundur bókarinn- ar er Halldór Ármann Sig- urðsson, prófessor i al- mennum málvísindum við Háskóla íslands. Bókin er byggð á ítar- legri og vandaðri heim- ildaöflun, og hún verður ekki aðeins saga fólksins í ættinni heldur einnig tveggja alda þjóðarsaga íslendinga í hnotskum, segir í kynningu útgefanda. Þjóðsaga gefur út. Afhjúpun sjálfsins Fyrir tuttugu árum hafði ég umsjón með sjónvarpsþætti um listir sem nefndist „Vaka“. Dag einn var ég staddur heima hjá mér við ein- hverja sýslan þegar rjálað var við útihurð. Skyndilega stóð framandleg kona inni á stofugólfi, sagðist heita Myriam Bat-Yosef og fór þess á leit, eiginlega krafðist þess, að ég tæki við hana sjónvarpsviðtal , vegna sýningar sem hún var með í bænum. Ekki man ég hvaða fortölum ég ■ beitti til að koma konunni úr húsi, nema hvað það tókst seint og um síðir. Næst lágu leiðir okkar saman í París þeg ar ég vann að bók um fyrrverandi eigin- mann hennar, Erró. Þar hitti ég fyrir margbrotnari og þekkilegri per- sónuleika, kókettu sem svaraði öllum mínum spurningum skýrt og skorinort og að því er virtist án beiskju í garð fyrrverandi eiginmanns síns. En i framhaldinu tók óforvarendis að rigna yfir mig bréfum þar sem hún krafðist þess að ég færði til bókar ýmsar - og mestmegnis óstaðfestar - upplýsingar um misgjörðir Errós meðan á hjónabandi þeirra stóð. Giftir og ógiftir, ítur- vaxnir og bæklaðir Þessar hliðar skapgerðar sinnar og fleiri opinberar upp á sig ótilneyddir, til að mynda næstum glæpsamlegri vanrækslu á dóttur þeirra Errós og tilraunum sínum til að -J J**. Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson r \ u s i >. fá fóstur- föður sinn sjúkan til að fyrirfara sér. Ugglaust myndi einhver draga þá ályktun af þessu að Bat- Yosef kynni ekki að skammast sín. Á hinn bóginn eru fáir sér betur meðvitað- ir um skapgerð- arbresti sína og mistök en Bat- Yosef sjálf, og gerir hún sér far um að grafast fyrir um orsakir þeirra. Þar er af mörgu að taka. Fyrst skal telja föður- missi í barn- æsku, sem er ef tii vill ein skýring- in á ástsýk- inni. fleiri opinberar Bat-Yosef feimulaust í ævisögu sinni sem Oddný Sen hefur sett saman úr bréfúm, dagbókum og frásögn- um hennar. Raunar hef ég ekki í annan stað les- ið eins grimma afhjúpun sjálfsins og í þessari ævi- sögu. Listakonan lýsir A. ástsýki sinni, þar sem koma við sögu ótal karlmenn á öllum aldri, giftir og ógiftir, íturvaxnir og bæklaðir, svo og notkun sinni á vímuefnum af ýmsu tæi, sjúk- legri afbrýðisemi og kaldrifiuðu framapoti - en einnig öðrum þáttum sem fæstir myndu játa \ J'' Ekki skal heldur vanmeta áhrif yfirgengilega metnaðarfullrar móður sem ofdekraði Bat- Yos- ef og ákvað að gera úr henni listakonu, hvað sem það kostaði. Svo má ekki gleyma harð- neskju hins karllæga myndlistarheims sem ekki tók mark á öðrum listakon- um en þeim sem voru rúmlega jafnokar karlmannanna. Þar varð Bat-Yosef einfaldlega undir í samkeppninni, varð þá „svo al- tekin andlegri þjáningu, að henni lá við sturlun", svo vitnað sé til orða séra Jóns Auðuns um aðra mis- skilda listakonu meö sterka erótíska útgeislun, Ólöfu frá Hlöðum. Óþrotleg lífsorka En þetta er ekki allur sannleikurinn um Myriam Bat- Yosef; annars ætti hún sér ekki stóran vinahóp, jafnvel aðdáendur, hér uppi á íslandi sem annars staðar. Hún hefur stórt hjarta, er vinur vina sinna, umtalsfróm um þá sem taka henni fordómalaust, prýðilega greind og vel lesin, athugul á mannlíf og móra í ýms- um löndum, ekki síst á íslandi (bréf hennar héðan eru bráðskemmtilegar heimildir um listamannalífið í Reykjavík 1957-65) og virðist hafa til að bera nær óþrotlega lífsorku. Það er ljóst af þessari ævisögu að hjónaband þeirra Errós hefði aldrei getað blessast til lengdar, til þess eru þau bæði of fyrirferðarmikil. Og þótt Bat-Yosef noti tækifærið til að koma á fram- færi ýmsum miður þokkalegum upplýsingum um fyrrverandi eiginmann sinn, þá er bókin öðrum þræði ástaróður til hans. Á aðdáunarverðan hátt tekst Oddnýju Sen að gera heilsteypta frásögn úr margbrotnu lífs- hlaupi Bat- Yosef. Stillinn á bókinni er alls staðar skýr og blátt áfram, laus við ambögur og óþarfa málalengingar. Stafsetningarvillur í mörgum erlendum listamannanöfnum má sjálf- sagt skrifa á ónógan prófarkalestur, upplýsing- ar um fólk eru stundum misvísandi (t.d. er Eli Wiesel ekki leikritaskáld) og mynd á bls. 297 er örugglega ekki úr Norræna húsinu 1971, held- ur úr Listamannaskálanum 1957. Lífssaga Myriam Bat-Yosef er því markverð viðbót við aðrar reynslusögur erlendra lista- kvenna sem drepið hafa niður fæti á íslandi. Þessar sögur eru þarft mótvægi við hið karllæga og séríslenska viðhorf til myndlistar- þróunarinnar í landinu. Oddný Sen - Á flugskörpum vængjum. Lifssaga Myriam Bat-Yosef Fróði 1996 Víti til varnaðar Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Ólafur Jóhann Ólafsson velur sér sígilt viðfangsefni í Lávarði heims: Margur verður af aurum api. Bókin fiallar um Tómas nokkum Tómasson sem býr í stórborg vestanhafs. Hann á einn son og konu sem er að ljúka doktorsritgerð í líf- I fræði. Tómas er skrifstofu- I blók, yrkir ljóð í frístund- um og virðist álíka loðinn um lófana og hver annar meðaljón. Þangað til hleypur á snærið hjá honum - hann fær risavinning í happ- drætti. Er skemmst frá því að segja að Tómas virðist ekki hafa þau sterku bein sem þarf til að þola góða daga, því hann um- hverfist og sogast umsvifalaust inn í yfirborðslegan snobbheim borgarinnar. Ólafur Jóhann kýs að gera þessa sögu fremur fýrirsjáan- lega. Lesandi veit af lottóvinn- ingnum löngu á undan Tómasi og sama á við um framvinduna upp frá því, það er augljóst að hverju stefnir, augljóst í höfuð- dráttum hvemig sagan muni Ólafur Jóhann Ólafsson: Krefst ekki yf- irlegu. enda. Svo virðist því sem Ólafur Jóhann hafi ekki ætlað sér að láta spennuna vera megin þess- arar sögu. Hvar er þá hryggjarstykki hennar? Ekki virðist það liggja í stílnum, Ólafur velur sér hvers- dagsmál, neitar sér nánast alveg um skáldleg tilþrif og ljóðrænu og hefur stundum þurft aga til í ljósi yrkinga Tómasar. Reyndar bregður höfundur fyrir sig tákn- myndum á stöku stað, en heldur þeim innan ramma litleysisins. Hvað þá um persónusköpun- ina? Þar er jú eitt og annað ágætlega leyst, til dæmis er stertimennið Monsieur Pian vel dregin persóna og sonurinn Vil- hjálmur raunsannur. Tómas sjálfur er ráðgáta, því í aðra röndina er gefið í skyn að hann sé þvottekta, enda á hann greinda og hyggna konu, en reynist jafnframt furðu hallur undir hégóma. Næst nokkur óhugnaður í frásögnina þegar hann er sem dýpst sokkinn og minnir hann þá sem snöggvast á Garðar nokkum Hólm. Vísast á Tómas að endur- spegla tvískinnunginn í okkur öll- um. En ekki er hann mikið skáld ef marka má tilfærðan skáldskap hans, hvað þá skrif hans um bók- menntaheiminn: „Hvað eiga skáldin að vita sem aðrir vita ekki, þegar þau gera fátt annað en sifia á stól - í leit að hugmynd eða afsökun til að standa á fætur? Eða hinir sem þiggja laun fyrir að búa Bókmenntir Rúnar Helgi Vignisson til kenningar um ritsmíðar skálda?" Þama sést eitt megineinkenni sögunnar, hún er meiri á lengdina en dýptina. Lávarður heims er ekki bók sem krefst mikillar yfir- legu til að hennar verði notið. Ekki spillir að hún hefur uppeldis- legt gildi, ætti að geta orðið ung- um sem öldnum viti til vamaðar. Ólafur Jóhann Ólafsson: Lávarður heims. Vaka-Helgafell 1996.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.