Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Blaðsíða 31
DV LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 fréttir 3i Ríkisstjórn íslands virðist loks hafa tekið við sér í baráttunni gegn fíkniefnum og þeirri miklu vá sem þeim fylgja. Rikisstjórnin kynnti sl. þriðjudag nýjar aðgerðir i fiknieftia- , áfengis- og tóbaksvörnum. Þar kemur fram að gera á átak til að draga úr innflutningi fikniefna og efla vamir gegn fikniefnasölu með hækkun fjárveitinga til lög- og tollgæslu. Ríkisstjómin hefur samþykkt að verja 65 milljónum króna á næsta ári til eflingar lög- og tollgæslu. í stefnu ríkisstjómarinnar kem- ur fram að hefta á aðgengni bama og ung- menna að fikniefnum og auka öryggi almenn- ings með fækkun fikniefhatengdra brota. Þessari stefnu ríkisstjórnarinnar ber að sjálfsögðu að fagna en það má ennfremur segja að það hafi verið kominn tími til að- gerða. Stjómvöld hafa alltof lengi sofið á verð- inum gagnvart fíkniefnunum og því mikla böli sem þeim fylgir. Niðurskurður hefur ver- ið undanfarin ár í löggæslu og tollgæslu og það hefur vissulega auðveldað fíkniefnunum innreiðina i landið. Aukið ofbeldi og fjölgun afbrota hér á landi hefur verið fylgifiskur fíkniefnaneyslunnar. Fíkniefnaneytendur svífast einskis til að út- vega sér peninga fyrir næsta skammti og fremja til þess rán og innbrot. Löngu kominn tími til „Það er fyrirhugað að bæta tækjakost fikni- efnadeildar og fjölga mannskap. Það má með sanni segja að það hafi löngu verið kominn tími til að verja fjármunum í deildina því við eram komnir langt á eftir öðrum Evrópulönd- um hvað varðar tækjabúnað o.fl. Á dagskrá er að auka samvinnu lög- og tollgæslu sem er mjög mikilvægt. Almenn lögregla hefur sinnt betur fíkniefnamálum undanfarið og það er mikils virði,“ segir Björn Halldórsson, yfir- maður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykja- vík. Bjöm hefur verið í deildinni í tæp 10 ár og þekkir því vel til mála í fikniefnaheimin- um. „Það hefur orðið mikil breyting á þessum árum og margt því miður til verri vegar. Fíkniefnamarkaðurinn er alltaf að stækka og harðna. Það eru fleiri efni í gangi og fleiri sölumenn sem versla með efnin. Þá er tölu- vert breytt hlutverkaskipan þeirra sem em í innflutnings- og dreifingarhlutverkum. Nú er komið mun yngra fólk inn en áður. Algengasti aldurinn er 18-27 ára en það kemur fyrir að yngri krakkar koma við sögu. Það em mun fleiri sölustaðir og því er auðveldara að kaupa svona efni nú en áður. Sprautufíklum fjölgaði Upp úr 1990 varð gríðarleg aukning á am- fetamíni og sprautufíklum fór því að fjölga. Frá 1992 hefur E-pillan verið í gangi hér og Lögreglumenn sjást hér leita á manni sem grunaður hefur veriö um fíkniefnasölu. DV-mynd S magna allt dæmið sem við þurfum að ná. Ég vil meina að við í fíkniefnadeildinni höfum náð ágætisárangri en það má alltaf gera betur. Ég hef ekki trú á öðru en þessar nýju aðgerð- ir muni bæta okkur og styrkja í baráttunni," segir Björn. Fíkniefni í gegnum Island Christer Brannerad, sænskur lögreglufor- ingi, sem starfar hjá fikniefnadeild alþjóðalög- reglunnar, Interpol, var staddur hér á landi nýlega og hann styður þá kenningu. Christer segir að þróunin í fíkniefnamálum i heimin- um gæti haft verulega áhrif hér á landi og að líkur bendi til að fíkniefnum sé í auknum mæli smyglað frá Bandaríkjunum til Evrópu með viðkomu á íslandi. Crister segir að staðan sé nú sú að í Suður- Ameríku sé framleitt mjög mikið af ópium sem unnið er í verksmiðjum þar í heróín. Heróínbarónar í Kólumbíu selja þetta efni sið- an í Bandaríkjunum og þeim hefur tekist að ná stórum hluta markaðarins. Christer segist spá því að þegar kólumbískir fíkniefnafram- leiðendur líti i auknum mæli til Evrópu til að að selja vöra sína treysti þeir ekki lengur á venjulegar smyglleiðir, t.d. beint á milli Suð- ur-Ameríku og Evrópu, þar sem yfirvöld fylgj- ast vel með þeim. Þvi gæti sú staða komið upp, að mati Cristers, að fikniefnasmyglaram- ,ir nýttu sér flugferðir til íslands og þaðan áfram til meginlandsins. Christer segir ennfremur að reynslan sýni að alltaf verði eitthvað eftir af fíkniefnum í þeim löndum sem eru viðkomustaðir fíkni- efnasmyglara. Það þýðir að ef stöðugt framboð verður af heróíni hér á landi fái íslenskir fíkniefnaneytendur að kynnast þessu efni og það nær að festa hér rætur. Næturvaktir við hafnir Vegna niðurskurðar hjá tollgæslunni hefur legið í loftinu undanfarna tvo mánuði að skipavaktir leggist niður viö hafnir í Reykja- vík frá klukkan 16 á daginn til klukkan 8 á morgnana. Fjárveiting ríkisstjómarinnar til tollgæslu gæti hugsanlega komið í veg fyrir að næturvaktimar verði lagðar niður við hafnir höfuðborgarinnar. „Við vitum ekki hvernig þessi fjárveiting kemur til með að skiptast. Ég hef kynnt ráða- mönnum stöðuna eins og hún er, vaktafyrir- komulag og annað. Framhaldið er á borði ráðamanna og ég veit ekki hvernig það fer. Það er hins vegar ljóst að það er ekki hægt að halda uppi öflugri tollgæslu ef mannskapur- inn má bara vinna dagvinnu. Það yrði auðvit- að mjög slæmt ef engin vakt yrði við hafnir höfuðborgarinnar í 16 klukkustundir á sólar- hring,“ segir Sveinbjöm Guðmundsson, yfir- maður tollgæslunnar í Reykjavík. í baráttunni gegn fíkniefnum - hefur kynnt nýjar aðgerðir til að stemma stigu við fíkniefnavandanum sala á henni hefur rokið gífurlega upp á síðustu tveimur árum. LSD er mjög vinsælt meðal ungs fólks og það er mjög mik- ið umhugsunarefni af hverju það efni á svona greiða leið til þessa ald- urshóps. Nú í ár hef ég tekið eftir að kókaín hefur bæst við hjá yngri neyt- endum. Ekki hefur verið lagt hald á heróín hér á landi nema í mjög litlum mæli. Við höfum náð aðeins um einu grammi af efninu í nokkur skipti. Við höfum fengið upplýsingar um það að núna hafi komið til landsins nokkrir tugir gramma af heróíni en dreifing þessa efnis fer með mjög mikilli leynd,“ segir Bjöm. Blaöamaöur DV skoðar fíkniefni sem lagt var hald á fyrr á árinu. Refsingar þyngri r Ognvænlegar tölur Aðspurður um refsingar í fíkniefnamálum segir Bjöm að dómar séu þyngri nú en fyrir 2-3 áram. „Það er eins og dómarar séu refsiglaðari í dag og það er margt gott við það. Menn era að fá kannski þriggja ára ______________________ dóm fyrir að flytja inn kíló af amfetamíni. Það er samt hætt við því að þyngri refsing- ar geti kallað á meiri hörku og ofbeldi því ------- þá er meira í húfi. Mér finnst það mjög gott sem dómsmála- ráðherra ætlar að gera að auðvelda að ná í sölulaun og hagnað fíkniefnanna og gera þá peninga upptæka. Það er mikilvægt að menn geri sér grein fyrir því að það er rannsókn mála sem skipt- ir höfuðmáli. Við erum oft að ná burðardýr- unum en það er ekki nóg. Það era þeir sem skipuleggja fíkniefnadreifíngu, sölu og fjár- Fréttaljós á laugardegi Róbert Róbertsson Rannsókn við félagsvísindadeild Háskóla ís- lands frá því fyrr á þessu ári sýndi að tæplega 42 prósent pilta og 21 prósent stúlkna í fram- haldsskólum Reykjavíkur höfðu neytt ólög- legra vímuefna. Algengustu vímuefnin, sem ____________________ framhaldsskólanem- arnir höfðu prófað, vora kannabisefni, þ.e. hass og gras (maríjúana) og am- fetamín. ---- í könnun, sem gerð var í Menntaskólan- ___________________ um í Hamrahlíð á dögunum, sýndu nið- urstöður að 50 pró- sent nemenda skólans höföu neytt ólöglegra vímuefna. Um 47 prósent nemenda, sem neytt höfðu þessara vímuefna, sögðust hafa neytt kannabisefna. Þessar ógnvænlegu tölur sýna að það er þörf á aðgerðum því vaxandi neysla barna og ungmenna á fíkniefnum er mesta vá sem vofir yfir æsku landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.