Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Blaðsíða 30
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996
» sérstæð sakamál
Lokiö er í Danmörku rannsókn á
og dómsuppkvaöningu í sakamáli
sem hefur líklega vakið meiri at-
hygli þar en nokkurt annað saka-
mál um áratuga skeið. Sakboming-
urinn var rúmlega fertug kona,
læknirinn Elisabeth Wæver, en sak-
imar sem á hana voru bomar vom
að hafa kveikt í húsi á Borgundar-
hólmi með þeim afleiðingum að þar
dóu af bmnasáram eða á annan
hátt fertug hjúkrunarkona, Birgit
Holm Hansen, og tveir synir henn-
ar, Hinrik, fjögurra ára, og Sören,
sjö ára. Margt af því sem fram kom
við rannsókn málsins vakti gmn-
semdir um að Wæver læknir kynni
að vera ekki heil á geöi en við geð-
rannsókn kom þó ekkert fram sem
benti til þess að svo væri. Sýna
grunsemdir um andlega vanheilsu
jafnvel enn frekar en margt annað
hve óvenjulegur og óhugnanlegur
glæpurinn var og þótti ýmsum sem
lokaorð Wæver í málinu ýttu á ný
undir þann gran.
Fyrir rúmu ári
Braninn í Rönne á Borgundar-
hólmi varð aðfaranótt 28. ágúst í
fyrra en að kvöldi þess dags var
Wæver handtekin á heimili sinu við
Kronprinsensvej á Friðriksbergi. I
rúmt ár neitaði hún að segja auka-
tekið orð um hvað gerðist nóttina
örlagaríku.
Fyrir réttinum í ár var þessu þó
öðruvísi farið. Þá „ultu orðin bók-
staflega út úr henni“, svo notuð sé
lýsing dansks blaðamanns sem var
við réttarhöldin. Hvað því olli er
eitt af þvi vandskýrða við óhugnan-
legasta morðmáli í sögu Borgundar-
hólms.
Ein af ásæknustu spurningunum
var sú hvort Elisabeth Wæver myrti
sjö ára dreng með köldu blóði til
þess að hindra að hann gæti borið
vitni gegn henni.
Önnur spurning sem ofarlega var
á baugi var hvort hin ákærða hefði
myrt nánustu ættingja mannsins
sem hún elskaði til að hefna sin á
honum fyrir að hafa snúið baki við
henni eða til þess að auka líkumar
á að hann tæki upp fyrra samband
við hana.
Þá var það líka ofarlega í huga
margra hvort hin ákærða hefði gert
sér grein fyrir því hvað hún var
sökuð um.
Sjálfsvíg skýring hennar
Þegar Elisabeth Wæver var hand-
tekin á heimili sínu fannst þar blað
sem á stóð: „Minnisblað fyrir Borg-
undarhólm". Á því voru taldar upp
pillur, uppleystar í vatni, gúmmí-
teygja, slanga, hanskar, rakvélar-
blað og fleira, en að auki stóð þar
„loft“.
í réttinum í Tinghuset við Stórat-
org í Rönne spurði saksóknarinn
ákærðu: „Hafðirðu í hyggju að
sprauta lofti í æð á Birgit Holm
Hansen?"
Ákærða svaraði því þá til að um
hefði verið að ræða „uppskrift að
sjálfsvígi". Svo bætti hún við: „Líf
mitt var í uppnámi eftir að Bent
sneri við mér baki. Ég hélt þetta
ekki út lengur. Ég sagði honum í
símann að ég ætlaði að fyrirfara
mér í hílnum mínum en brast kjark
til þess. í staðinn ákvað ég að stytta
mér aldur á Hammerknuden á Borg-
undarhólmi og nota til þess eitt eða
fleira af því sem nefnt er á seðlin-
um.“
„Er sannleikurinn ekki sá að þú
fórst til Borgundarhólms til þess að
myrða konuna sem þú varst að
keppa við og hörnin hennar?"
spurði saksóknarinn þá.
„Nei, ég fór þangað af því Birgit
bað mig að koma. Hún hafði fundið
annan mann og hafði frétt að ég
væri ráðagóð.“
Týnda bráfið
Elisabeth Wæver skýrði svo frá í
réttinum að hún hefði farið til Borg-
undarhólms í vikunni áður en at-
burðurinn voðalegi gerðist. Þar
sagðist hún hafa leikið tennis með
lækninum Bent Brandt Hansen, eig-
inmanni Birgit og fóður drengjanna
tveggja, en árið 1994 kynntust þau
Elisabeth og stóðu þau á eftir í ást-
arsambandi sem lýst hefur verið
sem „áköfu“.
í þessari ferð hitti hún einnig
Birgit og drengina tvo. Þar segist
hún hafa komist að því að Birgit
hafi verið orðin ástfangin af öðrum
manni og hafi það leitt til þess að
hún hafi skrifað sér bréf nokkrum
dögum síðar og beðið sig um að
koma í heimsókn þann 27. ágúst,
meðan Bent væri í Kaupmanna-
höfn.
Aðspurð svaraði Elisabeth: „Bréf-
ið á ég ekki lengur. Birgit krafðist
þess að ég póstlegði það með svar-
bréfi mínu.“
Klukkan átta að kvöldi þess 27.
ágúst fór Elisabeth flugleiðis til
Borgundarhólms. Hún segist hafa
farið í stutta gönguferð áður en hún
Bent Brandt Hansen.
Elisabeth Wæver við komuna í réttarsalinn.
' ■: ... :
henni. Þá hafði hún baðað sig
allsnakin á ströndinni fyrir framan
Fredenshorgarhótelið en síðan
greitt sér og lagað útlit sitt á
kvennasnyrtingunni þar. Sömuleið-
is hafði hún hringt á Herlevsjúkra-
húsið og sagst koma tveimur tímum
of seint til vinnu.
Sören dó ekki strax þótt mikið
brenndur væri. Hann gat talað
fyrstu tvo tímana eftir að hann
fannst. Læknirinn Kirsten Laursen,
sem annaðist hann þá, segir að
hann hafi haft orð á því að hafa
misst alla tilfinningu í handleggjun-
um. Og þegar hann hafi verið spurð-
ur að því hverjir væru i húsinu hafi
hann sagt: „Litli bróðir minn,
mamma og hún sem kveikti í.“
Faðir Sörens, Bent, sat yfir hon-
um þann mánuð sem hann lifði og á
þeim tíma fékk hann aðeins meðvit-
und skamma hríð en gat þá ekkert
sagt sem skipti máli.
bjór sem hin ákærða hafði sagt að
hún heðfi drukkið þetta kvöld.
Verjandinn, Thomas Rördam,
fjallaði í réttinum um þunglyndi
skjólstæðings síns og hugleiðingar
um sjálfsvíg. Reyndi hann að gera
lítið úr minnisblaðinu og sagði að
hefði það í raun verið „uppskrift að
morði“ hefði Elisabeth fleygt því en
ekki látið það finnast heima hjá sér.
Þá vék hann að geðrannsókninni
sem leitt hefði í ljós að skjólstæðing-
ur sinn væri „skynsöm, vel starfs-
hæf og sjálfsörugg“.
„Ekkert liggur fyrir sem talist
getur sönnun þess að skjólstæðing-
ur minn sé sekur. Ég tel að Birgit
hafi dáið af taugaáfalli vegna brun-
ans en ekki af morfíninu. Þá tel ég
að ekki megi leggja of mikið upp úr
orðum Sörens. í því ástandi sem
hann var þegar að honum var kom-
ið tel ég að hann hafi ekki vitað
hvað hann var að segja.“
Inni í stofunni var allt brunnið sem brunnið gat.
Húsið við Helsevej 10.
fór að húsinu við Helsevej 10. Þegar
Birgit hafi opnað fyrir sér hafi hún
virst þreytuleg. Þær hafi farið inn í
stofu en þar hafi Sören þá legið sof-
andi á dýnu.
Lýsingin á því sem
gerðist
„Ég ráðlagði Birgit að halda
áfram að búa með Bent þvi skilnað-
urinn fengi mikið á bömin,“ sagði
Elisabeth. „Eftir það sofnaði hún.
Ég reyndi líka að sofna því ég ætl-
aði að fara með flugvél snemma
næsta morgun.“
Elisabeth segir Sören hafa vakn-
að. Hann hafi langað til að hún læsi
fyrir sig sögu og það hafi hún gert.
Svo hafi Hinrik vaknað en hann
hafi hins vegar sofnað fljótlega aft-
ur.
„Þá gengum við Sören fram í
stofu en sáurn þá nokkuð hræðilegt.
Birgit sat í stólnum sínum, umlukin
logum. Hvemig það gat kviknað í
henni án þess að hún sýndi nokkur
viðbrögð get ég ekki skilið. Hún sat
bara þarna og líktist brennandi
beinagrind.
Ég ætlaði fram í eldhús að sækja
vatn en komst ekki fram hjá logun-
um. Ég bað Sören að sækja hjálp og
spurði hvort hann gæti hringt í 112.
En þegar hann ætlaði að fara til
móður sinnar læsti eldurinn sig í
hann. Mér tókst að ná í hann, koma
honum út í garð og ná honum úr
brennandi buxunum. Ég leitaði
brunasára á honum en sá engin.
Ég reyndi líka að finna eitthvað
þungt til að brjóta rúðuna í gluggan-
um á herbergi Hinriks með en fann
ekkert. Þá ákvað ég að sækja hjálp
en missti andann, fór að kasta upp
og gat ekkert gert.“
Nágrannar komu að brennandi
húsinu og sáu Sören liggja skað-
brenndan í garðinum. Hinrik var
látinn af reykeitrun í rúmi sínu og
hafði annar fótleggurinn fest milli
rimla.
Heim á leið
Klukkan níu næsta morgim sett-
ist Elisabeth upp í flugvél sem flutti
hana til Kaupmannahafnar. Enginn
þeirra sem um borð vora minnist
þess að hafa fundið reykjarlykt af
Dó ekki af eldi og reyk
Réttarlæknirinn og prófessorinn
Markil Gregersen, sem fram-
kvæmdi skoðun á líki Birgit, sagði í
réttinum: Birgit Hansen var dáin
þegar eldurinn kviknaði. Hefði hún
enn dregið andann þegar það gerð-
ist hefðum við fundið sótagnir í
lungunum og koltvisýring í blóðinu.
Hvoragt fannst. Þess í stað fundum
við banvænt magn af morfini í lík-
ama hennar. Það verður því að líta
syo á að það hafi verið það sem varð
henni að bana.“
Grégersen lýsti svo þeirri skoðun
sinni að Birgit hefðu verið gefnar
uppleystar morfinpillur, líklega í
Dómurinn
Saksóknarinn, Birgitte Vest-
bjærg, taldi aftur á móti að Elisa-
beth Wæver hefði gengið til verks á
meðvitaðan hátt. Hún hefði gefið
keppinaut sínum um ástir Bents eit-
ur, kveikt í henni og síðan reynt að
koma í veg fyrir að hún eða
drengirnir kæmust út.
Jörgen Harbst frá Brunamála-
stofnun Danmerkur bar að eldurinn
í húsinu við Helsevej 10 hefði ekki
getað breiðst út á þann hátt sem
ákærða lýsti, það er við það að Birg-
it hefði fallið logandi á gólfið.
Kviðdómendurnir tólf voru í
þrjár klukkustundir að komast að
niðurstöðu. Þeir töldu Elisabeth
Wæver seka um það sem hún hafði
verið ákærð fyrir. Um hana virtist
fara hálfgerður krampi þegar henni
varð ljóst hvað hennar gæti beðið.
Dómarinn, Preben Kistrup, bað
viðstadda að standa á fætur er hann
bjó sig undir að kveða upp dóminn:
„Því skal rétt teljast að hin ákærða
sáeti ævilöngu fangelsi."
„Hún fékk ævilangt fangelsi!“
hrópuðu nokkrir fréttamenn, en
slíkur dómur hafði ekki verið kveð-
inn upp í Danmörku síðan nokkra
eftir heimsstyrjöldina síðari.
Og nokkrir af þeim sem stóðu fyr-
ir utan réttarsalinn þegar Elisabeth
Wæver gekk út i bílinn sem beið
hennar og gæslumanna hennar
hrópuðu: „Dauði læknir! Við gleym-
um þér aldrei!“
En hvaða orð lét Elisabeth
Wæver falla eftir dómsuppkvaðn-
inguna? „Ég skil ekki neitt í því
sem ég var dæmd fyrir.“