Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Page 44
trimm LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 ■ lV Mikið álag og ; heilbrigður líkarni Bókin Ekkert stress - hagnýt- | ar leiðbeiningar fyrir þá sem | starfa undir álagi - fjallar um | það hvernig vei-jast má stressi og miklu álagi. I inngangi er reyndar tekið fram að ekki sé nauðsynlegt að vera stressaður | til að lesa bókina. „Bókin er fullt eins skrifuð fyrir fólk sem | vill beita jákvæðum aðferðum við að ná tökum á lífi sínu og | fólk sem vill læra að bregðast Ivið miklu álagi. Við kynnum bókina Ekkert stress hér á síðunni vegna þess að einn kafli hennar fjallar um það hvemig hægt er að halda líkamanum heilbrigðum og hæfum til að takast á við streitu. Þar er fjallað um atriði eins og hvemig maður tekur eftir líkamlegum einkennum streitu - hvemig temja megi sér heilsusamlegt mataræði - hvemig leggja megi niður óheilsusamlega siði og hvemig þjálfa megi upp úthald og lip- urð. í bókinni em talin upp nokk- ur einkenni streitu, eins og hröð öndun (erfiðleikar við að ná andanum), þurr munnur og háls, sveittir lófar, hitatilfmn- ing, spenntir vöðvar og melt- ingartruflanir. Þá segir: „Með hinu líkam- lega streituviðbragði er líkam- inn einfaldlega að búa sig und- ir tafarlausar aðgerðir. Hinar | mörgu lífeðlisfræðilegu breyt- ingar gera líkamanum kleift að | bregðast umsvifalaust við utan- aðkomandi ógnun.“ En kaflinn um heilbrigðan Ílíkama og streitu er aðeins einn af átta köflum bókarinnar þar sem tekin eru fyrir atriði eins og skipulag, timastjómun, leið- | ir til slökunar og fleira. Ekkert stress er bók sem stendur undir þeirri ætlan höf- unda að kynna hagnýtar leið- beiningar fyrir þá sem starfa undir álagi. Ekkert stress. Höf.: Peter E. Makin og Patricia A. Lindley. Páll Pálsson þýddi og staðfærði. Útgefandi er Framtíðarsýn ehf. Á frummálinu heitir bókin : Positive Stress Management. 1 ISBN 9979-845-44-9. Er trimm eitthvað fyrir konur? - var spurt fyrir sautján árum Trimmið eða markviss líkamsrækt er svo sem ekkert nýtt fyrirbæri, þó stundum finnist manni svo. Við höfum eftir föngum kynnt nýjar bækur um trimm og líkamsrækt hér á síðunni. Bókin sem við segjum frá að þessu sinni kom út í Bret- landi árið 1979, hjá Pan Books. Hún heitir The Complete Jogger og höfundur er Bruce Tulloh. Þrátt fyrir að sautján ár séu síðan bókin kom út er enn hægt að hafa full not af lestri hennar fyr- ir þá sem skokka sér til heilsubótar og ánægju og þá ekki síður fyrir hina fjölmörgu sem langar til að byrja en hafa enn ekki látið verða af því. Efn- isuppbygging er einföld, þægileg og byggist eink- um á því að settar er fram spurningar sem síðan er svarað. Einn kafli bókarinnar fjallar til dæmis um skokk fyrir konur og þar er efírfarandi spurn- ingum svarað: - Geta konur gert allt það sem karlar geta? - Svarið var kannski ekki eins aug- ljóst árið 1979 og í dag. í bókinni er svarið reynd- ar já og auk þess er konum bent á ýmis atriði sem þeim eru fremur i hag en körlum hvað skokk áhrærir. Rannsóknir og þróun í íþróttum á síð- ustu árum hafa auk þess leitt í ljós að mismunur á árangri afreksfólks í íþróttum eftir kynferði minnkar stöðugt. Þá er spurt hvort konur hafi gagn af því að skokka. Hvaða áhrif skokk hafi á útlit kvenna. Hvort konur hafi eitthvert sérstakt gagn af skokki (þá væntanlega umfram karla) - Er ráðlegt fyrir þungaðar konur að skokka? Svar- ið er jákvætt en að sjálfsögðu með ýmsum fyrir- vörum. - Hve fljótt eftir barnsburð má byrja að skokka á ný? - Hvaða áhrif hafa mánaðarlegar blæðingar á skokk og hvemig skal bregðast við? Síðasta spurning þess kafla bókarinnar sem helg- aður er konum fjallar um val þeirra á hlaupa- skóm. Er þá miðað við konur sem almennt hafa gengið á skóm með háum hælum með tilheyrandi misþyrmingu fótanna. Bókin The Complete Jogging hefur þolað sautján ára aldur harla vel og stendur að því er best verður séð enn fyrir sínu, enda efni hennar öfgalaust og framsetning einfóld og létt. Katy Hafsteins, einkaþjálfari íWorld Class: Afskrifuð rúmlega tvítug með ónýta hryggjarliði - sannur árangur í líkamsrækt kemur innan frá og er aðeins á ábyrgð hvers og eins „Þegar þeir sem ég er að kenna gera sér grein fyrir því að þeir bera einir ábyrgð á eigin líðan og ár- angri, en hvorki ég sem er að leið- beina þeim né nokkur annar, þá finnst mér sigurinn unninn. Þegar fólk gerir sér grein fyrir að raun- verulegur árangur líkamsþjálfunar, hvort sem hún er stunduð í likams- ræktarstöð eða annars staðar, bygg- ist ekki aðeins á þriggja mánaða púli en síðan megi gefa sér lausan tauminn aftur og taka aftur upp fyrri lífhætti og ósiði. Heldur bygg- ist hún á því að breyta lífsháttum sínum innan frá og varanlega," sagði Katy Hafsteins í viðtali við DV. Um rúmlega ellefu ára skeið hefur hún stundað einkaþjálfun og lengst af á Líkamsræktarstöðinni World Class. Katy hefur meðal annars lengi séð um þjálfun flestra þeirra stúlkna sem tekið hafa þátt í fegurð- arsamkeppni íslands en sagðist vera að hætta því enda kannski skiljan- legt eftir tíu ára starf. - En er það svipað að þjálfa upp- rennandi fegurðardrottningar og aðra? „Að sumu leyti, nema þjálfun og uppbygging fyrir slíka keppni stendur skemur yfir. Kannski má líta á það starf eins einhvers konar skúlptúrvinnu. Maður reynir að ná því besta fram hjá hverjum einstök- um keppanda, reynir að laga hlut- föll og byggingu eins og kostur er hjá hverri og einni. Einkaþjálfunin byggist hins vegar á lengri tíma og þar sjáum við auðvitað ekki fyrir okkur neina keppni, nema þá keppnina sem lifið sjálft er.“ - En hvað er einkaþjálfun? „Hér í World Class og á flestum öðrum líkamsræktarstöðvum skilst mér líka, eiga allir kost á leiðbein- ingum sérþjálfaðra leiðbeinenda. Þeir sem kjósa að leita til einka- þjálfara fá þó auðvitað markvissari og fjölbreyttari þjálfun. Þá getur bæði verið að einn einstaklingur sé hjá mér eða þá lítill hópur. Við setj- um okkur markmið í byrjun til að stefna að og eins og ég sagði áður legg ég áherslu á að fá nemendur mína til að skilja að árangurinn og ábyrgðin á honum liggur hjá þeim sjálfum. Ég er aðeins leiðbeinandi. Mest áhersla á öndun og einbeitingu í byrjun í byrjun er áherslan mest á önd- un og einbeitingu og það að fá við- komandi til að skilja að þessi tvö at- riði eru m.a. grundvallaratriða sem leitt geta til hámarksárangurs. Ár- angur hvers og eins byggist á dýpt þeirrar einbeitingar sem hann legg- ur í starfið. Við getum vel sagt að þetta sé eins og að læra að ganga. Þegar þú hefur lært það þá kanntu það alla ævi. Að fara í líkamsrækt byggist að mörgu leyti á uppgjöf. Uppgjöf fyrir því að maður finni að maður vÚl og verður að breyta til. Maður vill og verður að laga ein- hverja skekkju í lífinu. Einhverja skekkju sem maður oftast veit þó ekki hver er en gerir sér þó grein fyrir að er fyrir hendi. Ég tel að há- marksárangur í líkamsrækt sé m.a. fólginn í því að finna að árangurinn kemur að innan. Líkamleg uppbygg- ing fylgir auðvitað en sú andlega uppbygging sem þessu fylgir er grundvallaratriði sem fylgir manni lífið á enda,“ sagði Katy. - En hvernig stóð á því að Katy Hafsteins fór að sjálf að stunda lík- amsrækt? „Sem barn var ég alltaf mjög virk og þurfti mikla útrás og var bæði í handbolta og frjálsum íþróttum. Tólf ára gömul varð ég fyrir slysi og afleiðingar þess tóku sig upp þegar ég var rúmlega tvítug. Þá varð ég svo slæm í baki að ég gat mig lítið hreyft og venjuleg heimilisstörf eins og að ryksuga voru mér ofraun. í dag amar ekkert að már Ég fór í rannsókn hjá beinasér- fræðingi sem komst að þeirri niður- stöðu að tveir neðstu hryggjarlið- imir væru ónýtir og við því væri ekkert að gera. Ég reyndi að taka þetta réttum tökum og fór meðal annars í æfingar hjá lömuðum og fötluðum. Ég upplifði þetta allt þannig að skilaboð alls kerfisins til mín væru þau taka það rólega og „stimpla" mig meira og minna út úr lífinu." „En þannig fór ekki,“ sagði Katy. „Tengdamóðir mín hafði spurnir af japönskum nuddara sem sagður var hafa náð góðum árangri við að Umsjón Ólafur Geirsson hjálpa fólki með „ólæknandi" bak- veiki. Hún fékk mig til að fara til hans. I örstuttu máli þá get ég lýst með- ferðinni hjá honum þannig að hann hafi brotið mig niður og síðan hjálp- að mér við að byggja mig upp aft- ur,“ sagði Katy. „í dag amar ekkert að mér. - Ég veit að ef ég hefði ekki fengið þessa hjálp væri ég að öllum líkindum al- gjör öryrki, sem jafnvel gengi að- eins fyrir sjálfsvorkunn og verkjapiÚum. í stað þess er ég heil- brigö og upplifi það að ég ber ábyrgð á eigin lífi, að svo miklu leyti sem það er hægt. í starfinu reyni ég að miðla þessari reynslu minni ásamt þekkingu sem ég hef aflað mér til þeirra sem tii mín leita. En þeir sjálfir - aðeins þeir stjórna og undir þeim er árangur- inn kominn - kennarinn leiðbeinir aðeins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.