Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Blaðsíða 72
OPEL e
' -Þýskt eöalmerki
Opel Combo
Næsta sending væntanleg
í lok desember
Verð kr. 1.075.000.-
ánVsk.
Bílheimar ehf.
t-O’H O
Sœvarhöfba 2a 5(mi:525 9000
VAR ÞETTA EKKI
DÆMT TIL AÐ
MISTAKAST?
Mánudagur
Hlutabréf í ÚA
seld fýrir 1,2
milljarða
DV, Akureyri:
Veðrið á morgun:
Kaldast á Vestfjöröum
Á morgun verður norðaustanstrekkingur og slydda á Vestfjörðum.
Annars verður suðaustlæg átt og slydda eða rigning, einkum sunnan til.
Hiti verður á bilinu 0 til 5 stig, kaldast á Vestfjörðum.
Veðrið í dag er á bls. 73
Veðrið á mánudag:
Skúrir sunnan og vestan til
Á mánudag verður norðaustanstrekkingur og slydda á Vestfjörðum,
suðlæg átt og skúrir sunnan og vestan til en skýjað með köflum á Norð-
austurlandi. Hiti verður á bilinu 1 til 5 stig.
Það styttist í hátíð Ijóss og friðar og landsmenn eru margir að koma upp jólaskreytingum og Ijosum. Starfsmenn
Hverageröisbæjar og Rafveitunnar voru í óðaönn að koma upp jólatré í hjarta bæjarins þegar DV átti leið um í gær.
Þaö var létt yfir þeim þrátt fyrir að harðar deilur séu í bæjarpólitíkinni.
DV-mynd BG
Sölumálin varðandi hlutabréf Ak-
m-eyrarbæjar og KEA i Útgerðarfé-
lagi Akureyringa leystust í gærdag.
Þá var kallað tO aukafundar í bæjar-
ráði Akureyrar og samþykkt að taka
tilboði Sölumiðstöðvar hraðfrystihú-
sanna í 13% af hlut bæjarins í fyrir-
tækinu og kaupir SH á genginu 5,25
og borgar fyrir 625 milljónir króna. í
samkomulaginu er einnig viljayfir-
lýsing um að komið verði á fót veið-
arfæragerð og matvælastofnun í
bænum.
Samkvæmt heimildum DV mun
einnig liggja fyrir samkomufag um
að Burðarás, eignarhaldsfélag Eim-
skips, kaupi 11% hlut KEA í Útgerð-
arfélaginu á sama gengi og greiði fyr-
ir 540 milljónir. Alls var því gengið
frá sölu á 24% hlut í ÚA í gær fyrir
um 1,2 milljarða króna. Burðarás
verður stærsti hluthafinn í ÚA með
um 23%, Akureyrarbær 20%, SH
13%, Hampiðjan 6% og tæplega 2 þús-
und aðilar eiga minni hluti. -gk
Tvöfaldur
1. vinningur
@@(24)
KIN
> FRÉTTASKOTIÐ
CC r—, LLJ SI'MINN SEM ALDREI SEFUR
^ C3 '=D s: LTD «=C Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krðnur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
oo 1
1— LTD 1— > LTD 550 5555
Frjálst.óháð dagblað
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996
Hlíðarfjall:
Tvær lyftur
opnar um
helgina
DV, Akureyri:
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Ak-
ureyri verður opnað í dag í fyrsta
skipti á þessum vetri og verður opið
kl. 10-15 bæði í dag og á morgun.
Að sögn ívars Sigmundssonar, for-
stöðumanns skiðasvæðisins, vantar
enn nokkuð upp á að hægt verði að
opna brekkumar í Strýtu en brekk-
urnar sem opnaðar verða nú eru
Hjallabraut og Hólabraut.
________________________Jk
Bláfjöll opin
„Það er nægur snjór ef fólk heldur
. . sig á skíðabrautunum og ef það gæt-
ir fyllsta öryggis verður skemmtilegt
héma hjá okkur,“ segir Þorsteinn
Hjaltason, umsjónarmaður í Bláfiöll-
um. Kóngsgil, svokölluð Borgarlyfta
og barnalyftan verða opin í dag og
segir Þorsteinn að opið verði á með-
an sæmilegrar birtu nýtur, eða á
milli 11.00 og 15.00. -JHÞ
Sauðkrækingur handtekinn eftir að hafa valdið hættu:
Kastaöi sér í veg fyrir
bifreið tveggja dómara
Lögreglan á Sauðárkróki þurfti
að handtaka mann eftir að hann
hafði stokkið í veg fyrir a.m.k. einn
bil á ferð og valdið hættu gagnvart
fleiri ökumönnum skammt fyrir
utan bæinn í síðustu viku.
Halldór Halldórsson, héraðsdóm-
ari á Norðurlandi vestra, og Guðjón
Marteinsson, héraðsdómari í
Reykjavík, vora í einum bílnum á
leið frá Sauðárkróki í réttarhald á
Blönduósi vegna bílstjóra rútubif-
reiðar sem hefúr verið ákærður
fyrir manndráp af gáleysi þegar
rúta valt í Hrútafirði.
Guðjón sagði í samtali við DV í
gær að bíllinn hefði „rétt sleikt"
manninn þegar Halldóri félaga
hans hefði á einhvern óskiljanlegan
hátt tekist að sveigja frá manninum
i myrkrinu - sennilega hefðu göm-
ul markmannsviðbrögð Halldórs,
sem eitt sinn varði mark FH í
knattspymu, bjargað því að ekki
hlaust af stórslys eða jafnvel
banaslys.
„Við voram á leiðinni tii Blöndu-
óss og voram við bæjarmörk Sauð-
árkróks klukkan korter fyrir átta
um morguninn í myrkri," sagði
Halldór. „Við voram nýbúnir að
mæta bíl og ég var að setja háu Ijós-
in á aftur þegar ég sá mann skyndi-
lega á miðjum veginum í ljósgeisl-
anum. Það voru fáir metrar í
manninn þegar ég kom auga á
hann. Ég gat ekki ætlað annað en
að hann hefði verið að stökkva í
veg fyrir bílinn. Ég snarbeygði frá
og við rétt sluppum við manninn.
Ég var ekki á mikilli ferð en Guð-
jón sagði að það hefðu verið ein-
hver gömul markmannsviðbrögð
hjá mér á ögurstundu sem björguðu
manninum. Ég náði líka að halda
bílnum á veginum,“ sagði Halldór.
Hann sagði aö þeir félagar hefðu
verið nokkra stund að jafna sig en
síðan hefðu þeir hringt á lögregl-
una.
Björn Mikaelsson, yfirlögreglu-
þjónn á Sauðárkróki, sagði að fleiri
ökumenn hefðu hringt og kvartað
vegna sama manns þennan morg-
unn. Ekki er ljóst hvað honum
gekk til en hann var greinilega
undir áhrifum áfengis og hugsan-
lega fikniefna þegar hann var hand-
tekinn.
Það má teljast tilvifjun að dómar-
arnir tveir voru einmitt að fara í
réttarhald í fiölskipuðum dómi
vegna sakamáls þar sem ökumaður
er ákærður fyrir manndráp vegna
gáleysisaksturs. Miðað við mála-
rekstm- ákæruvaldsins, sem nánast
undantekningarlaust ákærir öku-
menn fyrir manndráp af gáleysi
þegar dauðaslys verða vegna um-
ferðarslysa, má tefjast næsta víst aö
Halldór, héraðsdómarinn sjálfur,
hefði verið ákærður fyrir mann-
dráp af gáleysi ef illa hefði farið
þegar maðurinn stökk í veg fyrir
bílinn.
-Ótt