Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Blaðsíða 72
OPEL e ' -Þýskt eöalmerki Opel Combo Næsta sending væntanleg í lok desember Verð kr. 1.075.000.- ánVsk. Bílheimar ehf. t-O’H O Sœvarhöfba 2a 5(mi:525 9000 VAR ÞETTA EKKI DÆMT TIL AÐ MISTAKAST? Mánudagur Hlutabréf í ÚA seld fýrir 1,2 milljarða DV, Akureyri: Veðrið á morgun: Kaldast á Vestfjöröum Á morgun verður norðaustanstrekkingur og slydda á Vestfjörðum. Annars verður suðaustlæg átt og slydda eða rigning, einkum sunnan til. Hiti verður á bilinu 0 til 5 stig, kaldast á Vestfjörðum. Veðrið í dag er á bls. 73 Veðrið á mánudag: Skúrir sunnan og vestan til Á mánudag verður norðaustanstrekkingur og slydda á Vestfjörðum, suðlæg átt og skúrir sunnan og vestan til en skýjað með köflum á Norð- austurlandi. Hiti verður á bilinu 1 til 5 stig. Það styttist í hátíð Ijóss og friðar og landsmenn eru margir að koma upp jólaskreytingum og Ijosum. Starfsmenn Hverageröisbæjar og Rafveitunnar voru í óðaönn að koma upp jólatré í hjarta bæjarins þegar DV átti leið um í gær. Þaö var létt yfir þeim þrátt fyrir að harðar deilur séu í bæjarpólitíkinni. DV-mynd BG Sölumálin varðandi hlutabréf Ak- m-eyrarbæjar og KEA i Útgerðarfé- lagi Akureyringa leystust í gærdag. Þá var kallað tO aukafundar í bæjar- ráði Akureyrar og samþykkt að taka tilboði Sölumiðstöðvar hraðfrystihú- sanna í 13% af hlut bæjarins í fyrir- tækinu og kaupir SH á genginu 5,25 og borgar fyrir 625 milljónir króna. í samkomulaginu er einnig viljayfir- lýsing um að komið verði á fót veið- arfæragerð og matvælastofnun í bænum. Samkvæmt heimildum DV mun einnig liggja fyrir samkomufag um að Burðarás, eignarhaldsfélag Eim- skips, kaupi 11% hlut KEA í Útgerð- arfélaginu á sama gengi og greiði fyr- ir 540 milljónir. Alls var því gengið frá sölu á 24% hlut í ÚA í gær fyrir um 1,2 milljarða króna. Burðarás verður stærsti hluthafinn í ÚA með um 23%, Akureyrarbær 20%, SH 13%, Hampiðjan 6% og tæplega 2 þús- und aðilar eiga minni hluti. -gk Tvöfaldur 1. vinningur @@(24) KIN > FRÉTTASKOTIÐ CC r—, LLJ SI'MINN SEM ALDREI SEFUR ^ C3 '=D s: LTD «=C Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krðnur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. oo 1 1— LTD 1— > LTD 550 5555 Frjálst.óháð dagblað LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 Hlíðarfjall: Tvær lyftur opnar um helgina DV, Akureyri: Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Ak- ureyri verður opnað í dag í fyrsta skipti á þessum vetri og verður opið kl. 10-15 bæði í dag og á morgun. Að sögn ívars Sigmundssonar, for- stöðumanns skiðasvæðisins, vantar enn nokkuð upp á að hægt verði að opna brekkumar í Strýtu en brekk- urnar sem opnaðar verða nú eru Hjallabraut og Hólabraut. ________________________Jk Bláfjöll opin „Það er nægur snjór ef fólk heldur . . sig á skíðabrautunum og ef það gæt- ir fyllsta öryggis verður skemmtilegt héma hjá okkur,“ segir Þorsteinn Hjaltason, umsjónarmaður í Bláfiöll- um. Kóngsgil, svokölluð Borgarlyfta og barnalyftan verða opin í dag og segir Þorsteinn að opið verði á með- an sæmilegrar birtu nýtur, eða á milli 11.00 og 15.00. -JHÞ Sauðkrækingur handtekinn eftir að hafa valdið hættu: Kastaöi sér í veg fyrir bifreið tveggja dómara Lögreglan á Sauðárkróki þurfti að handtaka mann eftir að hann hafði stokkið í veg fyrir a.m.k. einn bil á ferð og valdið hættu gagnvart fleiri ökumönnum skammt fyrir utan bæinn í síðustu viku. Halldór Halldórsson, héraðsdóm- ari á Norðurlandi vestra, og Guðjón Marteinsson, héraðsdómari í Reykjavík, vora í einum bílnum á leið frá Sauðárkróki í réttarhald á Blönduósi vegna bílstjóra rútubif- reiðar sem hefúr verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi þegar rúta valt í Hrútafirði. Guðjón sagði í samtali við DV í gær að bíllinn hefði „rétt sleikt" manninn þegar Halldóri félaga hans hefði á einhvern óskiljanlegan hátt tekist að sveigja frá manninum i myrkrinu - sennilega hefðu göm- ul markmannsviðbrögð Halldórs, sem eitt sinn varði mark FH í knattspymu, bjargað því að ekki hlaust af stórslys eða jafnvel banaslys. „Við voram á leiðinni tii Blöndu- óss og voram við bæjarmörk Sauð- árkróks klukkan korter fyrir átta um morguninn í myrkri," sagði Halldór. „Við voram nýbúnir að mæta bíl og ég var að setja háu Ijós- in á aftur þegar ég sá mann skyndi- lega á miðjum veginum í ljósgeisl- anum. Það voru fáir metrar í manninn þegar ég kom auga á hann. Ég gat ekki ætlað annað en að hann hefði verið að stökkva í veg fyrir bílinn. Ég snarbeygði frá og við rétt sluppum við manninn. Ég var ekki á mikilli ferð en Guð- jón sagði að það hefðu verið ein- hver gömul markmannsviðbrögð hjá mér á ögurstundu sem björguðu manninum. Ég náði líka að halda bílnum á veginum,“ sagði Halldór. Hann sagði aö þeir félagar hefðu verið nokkra stund að jafna sig en síðan hefðu þeir hringt á lögregl- una. Björn Mikaelsson, yfirlögreglu- þjónn á Sauðárkróki, sagði að fleiri ökumenn hefðu hringt og kvartað vegna sama manns þennan morg- unn. Ekki er ljóst hvað honum gekk til en hann var greinilega undir áhrifum áfengis og hugsan- lega fikniefna þegar hann var hand- tekinn. Það má teljast tilvifjun að dómar- arnir tveir voru einmitt að fara í réttarhald í fiölskipuðum dómi vegna sakamáls þar sem ökumaður er ákærður fyrir manndráp vegna gáleysisaksturs. Miðað við mála- rekstm- ákæruvaldsins, sem nánast undantekningarlaust ákærir öku- menn fyrir manndráp af gáleysi þegar dauðaslys verða vegna um- ferðarslysa, má tefjast næsta víst aö Halldór, héraðsdómarinn sjálfur, hefði verið ákærður fyrir mann- dráp af gáleysi ef illa hefði farið þegar maðurinn stökk í veg fyrir bílinn. -Ótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.