Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Side 40
48 karkafli LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 JjV haföi streymt þangað úr öllum átt- um, flestir óeinkennisklæddir. Stormsveitarmenn þrömmuðu fram hjá kanzlarahöllinni, þungum skref- um, með blys í hendi. Á kanzlara- höflinni voru upplýstir háir glugg- ar, sem stóðu opnir í kvöldsvalan- um. Kastljósin léku um höllina. í Wilhelmstrasse 30. janúar 1933 Þar sem við Eðvarð vorum ekki í hópi göngumanna á strætinu, þrengdi mannfjöldinn að okkur. Okkur var menn. Skyldi von Papen verða varakanzlari og forsætisráðherra í Prússlandi (sem var sem fyrr segir undir heinni stjórn ríkisstjórnar- innar), Hugenberg efnahagsráð- herra, nazistinn Hermann Göring innanríkisráðherra í Prússlandi. Nazistinn Wilhelm Frick var innan- ríkisráðherra. Stjómin var mynd- uð, þótt vitað væri, að hún hefði ekki meirihluta í þinginu. Hitler kanzlari Siðdegis mánudaginn 30. janúar 1933 vorum við Eðvarð komnir heim úr skóla. Við opnuðum fyrir útvarpið og heyröum fréttina: Hitler ist Kanzler geworden!" Hitler er Nú fyrir jólin kemur út ævisaga dr. Benjamíns Eiríkssonar, fyrrver- andi bankastjóra, sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson skráði. DV hefur fengið leyfi til að birta kafla úr bókinni, og er hann um dvöl Benjamíns í Berlín í ársbyrjun 1933. Götuóeirðir Eitt sinn sótti ég útihá- tíð, Kundgebung, sem kommúnistar héldu við Karl Liebknecht-húsiö á BÚlow-torgi. Við Pétur Ólafsson ákváðum að sækja hátíðina. Hann var forvitinn, ég taldi mig auð- vitað kommúnista. Þarna var múgur og margmenni, kommúnistar og hinar rauðu framvarðasveitir þeirra, en líka nazistar, stormsveitarmenn, sem voru staðráðnir í að hleypa hátíðinni upp. Ríð- andi lögregluþjónar áttu að halda uppi reglu. Nazistamir fóru að berjast við kommúnistana. Lög- reglumenn reyndu að stöðva átökin. Það var kalt. Ég var í frakka. Blessaður, vertu ekki með hendur í vösum. Þeir hédda, að þú sért með byssu!“ sagði Pétur. Eftir nokkra hríð ákváðum við að hypja okkur. Við vild- um ekki verða fyrir krepptum hnefum, byssu- kúlum eða jafnvel hestun- um. Stjórnlaust land Yfirmaður þýzka hers- ins, Reichswehr, Ríkis- vamarliðsins, Kurt von Schleicher, alþekktur bak- tjaldamaður, kanzlara- smiður til margra ára, sem hleraði síma allra stjómmálaforingja og lét lögreglunjósnara semja um þá langar skýrslur, gekk á fund Hindenburgs forseta og tilkynnti hon- um, að Papen hefði ekki traust hersins. Schleicher myndaði sjálfur stjórn í byrjun desember. Hann reyndi að kljúfa nazista- hreyfinguna með því að hjóða nazistanum Gregor Strasser stöðu varakanzl- ara og vinna miðflokkana til fylgis við sig með þvi að heita því að skipta upp stórjarðeignum í Austur- Prússlandi. Allt kom fyrir ekki. Engin samstaða varð um stjómarmyndun, því síður um aðgerðir í efna- hagsmálum. Götuóeirðirn- ar héldu áfram. Sex millj- ónir manna vom enn at- vinnulausar. Nazistar kröfðust þess að fá að mynda ríkisstjórn, þeir voru stærsti flokkurinn. Hitler er orðinn kanzlari! Nú vildi von Papen endur- heimta völdin. Hann fékk Hugenberg til liðs við sig. Þeir nutu stuðnings Hindenburgs forseta og klíkunnar í kringum hann. Saman snem þeir sér til Hitlers og hófu samningaviðræður um myndun nýrrar stjómar. Þeir ætluðu sér að nota Hitler í valda- tafli sínu. Schleicher átti að víkja úr sæti kanzlara. Hitler heimtaði að verða kanzlari. Þeir samþykktu það gegn því, að aðeins yrðu tveir aðrir nazistar í stjóminni. Hinir ráðherr- amir áttu að vera traustir íhalds- Eins og margoft hefur komiö fram eignaöist Benjamín Eiríksson stúlkubarn meö Veru Hertz í Rússlandi. Þær hurfu sporlaust. Á þessum síö- um segir Benjamín frá veru sinni í Þýskalandi. orðinn kanzlari! Við flýttum okkur inn í Wilhelmstrasse, þar sem for- setahöllin og kanzlarahöllin stóðu hlið við hlið, forsetahöllin gráleit og þunglamaleg frá keisaratímanum, kanzlarahöllin ferhyrnd, skarpleit, nútímaleg. Fagnandi mannfjöldi smám saman þrýst nær sjálfri höll- inni. Maður stóð við einn gluggann, hæsta gluggann, og haflaði sér út, heilsaði mannfjöldanum á Wil- helmstrasse í birtu kastljósanna. Hann var meðalmaður á hæð, með þunnar varir, yfirskegg, tinnusvart, gljáandi hár, greitt fram á ennið og niður. Þótt hann brosti og veifaði út um gluggann, virtist hann ekki geta losnað við reiðiviprurnar i munn- vikjunum. Hann var fölur, eins og hann hefði verið veikur. Þetta var leiðtogi Nazistaflokksins, hinn nýi kanzlari, Adolf Hitler. Fyrir aftan hann stóð hinn fjörgamli forseti rík- isþingsins, Litzmann hershöfðingi. Göbbels og Göring og fleiri nazistar stóðu að baki þeirra. Þriðja ríkið var að fæðast. Frá götunni heyrðust lúðrasveitir leika Horst Wessel-lag- ið: Die Fahnen hoch, die Reihen dicht geschloúen!" Fána’að hún og fr£im i fylking þéttri! Þúsundir karl- mannaradda tóku undir með lúðra- sveitunum, sungu textann. Stígvéla- hælar stormsveitar- mannanna smullu i strætinu, húrrahrópin gullu við, dimm og ein- kennilega ógnandi þrátt fyrir aflan fógnuðinn í röddunum, hlysin blossuðu í rökkrinu. Ég sneri mér að Eðvarð, sagði: Þetta þýðir stríð við Breta og Frakka, stríð eftir svona fimm Ég er sár og reið! Hitler tók til óspilltra mála, eftir að hann var orðinn kanzlari. Papen, Hugenberg og aðrir íhaldsmenn uppgötvuðu sér til skelfingar, að það var hann, sem hafði not- að þá, ekki þeir, sem höfðu notað hann. Þegar hann fékk ekki meiri- hluta á þingi, boðaði hann til kosninga. Gör- ing notaði völd sín sem innanríkisráðherra i Prússlandi til þess að kafla fimmtiu þúsund stormsveitarmenn í lög- regluna. Þeir héldu hrúnum einkennisbún- ingi sínum, en fengu hvítan borða á handlegg- inn. Nú gengu lögreglu- maður og stormsveitar- maður götumar hlið við hlið. Nazistarnir voru alráðir á götunum. Lög- reglan réðst inn í aðal- stöðvar kommúnista í Karl Liebknecht-húsinu við BÚlow-torg og lagði hald á ýmis skjöl, sem nazistablöðin sögðu, að staðfestu fyrirætlanir kommúnista um valda- rán. Stúdentar úr röðum nazista efndu tfl bóka- brennu. Nazistar fengu að berja Gyðinga óáreitt- ir, en áróður gegn Gyð- ingum var snar þáttur í stefnu þeirra. Stundum sat ung stúlka við hlið- ina á mér í fyrirlestrum. Hún hét Susanna Súss- mann og var af Gyðinga- ættum. Við fórum einu sinni saman í kvik- myndahús. Þegar ég fletti fóður hennar upp í símaskránni, sá ég, að hann var bankastjóri. Hún sagði í eitt skipti við mig, að hún hefði gengið fram á nazista, sem hefðu verið að berja Gyðing: Es hat mich so gekránkt!" Ég er sár og reið, mér er misboðið! Annars varð ég lítið var við heinar Gyðingaof- sóknir þessar fyrstu vikur Þriðja ríkisins. í þær færðist ekki fullur þungi fyrr en siðar. Þinghúsið brennur! Það var vika til kosninga. Að kvöldi mánudagsins 27. febrúar 1933, rétt fyrir klukkan tíu, opnuð- um við Eðvarð fyrir útvarpið og heyrðum tilkynnt grafalvarlegum rómi: Der Reichstag brennt!" Þing- húsið brennur! Við bjuggum rétt hjá þinghúsinu og rukum strax af stað. Þegar við nálguðumst húsið, var

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.