Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Page 24
LAUGARDAGUR 22. FEBRUAR 1997 24 *' ~k 'mlist Islensku tónlistarverðlaunin 1997: Byijaði á lágstemmdum nátum - segir Jónatan Garðarsson, formaður framkvæmdastjórnar ÍTV „íslensku tónlistarverðlaunin hafa þá þýðingu að þau marka árið sem er að líða. Þau eru í raun- inni merk, söguleg heimild um það sem er efst á baugi í tónlistar- lifinu á hverjum tíma,“ segir Jón- atan Garðarson, formaður fram- kvæmdanefndar íslensku tónlist- arverðlaunanna 1997. Þau voru af- hent með viðhöfn í fjórða sinn síð- astliðið fbnmtudagskvöld á Hótel Borg og óhætt er að segja að hljómsveitin Botnleðja hafi verið nafn kvöldsins. Sveitin hreppti titlanna flytjandi/hljómsveit árs- ins, hún átti geislaplötu ársins (Fólk er fífl) og telst eiga lag ársins en það heitir Hausverkun. Emili- ana Torrini var kjörin söngkona ársins og Páll Rósinkranz er söngvari ársins. Flestir eru senni- lega sammála því að þessir aðilar séu „góðir tónlistarmenn sem gera áhugaverða og eftirminnilega hluti.“ það eru m.a. þeir kostir sem Jónatan telur að þeir sem hreppi íslensku tónlistarverðlaun- in þurfi að hafa til að bera. Valið var erfitt Jónatan segir að það hafi verið afar erfítt að gera upp á milli tón- listarmannanna i ár. „Það vafðist dálítið fyrir fólki að velja á milli því að gróskan er svo mikil og það er mikið af frambærilegu listafólki sem kom til greina.“ Þetta kom best fram í flokknum „Geislaplata ársins“. Þar var ekki hægt að til- nefna fímm efstu plöturnar þannig að menn gripu til þess ráðs að hafa þær sjö. „Það var mjög mjótt á mununum hjá mörgum og jafnvel voru menn að tala um að fjölga flokkum en það verður að fara var- lega í slíkt, þótt ég taki ekki af- stöðu til þess hver hefði átt að Jónatan Garðarsson segir að íslensku tónlistarverölaunin hafi þróast mikið á þeim fjórum árum sem þau hafa veriö veitt. DV-mynd ÞÖK Heppnir lesendur DV. Fá alla diskana sem tilnefndir voru Gífurlega góð þátttaka var með- al lesenda DV í að velja þá sem fá íslensku tónlistarverðlaunin 1997. Hundruð þeirra sendu inn at- kvæðaseðla og ríkir mikil ánægja meðal aðstandenda keppninnar vegna þessara góðu viðbragða. Af þeim detta fimm i lukkupottinn og fá þær sjö geislaplötur sem til- nefndar voru sem besta geisla- plata ársins. Þau heppnu eru: Ömólfur Lár- usson, Laufengi 152, Reykjavík; Reykjavík; Ásthildur Ámadóttir, Hólabraut 11, Keflavík, og Elísa- bet Guðnadóttir, Kveldúlfsgötu 16, Borgamesi. Um er að ræða geislaplötumar Seif með Páli Óskari, Mermann með Emilíönu Torrini, Fólk er fífl með Botnleðju, I Believe in You með Páli Rósinkranz, Eins og er með Stefáni Hilmarssyni, Köld era kvennaráð og Ómissandi fólk með KK og Magnúsi Eiríkssyni. -JHÞ Karl E. Kristjánsson, Bjargar- tanga 2, Mosfellsbæ; Anna Lára Guðfinnsdóttir, Bakkaseli 11, hreppa titlana enda ekki með at- kvæðisrétt. Ég er hins vegar ánægður með hvernig tókst til með framkvæmdina í ár.“ Jónatan bætir því reyndar við að það sé hans skoðun að það verði að skilja að „Flytjanda árs- ins“ og Hljómsveit ársins." Þetta stafi af því að „Flytjandi ársins“ sem ætti að vera einstaklingur sem hafi skarað fram úr á ein- hvern hátt sé ekki endilega með- limur hljómsveitar. „Einstakling- arnir virðast falla í skuggann af hljómsveitum í þessum sameigin- lega flokki," segir Jónatan. Á leið í sjónvarpið Hann segir að íslensku tónlist- arverðlaunin hafi byrjað smátt. „Þetta byrjaði sem nokkurs konar innanfélagsmót hjá FÍH 1994. Svo komu fulltrúar fleiri faghópa inn í framkvæmdina. Þetta er á stöðugri uppleið, umfangið er að verða meira og framkvæmdin að verða betri en við höldum áfram að vinna að því að bæta hana.“ Hann segist finna fyrir miklum áhuga á því hjá þeim sem hafi helgað sig tónlist og öðrum að veg- ur íslensku tónlistarverðlaunanna verði sem mestur. Að sögn Jónatans hefur það ver- ið stefnan ffá byrjun að koma keppninni i sjónvarp. „Fyrst verð- ur að móta vel reglur, umgjörð og framkvæmd keppninnar áður en það skref verður stigið til fulls.“ Jónatan bætir þvi við að skrefið verði líklegast stigið á næsta ári. Mikill blómi Hann segir að íslenskt tónlistar- lif hafi verið með miklum blóma og út hafi komið gríðarlega mikið af tónlist. Allt í allt hafa komið út um 200 geislaplötur hér á landi undanfarið ár og af þeim eru sennilega 130-140 með nýupptek- inni tónlist. Breiddin í þessari út- gáfu er afar mikil, allt frá djassi, poppi, pönki og klassík yfir í kór- atónlist. Hann bendir einnig á að það sé allur gangur á því hve mik- il vinna liggi á bak við plöturnar og hve margir og sterkir aðilar standi að þeim. „Stundum er um einherjaverk að ræða þar sem platan hefur ekki verið lengi í smíðum en einnig er að finna plöt- ur þar sem margir hafa unnið lengi að þeim. Útgáfan er auðvitað misjöfn að gæðum en það sem stendur upp úr er að gróskan er gríðarleg, það er óhemjumikið af nýjum nöfnum sem hafa komið fram að undanförnu." Hjálpar erlendis Jónatan telur að sennilega séu að éiga sér stað enn ein kynslóða- skiptin í íslensku tónlistarlifi. „Það eru að birtast tónlistarmenn sem eiga eftir að láta til sín taka á nýrri öld sem er skammt undan.“ Jónatan segir að erlendir fjöl- miðlar sýni íslensku tónlistarverð- laununum alltaf töluverðan áhuga. Til að mynda hafi MTV Europe- sjónvarpsstöðin tvisvar sinnum sent hingað sjónvarpslið til þess að fjalla um sigurvegarana. Sú stöð fær líka alltaf lista þar sem sigurvegararnir eru taldir upp. „Það má því segja að þau gegni líka því hlutverki að benda erlend- um fjölmiðlamönnum á hverjir standi í fremstu röð hér á landi og hverja sé gott að fjalla um,“ segir Jónatan að lokum. -JHÞ Diskódrottningin Helga Möller og stórsöngkonan hógværa, Emilíana Torrini, hafa báöar heillaö tónlistarglaða íslendinga. Hér afhendir Helga Emilíönu verölaun fyrir aö vera söngkona ársins. Steinunn Óskarsdóttir afhendir Önnu Halldórsdóttur viöurkenningu. Anna var valin bjartasta vonin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.