Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Side 20
20
LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 T">"\7"
fréttir
□upplýstir skipskaðar við íslandsstrendur:
Sleifarlag við
rannsóknir sjóslysa
Skipskaðinn þegar kúfiskskipið
Öðufell ÞH fórst skammt frá Langa-
nesi á þriðjudagskvöld hefúr vakið á
ný upp spumingar um þá stöðu sem
uppi er þegar litið er til öryggismála
sjómanna og árangurs af rannsóknum
sjóslysa. Margir hafa oröið til þess að
gagnrýna rannsóknir þessara mála
sem sagðar eru í mesta ólestri þegar
um er að ræða stærri mál. Þrátt fyrir
góðan vilja einstakra nefndarmanna í
sjóslysanefnd til að vinna vel virðist
svo sem nefndin ráði ekki við þau við-
fangsefhi sem inn á borð hennar
koma. Þannig er itrekað um að ræða
mál sem afgreidd eru án þess að nið-
urstaða sé viðunandi. Það má segja
nefndinni til vorkunnar að hún hefur
aðeins 7 milljónir króna á ári til ráð-
stöfunar til þess að rannsaka öll mál,
stór og smá.
Sláandi dæmi
Á þessari stundu liggja fjrir tvö
skýr dæmi um skipskaöa við íslands-
strendur þar sem sjóslysanefnd hefur
engar skýringar getað gefið fremur en
þeir skipveijar sem komust af. Fyrst
ber að telja eina skuttogarann sem
sokkið hefur við ísland. Krossnes SH
fórst í ágætu veðri á Halamiðum í
febrúar 1992 með -------------------
þeim afleiðingum að
fjórir menn úr
áhöfninni fórust en
níu manns var bjarg-
að. Engin skýring er
til á því af hveiju
skipið fór niður á ör-
skammri stundu en
giskað er á að _____________________
skrokkur þess hafi
opnast og það þannig fyllst af sjó. Sé
það rétt er ljóst að skoðun þáverandi
Siglingamálastofnunar hefur verið
mjög ábótavant. Engin leið var talin
til að skoða skipið á svo miklu dýpi
en það liggur á rúmlega 300 metrum.
Æsumálið er enn óupplýst þrátt
fyrir að lagt hafi verið í kostnað sem
nemur 20 til 30 milljónum króna.
Skipsflakið, sem liggur á aðeins 76
metra dýpi í Amarfírði, hefur enn að
geyma öll þau svör sem nauðsynlegt
hefur verið að fá til að varpa ljósi á
ástæður mannskaðans sem varð á sól-
björtum júlídegi fyrir rétt tæpu ári.
Stjómvöld hafa lagt í gifurlegan
kostnað við rannsókn þess slyss og
leit að líkum skipveija með þeim ár-
angri einum að lík skipstjórans
fannst. Barátta Kolbrúnar Sverris-
dóttur, ekkju skipstjórans, hefur vak-
ið þjóðarathygli en hún hefur krafist
skýrra svara um það hvað hafl gerst.
Rúmum níu mánuðum eftir slysið var
breskt köfúnargengi fengið til lands-
ins til að kafa niður í skipið en sá leið-
angur hefur engu skilað í þágu rann-
sóknarinnar Eftir stendur reikningur
sem í heildina er vart undir 25 millj-
ónum króna. Þetta er á bilinu 8 til 10
milljónum meira en islenska fyrir-
tækið Djúpmynd vildi fá fyrir að taka
skipið á þurrt. Það bendir því allt til
þess að málið sé eitt allsheijarklúður.
Þriðja og nýjasta dæmið um sjóslys
er þegar Öðufellinu hvolfdi skyndi-
lega á heimleið úr veiðiferð. Skipið,
sem stundaði kúfiskveiðar eins og
Æsa, var talið traust sjóskip og skip-
skaðinn kom áhöfn og öðram því í
opna skjöldu. Öll þessi sjóslys eiga
það sameiginlegt að skipin hafa farist
við kjöraðstæður og sokkið á örfáum
mínútum. Sú staðreynd að áhöfn Öðu-
fells slapp með skrekkinn snýst ekki
um annað en heppni og þeirra eigið
þrek.
Sleifarlag
„Stefnumörkunin er í rúst. Það er
sleifarlag ráðandi alls staðar þegur
kemur að rannsóknum á sjóslysum.
Það er miklu markvissari rannsóknir
þegar um er að ræða flugslys. Það er
í raun óveijandi fyrir þjóð sem bygg-
ir svo mikið á siglingum og sjó-
Innlent
fréttaljós á
laugardegi
Reynir Traustason
mennsku að hafa ekki þessa hluti í
lagi,“ segir áhrifamaður innan sjó-
mannasamtakanna.
Kristján Pálsson alþingismaður,
sem hefur staðið í fremstu röð þeirra
alþingismanna sem vilja efla sjóslys-
arannsóknir og fyr-
irbyggjandi þætti,
tekur í sama streng.
„Það hefur alltaf
verið mín skoðun að
ekki eigi að spara fé
til rannsókna sjó-
slysa. í mínum huga
er eina leiðin til að
fækka sjóslysum sú
að upplýsa um or-
sakir. Það þurfa að vera ákvæði í
tryggingaskilmálum sem gera útgerð-
um skilt að ná upp skipum af hafs-
botni, sé þess nokkur kostur,“ segir
Kristján.
Kjartan Hauksson kafari segir fyrirtæki sitt, Sjóverk ehf., geta náö Oöufelli af
hafsbotni. Öðufellið liggur á um 140 metra dýpi en Æsa á 70. Fyrirtækið á
von á köfunarútbúnaöi sem gerir kleift að kafa niöur á allt að 200 metra. Þá
segir hann mögulegt að vera niöri í allt aö 8 klukkustundir í senn. Bresku
kafararnir sem köfuðu í Æsu gátu veriö hámark 20 mínútur í kafi í senn.
DV-mynd JAK
Flugslys rannsökuð
„Þó svo menn hafi sýnt elju við að
upplýsa flugslys og í engu til sparað
þá er eins og sjómennskan hafi ekki
náð sama vægi þar sem leitað er
ástæðna. Ég hef fulla trú á því að
menn hafl séð sig um hönd eftir Æsu-
málið og trúi ekki öðru en ráðuneytið
fari nú á fúllt að rannsaka málið og
ná skipinu upp. Það er grundvallarat-
riði við rannsókn málsins,“ segir
Kristján.
Sá Ööufell örlagadaginn
Það er einkennileg tilviljun að dag-
inn sem Öðufell fórst var Kristján á
ferðalagi í Bakkafirði og sá þá Öðufell
Frá blindköfun bresku kafaranna niður aö flaki Æsu. DV-mynd Hiimar Þór
reiðu. í þessu felst meðal annars að
hér verður köfunarkúla ásamt af-
þrýstiklefa. Þetta er búnaður sem er
mun fúllkomnari og öruggari en sá
búnaður sem notaður var við köfún
Bretanna í Æsu. Við erum þegar bún-
ir að festa okkur þennan búnað er-
lendis og ég fer á næstunni til að
ganga frá kaupum á honum. Þar með
erum við í stakk búnir til að kafa nið-
ur á allt að 200 metra dýpi. Þá gerir
búnaðurinn okkur kleift að dvelja
neðansjávar samfleytt i allt að 8
klukkustundir í senn. Hefði þessi
búnaður verið til staðar þegar kafað
var í Æsu þá hefði mátt ljúka köfun-
arþættinum á einum degi i stað þeirra
5 til 6 köfunardaga sem fóm i þetta.
Það er gífurlega áríðandi að nýta sem
best þá fáu góðviðrisdaga þegar hægt
er að kafa á opnu hafi,“ segir Kjartan.
Ákvörðun strax
Kjartan segir að nauðsynlegt sé að
hafa ákveðinn fyrirvara verði tekin
ákvörðun um að ná upp flaki Öðu-
fehs.
„Það er sennilegt að við þyrftum
mánuð í undirbúning að sjálfú verk-
inu. Þá má ætla að annan mánuð
þurfi í að vinna verkið. Það leikur
enginn vafi á því að hægt er að ná
skipinu upp,“ segir Kjartan sem stað-
ið hefur að björgun flestra þeirra
skipa sem tekin hafa verið upp síð-
ustu ár. Alls hefúr hann náð upp níu
skipum fyrir tryggingafélög, allt niður
á 60 metra dýpi. Stærsta skipið sem
hann hefur sótt var 90 tonna stálbátur
sem er lítið minna skip en Æsan. Fyr-
irtæki Kjartans ræður yfir pramma
og spilbúnaði auk alls annars búnað-
ar sem þarf til að ná skipum.
Líkleit
Hann segir köfúnina í Æsu litlu
hafa skilað í þágu rannsóknarinnar.
„Það fór megnið af orkunni i leit að
líkunum. Rannsóknarþátturinn varð
því minni en efni stóðu til,“ segir
að veiðum.
„Þetta var örfáum klukkustundum
áður en skipið fórst. Ég var einmitt að
horfa á þennan háa gálga sem gnæfði
yfir allt,“ segir hann.
Hægt að ná Æsu
Kjartan Hauksson, kafari og eig-
andi köfunarfyrirtækisins Sjóverks
ehf., segir mögulegt að ná upp hvort
sem er flaki Æsu eða Öðufells. Hann
segir að þrátt fyrir að Öðufell liggi á
helmingi meira dýpi en Æsa, eða 140
metrum, sé gerlegt að ná skipinu upp.
„Fyrirtæki mitt var í samstarfi við
bresku kafarana vegna Æsumálsins.
Það hefur verið ákveðið að við verð-
um með búnað til djúpköfunar hér til
■
■ ■
21. febrúar 1992
Togarinn Krossnes SH
lagðist á hliðina á Hala-
miðum og sökk á örfá-
um mínútum. Fjórir ‘
menn fórust :
en mu *r -w
komust af.
25. júlí 1996
Kúfiskbáturinn Æsa ÍS
lagðist á hliðina og sökk
á örfáum mínútum.
Tveir menn fórust en fjór-
ir komust af.
1. júlí 1997
Kúfiskbátnum Öðufelli
ÞH hvolfdi skyndilega á
beinni siglingu suður
af Langanesi. Þrír
skipverjar komust
af við illan leik.
Kjartan sem aðspurður segir að alltaf
hafi verið mögulegt að ná Æsunni
upp.
Kjartan segir slæmt að biða með
ákvarðanir um að rannsaka skip á
hafsbotni, hvort sem um er að ræða
að ná þeim upp eða rannsaka þau á
staðnum
„Það safnast mikil druila á og í
skipin sem gerir okkur mjög erfitt fyr-
ir. Því fýrr sem teknar era ákvarðan-
ir um það hvað gera skal því auðveld-
ara og ódýrara er að takast á við verk-
efnin,“ segir hann og nefiidi að það
sem stóð mest í vegi fyrir bresku köf-
urunum hafi verið drulla sem þyrlað-
ist upp og huldi mönnum sýn.
Blindköfun
Kjartan vildi ekki gefa upp hver
kostnaður væri við að ná Öðufellinu
af hafsbotni. DV hefur þó heimildir
fyrir þvi að þar sé um að ræða tölu
öðrum hvorum megin við 25 milljónir
króna eða sömu upphæð og blindköf-
un bresku kafaranna og aðrar rann-
sóknir á Æsuslysinu hafa þegar kost-
að.
Það er sama hvemig litið er á mál-
in, rannsóknir sjóslysa á íslandi eru
gersamlega ófúllnægjandi. Þrátt fyrir
góðan vilja einstaklinga innan sjó-
slysanefndar er lítill árangur sjáan-
legur af starfi hennar. Margir hafa
orðið til að gagnrýna framkvæmda-
stjóra nefndarinnar sem þeir segja
ekki valda starfinu. Þar hefúr verið
bent á yfirheyrslur vegna Æsuslyss-
ins en í sjóprófum kemur skýrt fram
hversu pirrað áhöfiiin var á spuming-
um framkvæmdastjórans. Þannig
fengust svör við spumingum um
halla skipsins á einhverjum tíma-
punkti á þann hátt að einn skipverj-
inn sagðist ekki hafa verið með halla-
mál á sér. Eftir að DV benti á hversu
takmarkaðar yfirheyrslumar hefðu
verið þar sem ekki var talað við menn
sem gjörþekktu Æsu verður að segja
sjóslysanefnd til hróss að þá tók
nefhdin við sér og boðaði fyrrverandi
skipstjóra og vélstjóra til yfirheyrslu.
Þeim yfirheyrslum lauk örfáum dög-
um áður en Öðufellið fórst.
Óánægðir nefndarmenn
DV hefur heimildir fyrir því að
sumir núverandi og fyrrverandi
nefndarmanna séu mjög ósáttir við
framkvæmdastjómina og telji rann-
sóknir oft byggðar á lítt ígranduðum
ályktimum fremur en ítarlegum al-
hliða rannsóknum. Hvað varðar
klúðrið í kringum rannsókn Æsu-
málsins þá er vitað að sjóslysanefnd
vildi láta taka skipiö á þurrt og rann-
saka þannig hvað gerst hefði. Þar stóð
samgönguráðherra í vegi þótt hann
heimilaði síðar fjárútlát til breska
leiðangursins.
Áhugasvið ráðherra
Hvaða ástæður hann hafði til þess
skal ósagt látið en einn heimildar-
manna DV segir áhugamál ráðherr-
ans ekki liggja á þessu sviði sam-
göngumálanna. Hans áhugasvið séu
fyrst og fremst samgöngur á landi og
í lofti. Það sé því fyrst og fremst þekk-
ingarskortur og slæmir ráðgjafar sem
valdi því í hvaða farveg málið hafi I
farið.
Ýmislegt bendir til þess að ástæður
þeirra þriggja sjóslysa sem hér hafa
verið nefiid megi rekja til ófullkom-
inna vinnubragða Siglingastoftiunar
við eftirlit eða stöðugleikamælingar.
Þá má vera ljóst að bæði Æsa og Öðu-
fell voru með stöðugleika sem ekki I
stóðst hámarkskröfur, hvað sem gögn >
sýndu. Úr þessu fæst þó varla skorið §
endanlega nema lyfta skipunum af
hafsbotni og mæla að nýju við allar
hugsanlegar aðstæður.