Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Page 51
JE>"V LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997
$fyndbönd » „
Two Faces:
Greindarleg ástarsaga
„Ég hef alltaf haft áhuga á að
fjalla um jákvæðar breytingar og
mögulegan mannlegan þroska, um
einstaklinga sem nýta hæfileika
sína og láta ekki stjórnast af öðru
fólki. Ég er áhugasöm um hvernig
ást og samhygð getur læknað og
frelsað sálina - sleppt henni lausri“.
UPPÁHALDS MYNDBANDIO MITT
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
„Uppáhalds-
kvikmyndin
mín er
mynd sem
sem ég sá í
San
Francisco
fyrir
nokkrum
árum og
heitir Evr-
ópa, Evrópa.
Þetta er
pólsk/þýsk
mynd sem
fjallar um
gyðinga-
dreng í Pól-
landi sem
tekst að
leika á
þýska her-
menn.
Myndin
fékk fjöl-
margar við-
urkenning-
ar í Evrópu
en kom þvi miður ekki til greina
sem besta erlenda myndin við ósk-
arsverðlaunaafhend-
inguna þar
sem Þjóðverj-
ar vildu ekki
samþykkja
hana sem
framlag sitt.
Þetta er ein-
staklega
mannleg og
hugljúf mynd
og vel gerð í
alla staði. Af
myndum sem
ég hef séð ný-
verið þá ber
tékkneska
myndin Kolya
af. Vitaskuld
gæti maður
nefnt fjöl-
margar aðrar
myndir en í
svipinn
standa þessar
tvær upp úr.
Þetta eru
myndir sem
maður kemur betri maður út af að
sýningu lokinni.“
Svo mælir Barbra Streisand, leik-
stjóri og aðalstjarna myndarinnar
The Mirror Has Two Faces, þar sem
rannsóknarefnið er hugmyndir
fólks um fegurð, rómantík og ást, og
hvernig glansímyndir í kvikmynd-
um og auglýsingum í tímaritum,
blöðum og sjónvarpi hafa áhrif á
þær hugmyndir. Gefum handrits-
höfundinum Richard LaGravenese
orðið: „Yfirborðskennd fegurð er
kynferðislega þrungin tálsýn sem
skapar mikil vandamál. Yfir okkur
hellast auglýsingar og kvikmyndir
þar sem ómögulega fullkomið fólk
heyrir undurfagra tóna þegar það
verður hrifið af hverju öðru. Venju-
legt útlit, venjuleg hrifning og
venjulegar tilfinningar virðast ófull-
nægjandi. Er það ekki forvitnilegt
og einkennilegt að meðan fleiri og
fleiri eyða sífellt meiri kröftum í að
vinna með sinn innri mann, er leit-
in að ytri fegurð orðin örvæntingar-
fyllri og ofsalegri en nokkru sinni
fyrr?“
Platónsk ást?
The Mirror Has Two Faces segir
frá ástarsambandi háskólakennar-
anna Rose Morgan og Gregory Lark-
in. Rose Morgan kennir rómantísk-
ar bókmenntir, en hún þráir róman-
tíkina sem vantar í líf hennar.
Gregory Larkin kennir stærðfræði
við sama háskóla. Hann hefur farið
illa út úr ástríðufullum samböndum
og ákveður að leita eftir sambandi,
byggðu á vináttu og virðingu, þar
sem kynlíf er alveg látið vera. Rose
og Gregory hittast og fella hugi sam-
an. Þau stofna til sambands á þeim
nótum sem Gregory hefur leitast eft-
ir, en það reynist flóknara en að
segja það að halda ástríðunum utan
við sambandið. Myndin er byggð á
eldri franskri mynd, Le Miroir a
Deux Faces, eftir leikstjórann
André Cayatte. Barbra Streisand
leikstýrir, framleiðir, leikur aðal-
hlutverkið og semur og flytur titil-
lagið ásamt Bryan Adams. Jeff
Bridges (The Last Picture Show,
Madonna, Antonio Banderas og
Jonathan Pryce.
:í næstu viku kemur hin marglof-
aða mynd
Alans
Parkers,
Evita, út
á mynd-
bandi.
Mynd-
in er
byggð á
söngleik
þeirra
Andrews
Lloyds
Webbers
og Tims
Rice.
Hún fjall-
ar um
lífshlaup Evu Mariu Ibarguren Du-
arte Perón sem var af fátæku fólki
komin en braust til æðstu metorða í
Argentínu og var orðin forsetafrú
aðeins 27 ára gömul. Hún tók þegar
til við að laga það sem henni þótti
aflaga hafa farið í þjóðfélaginu og
aflaði sér gifurlegra vinsælda alþýð-
unnar með því að ausa fé úr opin-
berum sjóðum í byggingu þúsunda
nýrra skóla, sjúkrahúsa og annarra
velferðarstofnana sem allar báru
nafn hennar.
Hún stofnaði einnig kvennahreyf-
ingu Perónista og aflaði konum
kosningaréttar í Argentínu. Með
þessu aflaði hún sér einnig óvildar-
manna úr hópi háttsettra embættis-
manna sem líkaði ekki tangarhald
hennar á þjóðinni.
Huldublómið
Marisa Paredes og Imanol Arias
Spænski leikstjórinn Pedro Alma-
dóvar er
þekktur
fyrir villt-
ar og lit-
ríkar
myndir
með sér-
lega beitt-
um
húmor í
myndum
eins og
Konur á
barmi
taugá-
fafls,
Bittu mig,
elskaðu
mig og Háir hælar sem hafa aflað
honrnn mikifla vinsælda.
Huldublómið fiallar um Leu sem
er ástarsagnahöftmdur sem skrifar
undir dulnefninu Amanda Gris.
Hún er í óhamingjusömu hjóna-
bandi með Paco sem hefur að und-
anförnu hneigst æ meira til áfengis-
drykkju og meðfram þvi gleymt hin-
um rómantísku hliðum hjónabands-
ins.
Þetta háir Leu mjög við skriftim-
ar og einsetur hún sér að ráða bót á
vandamálinu, m.a. með aðstoð rit-
stjórans Angel á dagblaðinu E1 Pais.
Það flækir málin þó dálítið að Ang-
el biður Leu að skrifa harðorða
gagnrýni á skáldskap Amöndu Gris
því bækur hennar fara mikið í taug-
arnar á honum.
Final Justice
Martin Sheen, Patty Duke og Alex-
andra Powers.
Þegar hinn 17 ára gamli Chris til-
kynnir for-
eldrum sín-
um að hann
ætli að
| ganga í her-
inn veldur
það þeim
miklum
vonbrigðum
því þau
höfðu vonað
að hann
myndi
ganga
menntaveg-
inn. Vera
Chris í
hernum varir þó ekki lengi og dag
einn kynnir hann óvænt fyrir for-
eldrum sínum eiginkonu sína,
Dusty, sem er nokkuð eldri en
Chris. Móðir hans, Mary, fær strax
ímugust á Dusty, reynir að tala um
fyrir syni sínum og fá hann til að
leita skilnaðar. Chris neitar og áður
en ár er liðið hafa þau Dusty eignast
dóttur. En gmnur Mary reyndist
réttur og þegar Chris áttar sig loks
á því að Dusty er óhæf móðir og eig-
inkona ákveður hann að skilja við
hana. Dusty verður æf af reiði og
áður en skilnaðurinn er kominn í
gegn er Chris myrtur á hrottalegan
hátt.
Yfirkomin af sorg og reiði hefjast
foreldrar Chris handa við að fá
Dusty sakfellda því þau eru sann-
færð um að hún sé morðinginn.
Thunderbolt And Lightfoot, Hea-
ven’s Gate, Starman, The Fabulous
Baker Boys, The Fisher King) leikur
Gregory Larkin, en meðal annarra
leikara eru nýi Bondinn, Pierce
Brosnan, George Segal, Mimi
Rogers, Brenda Vaccaro, Elle MacP-
herson, Austin Pendleton og Lauren
Bacall.
Fjölhæf listakona
Myndin er sú sextánda á ferli
hinnar fjölhæfu Barbra Streisand.
Hún setti fótinn inn fyrir dyr
skemmtiiðnaðarins með því að
vinna söngkeppni i litlum nætur-
klúbbi og sló í gegn þegar hún náði
i hlutverk Miss Marmelstein í stn-
um fyrsta Broadway-söngleik, I Can
Get It For You Wholesale. Tveimur
árum síðar var hún aðalstjaman í
söngleiknum Funny Girl, sem síðar
varð að hennar fyrstu kvikmynd.
Jafnframt því að syngja og leika á
sviði og í kvikmyndum hefur hún
gefið út fjöldann aflan af hljómplöt-
um og á einar 37 gullplötur og 21
platínuplötu. Engin söngkona hefur
selt fleiri plötur en hún. Eftir að
hafa fengið óskarsverðlaun fyrir
frumraun sina í kvikmyndaheimin-
um, Funny Girl, lék hún í söng-
leikjamyndunum Hello, Dolly! og
On a Clear Day, You Can See For-
ever, og fékk síðan fyrsta hlutverk
sitt í heföbundinni kvikmynd 1 The
Owl And the Pussycat. Eftir What’s
Up Doc? og Up the Sandbox fékk
hún aðra óskarsverðlaunatilnefn-
ingu sina fyrir The Way We Were. í
kjölfarið komu For Pete’s Sake og
Funny Lady. Næsta mynd hennar
var jafnframt frumraun hennar sem
Barbra Streisand er framleiöandi,
leikstjóri og aðalleikkona myndar-
innar The Mirror Has Two Faces.
lramleiðandi, en það var hin vin-
sæla A Star is Bom, sem aflaði
henni jafnframt óskarsverðlauna
fyrir lagið Evergreen. Þá komu The
Main Event og All Night Long og
erum við nú komin inn í níunda
áratuginn. Árið 1984 var fyrsta leik-
stjórnarverk hennar, Yentl, tilnefnd *
til fimm óskarsverðlauna, en ásamt
því að leikstýra framleiddi hún, lék
aðalhlutverkið, samdi tónlist í
henni og söng. Þremur árum síðar
lék hún i Nuts, en 1991 gerði hún
The Prince of Tides og enn hélt hún
á öllum spöðunum sem leikstjóri,
framleiðandi og aðalleikkona. Eftir
fimm ára biö eftir næsta verki
hennar kom The Mirror Has Two
Faces loks í kvikmyndahús í fyrra
og kemur nú út á myndbandi i
næstu viku. PJ <