Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Síða 60
Fjórfaldur
i. vinningur
jjyrír kl.2o:2o cTTWíl^urtltiy
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Eldur í Breka VE:
Áhöfnin í
mikilli hættu
„Þaö er alveg ljóst að áhöfnin var
■í mikiUi hættu. Ef skipverjar hefðu
ekki náð tökum á eldinum strax
hefði getað farið mjög illa. Þeir
náðu hins vegar fljótt að kæfa eld-
inn með því að loka vélarrýminu.
Þeir telja að olíurör hafi farið í
sundur, olían spýst á vélina og
þannig kviknað í,“ segir Kristján
Helgason, skipstjóri á Sigli SI, sem
kom fyrstur til hjálpar þegar eldur
kom upp í Breka VE í gærmorgun.
Óhappið varð um 120 sjómílur suð-
vestur af Reykjanesi.
Skipið sendi út neyðarkall klukk-
an 9.50 í gærmorgun. Þá voru skip
og þyrlur sendar til aðstoðar. 25
mínútum síðar tilkynnti skipstjóri
Breka að áhöfnin hefði slökkt eld-
inn. Hann kom upp í vélarrými
skipsins og var mikill reykur um
borð. 17 manna áhöfn skipsins slapp
öll ómeidd.
í gærkvöld var Siglir að draga
Breka til hafnar. -RR
Flutt fyrir Georg:
Tæplega aðgerðir
í kjölfar fréttar DV í gær um ein-
kennisklædda lögreglumenn sem
stóðu í búslóðarflutn-
jngum fyrir settan
lögreglustjóra, Georg
Kr. Lárusson, hefúr
heyrst að hann hafi
boðist til að láta færa
sig í embætti í kjöl-
far málsins.
Þorsteinn Pálsson
dómsmálaráðherra
veit ekki til þess.
„Slíkt erindi hefur ekki komið til
min,“ segir hann.
Aðspurður hvort hann teldi ástæðu
til aðgerða af hálfu ráðuneytisins
sagði hann: „Nei, það efast ég um. Ég
get bara ekkert um það sagt.“ -sf
Þorsteinn
Páisson.
Bílheimar ehf
S. 525 9000
FÆCiT bA
SENPI3ÍLL MBÐ
SLÁUM LJÓSUM?
Heimsókn forseta íslands til Lettlands lauk í gær. Hér má sjá forsetann í þjóðlegum dansi Letta ásamt Halldóri Ásgrímssyni utanrikisráðherra. Forsetahjón-
in halda áleiðis til Litháen í dag. DV-mynd GTK
Stórfelld brot á skatta-
lögum og fjárdráttur
Eiríkur B. Böðvarsson fram-
kvæmdastjóri hefur verið dæmdur í
níu mánaða skilorðsbundið fangelsi
fyrir stórfelld brot á skattalögum,
fjárdrátt og skilasvik. Dómurinn
var kveðinn upp í Héraðsdómi Vest-
fjarða.
Ákærði framdi brot sín í rekstri
Niðursuðuverksmiðjunnar hf. á
ísafirði, sem úrskurðuð var gjald-
þrota í október 1992. Þá framdi
hann einnig brot í rekstri Útgerð-
arfélagsins Iðunnar ehf. á ísafirði,
sem úrskurðað var gjaldþrota í
október 1996. Ákærði er dæmdur
fyrir fjárdrátt, með því að hafa sem
framkvæmdastjóri Niðursuðuverk-
smiðjunnar, á árunum 1990 og 1991,
dregið félaginu og notað í rekstur
þess fé sem haldið hafði verið eftir
við útborgun launa til starfsmanna
til greiðslu þeirra til lífeyrissjóða.
Um er að ræða samtals rúmlega 2,7
milljónir króna. Þá er ákærði
dæmdur fyrir tugmilljóna skila-
svik.
Ákærði skuldum vafinn
í niðurstöðu dómsins segir að
ákærði lagði sitt af mörkum til að
brot hans yrðu upplýst. Einnig
gerði ákærði sér far um að bæta úr
skaðlegum afleiðingum brotanna,
m.a. með margra milljóna króna
greiðslum eftir gjaldþrot Niður-
suðuverksmiðjunnar. Það er vegna
ábyrgða, sem ákærði hafði tekist á
hendur fyrir hlutafélagið, og skila
á vangoldnum vörslusköttum
tengdum rekstri Útgerðarfélagsins
Iðunnar eftir gjaldþrot þess. Loks
lítur dómurinn á það að ákærði er
enn í dag skuldum vafinn vegna
framangreindra ábyrgða.
Ákærði er dæmdur í níu mán-
aða skilorðsbundið fangelsi. í
dómsorðum segir að fresta skuli
fullnustu refsingar og hún niður
falla að tveimur árum liðnum frá
dómsbirtingu haldi ákærði al-
mennt skilorð almennra hegning-
arlaga. Ákærði skal greiða allan
sakarkostnað, þar með talin sak-
sóknarlaun 100 þúsund krónur og
málsvamarlaun 150 þúsund. Jónas
Jóhannsson héraðsdómari kvað
upp dóminn. -RR
Móðirin fær
drengina
Dómur í undirrétti í bænum
Skive í Danmörku úrskurðaði í
gær að islensk móðir fengi tvo
syni sína, 3ja og 7 ára, afhenta.
Drengimir hafa verið í Dan-
mörku hjá föður sínum sem
einnig er íslenskur. Faðirinn fór
með drengina úr landi 3. mars sl.
án samþykkis móðurinnar.
„Það hefúr náðst dómsátt í
málinu. Foreldrarnir hafa báðir
forsjá yfir börnunum. Þetta mál
fjallar eingöngu um afhendingu á
böraunum. Faðirinn fór með
bömin ólöglega úr landi. Móðirin
má sækja bömin nk. föstudag.
Hún er undirbúa för sina til Dan-
mörku til að ná í börnin og koma
með þau aftur heim til íslands.
Þetta mál hefúr tekið óratíma í
danska dómskerfinu," segir Ósk-
ar Thorarensen, lögmaður móð-
urinnar. -RR
Veðrið á morgun: Veður á mánudag:
Hæg vestlæg átt
Á morgun er spáð fremur hægri vestlægri átt. Sums staðar verða skúr-
ir vestan til en viða léttskýjað á Suðaustur- og Austurlandi. Hiti verður
6 til 15 stig, hlýjast suðaustanlands.
Hlýjast sunnan til
Spáin á mánudag er hæg norðlæg átt. Yfirleitt verður léttskýjað en
hætt við síðdegisskúrum. Hiti verður 4 til 14 stig, hlýjast sunnan til.
Veðrið í dag er á bls. 65.