Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Side 30
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 JL>"V Ekki bætti þaö úr skák að sá sem ekið hafði hinum bílnum neit- aði að borga nokkrar bætur og tryggingafélag hans taldi sig ekki bótaskylt heldur. Loks bættist það við að hið opinbera taldi sig held- ur ekki bótaskylt. Allt olli þetta miklu álagi á ijölskylduna og inn- an tíðar voru rifrildi þeirra Rosa- linde og Erichs orðin tíð. Ásakanir Ættingjar og vinir áttuðu sig ekki strax á því sem var að gerast á heimili hjónanna. Margt fólk lenti í óhöppum án þess að það eyðilegði heimilislíf þess og því komu rifrildin nokkuð á óvart. En svo fór að kvisast út hvað það var sem olli hinu mikla ósætti. Vissu- lega kom áreksturinn við sögu en það sem bjó raunverulega að baki var sú skoðun Rosalinde að maður hennar gerði sér upp veikindin. Ekkert gengi að honum sem rétt- lætti að hann hætti að vinna. Rosalinde sagði með öðrum orð- um að maður hennar væri ósann- indamaður og beitti blekkingum. Hann þættist þjáður en væri það ekki. Hann væri að koma sér und- an vinnu og vildi lifa á tekjum konu sinnar. Hún talaði um þetta í tíma og ótíma við ættingja og vini og loks var svo komið að það leið varla dagur án þess að einhver yrði vitni að rifrildi Hackl-hjón- anna. Nýkomin úr erfidrykkju Daginn sem atburðurinn voða- legi gerðist höfðu þau Rosalinde og Erich Hackl verið við jarðarfór. Einn nágranni þeirra í þorpinu Södingberg í austurrisku Ölpunum hafði látist og þau hjónin höfðu fylgt honum til grafar. Á eftir var haldin erfidrykkja og Hackl-hjónin voru meðal þeirra sem sóttu hana. Engir hinna viðstöddu segjast hafa orðið varir við neitt óvenju- legt í fari þeirra við útförina eða erfidrykkjuna. Einn viðstaddra lét þó þau orð falla að hann hefði ekki einu sinni séð þau atyrða hvort annað. Það segir á sinn hátt nokkuð um við- brögð þorpsbúa við þeim sögum sem gengu um ósætti hjónanna. En sá sem komst þannig að orði bætti því þó við að það hefði í sjálfu sér verið skiljanlegt að þau hefðu hald- ið friðinn þessa stund þvi tilefnið hefði verið of alvarlegt til þess að fólk færi að rífast. Jarðsett viku síðar Erfidrykkjunni lauk um þrjúleytið síðdegis. Þá héldu Hackl-hjónin heimleiðis og er talið að þangað hafi þau verið komin stundarfjórðungi síðar. Um hálf- fimmleytið hringdi Rosalinde til tengdamóður sinnar, Önnu, en henni var þá ekki ljóst að þau hjón væru komin heim og þess vegna var Johan litli enn hjá henni. Málið vakti að sjálfsögðu mikla athygli, enda Södingberg ekki mannmargt og þar þekkjast flestir. Fáeinum dögum eftir atburðinn þótti ljóst að ekki yrði komist lengra i rannsókninni og var henni þá sagt lokið. Viku eftir atburðinn var gerð út- för þeirra Hackl-hjóna. Kistumar voru að sjálfsögðu tvær. í annarri lá hinn myrti, Erich, en í hinni sú sem hafði svipt hann lífi, Rosa- linde. Flestir íbúa Södingberg voru viðstaddir. Einn var þó sorg- mæddastm- allra, Johan litli, sem gekk á eftir kistum foreldra sinna. Anna og Johan. og rannsókn leiddi í ljós að hún hafði rétt fyrir sér. Tengdadóttirin, Rosalinde, hafði myrt mann sinn, Erich, en síðan framið sjálfsvíg. Hún hafði byrjað á þvl að skjóta hann i bakið, en svo í brjóstið. Þegar hún hafði hleypt af öllum skotunum í byssunni, alls tíu, hafði hún farið niður i kjallara og hlaðið hana á nýjan leik. Næstu Erich. fimm skotum hafði hún skotið í höfuð manns síns, sem þá var tal- inn hafa verið orðinn meðvitund- arlaus. Síðan hafði hún gengið nið- ur stigann, niður í anddyrið, að litlu símaborði sem þar var. Þaðan hafði hún hringt í tengdamóður sína. Síðan hafði hún svipt sig lífi á þann hátt sem aðkoman bar vitni um. Árekstur í raun tókst aldrei að upplýsa nákvæmlega hvað leiddi til morðs- ins og sjálfsvígsins þennan dag en engu að síður voru að því leiddar líkur. Og fáir hafa dregið í efa að sú kenning sé rétt því hjónabandið hafði verið afar slæmt um alllang- an tíma. Rosalinde hafði ekki dregið á það dul, hvorki innan fjölskyld- unnar né vinahóps síns, að hún var farin að hafa hina mestu fyrir- litingu á manni sínum, Erich, en hann var tveimur árum eldri en hún. Ástæðan var eftirleikur áreksturs sem þau hjónin höfðu lent í ásamt Johan litla. Rosalinde og Johan höfðu sloppið að mestu ómeidd úr bílnum en aðra sögu var að segja af Erich. Hann hafði fengið bakáverka, þannig að taug hafði klemmst milli hryggjarliða, en það olli svo miklum sársauka að hann varð stundum næstum þvi ófær um að hreyfa sig. Hann hafði smíðað listmuni en gat nú ekki lengur setið viö smíðamar og varð að hætta að vinna. „Komdu, vinur," sagði Anna Hackl við sonarson sinn, hinn fimm ára gamla Johan. „Hún mamma þín var að hringja. Við skulum sjá hvað er um að vera.“ Það var með miklum beyg sem hin sextíu og þriggja ára Anna tók í hönd Johans litla og gekk með hann út úr húsinu. Hún leiddi hann út í garðinn, yfir hann og að dyrum næsta húss. Þaðan hafði tengdadóttir hennar og móðir Jo- hans hringt rétt áður. Það leyndi sér heldur ekki að beyg hafði sett að drengnum. Hann hafði ekki heyrt það sem sagt var í símann en hafði séð svipinn á ömmu sinni og gert sér grein fyrir því að fréttin gat vart verið af hinu góða. Á leiðinni yfir garðinn leiddi Anna Hackl hugann að orðum tengdadóttur sinnar í símann: „Nú er öllu lokið. Ef þú trúir mér ekki skaltu koma og sjá það með eigin augum. Taktu bara drenginn með.“ Ægileg aðkoma Þetta hafði Rosalinde Hackl, tengdadóttir Önnu, sagt. En orðin „taktu bara drenginn með“ gátu þó, fannst Önnu, vart táknað ann- að en ástandið væri ekki eins slæmt og ráða mátti af hinu sem Rosalinde hafði sagt. Engu að síð- ur hikaði Anna áður en hún gekk með sonarson sinn upp tröppumar að húsinu. Dyrnar voru hálfopnar og lykill í skránni. En að innan heyrðist ekki minnsta hljóð. Hægt og rólega gengu konan og drengurinn að dyrunum. Síðan ýtti Anna hurðinni varlega til hliðar uns dyrnar stóðu galopnar. Sýnin sem blasti við þeim var skelfilegri en hana hefði nokkm sinni rennt grun í. í nokkur augnablik var Anna sem lömuð. Á miðju gólfinu í and- dyrinu lá Rosalinde Hackl, hin þrjátiu og fjögurra ára gamla móð- ir Johans, í hnipri í blóði sínu. Augun voru líflaus og starandi. Blóð rann enn úr fimm skotsárum á brjósti og maga. Um hríð fannst Önnu sem hún væri að missa jafnvægið. Það var sem allt sem hún sá ætlaði að hringsnúast fyrir augum hennar. Svo kom yfir hana eins konar Frá útför Hackl-hjóna. Rosalinde og Erich á brúðkaupsdaginn. leiðsluástand og hún gekk að líki tengdadótturinnar. í hendi hennar var markskammbyssa Erichs, son- ar Önnu. En hvar gat hann verið? hugsaði hún. Önnur Ijót aðkoma Skyndilega fannst Önnu hún heyra bamsgrát úr fjarlægð, en það leið nokkur stund áður en hún komst nægilega vel til sjálfrar sín mínúturnar var það versta sem hún hefði getað hugsað sér. Það var sem leiðsluástandið rynni af henni og hún færi að skynja veru- leikann og þau áhrif sem hann hafði á hana og litla drenginn. Jafnframt áttaði hún sig á því sem hlaut að hafa gerst. Þegar lögreglan kom var Anna viðtalshæf, en gat þó vart hugsað rökrétt. Hún sagði hins vegar að hún þættist vita hvað hefði gerst til að átta sig á að það var sonar- sonur hennar, Johan, sem grét. Hann virtist alveg óhuggandi þar sem hann stóð yfir líkinu af móður sinni. Anna reyndi að taka sér taki. Svo fannst henni hún verða að fara um húsið. Hún tók í hönd Johans litla og gekk að næstu hurð. Svo illa var Anna á sig komin að henni kom ekki til hugar að hringja á hjálp. Þess í stað gekk hún milli herbergja á neðri hæð þessa tvi- lyfta húss, en hvergi var neitt óvenjulegt að sjá. Þá gekk hún, enn með drenginn sér við hlið, að stig- anum upp á efri hæðina til að halda áfram leit sinni. Þegar hún opnaði dyrnar að barnaherberginu á efri hæðinni varð hún enn á ný fyrir miklu áfalli, sem og drengurinn. Á gólf- inu lá sonur hennar, Erich, faðir Johans. Hann hafði verið skotinn tíu skotum. Ein kúlan hafði hæft hann í brjóstið, fjórar hafði hann fengið í bakið en fimm höfðu hæft hann í andlitið. Það var með öllu óþekkjanlegt. Anna bar aðeins kennsl á son sinn af fötunum og hækjunum sem lágu við hlið hans. Áttaði sig Önnu var ljóst á þessari stundu að það sem fyrir augu hennar og Johans litla hafði borið síðustu 30 %ikamál „Nú er öllu lokið"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.