Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Síða 30
30 ^ákarkafíi LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 IjV Adalsteinn Ingólfsson listfrœöing- ur hefur gefiö út seinna bindi œvi- sögu Sigurjóns Ólafssonar mynd- höggvara; hiö fyrra kom út á síöasta ári. Hér rekur hann fjölbreyttan fer- il Sigurjóns frá því hann sneri heim 1945 og til dauöadags 1982. Fjallaö er um helstu liststefnur aldarinnar, þróun í list Sigurjóns og framlag hans til höggmyndalistar samtímans metiö. Einnig er sýnt hvernig einka- líf listamannsins hafði áhrif á list- sköpun hans. Myndskreytt heildar- skrá er yfir öll verk Sigurjóns í verk- inu og er hann fyrsti íslenski lista- maöurinn sem fœr verk sín skráö á þennan hátt. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar gefur bókina út og rit- stjóri er Birgitta Spur. í upphafi gefur Aöalsteinn yfirlit yfir Danmerkurár Sigurjóns. Frægur maður í Danmörku Þegar friður komst á í Danmörku þann 5. maí 1945 hafði Sigurjón búið í landinu i tæp sautján ár, að und- anskildu árinu sem hann dvaldi í Róm (1931-32). Á árunum 1929 til 1938 gisti hann ísland fjórum sinn- um, bæði til að vinna fyrir sér og sýna Tove konu sinni landið. Framan af dvöl sinni í Danmörku virðist Sigurjón ekki hafa haft nein áform um að snúa heim. Að minnsta kosti er engar yfirlýsingar þar að lútandi að finna í bréfum hans. Enda gekk honum allt í hag- inn meðal danskra. Ailt frá þvi Sig- urjón hlaut gullmedalíu Akademís- ins árið 1930, aðeins 22 ára gamall, hafði orðstír hans vaxiö svo hratt að sumum dönskum starfsbræðrum hans þótti nóg um. Gullmedalíunni fylgdi ríflegur styrkur til áðurnefndrar Rómar- dvalar, þrír veglegir styrkir féllu í hlut Sigurjóns árið 1933, árið eftir fékk hann aftur styrk og við út- skriftina úr Akademíinu 1935 fékk hann verðlaun skólans fyrir bestu íþróttamyndina. Árið 1937 unnu Sigurjón og tveir félagar hans sam- keppni um minnismerki um H. C. Andersen og tveimur árum seinna hlaut hann einhver eftirsóttustu myndlistarverðlaun Dana, Eckers- berg-peninginn, fyrir portrettið sem hann gerði af móður sinni. Afsteyp- ur af portrettinu seldi hann þegar til listasafna og einstaklinga og nægðu tekjurnar honum og fjöl- skyldu hans til uppihalds í heilt ár. Þar að auki var Sigurjón einn af fáum myndlistarmönnum sinnar kynslóðar í Danmörku sem ekki þurfti að hafa verulegar áhyggjur af afkomu sinni, því um árabil vann hann fyrir sér sem aðstoðarmaður myndhöggvarans Utzons-Frank við viðgerðir og uppsetningu mynd- verka. Frá og með 1930 og til stríðsloka tók Sigurjón þátt i einni eða fleiri sýningum á hverju ári í Danmörku, og vöktu verk hans iðulega sterk viðbrögð meðal sýningargesta og gagnrýnenda. Þau urðu eins konar samnefnari fyrir hina „módemísku afskræmingu" veruleikans í augum dönsku dagblaðanna, og voru vin- sælt efni skopteiknara. Þegar dönsk blöð frá árunum 1935-45 eru skoðuð virðist aðeins tvennt í myndlistinni fara fyrir brjóstið á íhaldssömum listunnendum þar í landi, súrreal- isminn og verk Sigurjóns Ólafsson- ar (Venus 1935, Maður og kona, 1939, Vejle-myndirnar, 1941^44), sem segir sitt um stöðu hans í dönsku listalífi. Þess á milli tóku blöðin við- töl við gullmedalíuhafann Olafsson af ýmsu tilefni, sögðu fréttir af brúðkaupi hans og Tove Thomasen, starfssystur hans á Akademíinu, eða heimsóttu myndhöggvarahjónin geðþekku á vinnustofu þeirra í Ný- höfninni. Ballskák og lautarferðir Árið 1939 er sennilega eins konar „annus mirabilis“ á listferli Sigur- jóns. Það ár gerir hann fjórar mynd- ir sem marka honum algjöra sér- stöðu meðal danskra nútíma mynd- höggvara, Drekann (týnd), Fjöl- skylduna (FAO, Róm), Konu (Lou- isiana) og Mann og konu (Nord- jyllands Kunstmuseum), auk þess sem hann sýnir tvö portrett frá 1938 sem þykja bera af öllum slíkum í Portrett af Olafi Sigurjónssyni, 1955, granít. Danmörku hvað vinnubrögð og inn- sæi snertir, myndina af Guðrúnu móður sinni og Johannes C. Bjerg myndhöggvara. Myndin af móður- inni fékk mjög jákvæða dóma þegar hún var fyrst sýnd á Granningen og Otto Gelsted, sem skrifaði um myndlist fyrir Arbejderbladet, telur myndina af Bjerg vera markverð- asta verkið á Kunstnernes Eft- erársudstilling á Den Frie. Annar gagnrýnandi tekur undir þetta og lýsir því yfir að Sigurjón „horer im- idlertid snart til Klassikerne". Ónefndur gagnrýnandi bætir um betur tveimur árum seinna og hrós- ar Sigurjóni fyrir framlag sitt til Kunstnernes Efterársudstilling 1941, segir hann það benda til þess að hann sé „virkelig ... en af de udvalgte". Sigurjón var alla tíð mikil félags- vera og eignaðist fljótlega stóran hóp danskra vina af öllum stéttum. Hann lyfti glasi með aðstoðarmönn- unum við Akademíið, sem dáðust að verklagni hans og atorku - „Siggi getur allt“ sagði einn þeirra seinna um hann - lék ballskák við sjóara á knæpum í Nýhöfn og sótti sellu- fundi og gufuböð með vísindamann- inum og erkikommúnistanum Jo- hannes Glavind. En Sigurjón fór líka í lautarferðir með góðborgur- um á borð við Krabbe-fjölskylduna, var hrókur alls fagnaðar á góðum stundum með starfsbræðrum sínum og var í vinfengi við nokkra helstu rithöfunda og menningarvita Dana, til dæmis Hans Kirk, Hans Scherfig, Jens August Schade, að ógleymdum Otto Gelsted, sem ævinlega sýndi hinum unga íslendingi sérstaka ræktarsemi. En þrátt fyrir jákvætt andrúms- loftið í Danmörku, velgengnina og gott samband þeirra Tove, blossaði heimþráin upp í Sigurjóni með reglulegu millibili. Rétt fyrir stríö var hann meira að segja kominn á fremsta hlunn með að pakka saman og flytja heim fyrir fullt og allt, en Tove var því mótfallin þar sem þau hjónin stóðu í þakkarskuld við danska vini sína. í framhaldinu virðast þau sættast á lengri dvöl í Danmörku, því árið 1940 hefur góð- kunningi þeirra, Finn Juhl arkitekt, teiknað fyrir þau íbúðarhús með tveimur áiostum vinnustofum. Að hluta til var þarna um að ræða hina „römmu taug“ hins fjar- stadda íslendings, eða eins og kem- ur fram í viðtali sem Valtýr Stefáns- son tók við Sigurjón rétt eftir að hann kom heim: „Úr þvi að hann sje meðal íslenzkra listamanna kunni hann ekki við að hafa ekki méira samband við landið og þjóðina en hann hefir haft, helming æfi sinn- ar“. Annað kom einnig til, nefhilega uppsöfnuð gremja Sigurjóns vegna þess tvískinnungs sem oft gætti í af- stöðu Dana til þjóðemis hans, tví- skinnungs sem enn gætir meðal fræðimanna um danska myndlistar- sögu á árunum milli stríða. Þegar best lét höfðu Danir ekkert á móti því að eigna sér hann og þakka sér velgengni hans, en þegar kom að kaupum á listaverkum fyrir opinberar stofnanir, opinberam list- sýningum og ýmiss konar styrkveit-, ingum, kom fyrir að Sigurjón var sniðgenginn sem „útlendingur". Oft- ar en ekki virtist hentisemi sjóð- stjóma ráða hvorum megin hryggj- ar hann lenti. Ny Carlsberg-sjóður- inn, einn sá stærsti sinnar tegundar í Danmörku, keypti aldrei verk af Sigurjóni meðan hann bjó í landinu,. á þeim forsendum að hann væri ekki danskur ríkisborgari. Þótti Sig- urjóni það sérstaklega önugt, ekki síst vegna þess að í forsvari fyrir sjóðnum var maður af íslenskum ættum, Ussing að nafni. Tók þessi „útilokunarstefna" Dana stundum á sig fáránlega mynd. Til að mynda

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.