Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Page 39

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Page 39
LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 Anna íslandsmót kvenna í tvímenn- ingskeppni var spilað sl. helgi í Bridgehöllinni við Þönglabakka. Anna og Guðrún tóku snemma for- ystu í mótinu en uggðu ekki að sér og höfðu nær misst titilinn í hendur Bryndísar og Guðrúnar en þær átta mjög góða skor í síðustu umferð- inni. Röð og stig efstu kvenna var ann- ars eftirfarandi: 1. Anna Ivarsdóttir -Guðrún Óskarsdóttir 95 2. Bryndís Þorsteinsdóttir -Guðrún Jóhannesdóttir 92 3. Hjördís Sigurjónsdóttir -Ragnheiður Nielsen 73 4. Ragnheiður Haraldsdóttir -Una Sveinsdóttir 63 5. Gunnlaug Einarsdóttir -Stefanía Skarphéðinsdóttir 41 Nokkuð góð þátttaka var miðað Ekki nóy að eiga grafreit Á meðan Madonna stóð í húsnæðisbraski í London, dundaði leik- og söngkonan Cher að svipuðu braski - en þó aðeins annars eðlis. Hún var í París, þeirri þéttbyggðu borg, á dögunum í leit að landi. Nú, lcindið fann hún og keypti fyr- ir skiptimynt, alls krónur 220 þúsund en á þessu landi ætlar Cher að láta jarða sig þegar þar að kemur. Ekki svo að skilja að skikinn sé einhvers staðar i miðri París þar sem gröfin myndi liggja fyrir hunda- og manna fótum, heldur er hann í Pere Lachaise kirkjugarðin- um og rétt hjá grafreitnum þar sem átrúnaöargoð stjörn- unnar, Edith Piaf og Jim Morrison (úr Doors), hvíla. Upphaflega var meiningin hjá Cher að láta jarða sig í Palm Springs í Kalifomíu, við hlið fyrrverandi eiginmanns síns, Sonny Bono sem söng með henni í hinum fræga hippaáradúett Sonny & Cher og lést í skíðaslysi i fyrra. En hún skipti um skoðun þegar hún fór til Parísar og heillað- ist algerlega af þessum kirkju- garði. Ekki svo að skilja að það hafi verið einfalt mál að taka ákvörðun um að láta jarða sig í París, vegna þess að til þess að fá leyfi til þess þarf fólk að vera búsett i borginni. Tals- maður kirkjugarðsins sagði í viðtali á dögunum: „Það er mjög áríðandi að fara alger- lega að settum reglum. Til þess að fá greftrun hér, verður fólk að búa í Paris, eða eiga þar lögheimili þar, eins og Jim Morrison." íslandsmót kvenna í tvímenningi 1999: Guðrún íslandsmeistarar við það sem áður var en átján pör mættu til leiks. Aðspurðar um frammistöðu sína þá töldu þær stöllur að andstæðing- ar þeirra hefðu átt stóran þátt i vel- gengi þeirra en slíkt er gjarnar við- kvæði þeirra sem sigra í tvímenn- ingskeppni. Þær náðu þó að klifra upp í alslemmu í spilinu í dag og alslemma gefur að jafnaði góða skór. Svo var einnig núna. N/AUir * G85 ** 653 * 8642 * 1082 * Á10762 * 10 ♦ K10 * ÁKG74 * 93 * DG874 * D5 * D963 * KD4 * ÁK92 * ÁG973 * 5 Með Önnu og Guðrúnu í a-v, þá gengu sagnir á þessa leið: Noröur Austur Suður Vestur pass 1 * pass 2 ♦ pass 3 * pass 3 * pass 3 G pass 4 + pass 4 G pass 5* pass 5 ♦ pass 6* pass 7 * allir pass Anna og Guðrún spila Standard- kerfi þar sem tveir yfir einum er geimkrafa. Fyrstu sagnir eru eðli- legar og þrjú grönd lýsa mildum slemmuáhuga. Fjögur grönd eru síð- an RKC-Blackwood og fimm lauf segja frá þremur KC. Fimm tíglar spyrja síðan um trompdrottningu. Ágætis sagnröö og ekkert gat ógn- að alslemmunni nema trompgosinn fjórði i suður. Stefán Guðjohnsen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.