Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Qupperneq 48
■56 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 JD'V’ Tónlist sem kveikir líf í kroppnum íslenska hljómsveitin Six Pack Latino sérhæfir sig í suður-amerískri tónlist og hefur sent frá ' sér disk sem losar um liðamótaskrúfurnar, örv- ar mýktina og lætur mjaðmirnar sveiflast Björt mey og mambó er heitið á nýjum geisladiski frá „Six Pack Latino", islenskri hljómsveit sem hefur á seinustu misserum sérhæft sig í nautnatónlist Suður-Ameríku. Hljómsveitina skipa þau Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari, Jó- hanna V. Þórhallsdóttir söngkona, " Páll Torfi Önundarson gítarleikari, Tómas R. Einarsson, sem leikur á kontrabassa, Þorbjöm Magnússon, sem leikur á bongótrommur og kongatrommur, og Þórdís Claessen sem leikur á djembee, guiro hristur, bjöllur, slagverk og fleira. Á diskinum er gömul og ný suð- ur-amerísk tónlist auk nokkurra laga sem samin eru af Tómasi R. og Páli Torfa og hafa alveg sömu lið- mjúku taktana og sú suður-amer- íska sjálf. Það er því ekki ólíklegt að r diskinum verði vel tekið af landan- um sem hefur verið nokkuð að hall- ast undir þessa tegund af tónlist upp á síðkastið og varla verður nokkur maður fyrir vonbrigðum. Hún er hreint ekki leiðinleg enda fyrirtæk- ið tU þess stofnað að valda ekki leið- indum," eins og þau Tómas og Jó- hanna segja þegar DV hefur sam- band við þau til að fá upplýsingar um þennan nýja disk. Kippa Latino gekk ekki En hvaðan kemur nafnið Six Pack Latino? „Nafnið fæddist í einhverjum gálgahúmor á æfingu," segir Tómas. „við þurftum að gefa okkur nafn og vínkaupmaðurinn Þorbjörn kom með kippu á æfingu. Við vorum með þessa kippu og að spila latin- tónlist og umræðan spannst í kring- um það. „Kippa Latino“ gekk ekki svo þetta varð blanda af ensku og latino." Hljómsveitin hefur starfað í tæp- lega eitt og hálft ár og segir Jó- hanna samstarfið hafa byrjað með plötunni hennar „Flauelsmjúkar hendur". Síðan var það haustið ‘98 að þau „kippufólkið", eins og hún orðaði það, kom saman og horfði i fjóra tíma á þætti sem Harry Belafonte gerði um kubanska tónlist og það varð ekki aftur snúið. „Það voru þessir þættir sem kveiktu í okkur,“ segir hún. „í framhaldi af því fórum við að hlusta á þessa gömlu Kúbani sem eru svo vinsælir um allar koppa- grundir," segir Tómas. „Þeir eru á áttræðis- og níræðisaldri og alveg lausir við rafmagns- og poppáhrif. Þessir gömlu karlar nálgast þetta meira beint. Þetta voru menn eins og píanistinn Ruben Gonzales, Compay Segundo og Ibrahim Ferrer og fleiri sem blésu okkur inn áhrif- in. Hins vegar erum við íslendingar og helmingi yngri en þessir menn og útkoman hlaut að verða öðruvísi en hjá þeim.“ Þráin sú sama Hvernig gengur þessi tónlist í landann? „íslendingar virðast vera ótrú- lega veikir fyrir henni. Hún kveikir eitthvert líf inni í kroppnum á mönnum, kveikir eitthvað sem þá langar til að gera.“ „íslendingar eru aðeins að liðkast," bætir Jóhanna við. „Þessi tónlist hefur þau áhrif að fólk fer að dansa. Það situr ekki kyrrt. Við höf- um ekki ennþá séð fólk sitja kyrrt í heilt kvöld þegar við höfum verið að spila. Það fer að vagga sér mjúklega í sætunum og göngulagið verður allt miklu léttara og meiri sveifla í því.“ „í þessum suður-amerisku lönd- um er fólki eðlilegt að vagga sér i mjöðmunum," segir Tómas. Sögu- lega séð erum við hins vegar alltaf að klofa skafla á veturna og stund- andi þúfnagöngulagið á sumrin. Við höfum, svona líkamlega séð, ekki sömu forsendur til líkamssveiflunn- ar - hins vegar er þráin sú sama. Önnur og nærtækari skýring er sú að á Kúbu og í Brasilíu eiga menn trommurnar sem forfeður þeirra komu með frá Afríku en okk- ar tónlistariðkun náði hæst í að baula í fimmundum. Sú tónlist er annars eðlis og síðra að dansa eftir henni.“ Blanda af mýkt og krafti En er hún ekki okkar tónlistar- arfleifð? „Hún er svo langt fyrir aftan okk- ur. Sigvaldi Kaldalóns er miklu fremur arfleifð okkar en Jón Leifs. Jón er síðari tíma uppfinning. Það má eiginlega segja að Bítlamir og Rolling Stones séu okkar arfleifð, ef eitthvað er. Annars er þessi latino- tónlist alþjóðleg þótt hún eigi upp- tök sín í Karíbahafinu." Það vekur athygli að tónlistin á diskinum er mýktin meira áberandi en sveiflan. „Við reyndum að blanda saman mýkt og krafti," svarar Jóhanna. „Það er helst kraftur og gleði sem sameinar þessa suðrænu sveiflu og svo er hrópað og kallað. Á yfirborð- inu virðist þetta kannski kæruleys- isleg tónlist en það er ekkert kæru- leysislegt við flutning hennar.“ Tómas: „Ég var einmitt i gær- kvöldi að lesa um það þegar Stra- vinsky kom til Havana á 4. áratugn- um. Hann var mjög upptekinn af ryþma og byrjaði strax að nótera niður rythmann sem hann heyrði - en hann varð að leggja frá sér blað- ið og játa sig sigraðan. Hann náði ekki þessum rythma sem þeir voru að spila á trumburnar. Það er ekkert einfalt mál að spila þessa tónlist þótt hún hljómi ein- fóld.“ Jóhanna syngur lögin á plötunni silkimjúkri röddu og virkar viðs- fjarri þeirri djúpu og dimmu tækni sem einkenndi hana fyrir ekkert svo mörgum árum en hún er jú lærð óperusöngkona. En er bara einfalt mál að stökkva á milli þess- ara söngstíla? „Ég nota það sem ég hef lært meira ómeðvitað en meðvitað," svarar Jóhanna, „en það er meiri slökun í þessari tæknihugsun. Mér finnst það framfor hjá mér að ég hugsa ekki um það lengur hvort ég er að syngja klassík eða eitthvað annað. Ég er bara að syngja - meira af tilfinningu en tæknihugsun." Höfum tekið við nýjum straumum alla öldina Six Pack Latino-sveitin hefur leikið á tónleikum og böllum nokk- uð víða. Fram að jólum verður því haldið áfram og verður m.a. suður- amerískt sveifluball í KafFileikhús- inu 18. desember. Haldið þið að þessi tónlist eigi eft- ir að veita nýjum straumum inn í tónlistarlíf okkar? „Tónlistarlíf okkar hefur verið að taka við nýjum straumum alla öld- ina. Við getum nefnt sving og tvist sem dæmi. Latino-tónlistin er búin að ryðja sér til rúms um allan heim vegna þess að fólk hugsar ekki tón- list í landamærum, sem betur fer,“ segja þau Tómas og Jóhanna. „Þetta með að rækta bara eigin garð eða nýta bara sína garðyrkju- menn er deila sem hefur átt sér stað alla öldina. En áhrif erlendis frá hefur alltaf auðgað íslenskt menn- ingarlíf þegar upp er staðið." sús
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.