Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Síða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Síða 53
I ljV LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 4þnlist Kammermúsíkklúbburinn ætlar í fyrsta skipti aö flytja verk eftir eitt efnileg- asta tónskáld Spánverja, Arriaga, sem lést úr berklum langt um aldur fram. Hljóöfæraleikarar eru Sif Tulinius, Helga Þórarinsdóttir og Richard Talkow- sky með Sigrúnu Eövaldsdóttur sem fyrsta fiöluleikara en hún var á tón- leikaferð í Skotlandi þegar þessi mynd var tekin. Tónleikar Kammermúsíkklúbbsins á aðventunni: Veraldarvafstrið gleymist Hornsófatilboó Kr. 84.5 220 cm 79.700 St.gr 69.900 St.gr Þaö flnnst mörgum gott aö fara á tónleika á aðventunni til að kúpla sig út úr jólainnkaupunum, jafnvel þótt tónlistin sé ekki endilega tengd henni. Það er góð leið til að setjast niður og gleyma öllu þessa verald- lega vafstri sem jólaundirbúningn- um fylgir,“ segir Helga Þórarins- dóttir lágfiðluleikari. Hún mun leika með kvartett Kammermús- íkklúbbsins á tónleikum sem hefjast klukkan 20.30 i Bústaðakirkju á sunnudagskvöld. Með henni á tón- leikunum leika Sigrún Eðvaldsdótt- ir og Sif Tulinius, báðar á fiðlu, ásamt knéfiðluleikaranum Richard Talkowsky. Þau ætla að flytja þrjá strengjakvartetta úr ólíkum áttum. „Fyrst á dagskránni er verk eftir spænska tónskáldið Juan Crisóstomi de Arriaga y Balzola. Hann fæddist árið 1806, sama dag og Mozart hefði orðið fimmtugm-. Arri- aga var aðeins 19 ára þegar hann lést og hann er lítið spilaður enda liggja ekki eftir hann mörg verk. En hann var alger snillingur. Hann vakti fyrst athygli aðeins 11 ára gamall og það var búið að spá hon- um miklum frama. Við getum eigin- lega sagt að hann hafi verið Mozart þeirra Spánverja," segir Helga. Þegar hún er beðin að lýsa tónlist Arriaga segir hún: „Maður finnur alla vega að hann er ekki þýskur. Laglínumar eru allt öðruvísi en hjá þýsku tónskáldunum, jafnvel þótt þær sé agaðar. Ég get varla útskýrt það nánar.“ Síðan œtliö þiö að flytja strengja- kvartettinn El Greco eftir Jón Leifs. Þaö getur nú varla veriö lík tónlist, þó hún heiti eftir grískum listmálara sem dvaldi mikiö á Spáni? „Nei, hún er það alls ekki. Mér finnst dagskráin engu að síður mjög fallega saman sett. Það var búið að ákveða að hafa Jón Leifs og Dvorák á henni áður en Arriaga var valinn með. Hann þótti passa vel með hin- um tveimur og efnisskráin er heild- stæð með tilbreytingum, nokkuð sem mér finnst skipta mikiu máli. El Greco, sem strengjakvartettinn dregur nafn sitt af, var í miklu upp- áhaldi hjá Jóni Leifs og hann samdi kvartettinn undir áhrifum frá hon- um. Til að undirstrika hvaðan inn- blásturinn er kominn skýrði hann kaflana í verkinu eftir málverkun- um hans. En það er rétt að þessi tónlist er mjög ólík,“ segir Helga með áherslu á mjög. „Það sem mér finnst merkilegast við Jón Leifs er hve auðveldur hann er orðinn fyrir okkur í dag. Þegar ég spilaði hann fyrst fyrir 20 árum þótti mér tónmálið svo framandi. Það var erfitt bæði að spila og túlka verkin. Þetta fmnst mér ekki leng- ur. Skýringin er meðal annars sú að nú er búið að gefa verkin út á al- mennilegu prenti en hér áður fyrr var ekki hlaupið að því að lesa nót- urnar hans. Tónlistin sjálf liggur líka opin fyrir manni í dag, nokkuð sem mig hefði ekki grunað fyrir tuttugu árum að gæti gerst.“ Hvaó veldur þessari breyginu? Hefurfólk vanist tónlistinni? „Kannski er það skýringin. í gamla daga þótti þessi tónlist þung og drungaleg en þannig virkar hún ekki á mann lengur. Og kannski ætti ég ekki einu sinni að segja frá þvi en þegar Sinfónían flutti stuttar myndir af verkunum hans í Amer- íku þá hló fólk. Ég held því hafi fundist tónlistin svolítið skrýtin en alls ekki þung.“ -MEÓ Einlit áklceði JVleð óhreinindavörn SUÐURLANDSBRAUT 22 - Sími 553 6011 / 553 7100 ehf. tjpS: * • ROSitnm> 17 verslanir og þjónustuaðilar bjóba frábært vöruúrval til hátíbarundirbúnings og jólagjafa. Næg bílastæbi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.