Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Side 80

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Side 80
Sölukössum er lokað kl. 19.30 á laugardögum og dregið kl. 19.45 FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 Stöð 2: Jarðarför frestað 'r*r' Lúxus-heimsferð Stöðvar 2 og Sam- vinnuferða-Landsýnar, sem ráðgerð var í tilefhi aldamótanna, hefur verið frestað vegna ónógrar þátttöku. „Ferðin verður farin en ekki fyrr en næsta haust,“ sagði Sandra Nielsen hjá Samvinnuferðum-Landsýn. „Við buðum 300 sæti en hefðum þurft að selja minnst 250 sæti til þess að ferðin yrði farin. Viðtökumar voru því mið- ur ekki nógu góðar því aðeins um hundrað manns pöntuðu ferðinai," sagði Sandra Nielsen. Heimsferðin var í raun ferð um- hverfis jörðina með viðkomu í sex stórborgum og hefur því gengið undir nafiiinu, jarðarfórin" í ferðageiranum. Leggja átti upp frá Keflavík um miðjan --^■flæsta mánuð og fljúga til Dubai, Del- hí, Hó Chi Minh-borgar (Saigon), Sidn- ey, Fidji-eyja, San Francisco og svo aft- ur til Keflavíkur. Ferðin átti að standa í þrjár vikur, gista átti á fimm stjömu hótelum og farþegar að hafa sömu sæti til ráðstöfunar alla ferðina. Sér- stakur matseðili var hannaður til framreiðslu í júmbó-þotu Atlanta og öll kostaði ferðin 440 þúsund krónur á mann. -EIR Rauða ljónið: KR vill hætta „Við teljum að það sé heppilegra rekstarform að leigja út veitinga- reksturinn en þetta verður auglýst um helgina. Viö erum að leita að góðu fólki til að sjá um reksturinn og ákváðum því að leita eftir tilboðum," sagði Helgi Bjöm Kristinsson, fram- kvæmdastjóri KR Sport. Helgi Bjöm taldi hagstæðara að fá fólk sem er hæfara í veitingarekstri en hlutafé- lagið keypti og hefur rekið Rauða ljónið, Sexbaujuna og Koníaksstofuna frá því í maí á þessu ári. -hól Fyrsta r dúkkuvaggan Sími 567 4151 & 567 4280 ■ Heildverslun með leiklöng og gjaíavörur EG ÆTLA AÐ FA EINN PRAUM! Byggðakvóti: Obreytt „Það er búið að úthluta þessum kvóta og því verður ekki breytt,“ sagði .Egill Jónsson, stjórnarformað- ur Byggðastofnunar, um þá hugmynd forráðamanna ný- stofnaðs fisk- vinnsluíyrirtækis á Flateyri að sækj- ast eftir byggða- kvóta sem var eymamerktur Flateyri en úthlut- að til Þingeyrar. Egill sagði að __________ ísafjarðarbær Egj|| Jónsson. hefði fengið út- hlutað ákveðnum kvóta sem hann hefði síðan úthlutað áfram á staðina. „Mér er nær að halda að þetta séu lausafregnir," sagði Egiil. -JSS Hættuástand Átta hús vora rýmd í Bolungarvík í fyrrakvöld vegna snjóflóðahættu en mikið hefur snjóað á svæðinu. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Bolungarvík í gærkvöld fá íbúar ekki að fara í húsin sín fyrr en í fyrsta lagi um hádegi í dag. Fólkið gisti hjá vinum og ættingjum eða á gistiheimili á staðnum. Það fékk að fara í örstutta stund heim tU að ná í helstu nauðsynjar í gærdag. -hól Krakkarnir í grunnskólanum á ísafiröi glöddust við snjókomuna sem dembdist yfir ísafjörö. Þeir tóku sig tii og skemmtu sér konunglega fyrir framan Sundhöllina. Vetrarveður hefur geisað undanfarið en ungdómurinn fagnar á meðan hinir eldri bisa við að komast áfram í snjónum. DV-Hilmar Þór Örtröð við milljónasjoppuna í Hafnarfirði: Börnin vita ekki af milljónunum - fyrr en 2 dögum fyrir jól „Þagmælska er mitt mottó. Ég veit að böm vinningshafans fá ekki að vita af 40 mUljónunum sem mamma þefrra vann í lottóinu fyrr en tveimur dögum fyrir jól og ég ætla ekki að eyðileggja þá ráðagerð fyrir konunni og bömunum hennar fimm,“ sagði Valur Jóhann Ólafsson sem rekur sölutuminn við Miðvang í Hafnarfirði þar sem einstæð móðir keypti lottómiða klukkan 14.50 síðastliðinn þriðjudag og vann tæpar 40 mUljónir. „Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér síðan þetta fréttist að ég hef ekki undan. Mér er sagt að það komi rúta frá Keflavík I fyrramálið, fuU af fólki sem ætlar að kaupa lottómiða hjá mér, en vinningurinn annað kvöld er 23 mUljónir," sagði Valur sem jafnfram er umboðsmaður Happdrættis Háskólans í Hafnarfiði Einstæði mUljónamæringurinn kom einmitt í sjoppuna tU Vals tU að end- umýja í Happdrætti Háskólans. „Kon- an stendur mér enn ljóslifandi fyrir hugskotssjónum þegar hún kom hing- að inn tU að endumýja happdrættis- miðann sinn. Hún keypti líka kók og sælgæti og var á leiðinni út þegar ég kaUaði á eftir henni og spurði hvort hún vUdi ekki líka kaupa sér Vík- ingalóttómiða. Hún sneri sér við og keypti af mér einn miða með sem- ingi,“ sagði Valur Jóhann. í ágústmánuði siðastliðið sumar kom gömul kona í sjoppuna tU Vals og sagði honum draum sem hana hafði dreymt um nóttina: Fyrir árslok ættu þrír risavinningar eftir að faUa í happdrættum í sölutumi hans. „Núna um helgina verð ég með 23 miUjónir í lottóinu og 13. desember verða 45 miUjónir dregnar út í Happ- drætti Háskólans. Ef eitthvað er að marka gömlu konuna þá faUa vinn- ingarnir hér hjá mér,“ sagði Valur Jó- hann í sjoppunni við Miðvang í Hafn- arfirði. -EIR Sunnudagur Mánudagur Veðriö á sunnudag: Ofankoma Á sunnudag gengur í austan- og suðaustanátt, 10-15 m/s með snjó- komu en rigning eða slydda suðvestan- og vestanlands síðdegis. Hlýnandi veður Veðrið á mánudag: Skúrir eöa él syðra Á mánudag verður austan- eða norðaustanátt og slydda eða snjó- koma en suðvestlæg átt og skúrir eða él með suðurströndinni. Vægt frost norðan til en hiti 1 til 4 stig syðra Veðrið í dag er á bls. 81.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.