Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 200 kílóa leigubílstjóra vísað úr Karlakór Reykjavíkur: Of feitur fyrir kórinn - segir stjórnarmenn falska Lokanir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur: Lítið svigrúm - mun fleiri lokanir á Landspítala Lítið svigrúm er til lokana sjúkradeilda á Sjúkrahúsi Reykja- víkur yfir hátíðarnar, að sögn Sig- ríðar Snæbjömsdóttur hjúkranar- forstjóra. Viðgerðir standa nú yfir á hluta sjúkrahússins og sagði Sigríð- ur að þær ættu sinn þátt í því að erfíðara væri að draga starfsemina saman. Engar lokanir verða á geðsviði né á öldrunarsviði. Á skurðlækningasviði verða tvær deildir reknar sem ein með þeim hætti að lokað verður 30 rúm- um af 60. „Reynt verður að draga úr að- gerðum eftir mætti og ekkert unnið á skurðstofunum, nema það sem bráðnauðsynlegt er,“ sagði Sigríður Á slysa- og bráðamóttöku verður opið, nema hvað dregið verður úr starfsemi gæsludeildar sem er sól- arhringsdeild þar sem fólk er lagt inn til skoðunar. Á endurhæfingar- og taugasviði veröur báöum deild- um haldið opnum. Þá verður starf- semi á lyflækningasviði óbreytt. Á Landspítala eru helstu lokanir þær að 61 rúmi af 134 á handlækn- issviði verður lokað, 73 rúmum af 174 á lyflæknissviði, 17 rúmum af 65 á bamadeild og 59 rúmum af 330 á geðdeildum. Lokanimar verða yfir jól og áramót, eða frá 23. des- ember til 3. janúar. Hér er um að ræða u.þ.b. 18% af rúmunum, sam- kvæmt upplýsingum frá Landspít- alanum. Vegna þessara lokana er valað- gerðum hætt en eins og venjulega er tekið á móti öllum bráðveikum sjúklingum sem leita til Landspítal- ans. í frétt frá spítalanum segir enn fremur að undanfamar vikur hafi miklar bráðainnlagnir verið á bráðamóttökudeildir Landspítal- ans. Tekist hafi að leysa úr vanda- málum þessara sjúklinga meö ágæt- um. -JSS Valur Jóhann Ólafsson kaupmaöur (söluturninum viö Miövang í Hafnarfiröi. Einstæöi milljónamæringurinn: „Stjómendur kórsins hafa sífeflt verið að klifa á því að það verði að breyta og bæta útlit kórsins. í fram- haldi af því ráku þeir tvo feitustu kórfélagana en sá þriðji feitasti slapp enda er hann í stjómmni og starfar þar með mönnum sem eru falskir - segja eitt en framkvæma annað,“ segir Jóhann Pétur Mar- geirsson leigubílstjóri sem nú er hættur að syngja með Karlakór Reykjavíkur eftir tólf ára söngferil sem annar bassi. Jóhann Pétur er 200 kíló að þyngd og segir stjóm Karlakórsins vera að grisja í kóm- um fyrir söngferð sem farin verður til Kanada í vor: „Það má ef til vill til sanns vegar færa að það séu of margir í kómum og svona söng- feröalag til Kanada kostar að sjálf- sögðu sitt. En ég vfl fá að hætta með reisn i stað þess að vera skor- inn niöur eins og rolla í slátur- húsi.“ Jóhann Pétur og nokkrir aðrir kórfélagar voru sendir í raddpróf til Signýjar Sæmundsdóttur söngkonu og í kjölfarið voru fiórir feitir söngvarar reknir úr kórnum og þrír aðrir settir á skilorð „... og fá að hætta með reisn í fyflingu tím- ans“, eins og Jóhann Pétur orðar það. „Þetta raddpróf var ekkert annað en átylla til að losna við okk- ur úr kórnum svo yfirbragð hans yrði settlegra á mynd. Signý sagði mig vanta höfuðtóninn en þá hef ég sungið höfuðtónslaus í tólf ár með Karlakórnum án athugasemda. Ég hef yndi af öllum söng og tel mig ekki syngja verr en aðrir þó ég sé óskólagenginn. Þessir menn eiga ekki að komast upp með að banna mér að syngja þó ég sé feitur," seg- ir Jóhann Pétur Margeirsson sem ætlar aö berjast af fullum þunga fyrir sæti sínu í Karlakór Reykja- víkur. -EIH Jóhann Pétur viö höfuöstöövar Karlakórs Reykjavíkur í Skógarhlíö: Fær ekki aö fara meö til Kanada. Heldur áfram að kaupa lottó - getur lifað á rentunum Formaöur Karlakórsins: Viljum líta vel út „Konan heldur áfram að koma hingað í söluturninn til mín og kaupir alltaf það sama; lottómiða, DV og sælgæti. Ég sé engar breyt- ingar í fasi hennar eða klæðaburði nema hvað að hún er eilitið brosmildari en áður,“ sagði Valur Jóhann Ólafsson, kaupmaður í sölu- turninum við Miðvang í Hafnar- firði, um einstæða milljónamæring- inn og fimm bama móðurina sem vann tæpar 40 milljónir í Víkinga- lottóinu 4. desember síðastliðinn. Konan mun fá afla upphæðina, skattfrjálsa, greidda inn á banka- reikning sinn 22. desember. „Þessi ágæta kona hlakkar lik- lega mest til jólanna af öllum,“ sagði Erla Sigurgeirsdóttir, síma- mær hjá íslenskri Getspá sem er ein fárra sem staöiö hefur augliti til „Þaö er ekkert launungarmál að við viljum vera vel klæddir og líta vel út en ég get fullyrt að holdafar Jóhanns Péturs hefir ekki með brotthvarf hans úr kórnum að gera,“ sagði Guðmundur Sigþórs- son, formaður Karlakórs Reykjavik- ur. „Ákveðnir kórfélagar vom send- ir í söngprufu og þetta er niöurstað- an úr því. Það er af og frá að hægt sé að tengja saman útlit manna og söng þeirra,“ sagði formaður Karla- kórs Reykjavíkur. -EIR auglitis við einstæða milljónamær- inginn. „Konan kom hingað með miðann sinn skömmu eftir dráttinn en hefur ekki sést siðan," sagði Erla. Einstæði mifljónamæringurinn í Hafnarfirði fær ekki greidda vexti af 40 milljónunum frá vinningsdegi til útborgunardags, alls í 18 daga. Ef hún leggur allt féð inn á banka- reikning á hagstæðustu kjörum sem bjóðast í dag getur hún gert ráð fyr- ir að fá 3,5 milljónir í fiármagnstekj- ur á ári og af þeirri upphæð greiöir hún aðeins 10 prósenta skatt. Ein- stæöa móðirin getur því auöveld- lega reiknað sér 250 þúsund króna skattfrjáls mánaðarlaun það sem eftir er án þess að snerta höfuðstól- inn - 40 milljóna lóttóvinning. -EIR Kvikmyndafyrirtækin Zik Zak og Plúton, sem nú standa aö framleiöslu kvik- myndarinnar Gemsar í leikstjórn Mikaels Torfasonar, opnuðu kvikmyndavef í samstarfi viö Fókus og visir.is í gær. Á vefsíöunni er hægt aö fylgjast meö gerö myndarinnar frá degi til dags. Petta er mögulegt vegna þess að mynd- in er tekin á stafrænar kvikmyndavélar og er því hægt aö birta tökur dags- ins samstundis á Netinu. Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi opnaöi vefinn í stigaganginum, Rjúpufelli 25. DV-mynd E.OI. stuttar fréttir Áminning 1Í utandag- skrárumræðu um fréttaflutning af kjamorku- vopnum á íslandi í gær sagðist fyr- irspyrjandinn, Tómas Ingi 01- rich, vilja að urn- ræðan verði þingmönnum áminn- ing um að rjúka ekki upp að tilefh- islausu um leið og vafasamar fréttir berast frá „óvönduðum lobbýist- um“. Hann vill að skráð verði í AI- | þingistíðindi hvaða þingmenn hlupu upp til handa og fóta. Vísir.is ' greindi frá. Aðskilin öðrum rekstri? Iðnaðarráðherra segir þaö vel koma til greina að stofnuð verði fyr- irtæki um smíði og rekstur ein- stakra virkjana. Þetta sé að vísu ekki mögulegt í tilfeili Fljótsdals- virkjunar en hins vegar megi að- > skilja rekstur hennar öðrum rekstri | í bókhaldi Landsvirkjunar til að rekstrarafkoman liggi ljósar fyrir. RÚV greindi frá. 4,2% verðbólga næsta ár Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. (FBA) spáir því aö verðbólga muni mælast 4,2% á íslandi á næsta | ári. Þetta kemur fram í nýju riti bankans um þróun og horfúr verð- | bólgu á íslandi. Viðskiptavefurinn á I Vísi.is greindi frá. Atvinnulausum fjölgar Atvinnuleysi í nóvembermánuði sL mældist 1,5% eða 1% hjá körlum og 2,2% hjá konum. Það em aö með- altali 165 fleiri atvinnulausir en í síðasta mánuði en um 802 fæmi en ; j f nóvember í fyrra. Atvinnuástand- Iið versnar víðast hvar nema á Vest- fiörðum. Vísir.is greindi M. Skattar ekki lækkaðir Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri segir aðspurð í viðtali í Viðskiptablaðinu | um hvon vænta ; megi minnkandi I álaga á borgar- búa að það sé að hennar mati ekki sjálfstætt mark- I mið að lækka skatta og bætir við: „Miðað við þær forsendur sem við búum við í dag er ekki svigrúm til þess að lækka skatta á borgarbúa." Meirihluti ólögmætur 40,3% af hugbúnaði ríkisstofnana em lögmæt og er áætlað verðmæti hans um 700 milljónir króna, sam- kvæmt könnun Ríkisendurskoðun- ar. Ólögmætur hugbúnaður sem svarendur ætla að kaupa leyfi fyrir eða er án skýringa fiá þeim er 8,8% | og áætlað verðmæti rúmar 150 | milljónir króna. Vísir.is greindi frá. Lokaskýrsla 2000-nefndar Skýrsla 2000-nefhdarinnar fiallar um stöðu fyrirtækja og stofiiana þegar dregur að áramótum og um ; viðbúnað á j)eim tímamótum. Rann- sóknir nefndarinnar benda til þess að mikilvægustu innviðir íslensks | þjóðfelags séu eins vel undir ártals- breytinguna búnir og til verður ætl- p ast. Vísir.is greindi frá. Sameining á sultumarkaöi Sultu- og efiiagerðin Búbót í : Kópavogi flytur starfsemi sína til Húsavikur eftir áramótin og sam- ; einast efnagerðinni Sana. Við þetta ; munu skapast 5 til 6 ný störf á Húsavík. Báðar sultugerðimar em i eigu Ó. Johnson & Kaaber. Sólveig Péturs- dóttir dómsmála- ráöherra segir | umrseðuna um Bamahús koma á óvart, dómarar verði að ráða hvemig þeir hagi I málsmeðferð sinni og að hún treysti þeim f komlega til að láta hagsmuni bæ hafa forgang hveiju sinni. Stun hefur verið upp á að Bamahús vc notað í málum þar sem böm ' undir 14 ára aldri og er sú tillags athugunar. RÚV greindi frá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.