Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 JjV fréttir_______________ Fjárlög 2000: Góðærið í frysti Seðlabankans Fjárlög fyrir áriö 2000 voru af- greidd sem lög frá Alþingi á fimmtu- dag. Tekjur ríkissjóðs eiga sam- kvæmt þeim að nema 210 milljörð- um króna en útgjöldin 193,3 millj- örðum. í bók Gunnars Helga Kristinsson- ar prófessors, Úr digrum sjóði, sem fjallar um fjárlagagerð hérlendis, kemur fram að útgjöld ríkisins hækkuðu á árunum 1971 til 1995 að meðaltali um 15% frá því fjárlög voru samþykkt þar til endanleg nið- urstaða lá fyrir. Samkvæmt því mætti reikna með að þegar árið 2000 verður gert upp hafi útgjöldin auk- ist um nærri 30 milljarða króna, úr 193,3 milljörðum króna og farið í rúma 222 milljarða. Rekstrarafgangur næsta árs er áætlaður 16,7 milljarðar króna og vonast hefur verið til að hægt væri að nýta hann til niðurgreiðslu skulda ríkisins. En það er þó hæg- ara um að tala en í að komast. Gríð- arlegur halli á viðskiptum íslend- inga við útlönd, en gert er ráð fyrir 38 milljarða króna halla á komandi ári, setur ríkissjóði skorður hvað varðar niðurgreiðslu á erlendum skuldum vegna gjaldeyrisstöðunnar og velji ríkisvaldið aö greiða niður innlendar skuldir eykst fjármagn í umferð með tilheyrandi þenslu- hættu. Niðurstaðan verður því lík- lega sú að stórar fjárhæðir verða frystar inni á reikningum ríkisins hjá Seölabankanum þar til betra færi gefst til að koma þeim i lóg. Skot út í loftiö „Ég held að í raun sé skotið mjög út i loftið vegna þess að þau byggja á áætlunum," segir Ögmundur um fjárlögin 2000. „Endurskoðuð þjóð- hagsspá breytti til dæmis forsend- um varðandi hugsanlegar tekjur ríkissjóðs á komandi ári um fimm milljarða. Það ríkir mikil óvissa varðandi tekjuhliðina því hún byggist á veltunni í þjóðfélaginu og um hana verður ekki sagt neitt ákveðið fyrirfram. En þó óvissan sé fyrst og fremst í tekjuhliðinni eru einnig ýmsir óvissuþættir i út- gjaldahliðinni, eins og til dæmis kjarasamningar sem eru lausir á árinu þótt það eigi reyndar ekki við um þorra opinberra starfsmanna fyrr en undir lok ársins.“ Ögmundur segir að nú sé meiri óvissa í verðlagsþróun en hefúr verið. „Það eitt að nú skuli upplýst að verðbólgan frá því í desember í fyrra þar til í desember nú hafí ver- ið 5,6% er ákveðið hættumerki og menn eru að spá verðbólgu á næsta ári á milli 4% og 5%. Þetta eru stór- ir óvissuþættir,“ segir hann. Á kostnaö lítilmagnans Að sögn Ögmundar felast helstu kostir fjárlaganna f því að þegar mikið tekjustreymi er inn í ríkis- sjóð skuli menn reyna að greiða niður skuldir. „Það er að sjálfsögðu gott,“ segir hann, en hefur síðan lít- ið annað gott að segja um fjárlögin. „Rekstrarafgangurinn á ríkis- sjóöi verður til á kostnað öryrkja, aldraðra og á kostnað láglaunafólks og millitekjuhópa sem eru hlaðnir sífellt stækkandi skattbyrðum með því að láta ekki skattleysismörk fylgja launaþróun. Þegar rekstrar- afgangur er líka á kostnað bama- fólks en bamabætur lækka á næsta greiða niður erlend lán, fær miklu minna svigrúm til þess, einfaldlega vegna þess að það er ekki nægur gjaldeyrisforði til staðar. Það er áhyggjuefni og maður spyr hvort það sé innistæða fyrir öllum þess- um innkaupum til landsins. Þegar horft er á útflutning okkar á þessu ári og á spámar fyrir næsta ár munu útflutningstekjumar nánast standa í stað. Það þýðir að verð- og í menntamálaráðuneytinu. „Það vom kjaramál sem spiluöu inn í það hvom tveggja og óvissan felst í þeim á næsta ári. Þó það sé á al- mennum vinnumarkaði sem samn- ingar em lausir þá kemur þróunin þar auðvitað við rfkissjóð. Forsend- umar sem em reiknaðar inn í frumvarpið em um 3% launahækk- anir og ég hygg að það sé á því sviði sem mesta óvissan er fólgin," segir Á árunum 1971 til 1995 hækkuöu ríkisútgjöld aö meöaltali um 15% frá samþykkt fjárlaga þar til endanleg niöurstaöa var fengin. ári um 320 milljónir frá árinu í ár. Þegar rekstrarafgangurinn er reist- ur á þessum forsendum spyr maður sig hvort þeir menn sem tala um góðæri hafi í raun siðferðilegan rétt til að taka sér það hugtak í munn,“ segir þingmaðurinn. Forhertir ráöherrar ráöa meiru „Það er vaxandi tilhneiging í þessum fjárlögum til að hlaða stærri safnliðum inn í einstök ráðu- neyti þar til ráðstöfunar. Þó skýrari linur hafi komið í fjárlagagerðina á undanfómum árum er verið að auka ráðherravaldið í ráðstöfun þeirra fjármuna sem til ráðuneyt- anna renna og það finnst mér vera mjög vafasamt. En það versta við þessi fjárlög er náttúrlega siðleysið í þeim. Að monta sig af miklum rekstarafgangi á sama tíma og tekn- ar em hátt í 400 milljónir króna úr framkvæmdasjóði fatlaðra er auð- vitað fullkomið siðleysi og ég veit ekki hvemig þessir menn ætla að horfa framan í þjóðina. Þeir virðast þó ekki eiga erfitt með það enda er þetta orðin afskaplega forhert ríkis- stjóm,“ segir Ögmimdur. Að því er Ögmundur telur er einn höfuðveikleika fjárlaganna hinn mikli viðskiptahalli. „Fyrir fáum vikum var ætlað að viðskipta- hallinn við útlönd væri rétt innan við 30 milljarðar króna og þótti mönnum þá nóg um. Síðan kemur á daginn að hallinn verður að öllum likindum 38 milljarðar. Þetta þýðir að ríkissjóður, sem er að reyna að Jón Kristjáns- son: „Þaö er sérkennileg staða að það sé áhyggjuefni hvernig eigi að koma peningun- um fyrir.“ Ögmundur Jón- asson:„Það versta við þessi fjárlög er náttúr- lega siðleysið í þeim.“ Fréttaljós Garðar ðm ÚHarsson mætasköpunin heldur engan veg- inn I við þetta innkaupaæði og að það sé veruleg ástæða til að óttast að þaö sé ekki innstæða fýrir þessu góðæri sem við þykjumst þó vera að horfa fram á.“ Ekki stór stökk á næsta ári Jón Kristjánsson segir mestu frá- vikin í útgjöldum frá fjárlögum fyr- ir árið í ár vera í heilbrigðiskerfmu Jón. Hvað tekjuhliðina snertir segir Jón að í fjárlögunum hafí verið reynt að fara nærri hinu rétta þvi best sé að hemja bjartsýnina í áætl- anagerðinni. Hann segir að þær umframtekjur sem ríkissjóður hef- ur fengið megi m.a. rekja til hækk- unar launa sem hafi skilað hærri tekjuskatti og til aukins innflutn- ings. „Það er spáð verulegum við- skiptahalla áfram og það væri æski- legt að úr honum drægi. Á yfir- standandi ári eru miklu meiri tekj- ur en spáð var og það er m.a. vegna þess að innflutningur hefur verið mjög mikill. Þá hafa tekjuskattar fyrirtækja farið fram úr því sem áætlað var. Ég á ekki von á því að það verði slík stökk á næsta ári. Það er hættulegt að gera of bjart- sýnar tekjuspár en þó menn eigi að vera varfæmir í sínum tekjuspám eiga þeir að fara eins nálægt þessu og hægt er. En það er óhætt að segja að ég á ekki von á eins mikl- um frávikum og í ár,“ segir Jón. Aöhald fyrir stjórnvöld Jón segir algera byltingu hafa orðið i fjárlagagerðinni á liðnum áratug vegna nýrra aðferða, fyrst og fremst þar sem nú sé fært á rekstrargrunn í stað greiðslu- grunns áður. Slíkt gefi réttari mynd af stöðu ríkissjóðs enda eru þá allar framtíðarskuldbindingar færðar til gjalda. „Á árinu 1998 voru reikn- ingsfærðir 22 milljarðar króna vegna lífeyrisskuldbindinga og verulegar upphæðar á þessu ári. Nú er þetta gert jafnóðum þannig að fjárlögin eru miklu áreiðanlegra tæki til að sjá hina raunverulegu stöðu ríkissjóðs heldur en var,“ seg- ir Jón. Þetta telur Jón einmitt vera höfuðkost fj árlagagerðarinnar. „Af- koman er í raun miklu traustari en áður þegar menn tóka bara inn ein- hverjar upphæðir án þess að þær tækju mið af hinum raunverulegu skuldbindingum,“ segir hann. Jón er ánægður með nýja löggjöf um fjárreiður ríkisins og að menn sé óðum að laga sig að henni. „Ef hún er framkvæmd með réttum hætti þá finnst mér hún nokkuð góð og treysti mér ekki til að benda á neina sérstaka galla í henni. Hún setur stjómvöldum nokkuð hörð skilyrði og við emm að þróa sam- skiptin milli ríkisstjómarinnar og þingsins. Þetta á meðal annars við um aukafjárveitingar. Til dæmis á að tilkynna þinginu það strax þegar ríkisstjómin hefur ákveðið að sækja um aukafjárveitingu. Ef það er skilvirk og rétt framkvæmd á því á það að vera mjög til bóta og auka aðhald. Gríöarlegur vaxtakostnaður Jón segir stööuna nú vera þá að hægt væri að greiða niður skuldir ríkisins fyrir upp undir 60 millj- arða á tveimur árum. En málið er ekki svo einfalt. „Viðskiptahallinn er mikill og til að greiða niður er- lendar skuldir þarf að ganga á gjaldeyrisvarasjóðinn og það setur vissar skorður. Ég hygg að það verði farin blönduð leið og hluti af þessu fé verði fryst í Seðlabankan- um og nýttur seinna, þegar vonandi dregur úr viðskiptahallanum, til þess að greiða skuldir eða til ein- hverra annarra verkefna sem menn telja skynsamleg. Þá má hugsa sér að greiða niður innlendar skuldir en gaflinn er sá að það getur aukið fjármagn í umferð," segir hann. „En fjármálaráðuneytið og þeirra sérfræðingar hafa framkvæmdina í þessu. Það er nú reyndar dálítið sérkennilega staða og öðmvisi en verið hefur að það sé áhyggjuefni hvemig eigi að koma peningunum fýrir,“ segir Jón. Hann bendir sér- staklega á hversu miklvæg skulda- niðurgreiðsla er til að styrkja af- komu ríkissjóðs. „Vaxtakostnaður hefur verið gríðarlega mikill á undanfórnum árum og var orðinn næststærsti lið- urinn á eftir heilbrigðiskerflnu. Hann hefur fariö niður um tvo milljarða á tveimur ámm, var orð- inn 16 milljarðar króna en gert er ráð fyrir að hann verði 14 milljarð- ar á næsta ári. Tveir milljarðar eru gríðarlega miklir peningar, a.m.k. þegar á að afla þeirra með sköttum. Að ná vaxtakostnaðinum niður myndar nýtt svigrúm til góðra verka,“ segir formaður fjárlaga- nefhdar aö endingu. Svefn & heilsa y*JAV(K- - Afsláttur af heilsu- stólum á meðan birgðir endast Frábæru bómullarlökin kom in aftur Lísthúsíau Laugarda!, í m i 5 2 1 2 2 3 3 D a1 *b ra at 1 . Ak s r e / ri, sírai 4 5 1 115 0 'ts h w . s v e f n o g h e i 1 s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.