Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 66
70 þökarkafli LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 Peningar að austan: fi Rússagullið" var staðreynd - Jón Ólafsson varpar Ijósi á erlendan stuðning við íslenska sósíalista Samkvæmt nýrri bók Jóns Ólafs- sonar, Kæru félagar, naut Sósí- alistaflokkurinn á íslandi reglu- legra f]árstyrkja austan úr Sovét- ríkjunum. Féð rann bæði til flokks- ins, til MlR, sem var menningarfé- lag sem ræktaði tengslin við Sovét og einnig í stórum stíl til byggingar Máls og menningar á Laugavegi. Jón telur líklegt að rússneskt fé hafi numið um 30% af byggingarkostn- aði. Litum á stutta kafla úr bókinni. „Á meðan Kommúnistaflokkur ís- lands var við lýði átti hann eins og aðrir aðildarflokkar Kominterns rétt á reglulegum fjárstuðningi frá sambandinu. Raunar var það í orði kveðnu svo að aðildarflokkar sam- bandsins kostuðu starfsemi þess . með fjárframlögum, en raunin var undantekningarlítið hið gagnstæða: Kommúnistaflokkar sem aðild áttu að Alþjóðasambandinu nutu fjár- framlaga þess að svo miklu leyti sem þeir áttu bágt með að kosta starfsemi sina sjálfir. Kommúnistaflokkur íslands var ekki á fóstum fjárlögum Kom- intems, einsog áður hefur komið fram, og því þurfti að sækja um fjár- framlög til hians sérstaklega. Flokk- urinn virðist ekki hafa fengið nein- ar umtalsverðar greiöslur frá Kom- intem, enda umsvif hans ekki slík að Alþjóðasambandið þyrfti að kosta tU þeirra miklu fé. Engin njósnastarfsemi var rekin hér á landi á vegum sambandsins eða aðr- ar tegundir neðanjarðarstarfsemi. Slik umsvif vora stærsti kostnaðar- liður sambandsins vestanhafs og í mörgum Evrópulöndum. Kommúnistar í Alþýðuflokknum og síðar KFl fengu smávægilegar Húseign Máls og menningar viö Laugaveg. Jón Ólafsson telur í bók sinni Kæru félagar aö fé frá Sovét hafi greitt fyrir um 30% hússins. Paö eru um 45 milljónir á núviröi. i m y. r. \ Einar Olgeirsson var óskoraöur leiötogi kommún- ista meöan hann liföi. Hann stendur hér milli Her- manns Jónassonar (t.v.) og Ólafs Thors en hann var vinur þeirra beggja, sérstaklega Ólafs. greiðslur til að standa straum af bókaútgáfu. Kosningabarátta Kommúnistaflokksins var styrkt með fjárframlögum 1931 og 1937. Auk þess hafði þá þegar skapast sú venja að Alþjóðasambandið stæði straum af ferðakostnaði flokksfé- laga sem til Moskvu komu og að sjálfsögðu af uppihaldi þeirra á meðan þeir stöldraðu við. Einnig verður að telja skólavist flokks- manna stuðning við flokkinn, en þeir íslendingar sem stunduðu nám í flokksskólanum gerðu þaö sér og KFÍ að kostnaðarlausu. Einar otj Kristinn báðu um penmg í striðslok og eftir stríðið beindist áhugi flokksforastunnar allur að viðskiptum íslands og Sovétrikj- , anna og um fjárstuðning virðist alls ekki hafa verið að ræða allan fimmta áratuginn. Það var ekki fyrr en um og eftir 1950 að Kristinn E Andrésson og Einar Olgeirsson tóku að vekja máls á því að Kommúnista- flokkur Sovétríkjanna styddi Sósí alistaflokkinn og Þjóðviljann með lánum eða beinum fiárframlögum Beitt var fimm mismunandi aöferð um við að styðja flokkinn. Ein aðferðin var sú að kosta til tekna starfsemi með fostum fiár framlögum sem afhent voru í sendi ráðinu. Önnur aðferð var að kosta tiltekin verkefni, annaðhvort með því að senda fiárfram- lag í gegnum sendi- ráðið eða með banka- yfirfærslu. Þriðja að- ferðin var sú að beina viðskiptum til fyrir- tækja sem tengd vora Sósíalistaflokknum og létu ágóða renna til flokksins að ein- hverju eða öllu leyti. Fjórða aðferðin var lánveitingar til flokkshollra fyrir- tækja eða fyrirtækja sem sósíalistar stjómuðu. Slík lán vora stundum afskrif- uð þegar fram liðu stundir eða aðeins greidd að hluta. Fimmta aðferðin vora beinar peningasend- ingar til að bjarga málum þegar neyðar- ástand hafði skapast eða til sérverkefna. Aöeins MÍR, Menningartengsl ís- lands og Ráðstjómarrikjanna, fellur undir fyrsta liðinn; Staifsemi félags- ins var kostuð að verulegu leyti af samsvarandi félagi í Sovétríkjun- um. MÍR var stofnað 1950 eftir nokkra rekistefnu Rússa sem fannst íslensku félagamir seinir að koma slíkum félagsskap af stað. 9 Sjálft stjómmálaráð kommúnista- flokksins, æðsta stjórnarstofnun flokksins, ræddi stofnun MÍR skömmu eftir að félagið var sett á fót og afréð að senda nefnd til að taka þátt í fyrsta þingi félagsins vor- ið 1951. Sovéska menningamefndin var ekki af verri endanum, í henni var meðal annarra eitt þekktasta tónskáld Sovétríkjanna, Aram Khatsjatúrían. Þó var nefndin ekki eingöngu skipuð fulltrúum menn- ingarlífsins. Sovéska herforingja- ráöinu var einnig heimilað að skipa fulltrúa í nefndina til að sinna sér- stökum verkefnum. Ekki kemur fram hver þessi verkefni voru. MIR fákk mikinn pening Fyrirrennari MÍR var Sovétvina- félagið sem starfað hafði á Qórða áratugnum. Á þeim tíma var félags- skapur kommúnista og félag Sovét- vina í raun eitt og hið sama, svo ná- tengd hlaut hugmyndafræði komm- únistaflokks að vera velferð Sovét- ríkjanna. Á sjötta áratugnum voru þessi viðhorf breytt. Tengslin á milli vináttufélags og flokks máttu vera lauslegri en áður hafði verið og slíkt var jafnvel talið í þágu beggja aðila því að með því móti mátti vísa á bug þeirri gagnrýni að vináttufé- lög hefðu pólitískan tilgang eða væru á einhvem hátt andstæð stjómvöldum. Deilur settu svip á starfið Einar sagði að það væri ómögu- legt að félagið gæti komið miklu í verk ef það hefði ekki starfsmann. Hann sagðist vita um heppilegan mann en honum yrði að borga meira en 2400 krónur á mánuði til að yfirbjóða vinnuveitanda manns- ins. Kristinn kvartaði einkum yflr hárri húsaleigu. Hann sagði félagið þurfa að greiöa 3300 krónur á mán- uði og væri það því ofviða nema að styrkur þess væri aukinn. Kristinn sagði að það væri algjör lífsnauðsyn að félagið hefði nægilegt fé til starf- semi sinnar svo að það gæti keppt við Bandaríkjamenn sem væra famir að kosta miklu til sinnar menningarstarfsemi. En þó að mönnum fyndist MÍR ekki fara nægilega liflega af stað þá var starfsemin fljótlega orðin tölu- verð og deildir voru stofnaðar víða um land. Á vegum MÍR komu fiöl- margir sovéskir listamenn, mennta- menn og menningarfrömuðir til ís- lands á sjötta áratugnum og Qöldi íslendinga fór til Sovétríkjanna í ferðir á vegum félagsins. Mestan hluta þess tíma fékk félagið mánað- arlega upphæð til rekstrar og fór það fé að mestu í að greiða starfs- manni eða starfsmönnum kaup og til að borga leigu af húsnæði félags- ins, en það þurfti að vera nægilega stórt til þess að halda mætti sam- komur og kvikmyndasýningar. En þótt Menningarsamband ís- lands og Ráðstjómarríkjanna væri Einar var gríðarlega snjall ræðu- maður og átti auðvelt með að fá fólk á sitt band. Líka þegar hann fór austur til Sovét til aö snikja pen- inga. fyrstu ár sín býsna áberandi í menningarlifinu, enda þekktir menntamenn i forustunni sem nutu virðingar langt út fyrir raðir sósí- alista, þá var félagið ekki fyllilega að skapi Sovétmanna. Fjármála- óreiða einkenndi störf félagsins og þrátt fyrir reglulegan styrk kom það samt fyrir að húsaleiga var ekki greidd mánuðum saman og skuld- um safnað. Á köflum vakti þó starf- semi félagsins ánægju. Einar 01- geirsson fór afar lofsamlegum orð- um um það í sendiráðinu og fullyrti að það ætti skilið „hæstu ein- kunn“.16 Sendiráðið sendi um svip- að leyti þau skilaboð til Moskvu að starfsemi MÍR væri á réttri leið þótt enn væri ekki hægt að segja starf- semina nógu „kraftmikla". Þeir fengu að fara austur Menningarnefndimar, að minnsta kosti þær sem komu fyrstu árin, vöktu af eðlilegum ástæðum mikla hrifningu, þar sem það voru hvað eftir annað heimsfrægir lista- menn sem hingað komu. Þar að auki tóku Sovétmemi nú að bjóða ís- lenskum hópum árlega og stundum tvisvar á ári að koma og kynna sér líf Sovétborgaranna. Oft voru þess- ar ferðir tengdar hátíðisdögum á borð við 1. maí, dag verkalýðsins, eða 7. nóvember, byltingardaginn. Þannig var stórri íslenskri sendi- nefnd boðið til Sovétríkjanna eftir stofnþing MÍR 1951. í henni sátu nokkrir velþekktir menn tengdir Sósíalistaflokknum, en það voru Sigvaldi Thordarson arkitekt, Jón Magnússon fréttastjóri á fréttastofu útvarps, Bolli Thoroddsen verk- fræðingur, Arnfinnur Jónsson skólastjóri og Bjöm Jóhannsson verkfræðingur. Hópurinn var við- staddur hátíðahöld á Rauða torginu 7. nóvember og ferðaðist dálítið um í Sovétríkjunum. Loks var Einari Olgeirssyni boðið að koma og dvelja um hrið á heilsuhæli ásamt konu sinni. Þá einsog jafnan síðar naut Einar þjónustu lækna og starfsfólks miðsfiómar kommúnistaflokksins. Fjárstyrkurinn var leyndarmál En þó að þessi þróttmikla starf- semi MÍR hafi farið fram fyrir opn- um tjöldum og enginn hefði þurft að velkjast i vafa um að hún væri að verulegu leyti kostuð af Kommún- istaflokki Sovétríkjanna þá var fiár- málatengslunum viö Menningar- tengslafélag Sovétríkjanna haldið stranglega leyndum. Aðeins örfáir af forustumönnunum höfðu fulla vitneskju um þessi fiármál. Þetta leynimakk olli eðlilega nokkurri misklíð innan félagsins og töldu sumir félagar sig eiga fullan rétt á að fá að hlutast eitthvað til um þessi mál. Slík misklíð braust út í sam- keppni á milli Reykjavíkurdeildar MÍR og aðalstjórnar félagsins. Stjóm Reykjavíkurdeildar MÍR kom að máli við fulltrúa sovéska menn- ingartengslafélagsins sem hér voru staddir og krafðist þess að Reykja- vikurdeildin fengi samskonar styrki og MÍR hafði fram að þvi fengið til að reka aðalskrifstofu sina. Þessi átök enduðu með því að Kristinn E. Andrésson missti ítök sín í MÍR og var bolað út úr félag- inu. En nokkur eftirmál urðu. Var Kristinn „slægur hræsnari" og Laxness „siðferðilega varhuga- verður"? Án MÍR minnkuðu mjög mögu- leikar Kristins á að fá sendinefndir til íslands og að senda fólk héðan í boðsferðir tO Sovétrikjanna. Sem framkvæmdastjóra Máls og menn- ingar tókst honum að fá því fram- gengt að Mál og menning og rithöf- undasambandið gætu skipst á boð- um og kom þriggja manna sendi- nefnd þýðenda frá rithöfundasam- bandinu í íslandsheimsókn á vegum Kristins sumarið 1961. Tveir nefndarmanna skrifuðu skýrslu um ferðina og áttu ekki orð til að lýsa þeim viðtökum sem nefndin hefði fengið og hvílíkir höfðingjar hinir íslensku kommún- istar væru heim að sækja. En nefnd- armenn furðuðu sig nokkuð á því að sendiráðið hafði reynt að spilla tengslum þeirra við gestgjafa sína og hafði afhent þeim óhróður um þá strax við komuna til landsins. Þannig hafði nefndin fengið í hend- ur persónulýsingar Kristins E. Andréssonar og Halldórs Laxness þar sem sá fyrri var sagður „slægur hræsnari" en hinn síðari „siðferði- lega varhugaverður alkóhólisti". Næga döngun hafði nefndin i sér til að mótmæla þessum lýsingum sendiráðsins og að harma það að sendiráðið virtist ekki hafa ræktað tengslin við þá menn í vinstrihreyf- ingunni á íslandi sem væra vel- þekktir og nytu virðingar meðal þjóðarinnar. Kristinn minntist þessara atvika með nokkram biturleika rúmum áratug síðar í bréfi sem hann skrif- aði miðstjórn kommúnistaflokksins. Þar segir hann: „Ég viðurkenni auðvitað að það var tímabil er þið hættuð að treysta mér vegna rætins áburðar sem nokkrir samsærismenn stóðu fyrir í félagi okkar Menningarsambandi ís- lands og Ráðstjómarríkjanna og ég man eftir að hafa af þeim sökum fundið að það andaði köldu frá einni skrifstofu ykkar í Moskvu. En allt tilheyrir þetta fortíðinni. Á síðustu árum hefur sannarlega tekist vin- samlegt samstarf með okkur.“ Flejri fengu fé en MÍR MlR var eini félagsskapurinn á íslandi sem var á fóstum styrk frá Sovétríkjunum. Flokkurinn, dag- blaðið og aðrar stofnanir sósíalista fengu ekki fé nema sérstaklega væri beðið um það. Bókaforlagiö Mál og menning var það fyrirtæki sósí- alista sem á sjötta áratugnum var oft í verstum kröggum og var ýms-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.