Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 JLj"V fréttir EyjaQallajökull rumskar, landris og jarðhræringar: Nágrannar vakti fjallið vel „Um gos sunnan í jöklinum þorir maður ekki að hugsa til enda,“ segir Þórður Tómasson í Skógum Eyjafjallajökull er 1666 metra há eldkeila sem virðist vera að rumska af tæp- lega 200 ára svefni. DV, Suðurlandi: í haust hefur verið ðvenjumikil virkni í jarðskorpunni undir Mýrdals- og Eyjafjallajökli. Óvænt hlaup kom í Jökidsá á Sólheimasandi síðastliðið sumar og fjölmargir sigkatlar hafa myndast í kjölfar hlaupsins um allan jökulinn. „Atburðarásin í Eyjafjallajökli er búin að vera í gangi frá 1992. M fóru að mælast jarðhræringar í jöklinum, sem var nýlunda, því fram undir það hafði nánast engra hreyfmga orðið vart í jöklinum frá upphafi mælinga," sagði Páil Einarsson jarðeðlisfræðing- ur í samtali við DV. „Frá 1992 hafa orðið nokkrir toppar á virkninni. 1994 bendir ailt til þess að kvika hafi troðið sér inn á miklu dýpi. 1996 og 97 urðu minni háttar hviður af skjálftum. „Á þessu ári hefur skjálftavirkni farið vaxandi, hún byrjaði á undan umbrotunum í Mýrdalsjökli og hefur siðan verið viðvar- andi,“ sagði Páll Einarsson. í suðurhlíðum Eyjafjaila- jökuis hafa mælingar greint breytingar á jarðskorpunni. Nákvæmar landmælingar á mælipunktum í kringum Eyjaijailajökul og Kötlu sýna þessar hreyfmgar á jarðskorpunni i suðurhlíð Eyjafjailajökuls sem er að bólgna út. Landris er staðfest í suður- hlíðum Eyjafjailajökuls, sem bendir til þess að þar sé kvikusöfnun á tiltölu- lega litlu dýpi í jarðskorpunni. „Þetta eru ekki mjög hraðar hreyfmgar en mjög áberandi samt, þeim fylgja líka jarðhræringar sem eru búnar að vera viðvarandi í suðurhlíðunum síðan í júlí,“ sagði Páll Einarsson jarðeðlis- fræðingur. Viðbúnaðaráætlun í smíðum I nágrenni Eyjafjallajökuls er nú verið að fara yfir al- mannavamaáætlanir. í síðustu viku var haldinn fúndur með jarðvísindamönnum þar sem farið var yfir stöðuna í og við jökulinn. Á fundinum kom fram að hættumat fyrir svæðið þyrfti að gera og koma yrði upp sérstakri viðbragðs- áætlun fyrir nærsveitir jökulsins vegna hættu á umbrotum í honum. Borgarafundur var haldinn á Heima- landi undir Vestur-Eyjafjöllum í þess- ari viku og var fjölmennur. Þar var farið yfir stöðuna með íbúum, jarðvís- indamönnum og fúlltrúum þeirra stofnana sem að málinu koma. Gos er mögulegt, að mati vísindamanna, en þeir telja ólíklegt að það sé yfirvofandi. Þeir hvetja til mikiiiar árvekni og vöktunar á jöklinum. Heimildir um gos 1612 á reiki, gos í jöklinum 1821 Oft er getið um að á sögulegum tíma hafi gosið tvisvar í Eyjafiailajökli. Traustar heimildir eru til um gos í jöklinum árin 1821-1823. Heimildir um gos í honum árið 1612 eru á reiki. „Það er sagt að Eyjafiallajökull hafi gosið 1612 en það getur alveg eins hafa verið Mýrdalsjökuli. Það eru mjög ótryggar heimildir fyrir því gosi. Það er bara þetta ártal og sagt að Eyjafialla- jökull hafi gosið og ekkert frekar,“ sagði Þórður Tómasson i Skógum. Að hans sögn eru engar heimildir til um afleiðingar þess goss. Það sé sagt frá í annál að Eyjafiallajökull hafi gosið. En menn annars staðar á landinu hafi oft viljað rugla saman Eyjafialla- og Mýr- dalsjökli. Árið 1821 gýs í jöklinum og það held- ur út næsta ár. Þá er gosið í öskjunni norðvestan i jöklinum. Hlaupið fór niður úr Gígjökli og fram dalinn á milli Markarfljóts og Eyjafialla. Jakar sem það bar fram bárust alla leið út að Eyvindarmúla í Fljótshllð og voru að bráðna sumarið eftir. Hlaupið drap eitthvað af fé en olli ekki miklu tjóni,“ sagði Þórður. Hann segir að til séu heimildir um að samfara gosinu hafi vaxið mikið í Holtsá undir Eyjafiöll- um. Gosið stóð á armað ár en því fylgdi ekki mikið öskufall. Gos sunnan í jöklinum ógnvænlegt „Það varð dálítið öskufall sunnan undir Eyjafiöflum sem varð til þess að bændur sem bjuggu á Skálabæjum fóru með kýmar út í Sandhólma undir Vesturfiöllunum," sagði Þórður. Frá gosimi 1822 hefúr ekki orðið vart um- brota í Eyjafiallajökli fyrr en á síðustu árum nema með einni undantekningu. Rétt eftir 1930 varð feiknamikill vöxtur í frá undir Eyjafiöllum. Hún eyðilagði mikið land fyrir neðan Irárfoss, það er ekki ólíklegt að á þeim tíma hafi kom- ið einhver hiti upp á yfirborðið í jökul- jaðrinum og valdið þeim vatnavöxtum. Þórður segir að fólk undir Eyjafiöll- um taki á sér heilu þrátt fyrir ótryggt ástand í Eyjafiallajökli. „Eigi að síður er það mjög alvarleg staða ef gos kem- ur upp sunnan í jöklinum. Þá hugsun þorir maður ekki að hugsa til enda,“ sagði Þórður Tómasson í Skógum.-NH Páll Einarsson - kvikusöfnun á litlu dýpi. Þórður Tómas- son - síöustu umbrot 1822. r i Mi/.l «4 # j i J 603 Akurey L r i 4 Sunnuhlíð sími:462 4111 108 Reykjavík Faxafeni 8 sími: 533 1555 Opið: fimmtudag Föstudag laugardag sunnudag mánudag 16. des. 17. des. 18. des. 19. des. 20. des. 10-20 10-22 10-22 13-22 10-22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.