Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Page 77

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Page 77
X>"V LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 Jólatónleikar í Áskirkju Kammersveit Reykjavíkur heldur jólatónleika í Áskirkju á morgun kl. 17. Mun sveitin leika verk eftir Vivaldi, Bach og Cor- elli. Einleikarar verða Eiríkur Öm Pálsson, Ásgeir H. Stein- grímsson, trompet, Rut Ingólfs- son, fiðla, Daði Kolbeinsson, óbó, Júlíana Elín Kjartansson, fiðla, Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðla og Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fíðla. Hátíðatónleikar Mótettukórsins Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjóm Harðar Áskelssonar heldur sína árlegu jólatónleika dagana 19. og 28. desember í Hall- grímskirkju. Að þessu sinni bera tónleikamir yfirskriftina Hin feg- ursta rósin er fundin sem er heiti á gömlum jólasálmi. Kórinn flyt- ur eldri og yngri jólasáima í íjöl- breyttum útsetningum án undir- leiks. Á tónleikunum koma einnig fram sópransöngkonan Marta G. Halldórsdóttir og Sigurður Flosa- son saxófónleikari. Sigurður leik- ur af fingram fram á saxófón yfír hljóðverk sem kórinn myndar úr þekktum jólastefjum. Jólasöngvar fjölskyldunnar Á morgun verða jólasöngvar fjöl- skyldunnar í Bústaðakirkju. Böm úr Fossvogskóla flytja að venju jólaguðspjallið í helgileik. Kennar- ar í skólanum hafa annast imdir- búning og þátttaka nemenda verið almenn. Þetta samstarf Bústaða- kirkju og Fossvogsskóla hefúr nú staðið í um 20 ár. Bamakór kirkj- unnar syngur við athöfhina undir stjóm Jóhönnu Þórhállsdóttur, bjöllukórinn spilar ásamt ungling- um sem leika á hljóðfæri undir stjóm Guðna Þ. Guðmundssonar. Kór íslensku óperunnar í dag syngur kór íslensku óper- unnar fyrir vegfarendur í mið- borginni. Kórinn syngur fyrst ut- andyra kl. 15.30 á homi Banka- strætis og Skólavörðustígs. Hann býður síðan öllum sem vilja hvíla sig um stund frá önnum jólainn- ~T, . ..---------kaupa að Tonleikar hlýða áfram á ------------------söng í Aðvent- kirkjunni við Ingólfsstræti í um það bil klukkustund frá kl. 16. Kórinn mun ásamt einsöngvurum syngja nokkra hátíðarsöngva sem tengjast jólunum. Stjómandi kórsins er Garðar Cortes. Kvennakórinn Seljur Aðventutónleikar kvennakórs- ins Selja verða í Seljakirkju sunnudaginn 19. desember kl. 20.30. Á efnisskrá eru jólalög úr ýmsum áttum, einsöngur Tonje Fossnes, stjómanda kórsins, og einleikur HaUdóra Aradóttur pí- anóleikara. Einnig munu félagar úr Seljum lesa ljóð og jólasögu. Jólasöngvar í Vík í Mýrdal Á morgun verða haldnir að- ventutónleikar í félagsheimilinu Iæikskálum í Vík. Þeir sem fram koma eru Skólakór Mýrdals- hrepps undir sfjóm Önnu Bjöms- dóttur tónmenntakennara. Kór Víkurkirkju undir stjóm Kriszt- inu Szklenár organista. Nemend- ur Tónskóla Mýrdælinga undir stjóm þeirra Krisztinu Szklenár, skólasfjóra tónskólans, og Zoltáns Szklenár tónlistarkennara. Jólatónleikar Sinfóníunnar í dag verða haldnir hinir árlega jólatónleikar Sinfóníunnar í Há- skólabíói. Tónleikamir hefjast kl. 15. Tónleikamir eru að vanda helgaðir yngstu hlustendunum og efnisskráin því sett saman af jóla- lögum og öðra léttu tónlistarefni sem kynnir tónleikana, Margrét Ömólfsdóttir, mun kynna jafnóð- um sem og einsöngvara, einleik- ara og kóra. Leikin verða og sung- in lög sem tengjast hátíð ljóssins. Kaldast inn til landsins í dag verður norðlæg eða breyti- leg átt ríkjandi, yfirleitt 5-8 m/s og léttskýjað á morgun, en vindstyrk- urinn verður 8-13 m/s fyrir austan og stöku él allra austast á landinu. Frost verður víðast hvar 5 til 10 stig en mun kaldara inn til landsins. Á höfuðborgarsvæðinu verður norð- læg eða breytileg átt, 3-5 m/s og létt- ir smám saman til. Frost verður á bilinu 5 til 10 stig. Sólarlag í Reykjavík: 15.30 Sólarupprás á morgun: 11.19 Síðdegisflóð í Reykjavík: 13.29 Árdegisflóð á morgun: 02.09 Veðríð í dag Veðríð kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri skýjaö -11 Bergstaöir skýjað -9 Bolungarvík skýjaö -4 Egilsstaöir -11 Kirkjubœjarkl. Keflavíkurflv. skýjaö -6 Raufarhöfn snjóél -7 Reykjavík úrkoma í grennd -6 Stórhöfði léttskýjaó -7 Bergen slydduél 2 Helsinki rigning og súld 2 Kaupmhöfn rigning 3 Ósló rigning 3 Stokkhólmur 2 Þórshöfn snjóél -3 Þrándheimur snjókoma -1 Algarve léttskýjað 14 Amsterdam rigning og súld 6 Berlín skýjað 1 Chicago snjókoma -5 Dublin skýjað 8 Halifax léttskýjað 2 Frankfurt alskýjað 0 Hamborg rigning 4 Jan Mayen snjóél -11 London rign. á síö. kls. 11 Lúxemborg snjókoma 0 Mallorca skýjaó 10 Montreal þoka -1 Narssarssuaq hálfskýjað -14 New York léttskýjað 3 Orlando alskýjaó 14 París rigning 4 Róm skýjað 9 Washington léttskýjaö -3 Winnipeg heiöskírt -23 Salurinn og Ytri-Njarðvíkurkirkja: Jóladjass Jóladjasstónleikar verða haldnir í Salnum í Tón- listarhúsi Kópavogs annð kvöld, kl. 20.30. Fram koma Veigar Margeirsson, trompet- og flugelhomleikari, Þórir Baldursson píanisti, Róbert Þórhallsson bassa- leikari og Einar Scheving trommuleikari. Á efnis- skránni era ýmis vel þekkt og vinsæl jólalaög í út- setningum eftir Veigar. Tónleikar þessir verða einnig haldnir í Ytri-Njarðvíkurkirkju í kvöld, kl. 20.30. Veigar Margeirsson lauk meistaragráðu í tónsmíð- um og útsetningum frá University of Miami árið 1998. Að því loknu nam hann kvikmyndatónsmíðar í Los Angeles í einn vetur og hefur búið þar síðan. Þar starfar hann við tónsmíðar og útsetningar og hefur meðal annars nýlokið útsetningarverkefni fýrir sin- fóníuhljómsveitimar í Oregon og Spokane. Skemmtanir Þórir Baldursson píanóleikari er landsmönnum að góðu kunnur og hefúr leikið með öllum helstu tónlist- armönmnn landsins. Róbert Þórhallsson stundar nám í bassaleik í Conservatorium van Amsterdam í Hollandi og hefur leikið inn á fjölmargar hljómplötur og komið fram með mörgum af helstu tónlistarmönn- um landsins. Einar Scheving stundar nám við Uni- versity of Miami og hefur verið í fremstu víglínu ís- lenskra djassleikara frá unga aldri. Múladjass Annað kvöld er síðasta Múlakvöldið fyrir jól. Þá Veigar Margeirsson ásamt Þóri Baldurssyni og Róbert Pórhallssyni. veröur talið í „djamm sessjón" þar sem ýmsir spilar- ar munu leiða saman hesta sína. Múlinn hefur oft áður staðið fyrir frjálsum spilakvöldum eða svoköll- uðum „djamm sessjónum“. Þá geta þeir djassarar sem vilja mætt með hljóðfærin og látið ljós sitt skína í nýj- um og spennandi samsetningum. Tónleikamir hefjast Djass á Kaffi Nauthóli í kvöld leika þau Þóra Gréta söngkona og Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari á Kafíi Nauthóli, Naut- hólsvik. Á efnisskránni verða ýmsar þekktar djass- og jólaperlur í skemmtilegum búningi og hefst leikurinn um klukkan 20.30. Myndgátan Stólpípa 'v———Eyj»o^—1*— Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnorði. dagsönn « Finnskur leikhópur sýnir í Nor- ræna húsinu í dag og á morgun. Q-leikhúsið Finnski leikhópurinn Q-leik- húsið verður með tvær sýningar í Norræna húsinu um helgina. Fyrri sýningin er í dag kl. 16 og sú síðari kl.16 á morgun. Leiksýn- ingamar era síðasta atriðið í Nor- ræna húsinu sem tengist dag- skránni um Kalevala sem hefur staðið yfir frá því í nóvember. Q-leikhúsið hefúr vakið mikla athygli í Finnlandi fyrir frum- leika og spennandi leiksýningar. Sýning Q-leikhússins fjallar um Kalevala og hefur starfshópur safnað textunum og skrifað þá undir forystu leikstjórans Atro Kahiluoto. Sviðið er Tuonela, landamærin þar sem allar goðsagnir, helgisögur og ævintýri hefjast. í Tuonela er heimili ímyndunaraflsins, ekki hinnar skrifuðu sögu. Leikhús Sýningin er frekar eins og kvæðasöngur í leiðslu og textinn í senn „minningar og hugarflug“. Tekið er fram að ekki þurfi að kunna finnsku til að geta fylgst með sýningunni. í sýningunni segir frá ráni á Sampo og er hún hluti af stærra leikverki. í leikhópnum era leik- aramir Taisto Reimaluoto, Tarja Heinula, Jukka Maninen, Petteri Pennila, Taito Hoffrén, Juha Val- keapaa og Ilona Korhonen. Kvennakvöld í Kvennahúsi Kaffileikhúsið býður konum að taka þátt í umræðum og hlusta á ljóð og leiklist annað kvöld kl. 21. Sr. Solveig Lára, Anna Valdimars- dóttir og Sæunn Kjartansdóttir munu lesa úr nýútkomnum bók- mn sínum og boðið verður upp á umræður á eftir. Samkomur Kristjana Bjarnadóttir mun lesa úr Því að þitt er landslagið, Guðrún Eva Mínervudóttir mun lesa úr Ljúlí Ljúlí og Stefanía Thors leikur brot úr leikgerð unna upp úr bók Elísabetar Jök- ulsdóttur, Laufey. Aðventukvöld Hið árlega aðventukvöld verður í Skálholtskirkju annað kvöld kl. 21. Efnisskráin er fjölbreytt að vanda og má þar t.d. neöia Skál- holtskórinn, Bama- og Kam- merkór Biskupstungna, Stúlkna- kór Þykkvabæjar og Homaflokk Sinfóníuhljómsveitar íslands. Gengið Almennt gengi LÍ17. 12. 1999 kl. 9.15 Eininn Kaup Sala Tollnenai Dollar 71,910 72,270 72,800 Pund 116,190 116,790 116,730 Kan. dollar 48,700 49,000 49,500 Dönsk kr. 9,8820 9,9370 9,9040 Norsk kr 9,0820 9,1320 9,0830 Sænsk kr. 8,5340 8,5810 8,5870 R. mark 12,3640 12,4383 12,3935 Fra. franki 11,2070 11,2743 11,2337 Belg. franki 1,8223 1,8333 1,8267 Sviss. franki 45,8600 46,1100 45,9700 Holl. gyllini 33,3588 33,5592 33,4382 Þýskt mark 37,5867 37,8125 37,6761 ÍL líra 0,037970 0,03819 0,038060 Aust sch. 5,3424 5,3745 5,3551 Port. escudo 0,3667 0,3689 0,3675 Spá. peseti 0,4418 0,4445 0,4429 Jap. yen 0,698700 0,70290 0,714000 Irskt pund 93,342 93,903 93,564 SDR 98,910000 99,50000 99,990000 ECU 73,5100 73,9500 73,6900 . Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.