Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 67

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 67
DV LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 Kristinn E. Andrésson deildi og drottnaöi í Máli og menningu og hef- ur sennilega einn vitaö hiö rétta um fjármál byggingarinnar. Hér er Krist- inn ásamt Þóru Vigfúsdóttur, eigin- konu sinni. um aðferðum beitt til að afla fjár frá Sovétríkjunum til starfsemi þess. Sú leið sem oftast var farin var að gefa út rit sem Sovétmenn kostuðu að einhverju eða öllu leyti. Fáeinar tilraunir voru gerðar til að taka lán í Sovétríkjunum til að greiða banka- skuldir vegna húsbyggingar forlags- ins í miðbæ Reykjavíkur en þær til- raunir báru takmarkaðan árangur. Á þessum árum fékk flokkurinn beina styrki sem kunna að hafa ver- ið notaðir í þágu forlagsins. Slíka styrki fékk það einnig í tvígang undir lok sjöunda áratugarins. Kristinn E. Andrésson hafði frá upphafi stýrt Máli og menningu. Þó að fleiri sætu að jafnaði í stjóm fé- lagsins ber flestum saman um að í mörgum praktískum málum, eink- um fjármálum, hafi Kristinn verið einráður og í raun verið einn til frá- sagnar um meö hvaða aðferðum bil- ið var á endanum brúað. Mál og menning réðst á þessum árum í framkvæmdir sem voru félaginu í raun ofviða, jafnvel þó að Sósíalista- flokkurinn mætti reiða sig á stóran hóp dyggra og fómfúsra stuðnings- manna sem sannarlega lágu ekki á liði sínu gagnvart Máli og menn- ingu heldur. Því einkenndist sam- band Kristins við fulltrúa Sovétríkj- anna í sendiráði þeirra í Reykjavík og fulltrúa flokksins í miðstjóm hans í Moskvu af viðræðum um peninga, um leiðir til að jafna reikn- inga í bönkum, greiða skuldir og standa straum af rekstri bókaútgáf- unnar og starfsemi MÍR. 45 milljónir til M&M Að lokum er rétt að grípa niður í kafla þar sem Jón dregur saman npkkrar tölur um fjárstuðninginn úr austri: „Sósíalistaflokkurinn fékk beina styrki úr sjóði sem var notaður til að styrkja vinstrihreyfingar á Vest- urlöndum að minnsta kosti fjórum sinnum á árunum 1956 til 1966. Þetta vom ríflegar peningaupphæð- ir miðað við annan fjárstuðning við flokkinn og félög tengd honum eða 20 þúsund bandaríkjadollarar 1956, 30 þúsund 1959,... Auk þeirra fékk flokkurinn 25 þúsund 1963 og önnur 25 þúsund 1966. Nú liggja ekki fyrir aðrar heim- ildir um þessar úthlutanir en tölur á blaði, auk beiðna Einars og Krist- ins um fé 1956 og 1959. Hinsvegar er vitað að Mál og menning fékk beina styrki 1968 og 1970, hvom um sig að upphæð 20 þúsund dollarar. Það má því varpa fram þeirri tilgátu, sem þó verður að undirstrika að er að- eins tilgáta að svo komnu máli að allt þetta fé hafi runnið til Máls og menningar eða 140 þúsund dollarar á árunum 1956-1970. Það jafngildir því að á þessum árum hafi félagið fengið tæplega 45 milljónir í sinn hlut sé miðað við gengi í október 1999. Til samanburð- ar má geta þess að brunabótamat hluta Máls og menningar og dóttur- fyrirtækja þess í húseigninni við kmmmm 3- ^ 31.12.1999 Húsið opnar 00:30 Allt frítt á barnum aWa nóttina I* 3 Miðaverð kr. 4.900.- 1X2000* 2 l IS Fordrykkur Koníakslöguð humar- súpa meó rjómatoppi • Hvítvín meó forrétti • Pekingönd meó Grand Marnier appelsínusósu, hunangsgljáðum kartöflum og eplasalati • Rauðvín meó aóalrétti • Djúpsteiktur konfektís meó karamellu-möndlusósu • koníak eóa líkjör meó kaffinu Verð aðeins kr. 5.250.- L.A. Café • Laugavegi 45 Pantanir í síma 562 6120, fax 562 6124 2i 5Í _______ bókarkafli Laugaveg 18 var um 136 milljónir um mitt ár 1999.“ Reynt að hylja slóðina og enginn talar Jón lýsir því hvernig flokksyflr- völd í austurvegi og Einar 01- geirssson sneru saman bökum um að hylja slóðina eftir íjárveitinguna. Einar fór austur 1956 og bað um pening. Hann sagði þegar heim kom að beiðni hans hefði verið vel tekið en Jón finnur ekkert í plöggum sendiráðsins sovéska um beinan styrk. Á þessum tíma var venjan sú aö sérstakur sendiboði frá KGB fór með fjárstyrki af þessu tagi á áfangastað og verður því að teljast líklegt að Einar Olgeirsson hafi sflmdum opnað dymar fyrir slav- neskum töskuberum sem komu fær- andi hendi því Jón telur alls ekki útilokað að hann hafi veitt fénu við- töku sjálfúr. Á þessum árum var því statt og stöðugt haldið fram í málgögnmn hægri manna á íslandi að sovéskt fé rynni til Máls og menningar og Þjóðviljans og fleiri fyrirtækja. Hús Máls og menningar við Laugaveg var uppnefnt „Rúblan" af þessum sökum. Þetta var jafnan kallað „Moggalygi“ á vinstri vængnum. Nú þegar fleiri fræðimenn en Jón Ólafsson, hafa rýnt í skjöl og sýnt fram á að megnið af þessu var satt og rétt verður fátt um svör. Flestir þeir sem gætu veitt upplýsingar eru komnir í gröfina. Hinir sem eru það ekki eru þöglir sem gröfin. Heimabíó Sprengjan Nýjasta og fullkomnasta tœknl á einstöku verði! Framtíðarútlit - vönduð hönnun Super-5 Digital Blackline myndlampi 180 W - 300 W magnari 6 framhátalarar 2 bassahátalarar 2x2 bakhátalarar 3 Scarttengi að aftan 2 RCA Super VHS/DVD tengi að aftan Super VHS, myndavéla- og heyrnartækjatengi að framan Barnalæsing á stöðvar Glæsilegur skápur á hjólum með 3 hillum TOSHIBA heimabíótækin kosta frá aðeins kr. 134.900 stgr. með öllu þessu!! TOSHIBA Pro-Logit: tækin eru margverðlaunuð af tækniblöflum í Evrópu og langmest seldu tækin í Bretlandi! TOSHIBA ERU FREMSTIR í TÆKNIÞRÓUN. Hönnuflir Pro-Logic heimabíókerfisins - 0V0 mynddiskakerfisins og Pro-Drum myndbandstækjanna. Önnur TOSHIBA tæki fást í stærðunum frá 14" til 61" *Staflgreitouafsláttur er 10% Fáðu þér framtíðartæki hlaðið öllu því besta - Það borgar sig! i/is Einar Farestveit &Cahf. Borgartúni 28 • Símar: 562 2901 & 562 2900 ■ www.ef.is C
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.