Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 49 Snæfell Hæð: 1833 m. Göngubyrjun: Snæfellsskáli (800 m). Gönguleið: Aðallega skriður og fannir (jökull); á leiðinni eru ekki jökulsprungur. Uppgöngutími: 4-6 klst. Gönguhækkun: 1030 m. Göngulengd: 7-8 km. Kort: 95, 2214 IV. Leiðarmat: Löng og meðalerfið en nokkuð greið leið á eitt allra hæsta fjall landsins. Hættuiaus haldi menn sig frá sprungusvæðum jökla með því að fara neðarlega yfir þá og víkja ekki af þekktum gönguleiðum. Snæfell er hæsta fjall landsins utan jökla og eldfjallaættarsvipurinn leyn- ir sér ekki. Fjallið er hæsti hluti litill- ar megineldstöðvar. Að nokkru er það byggt upp úr efhum úr gosum undir ísaldaijökli en merki eru þar um eld- gos ekki nema 10-20 þúsund ára göm- ul, segja sumir, en aðrir jarðfræðing- ar hallast að því að yngsti hluti fjalls- ins sé um 150.000 ára. Á Snæfelli eru þrír skriðjöklar eða urðaijökiar, auk jökulfanna, og mestallur kollur fjalls- ins er þakinn jökli. Það er svipmikið og hátt að sjá úr fjarska en reynist þó ekki mjög erfltt uppgöngu; fært öllum sæmilega vönum göngumönnum. Menn hafa ekið vélsleðum á tindinn. Þetta kort sýnir gönguleiðina upp á Snæfell eins og höfundarnir, Ari Trausti Guðmundsson og Pétur Þorleifsson, leggja hana niður. Sveinn Pálsson, læknir og könnuð- ur, reyndi að ganga á fjallið við þriðja mann 1794 en komst ekki alla leið sak- ir illviðris. Það tókst hins vegar Guð- mundi Snorrasyni frá Bessastaða- gerði í Fljótsdal í ágúst 1877. Sveinn Jónsson á Egilsstöðum teymdi hest upp á hátind Snæfells árið 1925. Stundum er farið á fjallið úr norð- austri, frá stað þar sem Snæfellsbúðir stóðu við Hafursfell meðan fyrri kannanir vegna virkjana fóru fram á þessum slóðum. Önnur gönguleið er á ijallið úr suðvestri. Þá er farið í suður frá Snæfellsskála og utan með dal sem skerst þar í fjallið inn á hrygg er nær úr suðvestri upp í fjallið. Hér verður breytt út af þessari síðamefndu leið. En hver sem leiðin er verður að muna að Snæfell er hátt og getur verið „kalt fjall“ og auðvelt er að rata þar í ógöng- ur í blindu, einkum ef menn lenda í skriðjöklunum og klettabeltunum sem eru há sums staðar. Gengið er frá Snæfellsskála í aust- ur beint upp brekkuna við hann, áleiðis á upptyppt undirfjall sem heit- ir Hamar (1338 m). í stað þess að ganga hæst upp á fjallið er farið sunn- an við háflaEið (hægra megin) og sneitt eftir hjalla utan í þvl í um 1100-1150 m hæð uns komið er á lítt hallandi fannir sem eru við jaðar skriðjökuls ofan af fjailinu. Jökullinn klofnar um Hamar. Fram undan er suðvesturhryggurinn ofan úr fjallinu og er brattinn þar upp þeim mun minni sem stefnt er neðar á hann. I kvöld kemur til byggöa Skyrgámur JAPISS bókarkafíi Leiðin á snjó að hryggnum er alllöng og getur verið blaut og kröpuð í hlýju veðri. Uppi á breiðum hryggnum er auð, hörð skriða úr rýólíti (,,líparíti“). Fannir liggja ofarlega á hryggnum lengi sumars. Á ávölum hnúk er beygt til hægri og stefht á pall eða öxl neð- an við kollóttan hátindinn. Forðast ber að nálgast klett sem stendur upp úr hjarninu sunnan í háfjallinu (sprunguhætta) en sjálfur kollurinn rís örlítið í norðaustur. Hér eru fjalla- menn löngu komnir á snjó og þarf að troða hann alla leið á einn allra besta útsýnisstað á landinu. Þaðan sést frá Lónsöræfum, Austurlandi og jöklaris- unum til nær alls norðurhluta lands- ins í einni sjónhendingu - að Vest- fjörðum slepptum. Hinn máttugi Vatnajökull skyggir nokkuð á útsýnið til suðurs og vesturs en Snæfellið er svo hátt að vel sést um jökulhvelin allt til Öræfajökuls. (ATG) Snæfell er hæsta fjall landsins utan jökla. Af tindi þess er góð útsýn yfir hina umdeildu Eyjabakka. Af toppnum má svo síöar horfa yfir spegilslétt Eyja- bakkalón þegar og ef Eyjabökkum verður sökkt. kar á sunnudagskvöld kemur til byggða Biúgnakrækir JAPISS Lítil raftæki frá Siemens og Bomann. D3TT Sjónvarpstæki, myndbandstæki, hljómtæki og útvarpstæki frá Dantax, Metzog Roadstar. SIEMENS GSM-farsímar, þráðlausirsímar, Loftlampar, vegglampar, borðlampar, gólflampar, skrifborðslampar frá Aneta, Lival og fleiri góðum lampafyrirtækjum. þráðlaus símkerfi og venjulegirsímar frá Siemens. Jólagladninginn færdu hjá Smith & Norland SMITH & NORLAND Nóatuní 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is I Akranes. Rafþjór-uotá Síquiúúr* * Borgarnes: G: 'nir • Snjeféiisbær: Blórn'.tnrvélUr • Grundarfjörðtfr: G .:>ni He ■fjfirfis.sori • Stykki«hófrriur' Skipaé/ik • Búdntfíatw: Anubúö • ísafjöföur; Pólhriff»Hvarnrnstangi: Skjanr'. • Sauöárkrókur; í'afsiá • Síglufjorður. ] Torfþð • Akure/ri: Ljósgiafinn • Héwavík: ór/tjgi • Vopnafjöfður ftafrnagr-w. Árna fA. • Ne'ikaupstaóur RafairJa • Reyðarfjörður: | Psf /élaverkst. Arna ’ • Egilsstaðir. G/»ínn GuómMfidsáón • Br&iðdaisvik; Gtnfán N. Stefófiíiori • Hofn í Hornafirði; Krúrn og j r /í” • Vik í Mýrrlal; Klakku'r • Ve-.trrianriaayjar: Trévnrk • HvoHvöllur: Rafrnaönv/erk';: '•'P • Halla: Giisá • SftMoss /■'/ '/ • • j • Gríndavik: f'íifborcj • Garður. Paf?.x-/;a / g, Ingvarssor ar • Koftavík i.jósbofjinri • Hafnarfjörður. Rafbúð V ■ a. /• ‘as/a.ó:.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.