Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 T>V Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVlK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftanrerö á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Kosningar nægja ekki Ef menn halda, aö lýðræöi sé á íslandi vegna þess eins, að menn fái að endurkjósa flórflokkinn sinn á fjögurra ára fresti í sex áratugi, þá geta þeir alveg eins haldið, að lýðræði ríki í Rússlandi, af því að þarlendir fái að end- urkjósa flokkana sína örar en íslendingar geta. Margt fleira feflur undir skilgreiningu lýðræðis en kosningar einar. Fremst er í flokki jafnrétti manna fýrir lögum og rétti, valddreifing og hvers kyns tjáningar- frelsi, en einnig koma til sögunnar ýmis réttindi, svo sem tfl sérvizku á borð við minnihlutaþjóðemi. í Rússlandi ríkir ekki lýðræði, þótt menn fái að kjósa frjálst í kosningum. Menn em ekki jafnir fyrir lögum og rétti, því að glæpaflokkar stjórna lögreglu og dómstólum. Og réttindi minnihlutaþjóða eru ekki virt, svo sem skýr- ast sést af fjöldamorðum hersins í Tsjetsjeníu. Fjölmiðlar í Rússlandi em flestir annað hvort í eigu ríkisins og undirdeilda þess eða í eigu ræningjabaróna, sem hafa eignazt einkavæðingu ríkisfyrirtækja fyrir ekki neitt. Fjölmiðlun landsins er knúin í þágu stjórn- valda og nokkurra stórvirkustu þjófa landsins. Hér á landi hefur lýðræði aukizt á undanförnum ára- tugum, en ekki vegna breytinga á þingræði eða kosning- um. Tjáningarfrelsi er nánast ótakmarkað, því að fjöl- miðlar em yfirleitt galopnir fyrir hvers konar skoðun- um, þótt viðurkenndar skoðanir fái betra rými. Jafnrétti fyrir lögum og rétti hefur skánað, þótt enn sé óráðlegt að reyna að sækja perra og nauðgara að lögum. Umbætur í réttarfari hafa komið að utan, þaðan sem erkibiskups boðskapur heyrist frá Bruxelles. íslenzkir dómstólar hafa neyðst til að hlusta á boðskapinn. Við höfum blessunarlega afsalað fuflveldi dómstóla landsins í hendur erlendra dómstóla hjá Fríverzlunar- samtökunum, Evrópska efnahagssvæðinu og síðast en ekki sízt sjálfu Evrópusambandinu. Þetta hafa margir litlu mennirnir í þjóðfélaginu getað notfært sér. Hinn ljúfi andvari lýðræðisins frá meginlandi Evrópu hefur ekki náð að breyta viðhorfum til minnihluta á sama hátt. Enn er litið á lettneska sjómenn og pólskt fiskverkafólk sem eins konar dýrategundir, er ekki falli undir lög og reglur um félagslegt réttlæti í landinu. Þvert ofan í það, sem tíðkast hvarvetna í kringum okk- ur og aflra mest í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum, er lítið gert af því að reyna að sætta sjónarmið. Stjómar- meirihluti á Alþingi telur það heilaga skyldu sína að stíga hvergi hálft skref til móts við minnihluta. Okkur hefur líka miðað hægt við að framfylgja dreif- ingu valdsins, sem erlendis er einn af mikilvægustu homsteinum lýðræðis. Hér á landi halda pólitískir valda- menn dauðahaldi í skömmtunaraðstöðu sína tfl að deila og drottna á ótrúlegustu sviðum þjóðlífsins. Orsakir lýðræðis og skorts á lýðræði á íslandi em margar. Almenn markaðslögmál ráða því, að skoðana- frelsi ríkir. Aðfld okkar að fjölþjóðasamtökum ræður því, að jafnrétti hefur aukizt fyrir lögum og rétti, en hef- ur ekki enn hjálpað okkur í málefhum minnihluta. Almennt má segja, að fremur góð staða lýðræðis á ís- landi í samanburði við lönd á borð við Rússland er, að hér á landi er ferðinni tfl framtíðarinnar ýmist stjórnað af utanaðkomandi þjóðfélagslögmálum eða af utanað- komandi skuldbindingum á fj ölþj óðavettvangi. Sem algerir þiggjendur á sviði lýðræðis, hæfir ifla, að menn berji sér á brjóst og bendi á kosningar á jgögurra ára fresti sem sönnun þess, að hér ríki lýðræði. Jónas Kristjánsson Risaveldið og sameinuðu þjóðirnar Þótt talsverða samsvörun megi finna á milli þess hlutverks sem Bandaríkin gegna nú í heimsmálun- um og þess hlutverks sem Bretland gengdi þar til snemma á þessari öld hafa aðstæður í heiminum breyst svo mjög að lexíur sögunnar koma ekki allar að miklu haldi við mat á hætt- um og möguleikum slíks hlutverks. Líkt og Bretland undir lok heims- veldistíma síns hafa Bandaríkjamenn komið upp umfangsmiklu og hnatt- rænu kerfi af bandalögum við ríki ailt í kringum hnöttinn. Og líkt og með bandalög Bretlands þá eru þessi bandalög sjaldnast á jafnréttisgrund- velli þótt báðir aðilar kunni að hagn- ast. Fáir Evrópumenn myndu þó lík- lega samþykkja nýlega orð um þetta efni frá Brzezinski, fyrrverandi ör- yggsmálaráðgjafa Bandaríkjaforseta og einum áhrifamesta álitsgjafa Bandaríkjanna í alþjóðamálum. Brzezinski segir Vestur-Evrópu vera lítið annað en bandarískt verndarsvæði og að evrópsku Natóríkin minni helst á hjálendur og skattlendur heimsvelda fortíðarinnar. Þótt flestum þyki þetta miklar ýkjur er í þessu sannleikskom sem hefur orðið Evrópusam- bandinu hvati til yfirstandandi tilrauna til aukins sjálfstæðis frá Bandaríkjunum í þeim greinum örygg- is og utanríkismála sem snúa beinna að Evrópu en Bandaríkjunum. Munurinn á hlutverki hins ráðandi stórveldis í samtímanum og í fortíðinni felst þó frek- ar í því umfangsmikla kerfi alþjóðlegra og svæðis- bundinna stofnana sem Bandaríkin eiga nú kost á að vinna með. Það er ekki ólíklegt að í framtíðinni muni menn líta til þeirra ára sem nú líða sem tíma glataðra tækifæra í þessum efnum, ekki aðeins fyrir heiminn og friðinn heldur líka fyrir Bandaríkin sjálf. SÞ í aukahlutverki Bandaríkjamenn vinna auðvitað með fjölda alþjóð- legra stofnana og eru raunar stundum gagnrýndir fyrir að nota sumar þeirra óhóflega mikið til fram- dráttar eigin stefnu og hagsmunum. Lengst af hafa Bandaríkjamenn hins vegar sniðgengið öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sem er þó eina stofnunin í heiminum sem getur löghelgað alþjóðlega valdbeit- ingu, að ekki sé talað um marg- ar af þeim stofnunum SÞ sem hafa minna pólitískt mikilvægi. í þau tiltölulega fáu skipti sem Bandaríkjamenn hafa kosið að nota öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sem helsta tækið til lausnar í stórum alþjóðlegum deilumálum hefur það gerst vegna sérstakra og óvanalegra aðstæðna, eins og t.d. í aðdrag- anda Kóreustríðsins og í Persaflóastríðinu. Ástæðurnar fyrir þessu eru að hluta til aug- ljósar. Bandarikjamenn geta ekki vænst því að ráða niður- stöðum Öryggisráðsins í öllum málum því að önnur stórveldi, eins og Kína og Rússland, hafa þar neitunarvald. Bush, fyrr- verandi forseti Bandaríkjanna, hefur gefið til kynna að í Persaflóastríðinu hefðu Banda- ríkjamenn haldið stefnu sinni til þrautar þótt Öryggisráðið hefði ekki gert hana að sinni. í málefnum Balkanskaga hafa Bandaríkjamenn líka einungis kos- ið að vinna í gegnum Sameinuðu þjóðimar þegar engir aðrir álitleg- ir kostir hafa blasað við, eins og samvinna við Nató í Kosovo, eða nánast einhliða forusta þeirra sjálfra í Dayton-samningunum. Þegar kemur að Mið-Austurlönd- um hafa Bandaríkjamenn beinlínis komið í veg fyrir að Öryggisráðið eöa aörar alþjóðastofnanir fái þar nokkurt hlutverk sem máli skiptir. Öryggisráð SÞ og Sameinuðu þjóð- irnar yfirleitt hafa þannig ýmist fengið aukahlutverk eða ekkert hlutverk í utanríkisstefnu Banda- ríkjanna. Markmið í utanríkis- málum Ástæðurnar fyrir þessu eru að mestu ótengdar þeirri spumingu hvort stofnanir Sameinuðu þjóð- anna eru yfirleitt nothæfar til lausnar á alþjólegum deilumálum. Þær snúa frekar að bandarískum stjórn- málum. Þar heyrir það auðvitað ekki til tíðinda að ut- anríkistefna ríkis miðist við hagsmuni þess sjálfs og þar eru Bandaríkin engin undantekning. Bandaríkin munu hins vegar skaða sín eigin markmið með því að halda áfram að sniðganga öryggisráðið og veikja stofnanir SÞ. Sérstakar aðstæður og hefðir i banda- rískum stjómmálum gera stuðning við Sameinuðu þjóðirnar og alþjóðastofnanir almennt afar erfiðan fyrir ríkisstjóm landins. Núverandi stjórn, eins og margar fyrri stjómir, hefur líka frekar kosið að nota SÞ sem blóraböggul þegar illa fer en sem tæki í þágu friðar og stöðugleika. Slagorð ársins í umræðum frambjóðenda til forsetakjörs i Bandaríkjunum er líka „fullveldi Bandaríkjanna". Með því er átt við að Bandaríkin eigi að taka þátt í alþjóðamálum en að þau eigi að gera það algerlega á eigin forsendum. Vegna yfirburðastöðu Bandaríkjanna er þessi hugsun hættuleg fyrir stöðugleika í heiminum. Hún byggir líka á mikilli skammsýni því að Bandaríkin gætu náð flestum af sínum heiðarlegri langtímamarkmiðum mun betur með því að stuðla að auknum styrk al- þjóðastofnana og þá ekki síst öryggisráðsins. „Bandaríkin gætu náð flestum af sínum heiöarlegri langtímamarkmiðum mun betur með því að stuöla aö auknum styrk alþjóðastofnana og þá ekki sist Öryggisráðsins." Erlend tíðindi Jón Ormur Halldórsson skoðanir annarra Á hraöbraut inn í Evrópu „Framkvæmdastjóm ESB hefur margsinnis gagn- rýnt nýju löndin sem sækjast eftir aðild fyrir að taka ekki nægilega til í umhverfismálum til að geta orð- ið tæk í sambandið. Með það í huga er stefna Fjár- festingabanka ESB (EIB) gagnrýni verð. Án nokkurs vafa er þörf fyrir mikla aðstoð frá hinum ríku aðild- arlöndum ESB til hinna fátæku umsóknarlanda á bak við jámtjaldiö fyrrverandi. Nóg er af vandamál- unum. Þörfin er æpandi. Og ESB ræður yfir fullum kistum af peningum sem það lánar fátækum frænd- um okkar fyrir autan með lágum vöxtum. En á hvað skildi EIB leggja mesta áherslu þegar hann deilir af gjafmildi sinni út lánum með lágum vöxtum? Hrað- brautir. Hraðbrautir í kílómetratali. Hraðbrautir fyrir milljarða evra.“ Úr forystugrein Aktuelt 16. desember. Skiljanlegt hatur „Rússneska öryggisþjónustan hatar vestræna blaðamenn jafnmikið og KGB, sovéskur forveri hennar. Einkum þegar blaðamennimir eru nógu hugrakkir til að fara til Tsjetsjeníu og greina frá glæpunum sem þar eru framdir. Maður getur skilið reiði rússnesku útsendaranna þegar þeir sjá mynd- imar sem Bruno Stevens kom með, svo vel lýsa þær kerfisbundinni umbreytingu 300 þúsund manna borgar í einskismannsland eins og það gerist á tunglinu." Úr forystugrein Libération 17. desember. Parið sem átti aldrei sjéns „Leiðir Telenor og Telia skilja. Samruni norsku og sænsku símafyrirtækjanna hefur aldrei fengið sjéns á viðskiptasviðinu. Endalokin em ósigur fyrir sósíalpólítíska stefnu í viðskiptum sem hefði átt að vera dauð fyrir löngu. Undrandi umheimur hefur fylgst með einkennilegum metingi sem kom í stað vinnu á viðskiptalegum grundvelli. Þetta hafa ekki verið bestu stundir Noregs og þá heldur ekki Sví- þjóðar."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.