Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 33"V iheygarðshornið Jólasveinarnir eru ekki í boði kók * * * Auglýsendur eru eins og maður sem mætir óboðinn í fjölskylduveislu og fer að láta eins og veislan sé sérstaklega á hans vegum. Það er nánast eitthvað pínlegt við það hvemig þeir reyna að nudda sér utan í það sem fólki er kært - einkum böm - til að reyna að koma því svo fyrir að þær góðu kenndir sem góðu hlutimir í lífi okkar yf- irfærist yfir á þá. Fjölskyldu- kenndir er reynt að yfirfæra á tryggingarfélög. Heilbrigða sjáifsmynd er reynt að yfirfæra á bfla. Ánægju af kynlífi er reynt að yfirfæra á kex. Kókinu er meira að segja eftirlátið að bjóða fólk vel- komið til landsins í flugstöð Leifs Eiríkssonar, svo að það fái á til- finninguna að ísland sé eitthvað sérstaklega á vegum þess drykkj- ar. Það er eins og við fáum ekki að hafa neitt út af fyrir okkur. Og smám saman hefur framleið- endum verið talin trú um að hægt sé að auglýsa allt. Samt er herba- life aldrei auglýst. Og gengur sennilega jafii vel og raunin er einmitt af þeim sökum. * * * Hér á landi virðist útbreiddur sá misskilningur meðal framleiðenda hvers kyns vamings að allt snúist um markaðssetningu vamingsins - en eðli þessa vamings skipti engu máli. Gott dæmi um það era kjúklingamir. Þegar upp komst í fjölmiðlum um kamfýlusýkta kjúklinga í stærstu kjúklingabú- um landsins og Hoflustueftirlitinu mistókst það ætlunarverk sitt að kveða niður ailan fréttaflutning þar um þá var eins og eina úrræð- ið sem mönnum datt í hug að grípa til í vandræðunum væri að leggja út í umfangsmikla auglýsingaher- ferð þar sem með fínlegum hætti var gefið til kynna að neytendur væm eiginlega svo miklir sóðar að þeir gætu sjálfum sér um kennt að veikjast: þeir yrðu að muna að nota ekki sömu bretti fyrir græn- meti og kjöt og svo framvegis, og allt í einu var maður kominn með á tflfínninguna að það að elda kjúkling væri sérstakt fag fyr- ir menn með langskólanám að baki í kjúklingafræðum. Ekki hvarflaði að neinum að loka einfaldlega sýktu búun- um og eftirláta þeim búum þar sem vel er staöið að framleiðsl- unni að selja neytendum þenn- an fina mat. Ekki hvarflaði heldur að einokunarhringnum Baugi að hætta að verðlauna skussana með því að hafa kjúklinga frá þeim í verslun- um sínum, enda sýktir kjúklingar eflaust ódýrari en ósýktir; það hlýtur að fylgja þvi meiri framleiðslukostnað- ur að gæta hreinlætis. Nýlega kom fram í fréttum að listsýning hefði verið í Kringl- unni þar sem meðal annars var málverk af sjálfum Jesú Kristi. Það fylgdi svo fréttinni að kaupmenn í Kringlunni hefðu kvartað yfir myndinni af Jesú því hún hefði skyggt á vaminginn. Jesús var þannig gerður brottræk- ur úr musterinu - enda rakst hann aldrei vel í slík- um stöðum á meðan hann var á meðal manna. Þar með er ekki sagt að við skyldum ekki kaupa neitt fyrir jól- in, eða að það samræmist ekki „Og smárn saman hefur framleiöendum veriö tal- in trú um að hœgt sé að auglýsa állt. Samt er herbalife aldrei auglýst. Og gengur sennilega jafn vel og raunin er einmitt af þeim sökum. “ Guðmundur Andri Thorsson anda jólanna að gleðja sína nán- ustu með jólagjöfum. Andi jólanna er vissulega kaupskapur: andi jól- anna er eyðslusemi og viss tryll- ingur sem íslendingar virðast þurfa á að halda, meira að segja tryllingur í því að hafa það huggulegt. Samt er ágætt að hafa það á bak við eyrað, sé maður alveg að bugast því það eigi eftir að gera svo margt - þvo, kaupa, hreinsa eldhús- skápa, taka til í geymslunni, kaupa, kaupa, kaupa - að í rauninni þarf maður ekkert nema eitt kerti. Því þessi jól era i boði Jesú Krists. Það var eitthvað raunalegt við að heyra það auglýst í út- varpinu að fyrsti jólasveinn- inn kæmi til byggða í kókbil og yrði á laugaveginum klukkan eitthvað - í boði kók. Jólasveinamir era ekki í boði kók. Jólasveinamir tengjast kóki ekki á nokkum hátt. Þetta minnti mann óþyrmi- lega á þá staðreynd að aug- lýsendur em boðflennur í lifi okkar. dagur í lífi Erfiður darjur hjá Kjötkróki - jólasveinn lýsir annasömum aðventudegi Það er enginn dans á rósum að vera jólasveinn. Það að sitja auð- um höndum næstum því aílt árið en vinna svo myrkranna á mflli einn mánuð á ári á ekki við alla. Til dæmis á það alls ekki við mig. En ef maður er fæddur til að vera jólasveinn þá er maður auðvitað jólasveinn og verður að lifa og hrærast í sínum jólasveindómi. Ég vaknaði með bræðmm mín- um og foreldrum og jólakettinum í hellinum fyrir allar aldir eins og venjulega. Þetta er samheldin fjöl- skylda sem tekur starf sitt mjög al- varlega enda er starfiö meira í ætt við köllun en venjulega. Þegar ekki er aðventa eða jól er þetta friösælt líf í heilinum. Við sveinamir og Leppalúði faðir okk- ar og Grýla móðir okkar sofum oft lungann úr árinu. Djúpur og lang- ur svefn getur varað í nokkrar vikur í senn, hádegislúr getur náð yfir nokkur hádegi og hænublund- ur nær yfir eina nótt. Jólaköttur- inn liggur í dvala og það er ákaf- lega friðsælt. Þetta er erfitt líf Þetta er ekki svona á aðvent- unni. Þá erum við jólasveinar og okkar fólk tiltölulega vel vakandi og sofum lítið eða ekkert mflli þess sem við rækjum starf okkar. Það sem er heldur verra er að okkar náttúrulega innhyggða eðli vakir á þessum árstíma og það hefur tals- verð áhrif á daglegt líf í hellinum. Þannig er ég Kjötkrókur kvalinn af sífelldri löngun í reykt lamba- kjöt, Hurðaskellir skellir hurðum í þráhyggju allan sólarhringinn, Gáttaþefúr snusar af öllu og öllum og Kertasníkir er sístelandi kert- um og vill helst láta loga á þeim öllum all- an sólarhring- inn og hinir sveinamir eru helteknir af eðli sínu og finna því útrás með einhverj- um ráðum. Jólakötturinn vafrar um hvæsandi og urrandi og brýnir klæmar á sofandi jóla- sveinum þegar sá gállinn er á honum. Af þessum sökum er lítill eða enginn svefnfriður í hellinum og við erum í slysahættu af kettinum og af kertafikti Sník- is stafar veru- leg eldhætta. Eini sveinninn sem lætur okk- ur hina í friði er Gluggagægir sem liggur á gluggum úti um allan bæ. Jólasveindómur Þegar við vöknum á morgnana Aðventan er háannatími jólasveina og þessi, sem skemmtir börnum á barnadeild Hringsins, er áreiöanlega sveittur undir húfunni. DV-mynd PÖK stendur Grýla móðir okkar við pottinn og eldar hafragraut ofan í þrettán svanga sveina meðan Leppalúði fer yfir verkefhalista dagsins með okkur sveinunum og deilir út skemmtunum og gjafa- dreifingu tfl sem flestra. Þetta era ekki friðsamar samkomur. Allir vflja gera eitt- hvað annað en þeim er sagt aö gera. Ég vil helst fá að starfa í mötuneytum kjötvinnslufyrir- tækja, matvöra- búðum og þess háttar en er sendur á barna- spitala. Stúfur vælir stöðugt yfir því að hann sjái illa frá sér í mannþröng, krakkamir toga í skeggið á hon- um og um dag- inn tók hann hundur og bar hann inn i garð. Það er vont að vera lítill. Þetta hef ég alltaf sagt. Jólakötturinn telur sem fyrr að vaxandi út- breiðsla hunda geri starf hans æ erfiðara og telur að sem slíkur sé hann í útrýming- arhættu. Hann hótar að leita pólitisks hælis í Kattholti. Hurðaskellir hatar sjálfvirkar hurðir og snúningshurðir og hélt innblásna ræðu á fundi dagins gegn slíkum nútímauppfinning- um. Þetta er leiðinlegt en það verð- ur að leyfa honum að rausa. Þá líð- ur honum betur. Stekkjastaur sýndi mér grein í blaði þar sem því var haldið fram að hangikjöt væri óhollt og fullt af harðri dýrafitu og ég veit ekki hvað. Ég verð dapur þegar ég les svona þvætting. Ég er sennilega ekki á réttri hillu í lífinu eftir allt saman. Ég vil vera jólasveinn Allar þessar efasemdir mínar hverfa þegar ég kemst loksins inn á bamaspítala Hringsins. Að vísu sortnaði mér fyrir augum af löng- un og þrá þegar ég fann ilm af hangikjöti úr eldhúsi sem ég átti leið fram hjá. í stundaræði stal ég mér flís af feitum sauð. Ég er bara svona. Ég get ekki öðravísi verið. Bömin á barnaspítala Hringsins fógnuðu mér innflega og við út- býttum gjöfum, gengum kringum jólatréð og sungum fullum hálsi öll skemmtilegu jólalögin sem ég er nú farinn að kunna ágætlega og verð seint leiður á. Svo gekk ég yfir sjó og land heim í hellinn og Grýla mamma hellti upp á heitt kúmenkafii fyrir mig og lét mig hafa þurra sokka. Þar sem ég sat við hlóðimar hjá henni þá varð mér ljóst það sem er gott að vita. Það er gott að vera jólasveinn. -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.