Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 33
JOV LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 %ðta! 33 Með undraheim kollinum Það var með töluverðri eftirvænt- ingu sem ég knúði dyra á 11 Maiden Lane í Lundúnum. Þar er til húsa fyr- irtæki sem heitir The Digital Village. Ætlunin var að hitta Douglas Ad- ams, eiganda fyrirtækisins og höfund skáldsögunnar „The Hitchhikers Guide to the Galaxy“, en sagan kom út í íslenskri þýðingu minni nýlega. Tilfmningin hlýtur að hafa verið svip- uð og fyrir körfuboltamann úr Kefla- vík að hitta Shaquile O'Neil, eða fyrir unglingsstúlku í áttunda bekk að hitta Robbie Williams, eða fyrir son minn, sem er sex ára, að hitta Gunna og Fel- ix, eða fyrir saumaklúbb að fá Betty Crocker í heimsókn. Læstar dyr voru opnaöar fyrir mér og síðan aðrar. Á þeim seinni var til- kynning þess efnis að hér væri gerð nákvæm líkamsleit. Ekki sá dyravörð- urinn þó ástæðu til að athuga vopna- burð minn. Hugsanlega ber tilkynn- ingin einungis vott um kímnigáfu húsráðanda. Mér var vísað upp á þriðju hæð hússins. Á leiðinni var mér litið inn um dyr þar sem nokkrir ungir menn grúfðu sig yfir tölvur í grafískum vefsíðupælingum. Ég komst að því síðar hjá Adams að fyr- irtækið legði aðaláherslu á vefsíðu sem þjónar svipuðum tilgangi og leið- arvísirinn f bókrnn hans. Veffang síð- unnar er: http://www.h2g2.com. Til að spara blek, pappír og dálksentí- metra mun ég hér eftir tala um The Hitchhikers Guide to the Galaxy" sem h2g2, skemmtileg skammstöfun, ekki satt? En hver er hann þessi Leiðarvísir puttaferðalangsins um Vetrarbraut- ina? Upphaflega var sagan sögð í 12 út- varpsþáttum á BBC útvarpsstöðinni bresku. Höfundurinn var þá 28 ára að aldri og hafði í upphafi í hyggju að þættirnir segðu hver sjálfstæða sögu, en ættu það þó sameiginlegt að Jörð- inni væri eytt undir lok þeirra allra. Og henni var vissulega eytt í lok fyrsta þáttar en sagan þróaðist þó á þann veg að hlustandinn fylgir þeim fáu sem komust lífs af eftir á ferðalög- um þeirra um óravíddir himingeims- ins. Atburðarásin er í einu orði sagt mögnuð og ber skýran vott um stór- kostlegt ímyndunarafl höfundar. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að bækurnar fimm sem fylgdu í kjölfar útvarpsþáttanna séu einn mesti óður mannkynssögunnar til ímyndun- araflsins og hugarflugsins. Tvær kynslóðir lesenda Adams var i simanum þegar ég kom inn á skrifstofu hans. Háir kassastaflar þöktu tvo veggi skrifstof- unnar. Ég las á þá og komst að því að Kristján Kristmannsson dundaði sár við að þýða bókina The Hitchikers Guide to the Galaxy eft- ir Douglas Adams þegar hann vann sem háseti á togara. I huga Kristjáns er Adams eins og Robbie Williams í aug- um unglingsstúlkna í áttunda bekk og hann hefur lengi langað til þess að hitta hann. Draumurinn varð að veruleika um daginn og Kristinn lýsir hér hvern- ig sá fagnðarfundur gekk. BALLY SKOVERSLUN KÚPAVOGS HAMRABORG3 SÍMI S54 1754 á öðrum plánetum? „Ég er svolítið mótfallinn notkun orðsins trú í þessari merkingu. Ég kýs að segja að það séu miklar líkur á því að það sé líf í einhverri mynd annars staðar í alheiminum. Það er í sjálfu sér ekki langt síðan við gerðum okkur enga grein fyrir fjölda pláneta, gerum varla enn, en því fleiri sem þær eru því meiri líkur eru á því að líf, í ein- hverri mynd, þrífist í alheiminum. Ég geri mér að sjálfsögðu litla grein fyrir því hvort til sé kynstofn sem er jafn- þróaður og við erum.“ Ég segi Adams frá því að á baki bókarkápu íslensku útgáfunnar standi eitthvað á þá leið að höfundi takist, með skrifum sínum, ekki að sanna að það sé líf úti í geimnum en honum takist hins vegar að sanna að það sé heill undraheimur i kollinum á okkur öllum. Hann samsinnir þessu og finnst þetta sniðug samliking. Menn með handklæði njóta virðingar Hugmyndin að titlinum The Hitchhikers Guide to the Galaxy fæddist þegar Adams var á ferðalagi um meginland Evrópu árið 1971. Síðla nætur lá Adams úti í náttúrunni og starði upp í himininn. í vasanum hafði hann eintak af handbókinni The Hitchhikers Guide to Europe og hon- um varð hugsað til þess að einhver ætti að taka sig til og gefa út einhvers konar leiðarbók um Vetrarbrautina. Það hvarflaði reyndar ekki að honum á þeim tíma að það yrði hlutskipti hans sjálfs. Adams kveðst ekki hafa sinnt fyrir- tæki sínu The Digital Village sem skyldi vegna vinnunnar við kvik- myndina. Reyndar er hann fluttur ásamt eiginkonu sinni og fimm ára dóttur til Bandaríkjanna. Hann segir það þó vera draum sinn að einhvern tíma verði til tæki ekki ósvipað „Leið- arvísi puttaferðalangsins um Vetrar- brautina" sem lýst er í samnefndri sögu. Og að sjálfsögðu verða orðin „Ekki örvænta" rituð þar stórum, vinalegum stöfum. Fram til þessa hef- ur fyrirtækið sent frá sér tölvuleikinn „Starship Titanic" og i bígerð er að gefa út tölvuleik samhliða kvikmynd- inni h2g2. Ég kveð að lokum þennan vinalega mann sem hefur í huganum ferðast lengra en 42 meðalmenn munu nokkurn tima gera. Hann kemur mér þó mjög eðlilega fyrir sjónir og er ekk- ert nema kurteisin og almennilegheit- in. Mér verður hugsað til þess á leið- inni út hversu undarlega smár hann er þessi heimur. Eftir flugtak á leið til Lundúna fyr- ir nokkrum dögum uppgötvaði ég mér til mikillar skelfmgar að ég hafði steingleymt handklæðinu minu á ís- landi! í „Leiðarvísi puttaferðalangsins um Vetrarbrautina" er notagildi handklæða á ferðalögum lýst í smáat- riðum. Einnig njóta þeir sem alltaf vita upp á hár hvar handklæðið þeirra er mikillar virðingar samferða- manna sinna. Að vísu útvegaði hús- ráðandi á gistiheimilinu mínu mér handklæði. Af þessu og því að draum- ur minn um að hitta uppáhaldsrithöf- undinn minn hefur ræst getum við dregið þann lærdóm að heimurinn er smár og víða má þar finna gott fólk. Kristján Kristmannsson Aldrei skrifað á alvarlegum nótum Árið 1980 gerði BBC-sjónvarpsstöð- in sjónvarpsþáttaröð eftir sögunni. Ég sá hluta sjónvarpsþáttanna fyrir nokkrum árum og varð fyrir gríðar- legum vonbrigðum. Það er aö sjálf- sögðu eðli bókarinnar að fólki er gert kleift að búa til sínar eigin myndir af atburðum, aðstæðum og persónum. Sjónvarpsþættirnir eru eins langt frá þeirri sýn og hægt er. Ég lýsi því yfir áhyggjum mínum af fyrirhugaðri kvikmyndun sögunnar. Adams tekur undir þessar vangaveltur mínar er fullvissar mig hins vegar um aö nú- tímatækni og Hollywooddollarar geri bíómyndina að stórmynd. Hann virð- ist gera sér töluverðar væntingar varðandi kvikmyndina. „Kvikmyndin á eftir að gefa h2g2 Kristján Kristmannsson hitti hinn vinsæla skáldsagnahöfund Douglas Ad- ams í London en Kristján er nýbúinn að þýða eina af bókum hans yfir á ís- lensku. þeir höfðu að geyma fyrmefnda bók. Adams lýkur loks simtalinu og við snúum okkur beint að efninu. Seljast bœkurnar þínar vel enn þann dag í dag? „Já, þær seljast nokkuð vel. Það er eins og það bætist alltaf við nýir les- endur. Þær virðast höfða mjög vel til ungs fólks. Það verða bráðum tvær kynslóðir sem hafa lesið þær.“ Er kannski von á fleiri bókum í bókaflokknum? Adams verður þarna íbygginn á svip en svarar þessu þó neitandi. „Þessa stundina er ég að skrifa bók en hún er ekki framhald af h2g2. Það er samt ótrúlegt hvernig hugmyndir í anda h2g2 hrannast upp. Það bætast við vélmenni og nýir staðir í alheim- inum og alls kyns atvik sem myndu henta vel sem framhald seríunnar. En, nei, ég get ekki sagt meira um nýju bókina nema það að hún er ekki framhald h2g2.“ Veldur þaö þér gremju að bœkur þínar njóti ekki eins mikillar almennr- ar hylli og viö skulum segja Star Wars? „Nei, eiginlega ekki. Reyndar eru þetta tveir ólíkir hlutir, bíómynd og bók, en það angrar mig ekki. Við gæt- um tekið sambærilegt dæmi úr tón- listarheiminum. Sgt. Pepper¥s plata Bitlanna var bylting í tónlistarlegum skilningi. Samt hafa margar mun létt- vægari hljómplötur selst betur en hún. Það segir ekki neitt um innihald- ið. Auk þess er nú verið að vinna að kvikmyndun h2g2. Ég er búinn að tala lengi um að kvikmynd eftir sögunni sé væntanleg einhvern áratuginn. Nú get ég fullyrt að það verður á næsta áratug. Handritið er næstum því til- búið. Ég vil þó sem minnst segja um framhaldið. Þó svo að ýmis vinna fari fram á bak við tjöldin, t.d. varðandi leikara o.fl. Ég get því miður ekki sagt meira um það í bili,“ segir Adams. nýtt líf,“ segir hann. Ég spyr Adams næst hverjir hafi haft mest áhrif á skrif hans. „Monty Python og Bítlarnir höfðu mikil áhrif á mig þegar ég var yngri! Ég hafði í raun ekki skrifað mikið þegar ég byrjaði á h2g2, stutt atriði eingöngu, ekkert jafnumfangsmikið og- tólf þátta útvarpsleikrit. Það var hins vegar löngu ljóst þá að ég naut þess að skrifa og í raun valdi ég á milli listarinnar og vísindanna. Ég held það sé vonlaust að þjóna hvoru tveggju og á vissum tímapunkti varð ég að velja. Ég valdi listina. í skóla las ég bækur eftir menn eins og Kurt Vonnegut, P.G. Wodehouse og fleiri. Mér varð strax ljóst að ég kæmist aldrei með tærnar þar sem þeir hafa hælana en það stoppaði mig þó.“ Hefuröu einhvern tímann skrifaö á alvarlegum nótum? „Nei!“ Þessu var fljótsvarað. En skyldi Ad- ams, sem hefur skrifað svo mikið um atburði úti í himingeimnum, trúa á lif
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.