Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 JLlV WðtaL ★ ★ Allt sem skiptir máli sprettur af ástríðu Ættjarðarljóð á atómöld er heitið á nýjustu Ijóða- bók Matthíasar Johann- essens. Ljóðin fjalla um ást manns á ættjörðinni sem verður eins og kona sem er margþætt og flókin, aðlaðandi en hættuleg, spennandi og forvitnileg. Stundum er sagt að búið sé að yrkja um allt - og stundum er auðvelt að trúa því. Þangað til einn daginn að ljóðabók sem sannar svo um munar að svo er ekki birtist. Þegar birtist bók með nafninu „Ættjarðarljóð á atómöld" hlýtur les- andinn að velta því íyrir sér hvort ekki sé búið að yrkja öll ættjarðarljóð- in, um öll þessi fjöll og sanda og ár og heiðar og dali og það í risastórum stíl; hvort eitthvað meira sé um þetta að segja? Og atómaldarljóð. Eru þau ekki bara óskiljanlegt svartagallsraus; formleysa sem hefur eyðilagt ljóðið? En svo er ekki. í ljóðabókinni „Ættjarðarljóð á atómöld" eftir Matthías Johannessen er það öldin sem er að líða sem er „atórn". Form ljóðanna eru ailt frá rómantík Jónasar Hallgrímssonar til dagsins í dag og hvað ættjörðina varð- ar þá eru hér ekki á ferð landslagslýs- ingar í þeim hetjustíl sem við höfum átt að venjast og eru ein af auðlegðum þjóðarinnar ef vel er ort heldur ást manns á ættjörðinni og þeirri ævi sem hann hefur verið samvistum við hana, svo milda og harða, gjöfula og eyðandi. Ættjörðin verður eins og kona sem er margþætt og flókin, að- laðandi en hættuleg, spennandi, for- vitnileg og ef hún opnar faðm sinn fyrir þér ber þér aö vera þakklátur, sýna henni lotningu og yrkja til henn- ar þín fegurstu ljóð. Og sá sem elskar yrkir ekki um ásýnd og yfirborð hlutanna heldur tjá- ir tilfinningar sínar með því aö horfa á það smæsta sem oftar en ekki er hulið sjónum, einfaldlega vegna þess að mannskepnunni er tamara að dást að því sem er stórt í sniðum. Sá sem elskar horfir á mosann og lyngiö, birt- una, heiðríkjuna, tijágrein, lauf og fuglsvæng og náttúran tekur á sig nýja mynd; fær nýja merkingu; til verða ljóð sem hafa aldrei áður verið ort. Eitt fegursta ljóð bókarinnar, Gam- all eldur, felur í sér þessa ást og lotn- ingu. Þar er ættjörðin með öllum sín- um eldum ekki hið eyðandi afl heldur persóna sem eldar lífsins hafa brennt. Hún er gróin sára sinna og hinn smæsti gróður, ungur sem gamall, vermir sig við hennar gjöfula hjarta. Grámosinn góður gleöur hjarta þitt hjúfrar sig hljóður við himneskt lyngið sitt, það er eins og ástin sem umvefur þig mjúk eins og morgunn og minnir á sig. Himneskt er hraunió vió hlýja mosató þar sem lyngið leikur vió lítinn hvannamó, gamlir stofnar gleyma sér við gróið hjarta þitt en grámosinn gœlir við gamla hrauniö sitt. Grámosinn góóur grœr vió hraunió þitt útbrunna elda og œvintýri sitt, þaó er eins og ástin sé eldur viö hraun bálið sem blossaði og brenndi þig á laun. Formið er bundið með stuðlum, höfuðstöfum og rimi sem hefur ekki þótt prýði á atómöldinni þar sem bundnu ljóðin og atómljóðin voru nokkuð ósættanlegar andstæður, bæði hvað varðar form og efhi. Bundnu ljóðin fjölluöu fremur um það sem maðurinn sá og þau óbundnu um það sem maðurinn skynjaði í því sem hann sá. í þessu ljóði, eins og í mörg- um öðrum ljóðum bókarinnar, mæt- ast hins vegar þessar meintu andstæð- ur. Það skiptir engu máli hvort Ijáð eru bundin eða ekki Voru þetta kannski aldrei andstæð- ur eða þarf hver ný stefna í ljóðagerð að fara í gegnum ákveðið skeið áður en hægt er að sætta hana og sam- ræma við það sem á undan er gengið? „Það skiptir engu máli hvort ljóð eru bundin eða ekki,“ segir Matthías. „Um það leyti sem fyrsta ijóðabók min, Borgin hló, kom út voru atóm- skáldin í óðaönn að gera uppreisn gegn hefðinni. Það þurfti að endur- nýja ljóðstilinn, dusta af honum ryk- ið. En flest þessara skálda höfðu einnig lagt rækt við hefðbundinn skáldskap, sum með ágætum. Ég var auðvitað ungt atómskáld en arfleifðin var i blóðinu enda allsráðandi þegar ég ólst upp. Hún átti sinn rétt, ekki síður en nýskáldskapurinn. Helstu forvígismenn háttleysunnar, Steinn, Jón úr Vör, Jóhannes úr Kötlum - og þaðan af yngri skáld - voru góðskáld í gömlum stil. Og þau nutu þess að sjálfsögðu í órímuðum ljóðum, eins og aðrir. Ég sótti menntun mína í íslensk freeði, arfleifðina. Þessi menntun var gott veganesti og ég held hún hafi dug- að mér vel. Hún skilaði sér, vona ég, í Borgin hló, bæði í bundnu og óbundnu ljóðunum. Ég vona raunar að hún hafi alltaf skilað sér með ein- hveijum hætti, einnig nú í Ættjarðar- ljóðum á atómöld þar sem ég yrki bæði i bundnum og óbundnum stíl og reyni m.a. - og ekki síst - að glíma við nýja hætti í anda hefðar og arfleifðar. En áferðin er ögun módemismans, enda er það rétt sem Þórbergur sagði á sínum tíma - að það skipti engu hvort ég yrkti í bundnu eða óbundnu máli, ég væri alltaf og ævinlega ófor- betranlegt atómskáld. Hugsun mín væri þeirrar gerðar enda má sjá það af dæmunum sem þú nefnir og áreið- anlega einnig annars staðar, vona ég. Stúlkan og landið em eitt, það er rétt hjá þér. Slík flétta getur verið harla erfið þótt það sé ekki augljóst í svona rótgrónu formi.“ Ljáðlist er öðrum þræði eins ogtrú „Við höfum ein germanskra þjóða varðveitt gamla bragfræði - og hvers vegna þá að kasta henni alfarið fyrir róða, i stað þess að nýta hana? Jafnvel í uppreisn gegn henni sjáifri. Slíkur andlegur maóismi, eða menningar- bylting, er mér meir að skapi en ein- tómar gælur við útlend áhrif, þótt holl séu í hófi og nauðsynleg. Lítill vafi er á því að við íslending- ar höfum öllum stundum litið á ljóð- rænan texta Bibliunnar sem fúllgild- an skáldskap hvað formið snertir, þótt ekki hafi það verið í hefðbundnum stíl íslenskrar bragfræði. Það er ekki endilega innihaldið sem úrslitum réði heldur efnistökin; og línan. Mér er til efs að Davíössálmar hefðu haft þau áhrif sem raun ber vitni ef þeim hefði ekki veriö skipaö eins og Ijóðum og línan slegið tóninn; hiö sama gildir um kvæði Páls um kærleikann. Ef þessi erindi hefðu verið sett upp eins og prósi þá hefðu þau verið lesin eins og óbundið mál í stað þess aö fólk hef- ur ávallt sett sig í ljóðrænar stelling- ar, þegar þessar hugleiöingar hafa verið lesnar. Nú fylgir þessi texti ákveðinni línulengd og er lesinn sam- kvæmt því; hann er orðinn að full- gildu ljóði í vitund lesandans þótt hann sé upphaflega eins og hveijar aðrar prósahugleiöingar Páls enda var hann ekki skáld heldur mikiil og andríkur predikari og þá að sjáifsögðu einstæður rithöfundur og hugmynda- smiöur kristinnar kenningar. En fólk leitar í þennan texta sér til sáluhjálp- Þaö er ekki efni Ijóölistar sem úrslit- um ræöur heldur ferskleiki hennar og handbragö skáldsins. ar. Það er harla eðlilegt því að ljóðlist er öðrum þræði eins og trú. Hún er ekki síst athvarf í þrengingum. Áður fyrr var minni munur á bundnu máli og óbundnu en samt gerðu lesendur glöggan greinarmun á hljómfalli og áhrifúm ljóðræns texta og óbundnu máli. Við þurfúm ekki annað en líta i biblíuþýðingamar til að sjá hve mjótt er einatt á munum en þá skiptir það sköpum hvemig upp var sett, þ.e. lín- umar skiptu sköpum.“ Að skilja eftir sig spor á jörðunni „Línan er eitt helsta einkenni ljóð- listar. Það er ekki síst hún sem ákveð- ur að lesandinn setji sig í sérstakar stellingar við lesturinn. Hann les þá ekki eftir orðanna hljóðan heldur eins og línan býður. Slíkt gerist ekki í prósa enda er hann sjaldnast lesinn upphátt eins og ljóð. Menn setja sig ekki í neinar ljóðrænar stellingar þeg- ar hann er lesinn; ekki endilega. En kröfuharka ljóðsins er því meiri sem einkenni ljóðræns texta eru áleitnari. Því er það nauðsynlegt sem sagt hefur verið að setja besta orðið á sem réttastan stað í ljóðinu. Óbundinn texti gerir ekki jafnmiklar kröfur til slíkrar orðskipunar, þótt rithöfundar eins og Jonathan Swift hafi einnig gert slíkar kröfur til óbundins texta. Rússneska skáldið Josep Brodský, sem hingað kom á sínum tíma - ég skrifaði samtal við hann - segir að menn setjist niður og skrifi af ýmsum ástæðum; til að vinna ástir sinnar heittelskuðu; til að lýsa afstöðu sinni til umhverfisins, hvort sem þessi um- hverfisveruleiki er landslag eða ríki; til að höndla hugmyndir sínar á ákveðinni stundu; til að skilja eftir sig spor á jörðunni, þ.e. að varðveita hugsun eða hugmynd sem slær niður á ákveðnu andartaki." Ljóðlist segir einatt mikilsverð tíðindi „En nú er karpið um atómskáld- skapinn að mestu liðin saga, sem bet- ur fer. Ljóðin og skáldin hafa verið tekin í sátt. Ljóðlistin hefur reynst ís- lendingum endingargott veganesti. Af reynslu minni er ég þeirrar skoðunar að þessi listgrein sé nánast hveijum íslendingi í blóð borin, þótt mönnum sé það ekki alltaf ljóst. Það er því til mikils að vinna að því að rækta hana með ungu fólki, svo mikilvægur hlekkur sem hún er milli kynslóða og þá ekki síður vegna þess hve mjög hún getur skerpt sýn manna á um- hverfið, aukið okkur ímyndunarafl og undirstrikað sérkenni mannsins í hættulegu umhverfi. Ljóðlist segir einatt mikilsverð tíð- indi, þótt hún sé ekki sá fjölmiðill sem áður var, heldur farvegur fyrir þrá okkar og tilfmningar. Af þeim sökum ekki síst er hún mikilvæg listgrein, auk þess sem hún skerpir myndvísi okkar, skírskotunarhæfileika og við- brögð við þvi, sem er mikilsvert, ný og fersk reynsla. Gott ljóð getur verið eftirminnileg tíðindi í sjálfu sér. En fyrst og síðast er það andsvar við- kvæmra strengja, sem væru þögulir og einmana án þess.“ Ljóðið er seiður, músík: hrynjandi Það er oft sagt að íslenskcm sé svo fátæk að orðum og því erfitt tungumál til skáldskapar en í tilvitnun í upphafi bókarinnar segir þú: „En nýtt mynd- líkingarmál með hliðrænum hug- myndum og óvæntum getur veitt gæzkunni og æskunni, faxinu og bags- inu fullgildan þegnrétt i nýjum skáld- skap, nýju tungutaki, ef vel tekst til.“ Hefur íslensk tunga meira þanþol en við höfum leitast við að viðurkenna og er ljóðlistin rétti vettvangurinn til að láta reyna á það? „Já, mér er nær að halda að svo sé. Annars mætti fremur spyrja: Af hverju yrkja skáldin? Skáld yrkja af ástríðu. Við elskum af ástríðu. Allt sem skiptir máli sprettur af ástríöu. Blaöamaður sem er til aö mynda ekki blaðamaður af ástríðu er einskis virði. Fólk gat jafnvel að dómi fom- grikkja, til að mynda Platóns, læknað sorgina með ástríðufullum flutningi kvæða. Taktfastur sláttur atkvæð- anna víkur sorginni til hliðar, a.m.k. um stund. Þessi ástríða birtist ekki sist í kómum. Hún var i Hómer og hafnaði í mystiskri reynslu grísku or- þódox-kirkjunnar. Ljóð er seiður, músík: hrynjandi. Ekkert markvert skáld hreyfir sig eins og önnur skáld; hugsun þess og hugmyndir em með öðrum hætti en tíðkast; efnistök og aðferð persónuleg og sérstæð. Skáld verða eins og aðrir listamenn að vera skapandi brautryðj- endur þótt þau skili gömlum arfi áleiðis. Að öðrum kosti verður skáld- skapurinn stæling og eftirhermur. Og svo sannarlega er mikið til af slíkum skáldskap. Hann getur samt einnig gegnt hlutverki sem skiptir máli; hann er lággróður sem leiðir hugann að hærri plöntum. Hann undirbýr jarðveginn og er þvi engan veginn óæskilegur. Tíminn eyðir honum svo eins og lúpínunni. Af henni rís grænni jörð og betri. Illgresi getur verið aðsópsmikið í skáldskap, ekki síður en í gróðursælli jörð. En tíminn og ræktandi hugarfar eyðir honum einnig.“ Ljóðið er óþægileg áminning Sum ljóðanna em full af gáska, til dæmis ljóðin „t bíl“ og „Á Njáluslóð- um“ en í því síðamefnda em myndir úr nútímanum felldar inn í myndir úr Brennu-Njálssögu á kómiskan hátt en þó er ekki laust við að í þeim gæti trega. Hvað er það sem nútíminn hef- ur ekki en þú vildir sjá? „Nánari snerting viö arfleifðina og betra veganesti inn í framtíðina en glymjandi innantóm síbyljan og augn- þjónusta hennar við áróðursmeistara veraldarhyggjunnar og andlegrar gengisfellingar sem nú vaða uppi í öll- um fjölmiðlum, svo að vart heyrist til nokkurs annars. Ljóðið er þessi lág- væri tónn sem minnir á forgengileik- ann, eða það sem Prédikarinn kallaði eftirsókn eftir vindi. Það er kannski ekki undarlegt þótt það sé ekki á vin- sældalistanum um þessar mundir. Ljóðiö er óþægileg áminning á þess- um tímum mikilla kapphlaupa. Um allt á að keppa, jafnvel ljóðið. Ég vek athygli á því sem Hume leggur Fílon í munn í Samræðum um trúarbrögðin en hið sama á að sjálf- sögðu við um öll andleg verðmæti, t.a.m. listir. Á þær verður ekki lagður neinn algildur mælikvarði eins og um væri að ræða keppni í skák eða iþrótt- um. Viö höfum afstætt mat á fegurð; einnig listum. „En til er sú tegund umræðu," seg- ir Fílón, „sem vegna sjálfs eölis máls- ins og mannshugans má einlægt skilja og túlka á fleiri en einn veg og getur aldrei orðið hæfilega traust eöa ná-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.