Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 DV Útlönd Stórveldin vilja endalok átakanna í Tsjetsjeníu: Rússar sakað- ir um hótanir stuttar fréttir Stálheppinn gullfiskur Gullfiskur einn hafði heppnina með sér um daginn þegar hann datt niður um reykháf á húsi í Englandi, lenti á heitum glóöun- um og skoppaöi út á gólf við fæt- ur heimilisfólksins. Talið er að j fiskurinn hafi dottið úr goggi fugls sem flaug yfir húsiö. Ahtisaari fái nóbel Finnar hafa stungið upp á því að fráfarandi forseti þeirra, Martti Ahtisaari, fái friöarverð- laun Nóbels fyrir þátt sinn í að binda enda á átökin í Kosovo fyrr á árinu. Þá hafa þingmenn í utanríkismála- nefhd finnska þingsins einnig til- nefnt Ahtisaari fyrir verk sem hann innti af hendi á áttunda áratugnum þegar hann hafði um- sjón með sjálfstæðisferlinu í Namibíu fyrir hönd Sameinuðu þjóðanna. Meðdómarar úti á þekju Héraðsdómstóllinn í Asker og Bærum í Noregi hefur þurft að stöðva meðferð fjölda mála vegna þess að meödómaramir virtust ekki hafa hugmynd um hvað var að gerast. Meðdómaramir eru margir á níræðisaldri og er þeim farið að fórlast. Leiðtogar ánægðir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og leiðtogar á öllum aBretlandseyjum fógnuðu í gær upphafi nýrra tíma i stjómmál- um á eyjunum þegar sameigin- legt ráð þeirra kom saman í fyrsta skipti. í ráðinu eiga sæti fulltrúar Eng- lands, írsku ríkjanna, Skotlands og Wales og Ermarsundseyjanna. Ráðið hittist tvisvar á ári og á að fjalla um málefni eins og um- hverfismál, glæpi og fleira. Samið fyrir þrælavinnu Þýsk stjómvöld féllust í gær á að greiða skaðabætur til meira en einnar milljónar manna sem vom í þrælavinnu fyrir nasista í heimsstyrjöldinni síðari og ann- arra fórnarlamba Þriðja ríkisins. Stútar við stýri Danska lögreglan hefur tekiö tæplega sex hundruð ökumenn grunaða um ölvunarakstur það sem af er desembermánuði. Ríki og kirkja skijja Aðskilnaður sænska ríkisins og lútersku kirkjunnar gengur í Igildi 1. janúar næstkomandi, eft- ir nærri 500 ára samkrull. WTO boöar fúnd Fulltrúar aðildarlanda Heims- viðskiptastofnunarinnar (WTO) ákváðu á fundi í gær að hefja að nýju viðræöur í næsta mánuði um ágreiningsefni sem urðu til að viðræðurnar í Seattle á dögun- um fóru út um þúfur. Drottning til Færeyja Margrét Þórhildur Danadrottn- ing og Hinrik prins, eiginmaður hennar, heiðra frændur okkar Færeyinga með nærveru sinni þegar þeir halda upp á þúsund ára afmæli kristni- tökunnar. Drottning tek- ur þátt í hátíðarguðsþjónustu þann 11. júní. Kohl gagnrýndur Helmut Kohl, fyrrum Þýska- landskanslari, var harðlega gagn- rýndur í gær fyrir leynilega bankareikninga Kristilega demó- krataflokksins. Kohl viðurkenndi tilvist þeirra í vikunni. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch sökuðu rússnesk stjómvöld í gær um að beita flótta- menn frá Tsjetsjeníu þrýstingi til að snúa aftur heim með því að hóta að skera niður matarskammta þeirra. Rússneska fréttastofan Ítar-Tass hafði eftir Sergei Sjoígú, ráðherra neyðarástandsmála, að flóttamanna- búðimar væru aðeins tímabundin lausn. Hann minntist hins vegar ekki einu orði á að verið væri að þvinga flóttamenn til að yfirgefa þær. Um tvö hundruð þúsund Tsjetsjenar hafa flúið undan árásum Rússa á lýðveldið síðustu þrjá mán- uöina. Flestir hafa farið til ná- grannalýðveldisins Ingúsjetíu þar sem þeir dvelja i tjaldbúðum. Mannréttindasamtökin sögðu að margir flóttamenn væm hræddir við að fara aftur til síns heima á þeim svæðum sem rússneskir her- Fullorðinn maður lést í umferðar- slysi á Fjóni í Danmörku í gær. Slysið má rekja til mikils óveðurs sem fór yfír landið. Mikið úrfelli fylgdi storminum sem geisaöi í Danmörku. Ekki blést hann þó jafnkröftuglega og fyrir hálfum mánuði. Þá jafnaðist vind- styrkurinn á við það sem gerist í fellibyljum. Vakthafandi veðurfræðingur á dönsku veðurstofunni sagði siðdeg- menn hafa náð undir sig. Rússnesk- ir hermenn ráða nú stærstum hluta Mið- og Norður-Tsjetsjeníu. Utanríkisráðherrar stórveldanna átta kröfðust þess í gær aö Rússar, sem eiga sæti í hópnum, stöövuðu þegar í stað árásir sínar á Tsjetsjen- íu. Á fundi ráðherranna í Berlín var aftur á móti ekki minnst á refsiað- gerðir, ef ekki yrði farið að kröfun- um. Þá sýndu Rússar þess engin merki að þeir ætluðu að breyta úr stefnu. Vesturlandabúar hafa sakað þá um að vilja ekki leita pólitískrar lausnar á átökunum og skeyta engu um líf óbreyttra borgara. „Ég ætla mér ekki þá dul að endi verði þegar í stað bundinn á átökin í Tsejtsjeníu," sagði Robin Cook, uanríkisráðherra Bretlands, við fréttamenn á sama tíma og fréttir bárust um hertar loftárásir Rússa á héraðshöfuðborgina Grosní. is i gær að vindurinn hefði ekki náð hámarki á Jótlandi norðanverðu. Þar var búist við einna mestu roki, allt að því á viö fellibyl. Um miðjan dag í gær höfðu björg- unarsveitir fengið beiðni um aðstoð vegna skaða í um það bil átta hundruð tilvikum. Að sögn var að- allega um að ræða aö þaksteinar fykju af húsum. Á nokkrum stöðum þurfti að fella tré sem höfðu losnað í fárviðrinu fyrir hálfum mánuði og Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýskalands, sagði að hin sjö ríkin i G-8 hópnum, eins og hann er kallaður, hefðu beint því til ígors ívanovs, utanríkisráðherra Rússa, að þeir lýstu þegar í stað yfir vopna- hléi. „Það er ekki hægt að sigrast á hryjuverkamönnum með þvi að ráð- ast á heilu borgimar og almenn- ing,“ sagði Fischer. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði að fund- urinn í Berlín hefði verið til vitnis um það að Rússar væra að einangra sig frá samfélagi þjóðanna með að- gerðum sínum í Tsjetsjeníu. ívanov vísaði því á bug síðar að svo væri. Fréttamaður Reuters í Grosní sagði síðdegis í gær að loftárásimar á borgina hefðu aftur færst i auk- ana. Hlé hafði verið gert á þeim til að gefa óbreyttum borgurum færi á að koma sér burt. hætta var á myndu falla um koll. Straumrof varð aðeins á fáeinum stöðum, ólíkt því sem gerðist fyrir tveimur vikum. Starfsmenn raf- orkufyrirtækja gátu því andað létt- ar þegar komið var fram undir kvöld. Danska strandgæslan dró síðdeg- is í gær úr viðbúnaði sínum vegna hugsanlegra flóöa við vesturströnd Jótlands þar sem ekki var gert ráð fyrir miklum vatsngangi. Hundraða sakn- að í aurskriðum í Venesúela Hundraða manna er saknað eftir að beljandi ár og aurskriöur hrifsuðu þá með sér í Caracas, : höfuðborg Venesúela, og viö strandlengju Karíbahafsins. Að minnsta kosti 140 hafa látist í þessum verstu náttúruhamforum í landinu i hálfa öld. Úrhellið hefur verið svo mikið ; síðustu daga að vegir hafa breyst í beljandi aurfljót. Yfirvöld óttast að tala látinna í kunni að vera enn hærri. Þrjátíu og fimm þúsund manns um allt Venesúela hafa misst } heimili sín í hamförunum. ; Zjúganov sakar fjölmiðla um hlutdrægni Gennadí Zjúganov, leiðtogi ;; rússneskra kommúnista, lauk kosningabaráttunni í gær með I ásökunum á hendur fjölmiðlum ; um að draga taum frambjóðenda f sem njóta stuðnings Vladimírs Pútíns forsæt- isráðherra og ráðamanna í Kreml. Þá hleypti Jevgení Príma- kov, fyrrum forsætisráð- herra, smáfjöri 1 i kosningabaráttuna með því að tilkynna framboð sitt til forseta- embættisins. Þingkosningar verða f Rúss- landi á morgun. Líklegt þykir að kommúnistar fái flest atkvæði þótt ekki nái þeir meirihlutastöðu í þinginu. Einkaleyfi Hoff- man-La Roche fellt úr gildi Mikilvægt einkaleyfi fyrir DNA-greiningu í eigu líftækniris- ans Hoffman-La Roche var fengið með sviksamlegum hættu og hef- ur því verið fellt úr gildi. Banda- rískur alríkisdómari kvað upp úrskurð þar um fyrr í þessum mánuði. Lögmenn lyfjafyrirtækisins segja að dóminum verði áfrýjað, að sögn AP-fréttastofunnar. Með úrskurði sínum féllst dómarinn á fullyrðingar fyrir- tækisins Promega um að vísinda- : menn hefðu fengið einkaleyfið með sviksamlegum hætti á árinu 1990. Vísindamenn þessir störf- uðu fyrir fyrirtækið Cetus. Hoff- man-La Roche keypti einkaleyfiö I síðan fyrir 300 milljónir dollara árið 1991. Vísindamenn Cetus fengu einkaleyfið með því að telja starfsmönnum bandarisku einka- leyfastofunnar trú um að þeir hefðu einangrað efni sem væri öðruvísi og betra en efni sem aðr- j ir vísindamenn höfðu þróað 1974 : og 1980. Aðallögmaður lyfjarisans telur aftur á móti aö vísindamennimir hafi staðið heiðarlega að málinu. Breskir sjóarar óhressir með kvótaskerðingu ÍBreskir sjómenn lýstu í gær yf- ir megnri óánægju sinni með | mikinn niðurskurð á kvóta næsta árs, mesta niðurskurð sem Evrópusambandið hefur nokkru : sinni staðið fyrir. Sögðu sjómenn i næsta víst að einhver útgerðar- fyrirtæki yrðu gjaldþrota á næsta ári. Þorskkvótinn i írlandshafi _ verður skorinn niður um 60 pró- < sent og þorskkvótinn í Norðursjó ; um 39 prósent. Ýsukvótinn í ? Norðursjó verður 13 prósentum | minni á næsta ári. Elliot Morely sjávarútvegsráð- herra sagöi að Bretar hefðu náð ! góðum samningi. Hermaður úr sveitum rússneska innanríkisráðuneytisins fylgist grannt meö flóttamönnum frá Tsjetsjeníu sem bíöa eftir mataraðstoö í þorpinu Sernóvodsk. Rússar hófu aö nýju árásir á úthverfi héraöshöfuöborgarinnar Grosní. Óveöur í Danmörku í gær: Fullorðinn maður lést í bílslysi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.