Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 44
48 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 JJV viðtal Ferðast um landið í tæp 50 ár - Pátur Þorleifsson er einn fremsti örnefnasér- fræðingur iandsins „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ömefnum og þess háttar, alveg frá þvi aö ég fór að ferðast um ísland um 1950. Ég hefi lagt mig talsvert eftir þessu og hef enn gaman af því,“ segir Pétur Þorleifsson ferða- garpur í samtali við DV. Pétur hefur árum saman verið þekktur fyrir gríðarlega yfirgrips- mikla þekkingu sína á íslenskum ömefnum. Margir muna einnig eftir því þegar hann kom fram í sjón- varpsþætti hjá Hemma Gunn um miðjan seinasta áratug og svaraði þar spurningum um íslensk örnefni og náttúru. Pétur hefur ásamt Ara Trausta Guðmundssyni sett saman bók sem heitir Fólk á fjöllum og Ormstunga gefur út. Þar er sagt til vegar á 101 fjall á íslandi, leiðinni á fjallið gefin nokkurs konar einkunn á nokkra mælikvarða og kort og ljósmynd fylgir hverri lýsingu. En hafa þeir ferðast mikið saman Höfum einu sinni gengið saman „Ég man ekki hvenær ég kynntist Ara Trausta. Við höfum einu sinni gengið saman á fjall og það var á Ei- ríksjökul. Þetta var Ferðafélagsferð fyrir svona 20 árum eða þar um bil. Ég man eftir honum í þessari ferð því hann var duglegur. En við fór- Nýir sambyggðir kæli- og frystiskáparfrá Siemens. Þeirgerastvart betri! Hátíðartilboð!* 235 Ikælir, 1051 Hxbxd = 186x éé SMITH & Wnorland Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is KG 36V20 KG 31V20 - [Sjí 1981 kælir, 1051 Hxbxd = 170x KG 26V20 1981 kælir, 65 Hxbxd = 150 Umboðsmenn um land allt! Pétur Porleifsson er af mörgum talinn fróðasti maður landsins um örnefni. Fjall hefur verið nefnt eftir honum. um ekki í neinar fjallgöngur sér- staklega vegna bókarinnar. Við höf- um farið allar leiðimar sem lýst er, annaðhvort annar eða báðir.“ Pétur segir að hugmyndin að bók- inni sé nokkurra ára gömul og hafi oft verið rædd af þeim félögum. Það var hins vegar ekki látið til skarar skríða fyrr en útgefandi fékkst og þá tók við mikið verk við að velja fjöllin því Ari og Pétur hafa gengið á mörg fleiri fjöll en þau 101 sem er lýst í bókinni. „Við settum fyrst saman lista sem síðan átti eftir að taka miklum breytingum. Við reyndum að hafa fjöll í öllum landshlutum með en þaö eru reyndar ekki mörg á Vest- fjörðum og Austfjörðum í bókinni. Þetta mótaöist af ýmsum þáttum." Skjaldbreiður í uppá- haldi Pétur segist helst ekki vilja gera upp á milli fjallanna sem lýst er í bókinni en viðurkennir þó með semingi að Skjaldbreiður hafi löng- um verið hans uppáhaldsfjall. „Ég hef áreiðanlega komið þang- að upp svona 20 sinnum. Fyrst eftir að ég fór að ferðast var þetta fjall í miklu dálæti hjá mér. Þarna er óskaplega gott útsýni til allra átta og tignarlegt umhverfi.“ Pétur hefur ferðast mikið um ís- lenska jökla og fariö meira en 20 langar ferðir á Vatnajökul. Hann hefur árum saman verið virkur í Jöklarannsóknarfélagi íslands og tekið þátt í smíða fimm skála félags- ins sem hefur verið komið fyrir á Vatnajökli og Langjökli. „Það má kannski segja að Vatna- jökull og fjöllin í nágrenni hans, sérstaklega Öræfajökull, séu það svæði sem ég hef mest dálæti á að ferðast um. Ég hef oft komið á Hvannadalshnúk, bæði af jöklinum og neðan úr byggð. Það er svoleiðis með ísland. Það eru ákveðin svæði sem toga mann til sín aftur og aftur." En hefur Pétur komið á alla staði á íslandi? „Það má kannski segja það en það eru þó margir staðir sem ég tel að ég eigi eftir að heimsækja, þó ekki væri nema til að sjá yfir. Frumkvöðlar á vál- sleðum Pétur var meöal þeirra fyrstu sem fóru að stunda vélsleðaferðir á ís- landi i kringum 1970. Fyrsta ferðin hans á vélsleða var á Vatnajökul og þar sat hann aftan á sleða hjá Har- aldi Haraldssyni sem í dag er oft kenndur við Andra. „Haraldur var áhugasamur og harður ferðamaður." Pétur er hættur að ferðast á vélsleða, hefur ekki átt slíkt áhald í 10 ár og á ekki jeppa. Það kemur samt ekki í veg fyrir að hann ferð- ist. „Ég ferðast mikið einn nú orðið. Ég starfaði með Flugbjörgunarsveit- inni í 10 ár frá 1965 til 1975 og þar var hópur sem ég ferðaðist mikið með. Ég er hrifinn af tækninni en hún er samt aldrei annað en hjálpartæki við að ferðast. Mér finnst ferðalagið ekki hefjast fyrr en maður er laus við bílinn.“ En hafa ferðavenjur fólks ekki breyst mikið síðan Pétur byrjaði á sínum ferðum? „Jú, blessaður vertu. Nú gengur þetta allt út á bílinn. Fólk fer helst ekki út úr bíl nema til þess að grilla á kvöldin. Hér áður fyrr hitti maður færra fólk á fjöllum en það voru fleiri ferðamenn. í dag eru ekki nema svona 10% þeirra sem eru á ferð á fjöllum alvöru ferðamenn. Þetta er mest eitthvert fólk sem veit ekkert hvar það er og þekkir ekki stærstu Qöll og er ekkert að ferð- ast.“ Pétur segist hafa mætt hópi vélsleðamanna á fjöllum sem voru að verða bensínlausir en vissu ekk- ert hvar næsta bensíntank var að fmna. „Þekkingu fólks á örnefnum held ég að fari aftur með hverju ári sem líður. Þetta er þvi satt og fólk veit ekki hvers það fer á mis því Tómas hafði sannarlega rétt fyrir sér þegar hann sagði að landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt. Fjall nefnt eftir honum Pétur er meðal fárra íslendinga sem fjall hefur verið nefnt í höfuðið á og má segja að það sé nokkurs konar fálkaorða og virðingarvottur við ferðamennsku hans. En hvar er fjallið? „Það heitir Péturshom og er inni í Langjökli. Haraldur Matthíasson, kennari á Laugarvatni, gaf því nafn og sagði að það væri best að nefna það í höfuðið á mér þvi enginn hefði komið þar oftar en ég.“ Pétur hefur ekki látið þar við sitja því hann hefur einnig setið hinum megin við borðið og búið til nokkur ömefni á fáfomum slóðum sem engin heiti hafa verið á. „Ég get nefnt ísalón í Þórisdal syðri og Hryggjavatn í miðdal Þóris- dals sem ég hef geflð nafn og jökul- tungu sem gengur niður í átt að Þjófadölum í austanverðum Langjökli nefndi ég Leiðarjökul." -PÁÁ OpiðlaugardagfrákHO-20 ogsunnudagfrákl. 14 -18 ICiaBHQIEli HÚSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKGRVEGI 66 HAFNARFIRÐI SÍMI 565 4100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.