Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 bókarkafli_________________________________ Sögur úr Skaftafellsfjöllum: Dauðinn bíður bak við Miðfell - kafli úr nýrri búk Snævars Guðmundssonar Snævar Guðmundsson fjallagarpur hefur sett saman bók sem ber heitið Þar sem landið rís hæst. Þar er fjall- að um Öræfasveit og fjöllin sem um- kringja þessa fögru sveit. Snævar dregur fram áður óþekktar stað- reyndir um sögu fjallgangna á hæsta tind landsins og segir sögur af svaðilfórum og mannsköðum í fjöllunum umhverfls Skaftafell. „Miðfellstindur og Þumall (1279 m) rísa samhliða af Miðfellseggjum en hvor tveggja er með áhugaverð- ustu tindunum í Skaftafellsþjóð- garði. Þumall er fjallaklifrurum ekki erfiður viðureignar en enginn tindur í Öræfasveit er jafn skemmti- lega staðsettur. Á uppgangstímum klifurs, á áttunda áratugnum, þótti það áfangasigur að komast á Þumal. Venjulegt göngufólk ætti samt alls ekki að láta það aftra sér frá því að ganga upp að honum vegna um- hverfisins í grennd við tindinn. Hrikaleg fegurð lýsir landslaginu best. Þar er mjög sérstæð sýn í fjall- lendi á íslandi þar sem mætast við- áttur Vatnajökuls á aðra hönd og fallegur klettatindur á hina og út- sýni yfir skriðrunnar fjallahlíðar til Morsárdals og Kjósar. Var talinn ókleifur Sennilega mun hrikaleiki Þumals hafa vegið þyngst í því hvers vegna hann var áður fyrr talinn ókleifur. Ekki höfðu þó allir trú á því. Eftir klifurferðina á Hraundranga í Öxnadal, árið 1956, þótti nokkrum Flugbjörgunarsveitarmönnum lík- legt að fært væri á Þumal. Forvitn- in rak þá til að kanna aðstæður en sökum þess að þeir höfðu engan klifúrbúnað meðferðis varð ekki af klifri.166 Oftar var tindurinn skoð- aður, til dæmis árið 1971 þegar nokkrir Reykjavíkurskátar príluðu upp í hann. Hafnarfjarðarskátar stóðu að alvarlegri tilraun i júní 1973. Tíu manna hópur gekk frá Skaftafelli að Þumli. Þrir þeirra reyndu að komast upp þar sem lík- legast þótti eða úr norðvestri. Þar er mikil stuðlabergsflaga sem hallar út frá berginu og er klauf eða sprunga í milli. Um þessa klauf liggur leiðin sem klifin er á tindinn. Allir sem hafa klifið Þumal, að einum undan- skildum, hafa farið þá leið enda er hún auðveldust. Hafnfirðingamir voru ágætlega búnir á mælikvarða þess tíma og höfðu meðferðis berg- fleyga og línur. Þeir fóru þriðjung leiðar á tindinn en fannst bergið of laust í sér og snem því við. Er þetta athyglisverð tilraun því klifur þekktist varla á þessum árum.167 Fjallaklifur var samt í sókn og eftir 1970 efldist starfsemi björgunar- sveita mjög. Varð talsverð sam- keppni þeirra á milli og kapphlaup um hin og þessi fjöll, bæði heima og erlendis. Þumall var ákjósanlegasta prófraun enda óklifinn tindur. Vestmannaeyingar urðu fyrstir Meðal þeirra sem höfðu hug á að klífa Þumal voru skátar úr Vest- mannaeyjum. Klifur í klettum og bjargsig er þeim næstum eðlislægt en í Eyjum er slíkt hluti uppeldis- ins. Vorið 1975 fóru þeir í Öræfa- sveit til að kanna aðstæður vegna þess að nákvæmar staðarlýsingar reyndust illfáanlegar. Þeir komu til baka með nægar upplýsingar, þar á meðal um skemmstu leið að tindin- um. í ágústmánuði sama ár fóru þeir aftur í Öræfin ásamt fríðu fóru- neyti. Það tók tvo daga að ganga að Þumli. Leiðin lá inn Morsárdal þar sem tjaldað var undir Vestra-Mein- gili. Daginn eftir var farið upp í Hnútudal í Miðfelli og þar eyddu þeir næstu nótt. Morguninn eftir var genginn síðasti áfanginn að tindinum. Snorri Hafsteinsson, sem ásamt Kjartani Eggertssyni og Daða Garðarssyni kleif Þumal í þessari ferð, segir i grein sinni um ferðina: „Tjöldin og svefnpokamir og ann- að sem ekki þurfti að nota yfir dag- inn var nú skilið eftir, svo var lagt af stað. Leiðin var erfið yflrferðar, skriður og aftur skriður. Eftir tals- verða göngu blasti Þumall við okk- ur, hár og hrikalegur. Klukkutíma gangur til viðbótar, fyrst í skriðum, svo í snjó, og við vorum komnir að honum.“ Við fyrstu sýn leist þeim félögum ekki vel á tindinn en eftir máltíð og könnunarferð út á jökulinn voru þeir til í allt. Fyrsti hluti leiðarinn- ar lá upp skriðu áður en aðalklifrið hófst. Snorri heldur áfram í grein sinni: „Eftir talsvert klifur komumst við í sprungu sem viö gát- um klifrað í upp í bergið. Eftir tæp- lega klukkustundar klifur komum við á syllu í berginu, þar var sléttur bergveggur fyrir, um 3 metrar á hæð. Með því að stíga í fang eins, komumst við upp á, og drógum þann þriðja upp. Þá vorum við komnir upp á hrygg og blasti topp- urinn við litlu ofar. Létt klifur var eftir á toppinn og náðum við honum fljótlega. Við höfðum sigrað Þumal.“ Þeir félagamir skildu eftir berg- fleyg á tindi Þumals til vitnis um veru sína áður en þeir héldu niður. Ferðin vakti talsverða athygli og birtust fréttir af henni á síðum dag- blaða. Næstu árin fjölgaði ferðum og áttu bæði innlendir og erlendir fjallamenn í hlut. Fleiri klifurferðir breyttu síðan aðferðum enda varð fljótt ljóst að auðveldara var að stytta ferðatímann og létta bakbyrð- ar en að vista sig til margra daga. Þumall er ekki lengur með fáfom- Fjallgöngumaöur undir Skaröatindi. ustu tindum landsins og eftir því sem mér telst til, hafa minnst tutt- ugu og flmm hópar klifið tindinn á síðasta aldarfjórðungi. Af þeim skám nokkrir sig ún 30. ágúst 1981 kleif Vilborg Hannesdóttir Þumal fyrst kvenna ásamt tveim félögum sínum og birtist klausa í dagblööum um feröina. Þótti fréttnæmt að konur létu að sér kveða í klifri en sem betur fer þykir slíkt ekki lengur tiltökumál. 19. júní 1982 fór Amór Guðbjartsson nýja leið upp sunnanverðan tindinn sem sameinast hinni hefðbmidnu leið ofan við Flöguna. Kaflinn sem hann kleif er rúmir 40 metrar á hæð. Félagi hans beið eftir honum neöan við tindinn en Amór þurfti að losa sig við öryggislínuna þegar það erfiöasta var yfirstaðið og kleif einsamall á toppinn. Nítján á toppinn í einu Tveim árum síðar eða i ágúst 1984 var einnig kannaö hvort fært væri upp austanveröan Þumal en það þótti ekki gæfulegt því þar er berg- ið mjög laust. Sama sumar var far- inn kvikmyndaleiðangur á Þumal undir stjóm Ara Trausta Guð- mundssonar og Hreins Magnússon- ar og var myndin sýnd í sjónvarp- inu árið 1988. Fjölmennasta ferð á Þumal var farin sumarið 1994 en þá kom Hjálparsveit skáta í Reykjavík nítján mönnum á toppinn. Sá elsti var 62 ára en sá yngsti 12 ára þannig að þar vom jafnframt sett önnur met. Miðfellstindur Það þarf ekki að klifra til að kom- ast á Miðfellstind (1430 m) en göngu- leiðir á tindinn em fremur langar. Þrjár leiðir má ganga á Miðfellstind úr Morsárdal. Lengsta leiðin er jafn- framt hin faUegasta en þá er farið frá Bæjarstaðarskógi og eftir Kjós- areggjum að Þumli og síðan norður fyrir tindinn. Hinar leiðimar liggja báðar fyrst upp í Hnútudal og þaðan annars vegar að Þumli og hins veg- ar upp bratta hvilft austanvert við Miðfellstindinn. Ef fyrri leiðin er valin þarf að hafa vara á sér þegar kemur á jökulinn því þar geta leynst spnmgur. Síðasta leiðin er brött á kafla og þar þarf að fara gætilega. Tindurinn er með hæstu fjöllum í suðurjaðri Vatnajökuls og þaðan er afar víðsýnt. Ekki verður tímasett hvenær fyrst var farið á hann, enda gæti eins verið að heimamenn hefðu frá fomu gengið lokaáfangann. Á 20. öld hefúr af og til verið farið á Mið- fellstind, bæði úr Morsárdal og af Vatnajökli. Bakhliðin, sú sem snýr að Vatnajökli, er hvorki háreist né torfarin og hafa menn ekið á snjó- bílum að tindinum og gengið síðasta spölinn á toppinn. Má líka nefna að Miðfellseggin hefur einnig verið endastöð skíðagöngumanna sem hafa gengið yfir Vatnajökul, til dæmis frá Kverkfjöllum, því hún er áberandi kennileiti víða af honum. Slíkar ferðir af jökh og niður Mið- feU hafa verið kunnar frá 1944. Leiðimar niður af Miðfelh þarf samt að þekkja en fyrir kemur að menn lenda þar í ógöngum. Önnur og erfiðari leið var farin í suðaust- urhMð Miðfellstinds, um páskana 1990 og er hún að mestu í snjó og bröttum ís. Vísindamenn rannsaka jökulinn Skammt norðan við tindinn vom á árunum 1952-54 búðir leiðangurs frá Nottinghamháskóla sem í tvö sumur gerði athuganir á jöklunum á þessu svæði. Aðdragandi leiðang- Snorri Hafsteinsson, Daöi Garöarsson og Kjartan Eggertsson eftir göng una á Þumal 1975.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.