Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 39
JL>V LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 ursins hófst sumarið 1952 þegar Jack D. Ives og Harry Gleave, þá námsmenn í fyrrnefndum háskóla, könnuðu aðstæður fyrir ráðgerðar rannsóknir. Gengu þeir þá meðal annars frá Bæjarstaðarskógi um Kjósareggjar og vestur fyrir Þumal til að fá fullvissu um góða leið upp á Vatnajökul með klyfjar. Var ætl- unin að setja upp tjaldbúðir norðan Miðfellstinds og vinna verkefnin þaðan. Sumarið eftir, upp úr miðj- um júní 1953, kom til Fagurhóls- mýrar flokkur átta námsmanna og tveggja kennara frá Nottinghamhá- skóla. Það ár stunduðu 26 erlendir námsmenn jöklarannsóknir hér á landi. Svo dapurlega vildi til að þrír þeirra týndu lífi; einn drukknaði í Eiríksfellsá í Vestur-Skaftafells- sýslu en hinir, breskir námsmenn, týndust á Öræfajökli. Leiðangursmenn héldu til Skafta- fells þar sem þeir fengu að hafast við í Selinu fyrstu dagana meðan aðstæður voru kannaðar. Fljótlega voru settar upp bækistöðvar, önnur var í Bæjarstaðarskógi en hinni var komið upp um 2,5 kílómetra inni á hjarnbreiðunum norður af Mið- fellstindi, í 1200 metra hæð. Til þessa fengu leiðangursmenn þyrlu lánaða frá vamarliðinu á Keflavík- urflugvelli og voru búðirnar komn- ar upp 12. júlí. Eftir það hófust rannsóknir leiðangursins að fullu. Gerðar voru veðurfræðilegar athug- Emir á jöklinum, fylgst var með bráðnun jökulbreiðnanna og mæld- ur skriðhraði Morsárjökuls. Leið- angursmenn gengu mikið um svæð- ið og könnuðu jöklana umhverfis Skaftafell og jaðra þeirra, gerðu m.a. uppdrátt af Morsárjökli. Oft lá leiðin á milli tjaldbúðanna í Bæjar- staðarskógi og uppi á jökli. Var þá oftast gengið eftir Kjósareggjum og á jökli meðfram brún Miðfellseggj- arinnar í bækistöðina á jöklinum. Þeir gengu á alla hnúka á Miðfell- seggjum að Þumli frátöldum. Fóru þeir einnig niður i Kjós, vestan við Miðfellstind og niður á Morsárjök- ul, austan hans. Ives, ásamt Ian Harrison, gekk niður allan Skeiðar- árjökul og tók sú ferð um 22 tíma. Einnig fór Harrison að öllum líkind- um á Færnestindana, einn eða fleiri. Óvist er á hvaða tinda hann gekk og hvort hann hefur farið á hina bröttustu, einungis víst að hann fór Færneseggjarnar af Blátindi vestur á tindana. Hann týndist á Vatnajökli skömmu síðar og einu haldbæru vísbendingamar em á myndum sem hann tók á göngu sinni og sýna útsýni vestur á Skeiðarárjökul. Dauðinn bak við Miðfell Þurrviðrasamt og kyrrt var þann tíma sem hópurinn stundaði rann- sóknir sínar á jökli, allt fram í ágúst. Þá gekk yfir kuldakast og norðanrok með snjófjúki svo grán- aði í fjallabrúnir. Ekki urðu þó óhöpp í tjaldbúðunum á jöklinum vegna veðursins og fljótlega upp úr þvi var hafíst handa við að búast til heimferðar. Áður en af því varð óskuðu tveir nemanna, Ian Harri- son, 23 ára, og Anthony Prosser, 21 árs, eftir að ganga á Hvannadals- hnúk og reyndist það auðsótt mál. Að morgni 6. ágúst gengu þeir frá tjaldbúðunum norðan Miðfellstinds og stefndu í átt að Hermannaskarði en þar höfðu þeir áætlað að tjalda. Höfðu þeir meöferðis mat tíl 5-7 daga, tjald, mannbrodda og ísaxir auk 70 metra nælonlínu. Tveir leið- angursmenn, Jim Exley og Chris Leahy, urðu eftir í tjaldstað og hugðust bíða þeirra. Sáu þeir það síðast hvar félagar þeirra gengu í góðu veðri í átt að skarðinu. Um há- degi settist þokuslæðingur á Öræfa- jökul og næstu daga gekk á með slyddubyl. 10. ágúst slotaði veðrinu en næstu daga var kaldur blástur á jöklinum en þó ekki stöðugt. Hinn 16. ágúst héldu nemamir sem biðu í tjaldbúðunum viö Mið- fellstind til byggða og tilkynntu að ekki hefði spurst til piltanna. Dag- inn eftir var björgunarflugvél frá Keflavík flogið yfir jökulinn í góðu skyggni en hún varð einskis vör. Skýringin blasti við á jöklinum tf Á leiö á Miöfellstind. Ragnar Stefánsson í Skaftafelli tók þátt í fluginu yfir jökulbreiðum- ar og er lýsing hans eftirfarandi: „Síðan var flogið fyrir norðan Miðfell og stelht fyrir norðan Hrúts- fjail. Þegar við fórum að sjá yfir jökulinn norður af Skaftafellsjökli blasti við augum okkar sjón sem ég mun seint gleyma, því nú virtist ráðin gátan um þá félaga og hvað um þá hafði orðið. Jökullinn var þarna all sléttur og þakinn nýsnævi en langar krappar dældir eða rákir sem í fljótu bragði líktust skiða- brautum, en bara mörgum sinnum breiðari og dýpri, voru þama á víð og dreif. Flestar höfðu þær stefhu frá Skaftafellsjökli eða upptökum hans til norðausturs. Ekki þurfti um að spyija hvað þetta var, hér var um hyldýpis spmngur að ræða sem lokast hafði yfir af snjó um stundarsakir í bylgusunni sem kom bókarkafli og gekk yfír jökulinn rétt áður en þeir félagar lögðu upp í þessa feigð- arfor. Nú var snjórinn mjög víða farinn að falla ofan í þær og þar blöstu sprunguopin nú við manni, myrk og ógnandi.“ Hinn 18. ágúst hófst svo leit ís- lenskra leitarmanna undir stjóm Sigurðar Þórarinssonar jarðfræð- ings og var sex manna sveit send á Öræfajökul sama morgun. Þeir höfðu ekki erindi sem erfiði þrátt fyrir mikla yfirferð um jökulinn. Þessi hörmulegi atburður varð sorg- legur endir á einstakri ævintýraferð Bretanna. Jack Ives og aðrir leið- angursmenn komu samt aftur vorið 1954 og dvöldu að nýju á sama svæði. Gefum okkur Öllum betri framtíð i m w •*• t 3 Ert þú aflögufær fyrlr þlll hl utsklpti Gott úrval, gleðilegt verð, skemmtilegt umhverfí. kemur í heimsókn kl. 15.00 laugardag og sunnudag. Hann rabbar við börnin í gamla hestvagninum sínum í jólalandinu. Grenibúnt 500 g 245kf. 175 kr. Grenilengjur 288 sm 395 kr. Labbi kynnir diskinn sinn Leikur að vonum sunnudaginn kl. 16 151-175 sm 176-200 sm 201-250 sm yf ir 250 sm 2.990 kr. 3.750 kr. 4.490 kr. 5.450 kr. Hyasintur 1. flokkur Hyasintur 145 kr. stk. 3 Hyasintur í körfu 495 kr. MUð úrvai af skrevtingareini Hyasintuskreytinar frá 495 kr. Opið: Mánud. til laugard. kl. 9-21 Sunnudaga kl. 10-21 GARÐHEIMAR STEKKJARBAKKA 6 • REYKJAVÍK • SÍMI 540 3300 Gott iólatijáaúrval. Hý sending! Verðsprengja! Normannsþinur 126-150 sm 2.250 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.