Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 31
ÐV LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 31 inga, sérstaklega Grímseyinga. Hann gaf eyjarskeggjum mikið af bókum og gaf einnig forkunnarfógur töfl inn á hvert heimili í eynni. Hann taldi sem sagt að Grímseyingar væru gáfaðri heldur en íslendingar almennt. Fyrr á öldinni eignuðust íslendingar marga vini í hópi listamanna sem komu hingað til lands og ferðuðust um landið og skrifuðu snoturlega um land og þjóð. Þarna mætti nefna fólk eins og Danann Martin Andersen Nexö, sem enginn man lengur hvað skrifaði, og ljóðskáldið W.H. Auden. íslendingar urðu verulega upp með sér af þessari athygli sem erlendir fagurkerar sýndu þjóðinni og fór smátt og smátt að gruna að ekki væri eins hábölvað að búa hér og þá hafði grunað. Þetta fór að vísu algerlega eftir því hvort gestimir skrifuðu eða töluðu vel eða iila um land og þjóð þegar heim kom eða meðan á dvölinni stóð. Vilji menn vera íslandsvinir er ekki nóg að mæta bara á staðinn. íslendingar eignuðust marga Is- landsvini þegar baráttan fyrir því að fá handritin heim stóð sem hæst. Þeir Danir sem studdu okkar málstað voru og eru í sérstöku uppáhaldi hjá okkur ef þeir lifa enn. Dæmi um vin af þess- ari gerð er Bente A. Koch sem vildi handritin heim til okkar og skrifaði síðast um handritamálið í íslensk blöð á síðasta ári. Fischer og Spassky Þegar heimsmeistaramótið í skák var haldið hér 1972 varð mörgum hlýtt til beggja keppenda og myndu hiklaust telja þá íslandsvini. Bobby Fischer hef- ur ekki komið hér síðan en andstæð- ingur hans, Borís Spassky, sem mátti láta i minni pokann, hefur iðulega stig- ið fæti á skerið. Á seinni árum hafa margir orðið gríðarlegir íslandsvinir. Sumir eru listamenn sem hér hafa komið og dval- ið en við erum alveg sérstaklega veik fyrir áliti þeirra. Stundum eru þetta stjómmálamenn eða aðrir garpar. Sem dæmi um þekktan íslandsvin á seinni tímum er Júrí Resetov sem var sendi- herra hér. Margir telja Uffe-Ellemann Jensen mikinn íslandsvin en sennilega er hann bara vinur Jóns Baldvins. Margir muna eftir Grúsíumanninum Gregorí sem lærði íslensku af sjáifum sér, barði saman bréf í Velvakanda og fékk í framhaldinu boð frá Davíð Odds- syni um að koma og dvelja á landinu við þýðingar og nám. Þjóðin klökkn- aði. Er þetta Mick? Mick Jagger, söngvari Rolling Sto- nes, er af mörgum talinn Islandsvinur enda hefur Ragnheiður Hanson í ára- tugi talið þjóðinni trú um að Rolling- amir séu rétt ólentir með gitarana undir hendinni. Þegar Jagger steig óvænt á land á ísafirði í sumar með ot- urskinnshúfu á höfði eins og garnall Homstrendingur rættust spádómam- ir. Maðurinn hlaut að vera íslandsvin- ur. Þeir sem ekki náðu viðtali við Jag- ger tóku i staðinn viðtal við Finnboga Hermannsson útvarpsjöfur, sem rakst á Jaggerinn á morgungöngu, eða Ólaf Helga Kjartansson sýslumann sem hitti hann á götuhorni. Þannig eru það enn í dag helst lista- Jerry Seinfeld hefur komið til Is- lands hvað eftir annaö en féll af vinalistanum í síðustu heimsókn. Halim Al er efstur á lista hann ekki einu sinni íslandsvinur? Mick Jagger er hiklaust Islandsvin- ur. Hann hefur komið til ísafjarðar og Hesteyrar og hann vill halda tón- leika hér. Því hefur a.m.k. Ragnheið- ur Hanson lengi haldið fram. menn sem fá þessa nafnbót og halda henni. Þeim verður þó stundum á í messunni. Bestað gæta tungu sinnar Vladimir Ashkenazy píanóleikari er gott dæmi um þetta. Valdi var búsett- ur hér árum saman, giftur íslenskri konu og fékk undanþágu frá nafn- breytingu við rikisborgararétt og fleiri hlunnindi af því hann var íslandsvin- ur. Svo flutti hann af landi brott og sagði í viðtali við svissneskt tónlistar- tímarit að Sinfóníuhljómsveit íslands væri eins og böm. Það mætti ekki gagnrýna hana þá færi hún í fýlu. Síð- an hefur lítið verið látið með Valdimar ís- landsvin og komur hans til landsins hafa strjálast. Sömu gryfju gekk Paul nokk- ur Zhukovsky beint í. Hann kom hér í nokk- ur ár og æfði eitthvað sem var kaflað Sin- fóníuhljómsveit æskunnar. Þetta var marglofað fram- tak og Paul var íslandsvinur í samræmi við það. Síðan sinn- aðist honum eitthvað við ís- lenska tónlistarmenn og siðan hefur enginn heyrt á hann minnst. Jerry Seinfeld, skemmtikraftur i Ameríku, var í þann veginn að öðlast nafnbótina þegar hann kom hingað í annað sinn sér til upplyftingar. En svo var hann dónalegur við íslenska fjöl- miðlamenn, fór háðsyrðum um ís- lenska þjóð og vildi fá að vera í friði og nú eru allir búnir að gleyma honum. Robbie Wifliams var annar tónlist- armaður sem steig á skerið í haust er leið og hélt þennan líka rífandi fína konsert. Robbie var talinn ákaflega vænlegur íslandsvinur og lét i það skina í útvarpsviðtölum fyrir kom- una að honum litist ekki ifla á land og þjóð. Hvorugt hafði hann reyndar séð. Robbie kom, fékk næst- um flösku í hausinn á tónleikum og fór í slíka fýlu að hann var sam- stundis afskrifaður sem íslandsvinur, enda var hann með hroka og hót- fyndni við fjölmiðla og vildi lítt tala við þá. Damon er besti vinur- inn Damon Albam, sem er bresk poppstjama, kennd við Blur, er hins vegar einhver efnilegasti íslandsvinur af yngri kynslóðinni. Hann dvelur hér löng- um stundum, á hlut í Kafli- bamum og hefur til skamms tíma yfir óvini þjóöarinnar En var vitað fátt notalegra en ísland. I samræmi við það er hann elskaður og dáður af heilum kynslóðum þó glansinn sé svolítið far- inn að mást af honum. Hann er að verða heldur hversdagslegur. Þó á stundum leiki sá grunur á að sumir þeirra listamanna sem mikið er látið með hér heima og taldir íslands- vinir séu lítt frægir annars staðar þarf það ekki að skipta neinu máli. Aðalat- riðið er að eiga vini. Það ætti kannski að liggja f augum uppi að enn hefur enginn íslendingur öðlast nafnbótina Islandsvinur. Ef fara ætti að þeim reglum sem virðast vera í gangi við úthlutun nafnbótarinnar þá væra það helst íslendingar fæddir fjarri ættjörðinni, aldir upp í útlönd- um, sem ná þessum status. En til þess þurfa þeir helst að vera frægir og það era ekki margir sem ná máli á þessum kvarða. Það er einna helst að íslenski geimfarinn Bjarni Tryggvason úr Svarfaðardal geti flokkast undir það að vera íslandsvinur. Þetta má/má ekki Ef ætti að draga upp lauslegar regl- ur fyrir þá sem vilja afla sér nafnbót- arinnar íslandsvinur þá er helst að horfa til eftirfarandi: AUtaf að tala vel um ísland. Sérstaklega skal dást að íslenskri náttúra og fegurð íslenskra kvenna. Láta í ljósi djúpstæða þrá eftir því að heimsækja land og þjóð til þess að kynnast einstökum hæflleikum íbú- anna og menningu þeirra. Forðast skal að gagnrýna nokkuð í íslensku samfélagi og sérstaklega má ekki hnýta í: efnahagsstjóm, bamauppeldi, umgengni um náttúruna, matarvenjur. Þekktu óvini þína Það væri varla sanngjamt að skrifa grein um vini íslands án þess að minnast nokkrum orðum á sérstaka óvini þjóð- arinnar. I sumum tflvikum era það fyrrverandi ís- landsvinir. I Bók aldarinnar sem Gísli Marteinn Baldursson og Ólaf- ur Teitur Guðna- son gáfu út fyrir skömmu er listi yflr 10 mestu óvini þjóðarinnar á öldinni sem senn líður. Efstur á þeim lista er Halim Al, tyrk- neskur athafnamaður sem hefur staðið í forræðisdeilu við íslenska fyrrver- andi eiginkonu sína, Sofflu Hansen. Hitt er nokkuð ljóst að meðan Halim bjó á íslandi, var giftur Sofflu og braskaði með leðurfatnað þá hefúr flestum verið vel við hann og hann er eiginlega fyrrum Islandsvinur þegar betur er að gáð. Á listanum er líka Barry Anderson flotaforingi sem fór fyrir liði Breta í þorskastríðinu 1958 - afskaplega vond- ur maður sem margar vísur vora kveðnar um. Paul Watson, forsprakki Sea Shepherd, lét fótgönguliða sína sökkva tveimur hvalbátum í Reykja- vikurhöfn 1986. Maður sem þjóðinni er afar illa við. Það er haft fýrir satt að þegar spellvirkjarnir vora á hraðferð úr landi hafi lögreglan stöðvað þá í Öskjuhlíð og viljað minna á hámarks- hraðann. Skúrkamir sögðust vera að missa af flugvél og þá tafði lögreglan þá ekki frekar. Victor Kortsnoj skákmaður lendir einnig á listanum yfir óvini þjóðarinn- ar en þegar hann blés reyk framan í Jóhann Hjartarson stórmeistara í ein- vígi í Kanada 1988 fokreiddist þjóðin og hefur haft hom í síðu Kortsnojs síð- an. Það saman má segja um Filippsey- inginn Campomanes sem velti okkar manni, Friðriki Ólafssyni, úr stól for- seta FIDE, alþjóðaskáksambandsins. íslendingum er ifla við þennan mann og þjóðin trúði hiklaust sögum um að hann hefði borið fé á menn til að kjósa sig og komið okkar manni úr húsi með bolabrögðum. Þannig munu karlar og konur halda áfram að skríða upp og niður listann yfir þá sem taldir era miklir eða litlir íslandsvinir. Klassískur fatnadur Bocace-skór ólagjöfin hennar! Stuttir og síðir pelsar í úrvali Loðskinnshúfur Loðskinnstreflar Loðskinnshárbönd 4 PELSINN Þar sem vandlátir versla Kirkjuhvoli, sími 552 0160. B gg Raðgreiðslur í ollt að 36 mánuði Pelsfóðurs- kápur og jakkar Ullarkápur og jakkar með loðskinni þú vdur þéf Notaðu visifingurinn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.