Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Side 71

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Side 71
LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 VfllOI Fram undan... . ' ^ ' ' '■■ : ' •-■ I Desember: , 31. Gamlárshlaup IR n Hefst kl. 13.00 og skráning frá kl. 11.00. Vegalengd 10 km með tímatöku. Flokkaskipting bæði kyn, 18 ára og yngri, 19-39 ára, 40-44 ára, 45-49 ára, 50-54 ára, 55-59 ára, 60 ára og eldri. Upp- | lýsingar gefur Kjartan Árnason j í síma 587 2361 og Gunnar Páll Jóakimsson í síma 565 6228. 31. Gamlárshlaup UFA n Hefst kl. 12.00 við Kompaníið (Dynheima) og skráning frá kl. I 11.00-11.45. Vegalengdir 4 km : og 10 km með tímatöku. Flokka- í skipting, bæði kyn. 12 ára og 1 yngri, 13-15 ára (4 km), 16-39 I ára (10 km), 40-49 ára, 50-59 ára, 60 ára og eldri. Upplýsing- | ar hjá UFA, pósthólf 385, 602 | Akureyri. 1 31. Gamlárshlaup KKK n Hefst kl. 13.00 við Akratorg, Akranesi. Vegalengdir 2 km, 5 km og 7 km. Upplýsingar Krist- inn Reimarsson í síma 431 2643. Martha Ernstsdóttir er núverandi ís- landsmethafi í maraþonhlaupi kvenna en hún á tímann 2:35:15 klst. Bestu tímar í maraþoni Karlar Nafn Þjóöemi 1. Khalid Khannouchi Marokkó 2. Moses Tanui Keníu 3. Gert Rhys S-Afríku 4. Josephat Kiprono Keníu 5. Fred Kiprop Keníu 6. Tesfaye Jifar Eþíópíu 7. William Kipiagat Keníu 8. Takayuki Inubushi Japan 9. Tesfaye Tola Eþíópíu 10. Japhet Kosgei Keníu Konur Nafn Þjóðemi 1. Tegla Lourupe Keníu 2. Eri Yamaguchi Japan 3. Joyce Chepchumba Keníu 4. Lidia Simon Rúmeníu 5. Fatuma Ropa Eþíópíu 6. Marleen Renders Belgíu 7. Adriana Femandez Mexíkó 8. Katrirr Dorre Þýskalandi 9. Maria Machado Portúgal 10. Lomah Kiplagat Keníu Tími 2:05:42 2:06:16 2:06:33 2:06:44 2:06:47 2:06:49 2:06:50 2:06:57 2:06:57 2:07:09 Tími 2:20:43 2:22:12 2:23:22 2:23:24 2:23:25 2:23:58 2:24:06 2:24:35 2:25:09 2:25:29 Að halda góðu líkamsformi þrátt fyrir meiðsli Fátt fer meira í taugarnar á íþróttamönnum en að vera meiddur og geta ekki stundað sínar hefð- bundnu æfingar til að halda sér í formi. Fjölmargir sem meiðast detta í þá gryfju að hellast í volæði, vor- kenna sjálfum sér og gera ekkert fyrir líkamann til þess að viðhalda styrknum. Bíða einfaldega eftir þvi að meiðslin batni og telja þá fyrst tíma til þess að hefja æflngar að nýju. En það er alröng afstaða. Mik- ilvægt er að gera sitt besta þar til líkaminn hefur aftur náð fullri heilsu. Hér á eftir fylgja nokkur heilræði til þess að ná sér út úr víta- hring meiðsla og þeirra fylgifiska sem gjaman fylgja þeim. Engin sjálfsmeðaumkun Það þjónar engum tilgangi að vor- kenna sjálfum sér og gerir reyndar aðeins illt verra. Betra er að hug- leiða hve heppinn þú ert að vera með meiðsli sem eiga þó möguleika á að gróa í stað þess að þurfa að glíma við fótlun sem aldrei hverfur. Ef einhvers konar meiðsli hindra íþróttaiðkun þína eða skokk þá er góð regla að byrja æfíngar aftur eins og þú værir byrjandi í faginu. Skokkarar, sem lenda í meiðslum, ættu að byrja á göngu eða stuttum hægum sprettum þegar endurhæf- ingin hefst. Síðan er smám saman hægt að auka við álagið. Ef sársauki gerir vart við sig þar sem meiðslin eru er mikilvægt að stoppa. Það ger- ir engum gagn að misbjóða líkam- anum. Skokkarar sem glíma við meiðsli ættu að forðast að hlaupa niður í móti. Það er meira álag á fætuma að hlaupa niður í móti heldur en upp í móti. Ef sá möguleiki er fyrir hendi ætti að reyna að hlaupa á mjúku undirlagi. Göngubretti eru ágæt til þannig æfinga, þau eru með mjúku undirlagi. Gott ráð er að kæla niður skaðað svæði líkamans ef vart verður óþæginda eftir æfing- ar. Mikilvægt er að teygja vel að loknum æfingum en gera þarf allar teygjuæfmgar með mikUli varfæmi þegar menn eru að stíga upp úr meiðslum. Þeir sem lenda í meiðslum ættu að reyna að gera sér grein fyrir hvemig þau komu til. Var það vegna of mikils æfíngaálags, of mik- ils hraða í æfíngum, breytingu á skóbúnaði eða annarra orsaka? Reynið síðan að koma í veg fyrir að óhappið gerist aftur. Sýnið þolinmæði Nánast allir skokkarar lenda ein- hvem tíma í meiðslum á ævinni eða finna fyrir einhvers konar eymsl- um. Velflestir þeirra ná fullkomn- um bata en aðalatriðið er að sýna þolinmæði. Flest meiðsli gróa um síðir. Það er ekki ennþá búið að finna upp töfrapilluna sem lagar meiðslin á svipstundu. Á sama hátt er það engin skyndilausn fyrir skokkarann sem lent hefur í meiðsl- um að skipta einfaldlega um skó. Það getur komið að gagni en lagar ekki þau meiðsli sem fyrir eru. Gefa verður meiðslunum tíma til að gróa og of mikið kapp getur tafið fyrir batanum. Varast skal að setja sér eitthvert óraunhæft markmið, að bati sé kominn á einhverjum ákveðnum degi eftir óhapp. Láttu líkamann sjálfan um að segja þér hvenær hann er laus við áhrif meiðslanna. Ef sá sem lendir i meiðslum hefur haft ákveðna tíma sólarhringsins eða ákveðna daga vikunnar til æf- inga ætti sá hinn sami að reyna að halda sig við rútínuna. í stað hefð- bundinna æfrnga, sem ekki er hægt að framkvæma vegna meiðslanna, Nánast allir skokkarar lenda einhvern tíma t meiðslum á ævinni eða finna fyrir einhvers konar eymslum. ætti að reyna að gera aðrar æfingar á sama tíma. Skokkarar, sem geta ekki hlaupið vegna meiðsla, geta jafnvel tekið hraustlega göngu í staðinn ef meiðslin gefa svigrúm til þess. Það hjálpar mörgum að halda sig við sömu æfingatímana og auð- veldar mönnum að ná sér á strik þegar meiðslin gróa. Æskilegt er að reyna að komast út undir bert loft þegar menn eru meiddir. Hjólreiðar hafa til dæmis komið mörgum að gagni þegar meiðsli koma í veg fyrir aðrar æf- ingar. Það gefur vellíðunarilfmn- ingu að anda að sér heilnæmu úti- lofti. Reynið að svitna Ef meiðslin eru ekki því alvar- legri ættu þau í fæstum tilfellum að koma í veg fyrir að menn geti svitn- að við einhverjar æflngar. Flestir ná því að svitna við sínar hefð- bundnu æfingar en gott væri að leita sér leiða til að svitna á annan máta ef meiðsli koma í veg fyrir heföbundna hreyflngu. Svitinn er staðfesting þess að líkamsforminu sé viðhaldið og kaloríubruni hafi átt sér stað. Varast ber þó að hafa svit- ann að aðalmarkmiði. Ekki má of- gera meidda líkamshlutanum á nokkurn hátt. Æflngar í tækjasal á líkamsræktarstöðvum koma þar oft að gagni. Vel er hægt að beita átaki og svitna í þeim tækjum sem reyna ekkert á meidda svæðið þvi flest tæki í líkamsræktarstöðvum eru sérhönnuð fyrir ákveðna vöðva lík- amans. Þeir sem skokka til að halda sér í formi gera þaö flestir í hópi æfinga- félaga. Það getur verið pirrandi aö geta ekki tekið þátt í vinnu skokk- hópsins þegar meiðsli gera vart viö sig. Það hefur jákvæð áhrif á sálar- lífið að halda sig í góðu sambandi við skokkfélaga sína þó að menn geti ekki stundað æfingar með þeim. Upplagt er að mæta á staðinn við upphaf æfinga eða einfaldlega vera í símasambandi við félagana. Það auðveldar endurkomuna að vera í góðu sambandi við æfingafé- lagana. Þeir sem lenda í meiðslum eru margir gjamir á að hlaða á sig kíló- um. Nauðsynlegt er að fylgjast vel með fæðuinntökunni ef ekki er mögulegt aö stunda æfingar vegna meiösla. Oft er nauðsynlegt að breyta fæðusamsetningunni til að halda kjörþyngdinni ef ekki gefst tækifæri til að brenna kaloríum. Gott ráð er að neyta fituminni fæðu, ávaxta í fæðunni. smyrja þynnra lagi af smjöri á -fs brauðið og auka hlut grænmetis eða Sérverslun með gamla muni og húsgögn Langholtsvegi 130, sími: 533 33 90 Ný sending! Furubekkir frá ca. 1900 / frá kr. 42.000,- Úrval af smáhlutum til gjafa Opið: Mán. - laug. 12:00 - 19:00 / Sunnud. 12:00 -18:00 Kcla / brenniofnar frá ca. 1940 /frá kr. 85.000,- mm mðgreioslur Furuskápar frá ca. 1900 / frá kr. 47.000,- sr Kósý * **+ Húsgögn Simmúla 28 - 108 Reykjavik - Sími 568 0606 / Hvíldarstóll úr ledri kr. 65.900,- I TILBOÐ HvíldarstóH urtaui tV-'V III r~

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.