Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 JL>V fréttir 50 40 30 20 10 0 -10 -20 -30 -40 -50 Vinsæluslu og óvinsælustu Óánægöir kjósendur hafa sagt stjórnmálamönnum til syndanna í skoðanakönnunum DV síðasta áratug: Niður úr öllu valdi Stjórnmálamönnum sem fallið hafa í ónáð kjósenda hefur verið sagt ræki- lega til syndanna í skoðanakönnunum DV allan síðasta áratug. Nýjasta dæm- ið er útreið Finns Ingólfssonar, fyrr- verandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í skoðanakönnun sem DV gerði dagana fyrir áramótin. Yfir helmingur þátttak- enda í könnuninni, 52,7%, sagðist hafa minnst álit á Finni Ingólfssyni allra stjórmálamanna landsins. Stóriðjuá- formum og yflrvofandi umhverfis- spjöllum, tengdum þeim, er þar að nokkru um að kenna. Finnur hefur annars verið mjög óvinsæll i síðustu flmm könnunum DV og koma bankaskandalar þar nokkuð við sögu. Aðrar eins óvinsældir og mældust í síðustu könnun DV höfðu ekki sést í könnunum DV frá því í janúar 1994. Þá mældust óvinsældir Jóns Baldvins Hannibalssonar 55,1%. Sumarið áður mældust óvinsældir Jóns álíka, eða 54,8%. Hann hafði þá lagt Jóhönnu Sig- urðardóttur i formannskosningum Al- þýðuflokksins sem síðan leiddi til af- sagnar Jóhönnu úr ríkisstjórn og stofnun Þjóðvaka. Jóhanna naut hins vegar samúðar fólks, setti hnefann á loft og sagði: „Minn tími mun koma.“ Umsókn um aöild að ESB var Jóni mikið hjartans mál á þessum tíma en afar umdeilt og Alþýðuflokkurinn lenti í kreppu vegna afsagnar Guðmundar Áma Stefánssonar, þáverandi félags- málaráðherra. Jón Baldvin er óvinsælastur sex kannanir í röð. Það er þó huggun harmi gegn að á sama tíma er hann í 3.-8. sæti vinsældalistans. Á sama tíma og Jón skrapaði botn- inn í könnunum DV á þessum tíma naut Jóhanna verunnar á toppnum. Varð hún vinsælust tvær kannanir í röð. Gaggó vest og fallít byggöastefna En hvorki Jón Baldvin né Finnur hafa nokkuð i Davíð Oddsson forsætis- ráðherra að gera. Davíð nýtur þess vafasama heiðurs að hafa mælst óvin- sælastur allra í könnunum DV frá upp- hafi. í desemberbyrjun árið 1991 sögðu 59,6% þeirra sem tóku afstöðu i könn- un DV hafa minnst álit á Davíð. Davíð hafði verið forsætisráðherra í hálft ár þegar þessi könnun var gerð og var nýliði á þingi. Davið gerði fljótlega ailt vitlaust í þinginu þegar hann sagði klúbbástand ríkja á Alþingi sem minnti á fundi í gagnfræðaskóla. Þar vantaði verulega upp á markvissa vinnu. Fyrirhuguðum álversfram- kvæmdum á Suðumesjum hafði verið frestað með tiiheyrandi óánægju þar syðra. Þá urðu miklar deilur um byggðastefnu ríkisstjórnarinnar þar sem Davíð lét þau orð falla að byggða- stefnan hefði brugðist. Hann viðraði þær hugmyndir að tilteknar byggðir væru óhagkvæmar og hjálpa ætti fólki við að flytjast á brott. Þá hafði ríkis- stjórnin boðað auknar kröfur til at- vinnulífsins og lýst yflr að sjóðir á veg- um ríkisins væru galtómir; ekki væru til peningar til að afstýra gjaldþroti stórra fyrirtækja sem við blasti um allt land. Það leysti ekki nokkurs manns vanda að ausa almannafé glórulaust í allar áttir. Þarna myndaðist jarðvegur fyrir óánægjufræ sem bám ávöxt í skoðanakönnun DV á aðventunni 1991. Miklar óvinsældir Met þremenninganna sem hér em nefndir til sögunnar era einstök í sögu skoðanakannana DV síðastliðinn ára- tug. Síðastliðin fimm ár hafa ríflega 20% óvinsældir nægt til að stjórnmála- maður yrði óvinsælasti stjórnmáia- maður landsins. Meðaltal mestu óvin- sælda þetta tímabil er 23,9%. Meðaltal 19 kannana áratugarins er hins vegar Fréttaljós Haukur L. Hauksson 35,8%. Meðaltal vinsælda er 31,9. Graf- ið sýnir annars óvinsælustu og vinsæl- ustu stjómmálamenn í 19 könnunum DV síðastliðinn áratug og hvert óvin- sældafylgi þeirra hefur verið. Yfirleitt hafa óvinsældimar verið meiri fyrri hluta áratugarins, sem kann að skýrast af meiri umbrotum í pólitíkinni á þeim tíma. Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi fjármálaráð- herra, fékk viðurnefnið skattmann og uppskar eftir þvi - 38,7% og 31,3% óvinsældir 1990 og 1991. í kjölfarið kemur met Davíðs. Athygli vekur að Davíð er einnig óvinsælasti stjómmálamaðurinn í næstu könnun á eftir en þá mældust óvinsældir hans einungis 28%. Reynd- ar hefðu þær óvinsældir nægt til að Davíð yrði óvinsælastur í könnuninni á undan en Ólafur Ragnar var þá í öðru sæti með 10,9% óvinældir. Óá- nægjan með Davíð var hins vegar svo megn að hann fór niður úr öliu valdi. Sama má segja um Jón Baldvin en næstóvinsælastur á eftir honum í júni 1994 var Davíð Oddsson með 14,2%. Og Davið var aftur f öðra sæti i síðustu könnun DV þegar óvinsældir hans mældust 11,4%. Finni hefði nægt með- altal siðustu fimm ára til að verða óvinsælasti stjórnmálamaður í þessari könnun en óánægja kjósenda skaut honum á bólakaf. Vinsæll og veit af því En það eru ekki einungis mældar óvinsældir. Vinsæidamet hafa einnig verið slegin. Það gerðist í könnun DV í september í fyrra og svo aftur nú í des- ember þegar um 45,5% og 45% kjós- enda sögðust hafa mest álit á Davið Oddssyni forsætisráðherra. Af öðram vinsælustu stjómmálamönnunum er það einungis Jóhanna Sigurðardóttir sem hefur mælst með meira en 30% vinsældir, 31,3% í september 1993. „Hann er vinsæil og veit af því“ var sungið um Steingrím Hermannsson. Hann mældist vinsælastur í tveimur könnunum, með 29,6 og 24,6% fylgi. En sælan stóð stutt. Steingrímur hvarf af vinsældalistum við setu í stól seðla- bankastjóra. Þorsteinn Pálsson, nú sendiherra í London, naut vinsælda á miðju ári 1993. Þá ögraði hann samfélagi hval- vemdunarsinna og var gestgjafi fund- ar Norður-Atlantshafs-sjávarspendýra- ráðsins í Reykjavik Þá tók hann erfiða ákvörðun um skerðingu þorskkvótans og tók sér völd við stjóm efnahagsmála um stundarsakir. Davíö kóngur En Davíð er í sérflokki þegar kemur að vinsældum - ber höfuð og herðar yfir aðra stjómmálamenn. Hann hefur trónað á toppnum í 10 síðustu könnun- um DV eða alit frá þvi í nóvember 1994. í 19 skoðanakönnunum DV á síð- asta áratug hefúr Davíð 14 sinnum mælst vinsælasti stjómmálamaðurinn. En tilvera stjómmálamanna er súrsæt eða sætsúr eftir atvikum. Á sama tíma hefur Davíð átta sinnum mælst óvin- sælasti stjómmálamaðurinn. Sex sinn- um hefur hann mæist bæði vinsælasti og óvinsælasti stjórnmálamaðurinn. Og ef Davíð hefur ekki verið vinsælast- ur hefur hann verið næstvinsælastur. Og oft hefur hann mælst næstóvin- sælastur. Davíð hefur því verið allt í senn - vinsælastur, óvinsælastur og umdeildastur. Enginn vafi leikur á að 10. áratugurinn er áratugur Davíðs. Allt heilsunnar veena Heilsudýnur Svqftilierbergishúsgögn Jámgcftlar Heilsukoddar Hlpðardýnur Rúmteppasett Hágœða bómullariök Sœngur Sœngurver Larnpar Spegiar vf K - akvj Listhúsinu Laugardal, slmi 581 2233 • Dalsbraut 1, Akureyri, sími 461 1150 • www.svefnogheilsa.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.