Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Side 30
LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 ] .' \ • sviðsljós Frú Sting fær skömm í hattinn Það getur verið mjög vanþakklátt starf að gefa út bækur og það hefur áreiðanlega verið útgefandi eða höf- undur sem fyrstur samdi orðatil- tækið að kasta perlum fyrir svín. Þetta hefur frú Trudie Styler í Bretlandi fengið að reyna en hún hefur nýlega gefiö út glæsilega mat- reiðslubók með fjölda gimilegra uppskrifta og fjölda forkunnarfag- urra mynda. í stað þess aö taka bók- inni fegins hendi, hnýta á sig svunt- una og hefjast handa við matargerð láta gagnrýnendur sér fátt um finn- ast og gera grin að bókinni og segja að hún sé einskis virði og sóun á pappír. Nú er rétt að skýra frá því að frú Trudie Styler er ekki bara einhver húsmóöir heldur eiginkona rokkar- ans, trilljónamæringsins og um- hverfisvinarins Sting sem heitir reyndar réttu nafni Gordon Styler. Þau hjónin búa á risavöxnu mið- aidasetri á Englandi þar sem þau rækta allt sitt grænmeti sjálf, kryddjurtir og sækja sína eigin viliibráð í skóglendið og mýramar kringum setrið. Þetta heitir víst að * lifa af landsins gæðum og er sann- kölluð paradís í augum margra sem aðhyllast hollt lífemi og lífrænt ræktað gras og soddan fóður. Frú Sting hefur sem sagt sett saman mikinn doðrant sem heitir The Lake House Cookbook og er gríðarmikil að vöxtum, prýdd fjölda mynda. Frúin hefur helst verið gagnrýnd fyrir að bókin sé að mestu leyti innantómur þvættingur um al- genga hluti sem byggist á þeim leiða misskilningi hennar að fólk hafi áhuga á þvi hvað hún borðar þó að maðurinn hennar hafi samið vinsæl lög. Frú Sting skrifar engar uppskrift- ir í bókinni og eldar reyndar aldrei sjálf. Það verk er í höndum Joseph Sponzo sem er sérstakur mat- reiðslumeistari þeirra hjónanna. Hann semur uppskriftimar og gefur góð ráð. Það þykir stór galli á bók- inni að flestar uppskriftanna inni- halda eitthvert ferskt hráefni sem vex á lóðinni hjá Sting-hjónunum og því talið útilokað að venjulegt fólk geti nokkru sinni nýtt sér matseðl- ana hjá þeim. Það að bókin sé sóun á pappír er sérlega neyðarlegt fyrir Sting-fjöl- Eiginkona Stings, stórsöngvara og trilljónamærings, fær slaka dóma fyrir matreiöslubók sína. TILKYNNING TIL HÚSBYGGJENDA Samkvæmt lögum um Qarskipti sem tóku gildi síðustu áramót enda heimtaugar fjarskiptafyrirtækja í húskassa en lagnir inn- anhúss frá húskassanum eru á ábyrgð hús- eiganda. Staðsetning húskassa og lagnir skulu vera í samræmi við samþykkta uppdrætti af viðkomandi byggingu. Með þessari breytingu er staðfest að sam- keppni skuli ríkja um innanhúslagnir og munu aðrir aðilar en Landssími íslands hf. eftirleiðis geta boðið húsbyggjendum þjónustu sína á þessu sviði. Póst- og fjarskiptastofnun mun setja reglur um frágang húskassa og lagna í þeim tilgangi að tryggja vernd fjarskipta og aðgang hinna ýmsu fjarskiptafyrirtækja að húskössum og lögnum. Að öðru leyti vísast til byggingarreglugerðar. skylduna því fjölskyldufaöirinn hef- þurft nokkur tré til að koma upp- ur látið sig vemdun regnskóga og skriftum frú Sting á þrykk. skóga heimsins almennt sérstaklega varða en hætt er við að fella hafi mk ' m?- * Æ ■ : • . \ Michael Caine stórleikari er mjög mótfallinn því aö striplast í kvikmyndum. Vill ekki sýna á sér rassinn Michael Caine er þekktur bresk- ur leikari sem átt hefur farsælan feril þrátt fyrir óreglusamt lífemi. Hann er sennilega einna þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndinni Ríta gengur menntaveginn eða Educat- ing Rita sem naut mikilla vinsælda fyrir nokkrum árum. Caine hefur að hætti margra stór- stjama sest niður við fótskör ævi- söguritara og fest æviferil sinn þyrnum stráðan á blað. í bókinni, sem nýlega er komin út og Michael Freedland hefur fært í letur, lætur Caine móðan mása um margt sem viðkemur kvikmyndum og kvik- myndaleik. Hann segist vera algerlega á móti nektarsenum í kvikmyndum og hafa reynt eftir fremsta megni að koma sér undan því að striplast um á hvíta tjaldinu á fæðingarfötunum einum. „Naktir karlmenn eru afskaplega óvirðuleg sjón og beinlínis hlægileg- ir. Ég ber virðingu fyrir leiklistinni og ég lærði ekki erfitt fag í 20 ár til þess eins að láta fólk glápa á rass- inn á mér.“ Eflaust deila margir þessum skoð- unum með Caine en vonandi er það ekki útbreidd skoðun meðal kvenna að berir karlar séu hlægilegir. Það finnst karlmönnum áreiðanlega ekki skemmtileg tilhugsun. JAMÚÁR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.