Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Síða 15
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2000 15 Fréttir Eins og húsið væri hrist - segir Sandra Hróbjartsdóttir DV, HRAUNGERDISHREPPI:_______________ „Það var eins og húsið væri tekið upp og hrist rækilega í lausu lofti. Þetta var rosalegt áfall og allir í sjokki," sagði Sandra Hróbjartsdótt- ir, 14 ára, frá Geirshólum í Hraun- gerðishreppi, en heimili Söndru er DV-MYND NH Jörundur og David eigand tívolísins Selfyssingar létu hugsunina um skjálfta lönd og leið í tækjunum. Tívolístemning - þrátt fyrir skjálftana PV. SELFOSSI: „Tækin voru komin upp þegar skjálftinn kom á miðvikudagsnóttina, þau hristust aðeins en ekkert meira,“ sagði Jörundur Guðmundsson sem er á ferðinni með enskt tívoli um landið. Tívolíið vqr opnað á Selfossi á fimmtudagskvöldiö og Jörundur segir að tækin séu það þung að hann hafi ekki áhyggjur af þeim þó að jörðin fari að skjálfa undir þeim. „Þau eru tugir tonna á þyngd þannig að það má mikið ganga á svo þau fari af stað,“ sagði Jörundur Guðmundsson. -NH skammt frá upptök- um skjálftans á mið- vikudagsnóttina og því á mesta um- brotasvæðinu. Eftir þvi sem líður frá skjálftanum hef- ur fólk fengið rýmri tíma til að átta sig á þvi sem gerðist og margir hafa fengið aðstoð frá sérfræð- ingum í áfailahjálp. Sandra segir sér hafa gengið bærilega að ná sér eftir að fyrsti sólarhringur- inn var liðinn. „Á meðan þetta gerðist og fyrst á eftir gerði ég ekki neitt, lá bara í rúminu, hélt mér og þorði ekki einu sinni að öskra. Svo beið ég í um tvær mínútur, þá fór ég fram úr og heyröi í einhverjum frammi," sagði Sandra. Fyrsti sólarhring- urinn var erfiðastur hjá henni. „í allan gærdag mátti ég ekki heyra neitt. Það mátti ekki loka dyrum, þá fékk ég sjokk og hélt að allt væri byrjað aftur. í nótt sváfum við systkinin saman og ég hvíldist mjög vel og eftir það líður mér miklu bet- ur,“ sagði Sandra. Á heimili Söndru urðu skemmdir ekki verulegar. „Við vorum heppin á Geirshólum, ég held að bylgjan hafi að mestu leyti farið fram hjá því hús á næstu bæjum sunnan við okkur fóru miklu verr.“ Hún segist kvíða næstu dögum, sérstaklega vegna umræðunnar um að fleiri skjálftar séu væntanlegir. „Ég er að fara að halda upp á ferminguna mina á sunnudaginn og er voðalega kvíðin. Fólk úr Reykjavík er að hugsa um að koma ekki í ferming- una hingað austur vegna skjálft- ans,“ sagöi Sandra. Hún segist enn ekki vera búin að leita eftir hjálp vegna atburðanna. „Eftir seinustu nótt tóksdt mér að jafna mig alveg en þama fyrst á eftir hefði ég eflaust þurft á einhverju að halda. Ég veit að fólk á næstu bæjum leitaði sér áfallahjálpar." Sandra er hestakona og er búin að ná inn á Landsmótið með hest- inn sinn, Verðandi, sem hún var aö þjálfa á fimmtudagskvöldið. Hún segir hestamennskuna og sveita- störfin hjálpa til við að dreifa hug- anum eftir skjálftana. „Það er þægi- legt að hafa nóg að gera, þá hugsar maöur aðeins minna um þetta. Samt var þetta alveg svakalegt," sagði Sandra. NH/HH DV-MYND NH Fræðslufundur Farið varyfír helstu þætti áfalla með íbúum á skjálftasvæðinu. Suðurlandsskj álf tarnir: Ótti á Selfossi - fjölmenni á fundi um áhrif áfalla DV, SELFOSSI: Fjöldi fólks úr Villingaholts-, Hraungerðis- og Gaulverjabæjar- hreppum mætti á fræðslufund um áhrif áfaUa í Þingborg á fimmtu- dagskvöld. Heilsugæslan á Selfossi, áfallateymi Landspítalans, Al- mannavamanefndir og Rauða kross-deildir Ámessýslu stóðu fyrir fundinum. Farið var yfir helstu þætti áfalla og viðbrögð við þeim á fundinum. Fólk úr nærsveitum upp- taka skjálftans er æ betur að gera sér grein fyrir afleiðingum hans og mörgum kemur til góða að geta leit- að sér hjálpar við að leysa úr þeim andlega vanda sem leitar á fólk eft- ir svona hamfarir. í fiöldahjálpar- stöðina á Selfossi hefur sífellt stærri hópur leitað eftir því sem lengra líð- ur frá skjálftanum. Einnig er mikill kviði hjá fólki á Selfossi fyrir því að fleiri jarðskjálftar eigi eftir að ríða yfir héraðið á næstunni. -NH Komatsu WB97R, skr.ár 1999, vinnust. 1.830, verð kr. 3.950.000,- ánvsk. Fermec 526, skr.ár 1998, vinnust. 400, verð kr. 1.450.000,- án vsk. Case W20C, skr.ár 1989, vinnust. 3.300, verð kr. 1.900.000,- án vsk. Sanderson TX525, skr.ár 1995, vinnust. 1.100, verð kr. 2.100.000,- án vsk. JCB 4c-4WS Turbo, skr.ár 1992, vinnust 4.020, verð kr. 2.600.000,- án vsk. Komatsu PC340LC, skr.ár 1996, vinnust. 7.800, verð kr. 7.200.000,- án vsk. JCB Teletruck 2,5D skotbómulyftari, skr.ár 1998, verð kr. 1.950.000,- án vsk. JCB 4cx-4WS Turbo, skr.ár 1994, vinnust. 4.700, verð kr. 3.100.000,- án vsk. Þessar vélar eru til sýnis að Lágmúla 7. Þær eru allar skoðaðar af Vinnueftirliti Ríkisins og eru í góðu lagi. VELAVER Lágmúli 7 Reykjavík Sími: 588 2600 • Akureyri Sími 461 4007 • www.velaver.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.