Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Qupperneq 27
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2000 27 DV Helgarbláð Jónsmessan býr yfir kynngimögnuðum krafti: Talandi kýr, óskasteinar og gjafir frá huldufólki Jónsmessunótt, aðfaranótt 24. júni, telst vera ein þeirra fjögurra nátta sem taldar eru hvað magn- aðastar í íslenskri þjóðtrú og þá geta ýmsir dularfullir atburðir gerst. Hinar næturnar eru jólanótt, nýársnótt og þrettándanótt. Það er reyndar ekki bara á Islandi sem Jónsmessan er talin sérstök því þjóðtrú tengd nóttinni er að finna víða í Evrópu. Upphaflega var Jónsmessan fom sólhvarfahátíð í Róm en breyttist síðar í Jónsmessu, messu Jóhannes- ar skírara. Hér á landi var Jóns- messan í tölu helgidaga til 1770. I Suður-Evrópu var Jónsmessan mik- il alþýðuhátíð með brennum, dansi, nomamessum og kynsvalli. Hér á landi var hátíðarhaldið mun minna. Ekki var hægt að sóa þessum litla eldivið sem til var í brennur og þar sem sumarnóttin er svo björt hér á Fróni þá voru engar illar vættir og djöflar á ferðinni á Jónsmessunótt eins og suður í Evrópu þar sem þeir sækja mest í myrkrið. Yfirnáttúrlegir steinar Hjátrú tengd Jónsmessunni sem hefur verið hvað sterkust hér á landi er sú að það eigi að vera ein- staklega heilnæmt að baða sig upp úr dögginni þessa nótt. Öll manns mein eiga þá að hverfa en til þess að döggin virki verður maður að láta hana þorna af sjálfu sér á líkaman- um. Fleiri sögur af töfrum þessarar nætur eru m.a þær að upp úr tjömum eigi að fljóta yfimáttúr- legir steinar sem menn geta nælt sér í séu þeir nógu glúrnir. Hægt á að vera að finna lausnarsteina sem geta hjálpað kon- um í barnsnauð, óskasteina sem uppfyfla allar óskir manns, varnar- steina sem vemda mann gegn sér- hverju illu, líf- steina sem nota má til að græða sár og hulinshjálmssteina sem gera menn Já, Búkolla mín, slettum við ekki síðast úr klaufun um á nýársnótt? firði, Baula í Borgarfirði og Kofta við Álftafjörð. Það er einnig gott að tína ákveðn- ar grastegundir þessa nótt. Ber þar helst að nefna brönugras sem vakið getur ástameista milli tveggja ein- staklinga og einnig leyst hjóna- - r Langt síðan maður heyrði síðast í þér, Rauðka! v__________ ósýnilegan. Ekki er auðvelt að finna þessa steina en fjöll sem þessir steinar hafa fund- ist á eru m.a Tindastóll í Skaga- bandserjur. Fjögurra blaða smára er einnig auðveldara að finna á Jónsmessu en ella og ef maður finn- ur einn slíkan þá getur maður próf- að að bera hann að læstum dyrum og eiga þær þá að ljúkast upp.Aðrar jurtir með yfimáttúrlegan kraft eru t.d mjaðurt sem sagt er að geti komið upp um þjófa og grídus sem hjálpar manni að dreyma það sem manni leikur forvitni á. Gull og gersemar Einn af þeim átrúnaði sem er sameiginlegur með Jónsmessu og hinum þremur kynngimögn- uðustu nóttum ársins er sá að kýr tali, selir fari úr hömum sín- um og að útiseta á krossgötum gefist vel. Sitji maður á krossgöt- um þessa nótt á maður t.d að geta komist í samband við fram- liðið fólk og fengið að heyra um óorðna hluti. Einnig getur huldufólk sem stendur í búslóða- flutningum orðið á vegi manns og boðið manni gufl og gersemar svo það komist fram hjá. Þá er um að gera að svara því engu heldur þegja eins og steinn og sitja sem fastast til morguns ef maður ætlar sér að hreppa eitt- hvað af góssinu. -snæ verð Sjónvarp 10” 12/220v sv/hv 9^90. Borðvifta Þráðlaus síini með númerabirti og minni Skráðu þig í vefklúbbinn www.husa.is HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.