Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Síða 46
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2000 **54 Tilvera DV Ekkl eins skakkur Miklar endurbætur hafa verið gerðar á Skakka turninum í Pisa. Fyrsti hópurinn heimsækir tuminn Hópur háskólastúdenta varð þeirrar gæfu aðnjótandi á dögunum að fá að fara upp í Skakka tuminn í Pisa en undanfarinn áratug hefur aðeins örfá- um verið leyft það. Endurbætur á Skakka tuminum hafa nú staðið yfir um nokkurra ára skeið og hefur tekist a%að styrkja undirstöður hans tii muna. Þegar endurbætumar hófust árið 1998 hallaði tuminn um 5 metra en mark- mið byggingaverkfræðinga á staðnum er að minnka hallann um sem nemur 45 sentimetrum. Þegar því marki er náð telja verkfræðingar að tuminn þurfi ekki endurbóta við næstu 250 árin enda verði hailinn minni en hann var árið 1700. Ef spár ganga eftir ættu ferðamenn að geta heimsótt tuminn strax næsta vor en ferðayfirvöld í Pisa hafa hins vegar bent á að skorður verða settar "^við fjölda heimsókna og þótt gert hafi verið við undirstöður hans muni hann aldrei þola ágang þúsunda ferðamanna á ári hverju. Hákarlauggar af matseðlinum Taílenska flugfélagið, Thai Airways, hefúr ákveðið að hætta að bjóða upp á súpu sem gerð er úr hákarlauggum. Að sögn talsmanns flugfélagsins óttast menn útrýmingu hákarla í Kyrrahafi. Árlega munu um 60 þúsund hákarlar veiddir til þess að fullnægja löngun manna í fyirnefnda súpu en hún þyk- ir hið mesta lostæti þegar austræn matargerð er annars vegar. Brú yflr Eyrarsund Með nýju brúnni mun ferðin á mllli Kaupmannahafnar og Málmeyjar aðeins taka 11 mínútur. Eyrarsundsbrúin tilbúin Það styttist í að hin stórglæsilega Eyrarsundsbrú verði opnuð en þann 1. júlí næstkomandi munu Margrét Danadrottning og Karl Gústaf Svíakon- ungur opna brúna við hátíðlega at- höfn. Brúin og reyndar göngin líka em engin smásmíði; fjögurra akreina hraðbraut auk tvöfaldrar jámbrautar. Lestarferð frá Kaupmannahöfh til Málmeyjar í Svíþjóð mun aðeins taka ellefu mínútur. Vegatollar verða í kringum 3000 krónur á bíl en einnig verður hægt að kaupa afsláttarkort. Býrðu í Koupmannahöfn? Ertu ó leiðinni ??? www.islendingafelagid.dk Ómar Valdimarsson fór með rútu frá Boston til Toronto: Sprænur í saman- burði við suma íslenska fossa Við hófum ferðina í Boston. Skól- inn var nýkominn i vorfri eins og tíðkast hjá amerískum háskólum og fram undan kærkomið frí. Eftir að hafa reynt að þjarka við hin ýmsu flugfélög um flug til Toronto gáfumst við upp og fórum út á South Station sem er ámóta og BSÍ á íslandi. Þegar þangað var komið gengum við upp að þjónustuborði Greyhound-rútubíla- stöðvarinnar og báðum um tvo miða til Toronto. „Gæti ég fengið að sjá vegabréf, félagi?" sagði starfsmaður Greyhound um leið og við reiddum fram 150 dollara hvor. „Skringilegt," hugsaði ég um leið og ég rétti honum alislenskan passann minn. Nokkuð sem maður þarf að venjast þegar maður kemur frá eyríki á borð við Is- land - að það skuli í raun og veru vera hægt að keyra til annarra landa. samanburði við suma fossa heima eru þetta óttalegar sprænur," hugsaði ég um leið og ég rak augun í upplýs- ingaskilti á svæðinu. Þar stóð að kraftur fossanna sé um 5 mifljón hest- öfl og hvergi í veröldinni séu til hvort eð er aldrei að borga af þvi! Vel mettir og glaðir fónun við heim til eins af félögum Mike sem hafði boðist til þess að hýsa okkur. Eftir að hafa blundað í smá stund, farið í sturtu og burstað í sér tenn- Risavaxin kringla Eaton Centre í Toronto er risaverslunarmiðstöð með 320 búðum. Lagt í hann Við tók tólf klukkustunda rútuferð til kandadísku landamæranna, þvert yfir Massachusetts og New York- fylki. Þegar maður var við það að sofna vaknaði ég við að hausinn á Mike skall í öxlina á mér, eða að rón- inn fyrir aftan okkur byrjaði að syngja. „Þessu kemur aldrei til með að ljúka!“ Klukkan var farin að slá í tvö og nú sá ég fram á að ná smá blundi. „Ladies and gentlemen, welcome to the beautiful capital of New York, Al- bany,“ gall í hátalarakerfi rútunnar um leið og fór að glitta í skýjakljúfa borgarinnar. Ég var glaðvaknaður. Eftir þessa ákaflega skemmtilegu til- kynningu kveikti rútubílstjórinn ljós- in og sagði farþegum að hér yrði stoppað í hálftíma áður en haldið yrði áfram. Við Mike skelltum okkur inn til þess að létta á okkur og fá okkur eitthvað í svanginn. Það hitti þannig á að þegar við vorum að renna niður síðasta bitanum var kaflað á farþeg- ana úti i rútu aftur. Við skelltum okk- ur í röðina og um leið og búið var að rífa af miðanum okkar sem myndi endast okkur tfl Syracuse steig ég öðrum fætinum upp í rútuna og það var sem ég labbaði á vegg. Á móti mér lagði megna stækju. Það hafði einhver ælt inni í rútunni. Stækja eða ekki stækja - inn í rútuna örkuðum við og krosslögðum finguma, „Vonandi deyr stækjan eftir því sem við göngum lengra inn í rútuna," hugsaði ég. Þegar við komum að sætunum okkar fundum við vin okkar - rónann sem hafði setið fyrir aftan okkur og sungið alla leiðina frá Boston. Hann var hættur að syngja en lá yfir sæt- inu okkar í ælunni sinni. Niagara-fossar Eftir að hafa röflað í bílstjóranum um þetta óheppilega atvik, féflst hann á þá skoðun okkar að það væri ekki hægt að leggja í 4 tima akstur í rútu sem angaði af ælu. Eftir töluverða bið mætti lögreglan á svæðið og bauð hinum ólánsama söngvara gistingu á kostnað skattborgara. Síðan var lagt í hann. Eftir að hafa blundað í ca tvo klukkutíma vöknuðum við það að sól- in var komin hátt á loft og biðin far- in að styttast. Eftir svolítinn akstur vorum við komnir að landamærastöð Kanada og Bandaríkjanna við Niag- ara Falls. Við létum stimpla passana okkar og skefltum okkur síðan í skoð- unarferð um fossana. Ég varö satt að segja fyrir töluverðum vonbrigðum með þessa margumtöluðu fossa. „I Toronto er ótrúlega spennandi borg og gefur öðrum stórborgum heims lítið eftir. vatnsmeiri fossar. Um 300 þúsund lítrar renna fram af fossbrúninni á hverri sekúndu! Toronto Félagi Mike sótti okkur til Niagara og keyrði okkur svo til Toronto. Við tókum daginn létt og skoðuðum okk- ur vel og vandlega um í miðborginni. Toronto er ótrúlega spennandi borg. Borgin er stærsta borg Kanada. I henni er að finna allt sem risaborgir hafa upp á að bjóða. íbúar borgarinn- ar eru tvær og hálf milljón og hægt er að frnna nánast öll þjóðemi heimsins Nlagarafossar í baksýn Greinarhöfundur og ferðafélaginn Mike. í þessum suðupotti. Eftir að hafa gengið um mið- borg Toronto í fremm- köldu veðri komum við að risaverslunarmið- stöð. Mike sagði mér að þetta væri stærsta versl- unarmiðstöð Kanada, Eaton Centre, með yfir 320 verslanir innan- borðs. „Það ætti að gleðja verslunarglaða ís- lendinga að koma hing- að,“ hugsaði ég um leið og ég varð ótrúlega var við að ég væri með Visa-kortið mitt í vasanum. Hér er allt á sama verði og í Bandaríkjunum, nema hvað kanadíski doflarinn er ekki nema 50 krónur. Hinn séríslenski hugsunar- háttur um hvað ég gæti sparað mikið með því að eyða peningunum mínum hér var kominn á fuflt og ég óð af stað úr einni verslimni í aðra. Eins og öll- um íslendingum er kunnugt um getur maður endalaust eytt á Visa, það þarf Ráðhúsið í Toronto Víða eru glæsilegar byggingar í borginni. Vatnsmestu fossar heims Krafturinn er 5 milljón hestöfl og um 300 þúsund lítrar renna fram af fossbrúninni á hverri sekúndu! umar, var stefnan tekinn á CN-turn- inn. Tuminn er hæsta bygging ver- aldar eða 553 metrar á hæð. I toppi turnsins er veitingastaður sem snýst í hringi, alls ekki ósvipað Perlunni í Öskjuhlíð. Eftir að hafa skotist upp með hraðskreiðri lyftu var okkur vís- að til sætis á besta stað. Klukkan var um sex og í vestri var sólin að þakka fyrir sig þennan daginn. Eldrauður himininn speglaðist í Ontario-vatni og við sjóndefld- arhringinn sá maður glitta í Rochester í New York-fylki. Eftir að hafa borðað einstak- lega bragðgóða Peking-önd var haldið örlítið lengra upp í turn- inn. Uppi á út- sýnispaflinum gat maður séð í allar áttir og það var ekki fyrr en þá að ég áttaði mig á því hvað Toronto er gríð- arlega stór borg. Hún teygir sig í allar áttir: norð- ur, suður, austur og vestur eins langt og augað eygir. Eftir að hafa gengið tvo, þrjá hringi í turninum var mér óvart litið niður í gólf. Ég hélt ég yrði ekki eldri. Gólfið er búið til úr gleri og rúmum 500 metrum neðar var jörðin, jörðin, jörðin - það eina sem skilur á milli min og loft- hæðar sem nemur 6 Hallgrímskirkj- um var örþunnt gler. Eftir að hafa náð að stöðva fyrsta asmakast ævi minnar kom einn starfsmaður turns- ins til mín og sagði mér að vera alveg rólegur - glerið væri hert svo mikið að hægt væri að koma fyrir 14 flóð- hestum á því án þess að það brotnaði. „Flóðhestar hvað,“ hugsaði ég, „það breytir ekki því að ég er farinn." Ég þakkaði kurteislega fyrir mig og gekk að lyftunni sem færði okkur félagana aftur niður á jörðina. Þetta var búið að vera ágætt kvöld. Við gengum heim og við Mike hlökk- uðum báðir til þess að ná að festa svefn í smástund. Það var löngu kom- inn tími tfl þess að skella sér í rúmið. Á morgun bíður okkar enn lengra ferðalag. Ferðalag í sólskin og sósíal- isma. Ferðalag til Kúbu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.