Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Page 12
12 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 Fréttir DV Nýjar afhjúpanir um stórfiska Samaranchs Juan Antonio Samaranch Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar er í nánum tengslum við marga skuggalega athafnamenn. Á meðan á undirbúningi Ólympíuleikanna í Sydney stóð birtust nýjar upplýsingar um spillingu, mútur og mafíuaðferðir stórfíska í kringum ólympísku leiðtogana. Samtímis því sem undirbúningur Ólympíuleikanna var á fullu bárust nýjar upplýsingar um spillingu, mútur og mafíuaðferðir ólympísku leiðtoganna. í tveimur nýútkomn- um bókum, The Great Olympic Swindle, eftir Englendinginn Andrew Jennings, og Der Olymp- ische Sumpf, eftir Þjóðverjana Jens Weinreich og Thomas Kistner, er sagt frá viðskiptum Ólympíuleiðtog- anna sem þola illa dagsljósið. Þrátt fyrir vissa hreinsun i Al- þjóðaólympíunefndinni í fyrra, eftir mútuhneyksliö í kringum Salt Lake City, er enn að finna skúrka í kring- um forseta nefndarinnar, Spánverj- ann Juan Antonio Samaranch, sem er orðinn áttræður. Úsbekinn Gafur Rakhimov vekur sérstaka athygli þó svo að hann sé ekki í Alþjóðanefndinni. Rakhimov er félagi i Ólympíunefnd Úsbekist- ans. Hann er jafnframt í alþjóðlegri nefnd áhugahnefaleikamanna. Á svörtum lista leyniþjónustunnar Fyrir viku var honum meinað að fara inn í Ástralíu þegar hann lenti á flugvellinum í Sydney. Rakhimov er á svörtum lista leyniþjónustu- manna í Bandaríkjunum, Frakk- landi, Rússlandi og fleiri Evrópu- löndum. Hann er þekktur sem bómullar- barón og grunaður um að vera í fikniefnamafíunni í fyrrverandi Sovétríkjunum. Sagt er að ekkert sé hægt að gera í Úsbekistan án sam- þykkis Rakhimovs. Samt sem áður er það mat toppanna í Alþjóða- ólympíunefndinni að Gafur Rak- himov eigi að vera á sínum stað í Sydney. Andrew Jennings fullyrðir að ekki hafi verið um lýðræðislega kosningu að ræða er Rakhimov var kjörinn í stjórn hnefaleikamann- anna. Samkvæmt Jennings notaði Rakhimov fé sitt til að útvega sér ferðafrelsi í nafni alþjóðlegra íþrótta. Gafur Rakhimov hefur heimsótt bækistöðvar Alþjóðaólympíunefnd- arinnar í Lausanne í Sviss i fylgd svissneska athafnamannsins Andr- és Guelfis sem hjálpaði Samaranch á toppinn. Guelfi er besti vinur Samaranch. Hann seldi Alþjóða- ólympíunefndinni lóðina að Ólymp- íusafninu í Lausanna á vinarprís. Guelfi hefur oft heimsótt þjóðarleið- toga og ólympískar nefndir á Ús- bekistansvæðinu með Samaranch í einkaþotu hans. I upphafi síðasta áratugar var Guelfi meðal þeirra sem mæltu með því að Tasjkent, höfuðborg Úsbekistans, fengi að halda Ólympiuleikana árið 2000. í gæsluvarðhaldi Samaranch hefur þessa dagana engan sérstakan áhuga á að ræða tengsl sín við Guelfi og þá sem hann umgengst. Það kemur ekki á óvart því að Guelfi hefur setið í gæslu- varðhaldi. Hann er grunaður um gífurlega spillingu, meðal annars í Úsbekistan þar sem hann á síðasta áratug aðstoðaði franska ríkisolíu- fyrirtækiö Elf/Aquitaine við að tryggja sér réttindi. Eftir að Guelfi féll í ónáð sagði hann frönskum rannsóknardómara frá því hvemig svartir peningar flæddu um ólympíska bankareikninga til réttra aðila. Juan Antonio Samaranch kvaðst ekkert hafa vitað hvað fór fram þeg- ar hann greiddi götu vinar síns, Andrés Guelfis, í Kákasuslöndunum með diplómatapassa sinum. Það virtist bara notalegt að gömlu herramennirnir tveir skyldu geta ferðast saman til fyrrverandi Sovét- ríkjanna þar sem þeir sáust í fylgd Borís Jeltsíns forseta við ýmis tæki- færi. Juan Antonio Samaranch naut lífsins svo vel í Úsbekistan að hann veitti forseta landsins, Islam Kharimov, gullorðu Ólympíunefnd- arinnar 1992. Víst þykir að Kharimov hafi átt skilið að fá orð- una. Hann er nefnilega svo vinsæll í heimalandi sínu að jafnvel mót- frambjóðandi hans við forsetakosn- ingarnar 1999 viðurkenndi feimnis- laust að hafa kosið hann. Skuggaleg viöskipti með íþróttasjóð Árið 1994 tókst Samaranch að koma fyrrverandi íþróttamálaráð- herra Rússlands, Sjamil Tarpitsjev, í Alþjóðaólympíunefndina. Tar- pitsjev var vinur Jeltsíns forseta og var árið 1993 gerður ábyrgur fyrir landssjóði sem átti að fjármagna íþróttir í Rússlandi. Sjóðurinn fékk leyfí til að flytja út hráefni og flytja inn áfengi og tóbak. Tekjurnar áttu að renna til íþrótta. Greint var frá því að um 9 milljarðar dollara hefðu runnið í sjóðinn á ári í nokkur ár. Það vakti auðvitað gífurlega athygli íjölmiðla þegar upp komst að tugum milljóna af sjóðsfénu hefði verið varið í vafasöm viðskipti. Tar- pitsjev var látinn taka pokann sinn en hann stjórnaði seinna kosninga- baráttu Jeltsíns. Meðstjórnandi í sjóðnum, Borís Fjodorov, kærði sig ekki um það sem fram fór. Þegar hann fór að gaspra í fjölmiðlum var ráðist svo harkalega á hann úti á götu 1996 að hann hlaut næstum bana af. Hann lést árið 1999 og fannst tveimur dögum eftir andlát sitt. Hann hafði fengið hjartaáfall að- eins 40 ára að aldri. Sjamil Tarpitsjev skipuleggur marga stóra íþróttaviðburði í Rúss- landi. Hann er liðsstjóri þeirra sem taka þátt i Davis Cup tennismótinu. Þrátt fyrir virðulega stöðu hans er rússneska pressan óhrædd við að tengja hann við mafíuna. Orðrómur- inn um skuggaleg viðskipti Tar- pitsjevs hefur ekki leitt tO útilokun- ar hans frá Alþjóðaólympíunefnd- inni. Golffélagi einræðisherra Indónesinn Mohamad Bob Hasan fékk sæti í nefndinni 1994 eins og Tarpitsjev. Hann á einnig í vök að verjast á heimavigstöðvunum. Fyrr á þessu ári sat hann í gæsluvarð- haldi í sambandi við réttarhöldin yfir Suharto, fyrrverandi einræðis- herra landsins. Hassan var dyggur stuðnings- maður Suhartostjórnarinnar. Hann var golffélagi einræðisherrans. Hann tók einnig þátt i að koma milljörðum í hendur fjölskyldu Suhartos. Aðalstarf Bobs Hasans var þó innan timburiðnaðarins. Alþjóðleg umhverflsverndarsamtök segja hann ábyrgan fyrir eyðingu regn- skóga í Indónesíu. í fyrra var talið að eignir hans næmu um 150 millj- örðum íslenskra króna. Samsung-stjóri sakaður um mútur Annar ríkismaður i Alþjóða- ólympíunefndinni er Samsung-for- stjórinn Lee Kun-Hee. Hann fékk sæti 1996 samtímis þvi sem hann var sakaöur í heimalandinu um að hafa mútað fyrrverandi einræðis- herrum landsins, Chun Doo Hwan og Roh Tae Woh, með um 2 milljörð- um króna. Gullorða Alþjóðaólymp- íunefndarinnar hafði reyndar veriö hengd á þá báða. Lee Kun-Hee nýtur aftur virðing- ar í Suður-Kóreu. Á þjóðhátíðardag- inn árið 1997 var hann náðaður af tveggja ára skilyrðisbundnum fang- elsisdómi sem hann hlaut árið áður. Þess þarf ef til vill ekki að geta að Samsung er einn af stórum styrkt- araðilum Alþjóðaólympíunefndar- innar. í Evrópu óttast margir tengdir Al- þjóðaólympíunefndinni að annar Suður-Kóreumaður, Un Yong Kim, verði forseti nefndarinnar þegar Samaranch fer frá. Kim hefur loks- ins tekist að koma taekwondo-sam- bandi sínu á dagskrána í Sydney. Þar með getur það vænst að hljóta um 300 milljarða króna í styrki fjórða hvert ár. Kim „á“ sambandið sem hann hefur stýrt frá stofnun þess 1973. Fyrrverandi leyniþjónustuforingi Sviðsljósið beindist að Kim, sem var leyniþjónustuforingi á valda- tíma einræðisherranna, þegar það komst í hámæli að dóttir hans, sem er píanóleikari, hefði komið fram sem einleikari með sinfóníuhljóm- sveitunum í næstum því öllum borgunum sem sóttust eftir því að halda Ólympíuleikana. Sonur Kims veitti í laumi nefnd frá Salt Lake City fjárhagsstuðning. Hann gegnir nú ábatasömu starfi í Bandaríkjun- um. Un Yong Kim fékk opinberlega „viðvörun" frá félögum sínum í Al- þjóðaólympíunefndinni. Hann er nú farinn að búa sig undir formanns- kjörið á næsta ári. Samband hans samþykkti í apríl síðastliðnum, á sérstökum auka- stjórnarfundi, að taka fimm menn til viðbótar inn í stjórnina. Fjórir þeirra eru reyndar í Alþjóðaólymp- íunefndinni en hafa engin sérstök tengsl við taekwondo-íþróttina. Þar með streyma 300 milljarðar, í formi sjónvarpspeninga og styrkja, í sjóði hinnar svokölluðu ólympisku fjöl- skyldu á fjögurra ára fresti. Byggt á Jyllands-Posten o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.