Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 Fréttir DV Nýjar afhjúpanir um stórfiska Samaranchs Juan Antonio Samaranch Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar er í nánum tengslum við marga skuggalega athafnamenn. Á meðan á undirbúningi Ólympíuleikanna í Sydney stóð birtust nýjar upplýsingar um spillingu, mútur og mafíuaðferðir stórfíska í kringum ólympísku leiðtogana. Samtímis því sem undirbúningur Ólympíuleikanna var á fullu bárust nýjar upplýsingar um spillingu, mútur og mafíuaðferðir ólympísku leiðtoganna. í tveimur nýútkomn- um bókum, The Great Olympic Swindle, eftir Englendinginn Andrew Jennings, og Der Olymp- ische Sumpf, eftir Þjóðverjana Jens Weinreich og Thomas Kistner, er sagt frá viðskiptum Ólympíuleiðtog- anna sem þola illa dagsljósið. Þrátt fyrir vissa hreinsun i Al- þjóðaólympíunefndinni í fyrra, eftir mútuhneyksliö í kringum Salt Lake City, er enn að finna skúrka í kring- um forseta nefndarinnar, Spánverj- ann Juan Antonio Samaranch, sem er orðinn áttræður. Úsbekinn Gafur Rakhimov vekur sérstaka athygli þó svo að hann sé ekki í Alþjóðanefndinni. Rakhimov er félagi i Ólympíunefnd Úsbekist- ans. Hann er jafnframt í alþjóðlegri nefnd áhugahnefaleikamanna. Á svörtum lista leyniþjónustunnar Fyrir viku var honum meinað að fara inn í Ástralíu þegar hann lenti á flugvellinum í Sydney. Rakhimov er á svörtum lista leyniþjónustu- manna í Bandaríkjunum, Frakk- landi, Rússlandi og fleiri Evrópu- löndum. Hann er þekktur sem bómullar- barón og grunaður um að vera í fikniefnamafíunni í fyrrverandi Sovétríkjunum. Sagt er að ekkert sé hægt að gera í Úsbekistan án sam- þykkis Rakhimovs. Samt sem áður er það mat toppanna í Alþjóða- ólympíunefndinni að Gafur Rak- himov eigi að vera á sínum stað í Sydney. Andrew Jennings fullyrðir að ekki hafi verið um lýðræðislega kosningu að ræða er Rakhimov var kjörinn í stjórn hnefaleikamann- anna. Samkvæmt Jennings notaði Rakhimov fé sitt til að útvega sér ferðafrelsi í nafni alþjóðlegra íþrótta. Gafur Rakhimov hefur heimsótt bækistöðvar Alþjóðaólympíunefnd- arinnar í Lausanne í Sviss i fylgd svissneska athafnamannsins Andr- és Guelfis sem hjálpaði Samaranch á toppinn. Guelfi er besti vinur Samaranch. Hann seldi Alþjóða- ólympíunefndinni lóðina að Ólymp- íusafninu í Lausanna á vinarprís. Guelfi hefur oft heimsótt þjóðarleið- toga og ólympískar nefndir á Ús- bekistansvæðinu með Samaranch í einkaþotu hans. I upphafi síðasta áratugar var Guelfi meðal þeirra sem mæltu með því að Tasjkent, höfuðborg Úsbekistans, fengi að halda Ólympiuleikana árið 2000. í gæsluvarðhaldi Samaranch hefur þessa dagana engan sérstakan áhuga á að ræða tengsl sín við Guelfi og þá sem hann umgengst. Það kemur ekki á óvart því að Guelfi hefur setið í gæslu- varðhaldi. Hann er grunaður um gífurlega spillingu, meðal annars í Úsbekistan þar sem hann á síðasta áratug aðstoðaði franska ríkisolíu- fyrirtækiö Elf/Aquitaine við að tryggja sér réttindi. Eftir að Guelfi féll í ónáð sagði hann frönskum rannsóknardómara frá því hvemig svartir peningar flæddu um ólympíska bankareikninga til réttra aðila. Juan Antonio Samaranch kvaðst ekkert hafa vitað hvað fór fram þeg- ar hann greiddi götu vinar síns, Andrés Guelfis, í Kákasuslöndunum með diplómatapassa sinum. Það virtist bara notalegt að gömlu herramennirnir tveir skyldu geta ferðast saman til fyrrverandi Sovét- ríkjanna þar sem þeir sáust í fylgd Borís Jeltsíns forseta við ýmis tæki- færi. Juan Antonio Samaranch naut lífsins svo vel í Úsbekistan að hann veitti forseta landsins, Islam Kharimov, gullorðu Ólympíunefnd- arinnar 1992. Víst þykir að Kharimov hafi átt skilið að fá orð- una. Hann er nefnilega svo vinsæll í heimalandi sínu að jafnvel mót- frambjóðandi hans við forsetakosn- ingarnar 1999 viðurkenndi feimnis- laust að hafa kosið hann. Skuggaleg viöskipti með íþróttasjóð Árið 1994 tókst Samaranch að koma fyrrverandi íþróttamálaráð- herra Rússlands, Sjamil Tarpitsjev, í Alþjóðaólympíunefndina. Tar- pitsjev var vinur Jeltsíns forseta og var árið 1993 gerður ábyrgur fyrir landssjóði sem átti að fjármagna íþróttir í Rússlandi. Sjóðurinn fékk leyfí til að flytja út hráefni og flytja inn áfengi og tóbak. Tekjurnar áttu að renna til íþrótta. Greint var frá því að um 9 milljarðar dollara hefðu runnið í sjóðinn á ári í nokkur ár. Það vakti auðvitað gífurlega athygli íjölmiðla þegar upp komst að tugum milljóna af sjóðsfénu hefði verið varið í vafasöm viðskipti. Tar- pitsjev var látinn taka pokann sinn en hann stjórnaði seinna kosninga- baráttu Jeltsíns. Meðstjórnandi í sjóðnum, Borís Fjodorov, kærði sig ekki um það sem fram fór. Þegar hann fór að gaspra í fjölmiðlum var ráðist svo harkalega á hann úti á götu 1996 að hann hlaut næstum bana af. Hann lést árið 1999 og fannst tveimur dögum eftir andlát sitt. Hann hafði fengið hjartaáfall að- eins 40 ára að aldri. Sjamil Tarpitsjev skipuleggur marga stóra íþróttaviðburði í Rúss- landi. Hann er liðsstjóri þeirra sem taka þátt i Davis Cup tennismótinu. Þrátt fyrir virðulega stöðu hans er rússneska pressan óhrædd við að tengja hann við mafíuna. Orðrómur- inn um skuggaleg viðskipti Tar- pitsjevs hefur ekki leitt tO útilokun- ar hans frá Alþjóðaólympíunefnd- inni. Golffélagi einræðisherra Indónesinn Mohamad Bob Hasan fékk sæti í nefndinni 1994 eins og Tarpitsjev. Hann á einnig í vök að verjast á heimavigstöðvunum. Fyrr á þessu ári sat hann í gæsluvarð- haldi í sambandi við réttarhöldin yfir Suharto, fyrrverandi einræðis- herra landsins. Hassan var dyggur stuðnings- maður Suhartostjórnarinnar. Hann var golffélagi einræðisherrans. Hann tók einnig þátt i að koma milljörðum í hendur fjölskyldu Suhartos. Aðalstarf Bobs Hasans var þó innan timburiðnaðarins. Alþjóðleg umhverflsverndarsamtök segja hann ábyrgan fyrir eyðingu regn- skóga í Indónesíu. í fyrra var talið að eignir hans næmu um 150 millj- örðum íslenskra króna. Samsung-stjóri sakaður um mútur Annar ríkismaður i Alþjóða- ólympíunefndinni er Samsung-for- stjórinn Lee Kun-Hee. Hann fékk sæti 1996 samtímis þvi sem hann var sakaöur í heimalandinu um að hafa mútað fyrrverandi einræðis- herrum landsins, Chun Doo Hwan og Roh Tae Woh, með um 2 milljörð- um króna. Gullorða Alþjóðaólymp- íunefndarinnar hafði reyndar veriö hengd á þá báða. Lee Kun-Hee nýtur aftur virðing- ar í Suður-Kóreu. Á þjóðhátíðardag- inn árið 1997 var hann náðaður af tveggja ára skilyrðisbundnum fang- elsisdómi sem hann hlaut árið áður. Þess þarf ef til vill ekki að geta að Samsung er einn af stórum styrkt- araðilum Alþjóðaólympíunefndar- innar. í Evrópu óttast margir tengdir Al- þjóðaólympíunefndinni að annar Suður-Kóreumaður, Un Yong Kim, verði forseti nefndarinnar þegar Samaranch fer frá. Kim hefur loks- ins tekist að koma taekwondo-sam- bandi sínu á dagskrána í Sydney. Þar með getur það vænst að hljóta um 300 milljarða króna í styrki fjórða hvert ár. Kim „á“ sambandið sem hann hefur stýrt frá stofnun þess 1973. Fyrrverandi leyniþjónustuforingi Sviðsljósið beindist að Kim, sem var leyniþjónustuforingi á valda- tíma einræðisherranna, þegar það komst í hámæli að dóttir hans, sem er píanóleikari, hefði komið fram sem einleikari með sinfóníuhljóm- sveitunum í næstum því öllum borgunum sem sóttust eftir því að halda Ólympíuleikana. Sonur Kims veitti í laumi nefnd frá Salt Lake City fjárhagsstuðning. Hann gegnir nú ábatasömu starfi í Bandaríkjun- um. Un Yong Kim fékk opinberlega „viðvörun" frá félögum sínum í Al- þjóðaólympíunefndinni. Hann er nú farinn að búa sig undir formanns- kjörið á næsta ári. Samband hans samþykkti í apríl síðastliðnum, á sérstökum auka- stjórnarfundi, að taka fimm menn til viðbótar inn í stjórnina. Fjórir þeirra eru reyndar í Alþjóðaólymp- íunefndinni en hafa engin sérstök tengsl við taekwondo-íþróttina. Þar með streyma 300 milljarðar, í formi sjónvarpspeninga og styrkja, í sjóði hinnar svokölluðu ólympisku fjöl- skyldu á fjögurra ára fresti. Byggt á Jyllands-Posten o.fl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.