Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Qupperneq 4
4
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000
Fréttir
I>V
Tilraun til þorskeldis í Tálknafirði árið 1995:
Ofsóknir Fiskistofu
eyðilögðu þetta
- segir Níels Ársælsson, einn þeirra sem stóðu að Tungueldi s/f
Fiskeldistilraun var kæfö í Tálknafirði.
„Fiskistofa, og þá sérstaklega fyrr-
verandi lögmaður stofnunarinnar, á
heiðurinn af því að hafa kæft þessa
tilraun í fæðingu og hreinlega lagt
okkur í einelti sem leiddi til þess að
við slepptum fullt af þorski úr
kvínni sem hann var í,“ segir Níels
Ársælsson á Tálknafirði, en hann
var einn þeirra sem stóðu að einu al-
varlegu tilrauninni sem gerð hefur
verið til þorskeldis hér á landi. Hún
var á vegum fyrirtækisins Tungueldi
s/f á Tálknafirði og átti sér stað árið
1995.
„Þetta var alvörutilraun og ekkert
til sparað. Það var keyptur mikill og
góður búnaður og annað leigt sem til
þurfti. Við vorum með mjög mikil
plön og þar gekk allt eftir þar til
Fiskistofa fór að skipta sér af hlutun-
um. Við veiddum talsvert af þorski á
dragnótarbátnum Bjarma. Þar vor-
um við með súrefnisbúnað um borð
og fluttum fiskinn lifandi i eldis-
kvína. Þetta hafa sennilega verið
10-15 tonn af þorski. Meðalþyngdin á
þessum fiski var rétt um 2 kg þegar
hann fór í kvína,“ segir Níels.
Hann segir að þorskurinn hafi
verið alinn á loðnu frá því um sum-
arið og fram í desember en þá var
meðalþyngd hans orðin talsvert á
fimmta kíló. „Þegar farið var að
slátra í desember gerði Fiskistofa sér
lítið fyrir og færði þetta undir kvóta
bátsins. Við lönduðum 13 tonnum af
slægðum eldisþorski á Flateyri sem
var landað sem eldisfiski úr eldiskvi.
En Fiskistofa lét sér ekki nægja að
draga kvótann af bátnum þegar fisk-
urinn hafði verið veiddur. Þyngingin
sem varð á fiskinum í eldiskvinni,
þar sem honum var gefið, var einnig
dregin frá kvóta bátsins þannig að
þetta voru ekkert annað en ofsókn-
ir,“ segir Níels.
Hann segir að þegar ákveðið var
að reyna þetta eldi hefði verið talað
við sjávarútvegsráðuneytið og þar
hefði mönnum verið tjáð að ekkert
væri í lögum um þorskeldi í sjó og
ekkert sem bannaði mönnum að
flytja fisk lifandi frá einum stað til
annars. „Þegar við síðar lönduðum
úr kvínni voru eftir í henni um 15
tonn og við slepptum þeim fiski þvi
bara í sjóinn. Við urðum fyrir of-
sóknaræði Fiskistofu og þar með
var gert út um þessa einu alvörutil-
raun til þorskeldis í kvíum sem
gerð hefur verið hér,“ segir Níels.
Þórður Ásgeirsson fiskistofustjóri
sagðist nánast ekkert geta tjáð sig
um þetta mál en ef sig minnti rétt
hefði í þessu tilfelli verið settur fisk-
ur í kví sem ekki hefði verið vigtað-
ur áður og það kynni að hafa ráðið
því hvernig málið var meðhöndlað.
„Okkar afskipti af málinu hljóta að
hafa mótast af því að þær reglur
sem við vinnum eftir hafi ekki boð-
ið upp á annað,“ sagði Þórður. -gk
Borun í Svartsengi gaf góða raun á 327 metrum:
Komu niður á
DV. GRINDAVÍK:
I Svartsengi er Hitaveita Suður-
nesja að láta bora eftir gufu og á
miðvikudagsmorgun kom borinn
Sleipnir niður á mikla gufuæð á 327
metra dýpi í holu 20. Þegar blaða-
maður kom á vettvang voru sér-
fræðingar Orkustofnunar að rýna í
tölur og línurit og töldu líklegt að
Sleipnir væri kominn niður á ákjós-
anlegt dýpi og væri það í samræmi
við vitneskju þeirra um svæðið en
verið er að bora á nánast sama stað
og fyrstu holurnar voru boraðar fyr-
ir tæpum 30 árum.
Þá lét Grindavíkurbær bora tvær
holur til reynslu og má segja að það
hafi verið upphafið að því stórfyrir-
tæki sem Hitaveita Suðurnesja er í
dag. Nú er verið að flytja borinn
Jötun á 21. holuna vestan við orku-
verið og á að bora þar djúpa holu í
Ánægjulegur árangur
Starfsmenn Orkustofnunar bera
saman bækur sínar eftir aö gufan
fannst. Þeir eru Ásgrímur Guö-
mundsson jaröfræöingur, Ómar Sig-
urösson verkfræöingur og Sverrir
Þórhallsson verkfræöingur
mikla gufuæð
allt að 2.500 metra dýpi. Þá kemur
svokallaður jarðsjór upp með guf-
unni sem nýtist að lokinni orku-
vinnslunni í Bláa lónið. Þar sem
verið var að bora núna kemur aftur
á móti upp hrein gufa, um 230 gráða
heit, og verður gufuaflið sem þar
fæst notað til að tryggja rekstrarör-
yggi orkuvers 5 enn frekar og verð-
ur hægt að loka öðrum holum, til
dæmis vegna viðhalds.
Sverrir Þórhallsson sagði aö þetta
væri 20. holan í röðinni og þó allar
holur væru taldar með væru tvær
óvirkar, eins og t.d. sú 13. sem var
aðeins boruð niður á 70 metra dýpi
og var aldrei kláruð, þó ekki af hjá-
trú. Þá sagði Sverrir að þetta væri
áhugaverðasta svæðiö á landinu til
að rannsaka jarðhita þar sem svo
grunnt er niður á virkjanlegan jarð-
hita. -ÞGK
DVA1YND ÞORSTEINN G. KRISTJÁNSSON
Sleipnir finnur „gull“
Á myndinni eru Margeir Jónsson
vörubílstjóri og starfsmenn Vél-
smiöju Akraness aö vinna viö rör og
í baksýn er borinn Sleipnir.
Aðalsteinn Baldursson:
Launaliðnum lík-
lega sagt upp
DV, AKUREYRI:
Aöalsteinn
Baldursson.
„Það er ýmislegt
sem bendir til þess
að launalið kjara-
samninga verka-
lýðsfélaganna verði
sagt upp í febrúar,"
segir Aðalsteinn
Baldursson, for-
maður Alþýðusam-
bands Norðurlands,
en í kjarasamningunum sem gerðir
voru snemma árs voru ákvæði þess
efhis að launaliður samninganna væri
uppsegjanlegur í janúar árið 2001 gæfu
forsendur tilefni til þess.
Aðalsteinn segir að staðan í efna-
hagsmálunum segi sér að allt hljóti að
verða komið á suðupunkt þegar kemur
fram í febrúar. „Vextir hafa verið á
uppleið og verðbólgan. Þá bendir allt til
þess að skattar á verkafólk verði hækk-
aðir núna um áramótin með hækkun á
útsvarsprósentu úr 12,4 í 12,7% og svo
er fyrirhugað að hún hækki aftur i
13,03% um áramótin 2001-2002. Ríkis-
stjómin lækkar aðeins tekjuskattinn á
móti en það er alveg ljóst að hér er um
skattahækkanir að ræða og þær éta
upp þær hækkanir sem launafólk er að
fá um áramótin. Svo hefur auðvitað
veruleg áhrif sú þróun sem orðið hefur
á árinu hjá öðrum hópum launafólks
og ef opinberir starfsmenn fá nú ein-
hverjar hækkanir umfram þann
ramma sem búinn var til þá em allar
þessar forsendur brostnar. Ef þetta fer
sem horfir em sterkar líkur á að launa-
lið samninganna verði sagt upp í febr-
úar. Þá yröi að endurskoða launaliðinn
og annaðhvort gerist það í friði og
spekt eða að menn yrðu að fara í að-
gerðir til að sækja leiðréttingu," segir
Aðalsteinn. -gk
Óánægja í ríkisbönkum:
Undrast mjög
- segir ráðherra
í DV í gær lögð-
ust tveir útibús-
stjórar Búnaðar-
bankans gegn sam-
einingu ríkibank-
anna. DV bar það
undir Valgerði
Sverrisdóttur við-
skiptaráðherra.
„Það er von á úr-
skurði samkeppnis-
ráðs á næstu dögum, þá fyrst getur
maður áttað sig á stöðu málsins. Ég er
enn með það i huga að sameiningu
ljúki fyrir áramót," sagði Valgerður.
„Það er ekki síst vegna hvátningar frá
bönkunum sjálfum sem út í þetta er
farið. Ég undrast því mjög ef kominn
er einhver allt annar tórrn innan bank-
anna um þetta mál.“ -HKr.
Veðrið i kvold
I Solíirííaii£iir sjiivarfoll
Súld, rigning og slydda
Norðaustan 8-13 m/s en heldur hvassara við
norðvesturströndina, súld eöa rigning við
austurströndina, slydda norðvestan til en
skýjað með köflum annars staðar. Hiti veröur
O til 7 stig, mildast suðvestanlands.
Sólarlag í kvöld Sólarupprás á morgun Síödegisflóö REYKJAVIK 15.35 11.08 16.56 AKUREYRI 14.52 09.52 21.29
Árdegisflóö á morgun 05.20 09.53
Skýringar á veðurtáknum ^^•ViNDÁTT —Hm ^ -10° ^NvViNDSTYRKUR Vroftcr i nnftrum á sokúndu >t‘KUÍ>' 'ð' H0DSKÍRT
LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ :Ö; ALSKÝJAD
ij RIGNING SKÚRIR ii "W SLYDDA i Í|í SNJÓKOMA
ÉUAGANGUR ÞRUMU- SKAF' ÞOKA
VEÐUR RENNINGUR
Veðrið a morgun
Frost noröanlands
Norðaustlæg átt, víöa 13-18 m/s, veröur norðvestan til en heldur hægari
í öörum landshlutum. Rigning eða slydda verður með köflum norðan- og
austan til en annars skýjaö, frost 0 til 2 stig noröan til en hiti sunnan til.
iSSBQUBSilUH 1
Vindur:
8—13 m/»
Hiti 2“ tii -2“
Vindur:
10-15 m/s
Hiti 2° tii -2°
MU’lVÍkllliilglljl
Vindur
8-13 mA
Hiti 2° «1 -2'
Austan- og norftaustanátt,
8-13 m/s. Él austan tll en
annars skýjafi moö köflum
og víöa vægt frost.
Noröaustanátt, 10-15
m/s. Rlgnlng eöa slydda
meö köflum sunnanlands
en snjökoma eöa él og
vægt frost noröan tll.
Noröaustanátt meö
snjókomu eöa éljum
noröan- og austanlands og
frostl um allt land.
AKUREYRI rigning 5
BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK skýjaö 3
EGILSSTAÐIR 4
KIRKJUBÆJARKL. rigning 5
KEFLAVÍK rigning 4
RAUFARHÖFN súld 4
REYKJAVÍK skýjað 7
STÓRHÖFÐI skýjaö 6
BERGEN skýjaö 5
HELSINKI rigning 7
KAUPMANNAHÖFN rigning 6
ÓSLÓ alskýjaö 3
STOKKHÖLMUR 7
ÞÓRSHÖFN alskýjaö 8
ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 1
ALGARVE léttskýjað 17
AMSTERDAM skýjaö 13
BARCELONA skýjað 16
BERLÍN rigning 7
CHICAGO alskýjaö -7
DUBLIN rigning 7
HALIFAX snjóél -11
FRANKFURT alskýjaö 12
HAMBORG skýjaö 11
JAN MAYEN skýjaö -3
LONDON hálfskýjaö 12
LÚXEMBORG skýjaö 11
MALLORCA skýjaö 18
MONTREAL heiöskírt -20
NARSSARSSUAQ skafrenningur 3
NEW YORK snjókoma -1
ORLANDO léttskýjaö 13
PARÍS skýjaö 12
VÍN alskýjað 4
WASHINGTON skýjaö -1
WINNIPEG léttskýjað -26
: