Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 Fréttir DV Frönsk vopnasamsteypa sökuð um morð á Taívan Fyrir sjö árum fannst lík í höfn- inni í Taipei, höfuðborg Taívans. Hinn látni reyndist vera Yin Chin- feng kafteinn. Réttarlæknar töldu að honum heföu verið veitt banvæn högg. Aldrei hefur verið upplýst hver banaði flotaforingjanum. En í síðustu viku sakaði ráðgjafi forseta Taivans, Chens Shyuis-Bians, frönsku vopnasölusamsteypuna Thomson CSF um að hafa átt aðild að morðinu. „Ég er sannfærður um að Thom- son gegndi lykilhlutverki í morðinu á Yin,“ sagði ráðgjafi forsetans, Roger Hsieh, í viðtali við franska blaðið Libération. Frakkar höfðu hug á að selja Taí- vönum sex freigátur. Pólitísk hlið málsins var hins vegar erfið. Kin- verjar voru æfir yfir vopnasölu Frakka til Taívana. Kínverjar lita á Taívan sem uppreisnareyju. Á Taí- van gætti andstöðu gegn freigátu- kaupunum í vissum hópum. Þess vegna ákvað Thomson-samsteypan aö múta bæði lykilmönnum í Kína og á Taívan. Varaði yfirmenn við freigátukaupunum Yin Chin-feng var hins vegar orð- inn erfiður Frökkunum. Þegar milljarðasamningurinn hékk enn á bláþræði hafði Yin varað yfirmenn sína við meintum göllum á freigát- unum. Honum var auk þess vel kunnugt um hvernig Thomson-sam- steypan hafði mútað mönnum í Taí- van til að koma samningnum i höfn. Freigáturnar kostuðu alls 16 milljarða franka. Fullyrt er að Frakkar hafi greitt 3 milljarða í mútur til að tryggja sér samning- inn. Síðasta freigátan var afhent 1998. Margt hefur þótt benda tO að franskir embættismenn hafi einnig fengið sneið af kökunni. í fyrstu neituðu fulltrúar Thom- sons að tjá sig um ásakanir ráðgjafa Taívansforseta. Nokkrum dögum seinna ákvað samsteypan hins veg- ar að höfða mál gegn Libération. Freigátumálið var áöur orðið eld- fimt í Frakklandi. Víst þykir að Frangois Mitterrand, fyrrverandi Frakklandsforseti, hafi vitað um þá víðtæku spillingu sem átti að tryggja Frökkum samninginn um sölu á freigátunum sex. Utanríkis- ráðherra Mitterrands, Roland Dumas, sem nú er 76 ára, er sterk- lega grunaður um að vera með óhreint mjöl í pokahorninu. Hann vísar öllum sakargiftum á bug og hefur oft hótað að greina frá nöfnum þeirra sem tryggöu sér sína sneið af kökunni með því að fá um- boðslaun. Það liggur í loftinu að um háttsetta menn sé að ræða. Ástkonan fékk Dumas til að skipta um skoðun Ástkona Dumas, Christine Devier- s-Joncour, á árið 1991 að hafa gegnt lykilhlutverki þegar franska utan- ríkisráðuneytið skipti um skoðun í freigátumálinu. Utanrikisráðuneytið hafði í fyrstu bannað Thomson-sam- steypunni að selja freigáturnar til Taívans. Thomson-samsteypan er sögð hafa fengið aðstoð við þrýsting á utanríkisráðuneytið frá franska ol- íufyrirtækinu Elf-Aquitaine sem er viðriðið eitt mesta spillingarmálið í Evrópu á síðasta áratug. Það var einn yfirmanna Elfs, Alfred Sirven, sem aðstoðaði Thomson- samsteypuna. Sirven hafði umsjón með leynisjóðum olíufyrirtækisins. Um 150 milljónir franka munu hafa runnið úr sjóöum Elfs í vasa Christine Deviers-Joncour. Christine sagði í fyrsta sinn í fyrra frá því að Dumas hefði verið viðriðinn lögbrot. Ástarsambandi þeirra lauk 1997. Grunur leikur á að Dumas hafi útvegað ástkonu sinni starf hjá Elf sem þá var ríkisfyrir- tæki. Það var eins og Christine hefði varpað sprengju í fyrra þegar hún greindi frá því að lúxusíbúðin sem hún keypti í París 1989 heföi í raun verið gjöf frá Elf til Dumas. Hún sagði að Dumas hefði fengið þóknun fyrir að hafa stutt útnefn- Roland Dumas Utanríkisráöherrann fyrrverandi hefur staöfest mútugreiöslur til ieiötoga Taívans vegna kaupa á frönskum freigátum. ingu Loik le Floch-Prigent í for- stjóraembættið. Christine fullyrti einnig að Dumas hefði aðstoðað við að hvítþvo hluta fjárins sem hún fékk frá Elf. Féð var lagt inn í banka í Sviss. Vegna aðildar Christine að spili- ingarmálum í Frakklandi og vit- neskju hennar um þau þótti því ekki undarlegt að hún skyldi birtast á fréttamannafundi stjórnarand- stöðuflokksins Nýi flokkurinn í Tai- van í mars síðastliðnum þegar bar- áttan fyrir forsetakosningamar þar stóð sem hæst. Talið er að það hafi verið Christine sem tók við greiðsl- unum sem notaðar voru til að þrýsta á Dumas um að samþykkja söluna á freigátunum til Taívans. Nýi forsetinn á Taívan segir fyrr- verandi stjóm landsins hafa verið gjörspillta. Hann segir leiðtoga hennar hafa keypt freigáturnar 1991 á yfirverði þar sem þeir hafi sjálfir fengið góðar greiðslur undir borðið. Dumas staðfesti þetta reyndar sjálf- ur í viðtali við franska tímaritið Le Nouvel Observateur fyrr á þessu ári. Huldu slóðina eftir morðingann Gamla stjórnin í Taívan gerði alit sem hún gat til þess að hylja slóðina eftir morðingja Yins Chin-fengs. Nýja stjómin ætlar að reyna að leysa morðgátuna. Skipuð hefur verið nefnd sem rannsaka á morðið og varpa ljósi á spiilingarmál. Lík Yins fannst þegar daginn eft- ir að hann var myrtur. Aðstoðarfor- ingi hans hefur siðan verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aö hafa tekið við mútugreiðslum. Talið er að fyrr- verandi stjómvöld hafi rutt Yin úr vegi svo að hann kjaftaði ekki frá. Nýja rannsóknarnefndin hefur þeg- ar komist að spillingu fimm ann- arra liðsforingja og fjöldi grunaðra vex stöðugt. Lykilhlutverki í mútumálinu gegnir Andrew Wang, umboðsmað- ur Thomson-samsteypunnar á staðnum. Hann flýði frá Taívan strax eftir morðið á Yin. Talið er að Wang sé í felum i Bandaríkjunum. Alþjóðleg handtökuskipun hefur fyrir löngu verið gefin út á hendur honum. Þegar Wang stakk af ók hann tO flugvailarins með Frakkan- um Jean-Claude Albessard, fulltrúa Thomsons á Taívan. Frakkinn lét sig einnig hverfa. íupphafi þessa árs var tiikynnt um andlát hans. Það er vegna þessara kringum- stæðna sem ráögjafi Taívansforseta sagði í viðtali við Libération að hann væri sannfærður um að Thomson-samsteypan væri viðriðin morðið á Yin. Yin, sem hafði skrifað gagnrýna skýrslu um frönsku freigáturnar, hafði stuttu áður en hann var myrt- ur sagt við vin sinn að hann væri í lífshættu. Hann bað vin sinn um að hefna sín yrði hann fórnarlamb samsæris, Talið er að mútufé hafi verið lagt inn á 300 bankareikninga. Yfirvöld á Taívan hafa beðið franska banka um samvinnu svo að varpa megi ljósi á málið. I bönkunum í París yppta menn bara öxlum. Byggt á Politiken, Aftenposten o.fl. Ástkonan á fréttamannafundi Ástkona Dumas, Christine Deviers-Joncour, á fréttamannafundi meö stjórnarandstööuflokki á Taívan í mars síöastliönum þegar kosningabaráttan þar stóö sem hæst. Christine veit heilmargt um spillingarmál franskra embættismanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.